Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1988, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1988, Page 13
MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 1988. Sí 13 Fréttir Bingó í Eþíópíu Rauði kross islands leitar að bingóútbúnaði til nota í Eþíópíu. Þarf að vera karfa eða tromla, kúlur og spjold Hafið samband við RKi í síma 26722 Starfsfólk Suðurnesjabakarís á fundi þar sem það ræddi stoðu sina. Starfsmenn Suöumesjabakarís - áður Ragnarsbakarís: Atvinnulausir og fá ekki laun sín Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum: „Þessir 45 starfsmenn Suðurnesja- bakarís, áður Ragnarsbakarí, eru samankomnir hérna í húsakynnum Verslunarmannafélags Suðurnesja til að leita leiða út úr þeim vanda, sem þeir eru komnir í, atvinnulaus- ir, fá ekki útborguö mánaðarlaun sín, enda var þeim sagt af hálfu eig- anda Suðumesjabakarís, Björgvins Víglundssonar, fyrir um það bil tveimur vikum, að starfsemin væri hætt og þeir gætu farið heim - bak- aríinu hefðiu verið lokað,“ sagði Magnús Gíslason, formaður VS, þeg- ar DV innti hann eftir því hvaö væri að gerast hjá starfsfólki bakarísins. „Björgvin haföi ekki svo mikið við að segja fólki upp bréflega og hefur ítrekað lofað að koma og ganga frá þeim hlutum en ávallt svikið það. Samkvæmt samningum á hann að greiða launin í dag en sýnt er að svo verður ekki. Kemur þaö mjög illa við starfsfólkið sem auðvitað þarf á pen- ingum að halda til að geta lifað.“ Mál þetta er orðið hið ílóknasta. Fyrir tæpu ári varð Ragnarsbakarí gjaldþrota. Ávöxtun keypti þá fyrir- tækið af þrotabúinu, eða þeir Ár- mann Reynisson og Pétur Björnsson, og stofnuð var Brauðgerð Suður- nesja sem Björgvin Víglundsson keypti síðan fyrir um það bil tveimur mánuöum og rak í nokkrar vikur undir nafninu Suðurnesjabakarí. Ekki mun hafa verið gengið formlega frá neinum af þessum kaupum - eng- ar shkar undirskriftir að því er best er vitað. Fyrirtækið mun hafa verið rekið með halla alla tíð en þegar Björgvin fór að leitast við að selja sölubúðir fyrirtækisins var farið fram á lögreglurannsókn á gjörðum lians af hálfu stærstu kröfuhafa í þrotabú Ragnarsbakarís sem töldu að verið væri að reyna að koma eign- um undan þar sem kaupendur bak- —---- ■'!' ; ----------------------------------------'--------------------- ' " ------------------- Þrír elstu starfsmenn bakarísins með formanni VS. Þau hafa starfað hjá brauðgerðinni yfir 20 ár. Á myndinni eru: Fanney Hjartardóttir, Sigurður Gunnarsson, Magnús Gíslason, formaður VS og Lydía Aðalheiður Rósink- arsdóttir DV-myndir Ægir Már arísins hefðu ekki staðið í skilum við þrotabúið. Við þetta fyrtist Björgvin og ákvað að leggja niður starfsemina og sendi fólkið heim eins og fyrr seg- ir. Björgvin hefur farið fram á riftun kaupsamnings viö Brauðgerð Suður- nesja en ekki er búið aö ganga frá því endanlega. Hins vegar er búiö að ganga frá riftun kaupsamnings þrotabús Ragnarsbakarís við Ávöxt- un þannig að brauðgerðarverksmiðj- an er komin aftur í hendur þrotabús- ins og hefur verið auglýst til sölu. Björgvin og Suðumesjabakarí telja sig enga ábyrgð bera á starfsfólkinu og hefur hann ekki í hyggju að láta það sig neinu skipta samkvæmt sein- ustu fregnum. Flestir eiga þriggja mánaða uppsagnarfrest og geta ekki fariö á atvinnuleysisbætur því erfitt er að fá vinnu á Suðumesjum um þessar mundir og eru nú þegar um 10 verslunarmenn á atvinnuleysis- bótum þar. Þess skal einnig getið að lokað var fyrir rafmagn í húsinu fljótlega og viðkomandi olíufélag lét dæla af geymi olíu sem það hafði selt Suður- nesjabakaríi. „Fimm manna nefnd, kosin af hálfu starfsfólksins til að vinna í þessu máli í samráði við VS og Láru V. Júlíusdóttur, lögfræðing ASÍ, hef- ur þegar kynnt sér þetta mál og mætt á fundi hér syðra,“ sagði Magn- ús. Byggðin þrengir að Gnfimesi: HREINIÆTI ER OKKAR FAG flswrsturtu fylgihlutum áfrábæru verði J. ÞORLAKSSON & NORÐMANN H.F. RÉTTARHÁLSI 2 SÍMI8 38 33 Flutningur radíóstöðv- armnar i „Það er ekkert ákveðið meö flutn- ing radíóstöðvarinnar í Gufunesi en við erum að skoöa ákveðna mögu- leika í þeim efnum,“ sagði Hilmar Gunnarsson, deildarstjóri hjá Pósti og síma, er DV spurði hann hvort til stæði að flytja stöðina frá Gufunesi. Byggðin er nú farin að þrengja nokkuð að yfirráðasvæði Pósts og síma í Gufuneslandi. Radíóstöðin þohr ekki mikinn umhverfishávaða og þarf því að vera sem lengst frá athugun byggð. „Byggðin er þó ekkert farin að trufla stöðina enn,“ sagði Hilmar. „Þeir hjá borginni vilja hins vegar losna við stöðina því þeir eru að hugsa um stærra svæði til bygging- ar. Þaö hefur ekki verið tekin nein ákvörðun um flutning á henni en ég býst viö að slík ákvörðun liggi fyrir innan hálfs mánaðar eða svo. Við höfum skoðaö heilu landsvæðin með tilliti til staðsetningar radíóstöðvar en ekkert verið ákveðið enn.“ -JSS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.