Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1988, Blaðsíða 32
32
MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 1988.
Lífestfll
Að nema
bridge
við skóla
Guðmundur Páll Arnarson, eigandi
og skólastjóri Bridsskólans, við
hljóðnemann.
Eitt af vinsælli tómstundamálum
fólks hér á landi er að grípa í bridge-
spil. Þetta áhugamál fólks nýtur mik-
illa vinsælda vegna allra þeirra
möguleika sem bjóðast við spilið.
Fólk finnur sér félagsskap í léttri
spilamennsku eða nælir sér í spennu
ef það fer út í keppnisbridge. Af öll-
um þeim fiölda manna sem spila
bridge eru þeir sennilega í meirihluta
sem grípa í spil með vinnufélögum í
matartímum eða með félögum eina
og eina kvöldstund. Þó eru þeir ótrú-
lega margir sem spila reglulega í
keppni, bæði í Reykjavík og úti á
landi.
Hvert á að snúa sér?
Skráðir spilarar innan bridgefé-
laga hér á landi eru um það bil 3000
en þeir leggja þó mismikið á sig til
þess að ná árangri. Um fiölda þeirra
sem grípa í bridgespil af og til eru
ekki til neinar tölur. En að sjálfsögðu
er nokkur hreyfing á milli þessa
hópa, sumir hætta að stunda íþrótt-
ina, nenna þessu ekki lengur eða
hafa engan tíma. Aðrir heillast af
bridge, vilja ná lengra og taka þátt í
mótum. Eins og flestar íþróttir býður
bridge upp á mikla spennu þegar
spilað er í keppni og spenna er það
sem fólk sækist oft eftir.
Margir vita ekki hvert á að snúa
sér þegar þeir vilja byija að læra
bridge eða bæta við fyrri kunnáttu
en fyrir þá er Bridsskólinn tilvalinn.
Skólinn býður bæði upp á byijenda-
námskeið og framhaldsnámskeið.
Flestir þeir sem sækja námskeið hjá
Bridsskólanum eru þó byijendur.
Þrátt fyrir það að nemendur séu
ýmist byijendur eða kunni eitthvað
fyrir sér í fræðunum er óhætt að
segja að námskeiðin koma að gagni
fyrir báöa hópa. Efniö er tekið á
skipulagðan hátt, byijendum kennd
undirstöðuatriðin og framhaldsnem-
endur fá verkefni við sitt hæfi.
Námskeið í Bridsskóianum
Blaðamaður DV fór 'eina kvöld-
stund á námskeið í Bridsskólanum
og kynnti sér aðstæður. Aðsókn var
greinilega góð. áhugasamir nemend-
ur á 10 borðum (40 manns) fylgdust
með útskýringum kennarans, Guð-
mundar Páls Amarsonar og aðstoð-
armanns hans, Hjálmtýs Baldurs-
sonar, á eðli spilsins. Guömundur er
jafnframt skólasfióri Bridsskólans,
og hefur verið það síðastliðin 3 ár en
hann tók við sfióm skólans af Páli
Bergssyni sem sfiómað hafði skólan-
um í ein 6 ár. Blaðamaður DV beindi
nokkrum spumingum að honum um
skólann og starfsemi hans. Fyrst var
hann spurður að því hvemig kennsl-
an færi fram.
„Hér em kennd tvenns konar nám-
skeið, byijenda- og framhaldsnám-
skeið. Hingað til hefur alltaf verið
fiölmennast í byijendanámskeiðun-
um. Á byijendanámskeiðum er
kvöldinu sldpt í 3 lotur. Fyrst er bein
kennsla með fyrirlestrum og síðan
em spiluð röðuð æfingaspil sem
tengjast fyrirlestrinum. í síðustu lot-
- heimsókn í Bridsskólann
Þessar fjórar á myndinnl eru allar bridge.
Það er eins og fólk geri sér ekki grein
fyrir að það er hægt aö læra bridge
á öllum stigum,“ sagði Guðmundur
PáU.
Það vakti athygli blaðamanns að
mikill meirihluti nemenda á nám-
skeiðinu var konur og skýringa var
leitað á þessu hjá Guðmimdi. „í
keppnisbridge er þetta hlutfall öfugt
svo þetta er í raun nokkuð merkilegt
og ég hef velt því nokkuð fyrir mér
hvemig á þessu stendur. Ég tel hugs-
anlega skýringu þá að karlar telji sig
síður geta lært eitthvað í skóla sem
þessum. Þegar karlar fara að fikta
við bridgespilamennsku fara þeir oft
beint út í keppni. Það að kvenfólk er
svona duglegt að sækja skólann
sannar að áhuginn er fyrir hendi en
hugsanlega hefur keppnisbridge of
Qandsamlegt andrúmsloft í kringum
sig. Konur vifia liklega fremur geta
slakað á í góðum félagsskap yfir léttri
spilamennsku. Enda er það svo að
margar konur spyrja mig um það
hvort ekki séu til hér einhver félög
með afslöppuðu andrúmslofti. Stað-
reyndin er sú að félögin eru flest
skipulögð með stíft keppnisform í
huga. Svo er það merkileg staðreynd
að á framhaldsnámskeiðunum snýst
þetta hlutfall aftur við og karlar
verða fleiri," sagði Guðmundur PáU,
skólasfióri Bridsskólans að lokum.
Nokkrir nemenda á námskeiðinu
voru teknir tali. Bjöm Magnússon
sagði að það væri þrælgaman á þessu
námskeiði. „Ég hef verið notaður
sem fiórði maður í bridge svona af
og til en ég hafði áhuga á að kynnast
íþróttinni betur og þess vegna fór ég
á námskeið í Bridsskólanum. Þar
ætla ég mér að læra undirstöðuatrið-
in svo ég geti farið að spila skamm-
laust í heimahúsum en mig vantar
bara spilafélaga. En ég get vel hugsað
mér að fara út í eitthvað meira, fara
á framhaldsnámskeið hjá skólanum
eða jafnvel spila hjá bridgefélagi en
fyrst þarf ég að öðlast einhveija
reynslu. Kennslan hér á þessu nám-
skeiði er alveg fyrsta flokks, efnið
tekið á skipulegan hátt og kennarinn
einstaklega góður.“
DV-myndir KAE
Fjórar systur
Við eitt borðið sátu fiórar systur
saman en það mun sennilega vera
einsdæmi hjá Bridsskólanum að fiór-
ar systur sæki námskeið. Ein þeirra,
Linda Björk Birgisdóttir, svaraði
nokkrum spumingum. „Ég hef alla
tíð haft gaman af spilum en þó litið
fengist við bridge hingað til. Ég hef
ekki mikið velt fyrir mér framhald-
inu en það er gott að geta tekið í spil.
Það er ekki hægt aö segja að það sé
mikill bridgeáhugi í minni fiöl-
skyldu, þó hafa faðir minn og móðir
spilað eitthvað. Mér finnst eftirtekt-
arvert hve skýrt og skilmerkilega
kennarinn setur reglurspilsins fram
og auk þess er kennslubókin nfiög
þægileg. Ég hef nfiög gaman af þessu
námskeiði hér,“ sagði Linda Björk
að lokum.
Sóley Ömólfsdóttir sagðist vera
alger byijandi og hefði aldrei áður
spilað bridge. „Mig langaði einfald-
lega til að læra íþróttina og þess
vegna skellti ég mér á námskeið og
finnst bara reglulega gaman. Við er-
an bridgeáhuga vera fyrir hendi í
sinni flölskyldu en móðir hennar
hefði þó einu sinni sótt námskeið Ifiá
bridgeskólanum og því væri hún nú
að feta í fótspor hennar. Sóley var
sammála öðrum viðmælendum um
það að kennarar á námskeiðinu
væm einstaklega góðir og hjálplegir.
Gróska í bridgelífi
Fróðir menn telja að mikil gróska
sé í bridgelífi um þessar mundir. ís-
lenska landshðinu gengur vel á al-
þjóðlegum vettfangi og mikil aðsókn
er í félögum og á mót hérlendis. Ekjd
er því óeðlilegt að álykta að aðsókn
muni verða mikil í Bridgeskólann í
hæstu framtíð og þarf jafnvel að
fiölga námskeiðum til að anna efdr-
spum. í undirbúningi er einnig á
vegum Æskulýðsráðs, í samvinnu
við Bridgesamband íslands, að hefia
kennslunámskeið fyrir nemendur á
grunnskólastigi og eflaust verður
áhugi á því líka. Það er því bjart útht-
ið hjá bridgefólki í nánustu framtíð.
-ÍS
Bjöm Magnússon taldi sig hafa mik-
ið gagn af námskeiðinu.
Sóley Örnólfsdóttir sagðist ekki hafa
kunnað neitt í bridge áður en hún
fór á námskeið í fræðunum.
um a.m.k. fiórar saman hér á nám-
skeiðinu sem ætla að fara að spila
saman en við erum ekki famar að
velta fyrir okkur öðrum möguleik-
um. Þó gæti ég vel hugsað mér að
spila einhvem tíma í keppni í fram-
tiðinni," sagði Sóley. Hún kvað eng-
Góð aðsókn var að byrjandanámskeiði í Bridsskólanum. Um 40 manns
voru þar sfðastllðið mánudagskvöld. Guðmundur Páll Arnarson skólastjóri
skýrir út en HJálmtýr Baldursson leiðbeinandi er við myndvarpann.
unni er hálftíma til 45 mínútna fijáls
spilamennska.
Kennslukerfið, sem notað er hér í
skólanum, er byggt á bandarískri
kennslufyrirmynd sem viðurkennd
er um allan heim. Kennt er eðlilegt
sagnkerfi með 5 spila háhtaopnun-
um. Hvert námskeið er 11 tímar, frá
20.15-23.15 og kostar 7500 kr, og hafa
byijendanámskeiðin verið á mánu-
dagskvöldum. Innifahö í gjaldinu er
kennslubók á íslensku. Aðsóknin
hefur yfirleitt verið nfiög góð á byij-
endanámskeiðunum en heldur
minni á framhaldsnámskeiðunum.
Tíðarandi