Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1988, Side 33

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1988, Side 33
MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 1988. 33 Lífsstíll Hægt að draga úr tannskemmdiim - með notkun á tannkremi sem innheldur bæði flúor og tannsteinsheftandi efni Tannkrem, sem inniheldur tannsteinsheftandi efni ásamt flúor, vinnur betur en tannkrem sem einungis inniheldur flúor. Heimsóknum til tannlækn- isins fækkar að sama skapi. DV-mynd Tannsteinshindrandi efni í tannkr- emi auka tannvemdaráhrif flúors í tannkremi. Þetta em niðurstöður úr umfangsmikilli rannsókn sem fram fór á vegum Skólatannlækn- inga í Reykjavík á árunum 1984- 1987. Alls tóku 1.100 börn þátt í rann- sókninni sem framkvæmd var af ísle'nskum og sænskum vísinda- mönnum. Rannsóknin fór þannig fram aö bömunum var skipt í fimm hópa og fékk hver hópur sitt tannkrem til aö nota í þrjú ár. Neytendur Tilgangurinn var sá að bera saman tannverndaráhrif fimm mismun- andi tannkremstegunda sem inni- héldu misjafnt magn af mismun- andi flúorsamböndum og tvær þeirra innihéldu aö auki fosfór- sambönd sem hindra tannsteins- myndun. Tennur bamanna voru síðan skoðaðar árlega. Einn hópurinnn fékk marktækt minni tann- skemmdir en hinir. Það var hópur- inn sem hafði notað tannkrem sem innihélt 1% aza-cycklo-heptan- diphosphonat (APH). Munurinn á þeim og öðmm hópum var meira en 15%. Hinar tannkremstegundirnar, en þar á meðal var ein algengasta teg- undin á markaðnum þá, sýndu ekki marktækan mun á tannvemd- aráhrifum sín á milh. Það voru fjórar tegundir frá Henkel sem not- aöar voru í tilrauninni ásamt Col- gate tannkremi með flúor. Colgate hefur síðan hafið framleiðslu á tannkremi með tannsteinsheftandi efni. Tannskemmdir hafa minnkað nyög á Norðurlöndum síðasta ára- tuginn og er það þakkað notkun flúortannkrems fyrst og fremst. Þessar tilraunir sýna að með því aö nota flúortannkrem með tann- steinshindrandi efni er hægt að ná enn betri árangri. -Pá Karíus og Baktus á i 45% fjögurra ára bama í Reykja- skemmdir og bendir það til þess að vík eru meö allar tennur heilar og foreldrar bíði meö að fara með böm er það svipaö hlutfall og í Svíþjóð sín til tannlæknis þar til þau era ogFinnlandi.Þettaeraniöurstöður sex ára og fá fulla endurgreiðslu úr rannsókn sem náði til 158 Sög- tannlæknaþjónustunnar. urra ára barna. Börnin höfðu að 27% bamanna í rannsókninni jafnaöi 2,4 skemradar, tapaðar eða voru með 70% allra skemmda og viðgerðar bamatennur. 67% af fyllinga i hópnum. Það kom í Ijós þessari tölu voru ómeðhöndlaöar að tannkrem raeð flúor var al- mennt mikið notaö en flúortöflur sjaldan og komu áhrif taflnanna ekki fram nema þær væru notaðar reglulega. Þau börn, sem notuðu flúortöflur, höfðu að meðaltali 1,1 skemmda eða viögerða tönn á móti 2,8 tönnum í hinum bömunum. -Pá Ný ostaverslim I nýju ostabúðinni í Kringlunni er hægt að fá alla osta sem framleiddir eru á íslandi. DV-mynd Hanna Osta- og smjörsalan hefur opnað nýja ostaverslun á neðri hæð Kringl- unnar. Fyrirtækið rekur nú sérversl- anir með osta á þrem stööum, á Snorrabraut 54, Bitruhálsi 2 og í Kringlunni. í nýju versluninni verður boðið upp á veisluþjónustu líkt og á hinum stöðunum. Osta- og smjörsalan hefur gefið út meira en 60 fræðslu- og upp- skriftabækhnga um osta og ostarétti. Fyrirtækið leitast viö að auka þekk- ingu neytenda á osti og öðrum mjólk- urafurðum og að gefa fólki tækifæri á að smakka á sýnishornum af sem flestum ostum sem framleiddir eru á íslandi. Hér á landi eru framleiddar flestar af meginostategundum heims og ís- lendingar voru árið 1987 í 4. sæti af þjóöum heims hvað varðaöi osta- neyslu. -Pá Framleiðendur bættu vöru sína „Þaö komu skýrar línur í þós strax eftir fyrsta árið og þær niður- stöður voru kynntar á erlendum ráðstefnum. Tannkremsframleiö- endur hafa í framhaldi af þessu flestir breytt vöra sinni og bætt tannsteinsheftandi efni í tann- kremið“ sagði Stefán Finnbogason skólatannlæknir í samtah við DV. Flestar algengustu tannkrems- tegundir á markaðnum í dag er því hægt aö fá meö tannsteinsheftandi efni en Stefán sagði aö á grundvelli þessara niðurstaöna væri fúll ástæöa til þess aö mæla með notk- un þess. -Pá Egg og kjúkl- ingar hækka - má búast við frekari hækkunum Heimiluö hefur verið hækkun á verði eggja og kjúkhnga. Samkvæmt upplýsingum Verðlagsstofnunar er leyfilegt hámarksverð á kjúklingum nú 406 krónur kílóið í heildsölu en var 376 krónur. Kílóverð á kjúkling- um út úr búð er því komiö yflr 500 krónur. Hækkunin tók gildi um 20. október. Hennar gætir fljótlega á eggjum en síðar á kjúkhngum. Egg kosta nú 328 krónur kílóið út úr búð en kostuðu áður 298. Hækk- unin er 10%. Það eru þurrkar í landbúnaðar- héruðum Bandaríkjanna sem valda þessari hækkun. Uppskeruþrestur leiðir til hækkunar á korni sem leið- ir til hækkunar á kjúklingafóöri. Að sögn Guðmundar Sigurðssonar hjá Verðlagstofnun má búast viö frekari hækkun á eggjum og kjúkl- ingum fyrir áramót. Samkomulag varö milli Verðlagsstofnunar og kjúkhnga- og eggjabænda um að ein- ungis hluti þeirrar hækkunar, sem fóöurverð gaf tilefni til, yrði látinn taka gildi nú. í októbermánuði bárust Verðlags- stofnun um 30 umsóknir um innlend- ar verðhækkanir og voru þær flestallar samþykktar. -Pá Fljótlega má búast við enn frekari veröhækkun á kjúklingum og eggjum. DV-mynd

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.