Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1988, Side 35
MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 1988.
35*
Fólk í fréttum
Ólafur Ragnar
Ólafur Ragnar Grímsson fjármála-
ráöherra lagði fjárlagafrumvarpið
fram á Alþingi í gær. Ólafur Ragnar
er fæddur 14. maí 1943 á ísafirði,
lauk B A prófi í hagfræði og stjóm-
málafræði frá Háskólanum í Manc-
hester 1965 og doktorsprófi í stjórn-
málafræðum við sama skóla 1970.
Hann varð lektor í stjómmálafræð-
um í HÍ1970 og var prófessor þar
frá 1973. Ólafur var alþingismaður
1978-1983 og varaþingmaöur 1974-
1978 og frá 1983. Hann var skipaður
í hagráð 1966, var formaður fram-
kvæmdastjómar Samtaka fijáls-
lyndra og vinstri manna 1974-1975,
í útvarpsráði 1971-1975, formaður
Félagsvísindafélags íslands 1975,
formaður framkvæmdastjórnar Al-
þýðubandalagsins 1977-1979 og frá
1984, formaður þingflokks Alþýðu-
bandalagsins 1980-1983.
Ólafur Ragnar sat á þingi Evrópu-
ráðsins og sá þá um undirbúning
að mikilli ráðstefnu um framlag
Evrópu til bættrar sambúðar norö-
urs og suðurs 1984. Ólafur hefur
verið formaður Parlamentarians for
Global Action, alþjóðasamtakaþjóö-
þingsmanna sem beita sér fyrir friði
og afvopnun. Ólafi hafa verið veitt
verðlaun Better World Society, frið-
arverðlaun frá kanadískum afvopn-
unarsamtökum og frá afvopnunar-
stofnun sem starfar á vegum SÞ.
Ólafur var kosinn formaöur Al-
þýðubandalagsins 1987 og varð fjár-
málaráðherra 1988.
Kona Ólafs er Guðrún Katrín Þor-
bergsdóttir, f. 14. ágúst 1934, bæjar-
fulltrúi á Seltjamarnesi. Foreldrar
hennar eru Þorbergur Friðriksson,
skipstjóra í Rvík, og kona hans,
Guðrún Símonardóttir Bech. Dætur
Ólafs og Guðrúnar em tvíburarnir
Svanhildur Dalla og Tinna, f. 30.
ágúst 1975. Foreldrar Ólafs voru,
Grímur Kristgeirsson, hárskeri og
bæjarfulltrúi á ísafirði, og kona
hans, Svanhildur Ólafsdóttir Hjart-
ar. Faðir Ólafs, Grímur, var hálf-
bróðir Hjalta hagfræðings. Faðir
þeirra var Kristgeir, b. í Gilstreymi
í Lundareykjadal í Borgarfirði,
Jónsson, b. á Heiðarbæ í Þingvalla-
sveit, bróðir Jóhanns, afa Arin-
bjarnar Kolbeinssonar læknis. Jón
var sonur Gríms, b. og skyttu á
Nesjavöllum í Grafningi, Þorleifs-
sonar, b. á Nesjavöllum, ættfööur
Nesjavallaættarinnar, Guðmunds-
sonar, b. í Norðurkoti í Grímsnesi,
Brandssonar, b. á Krossi, Eysteins-
sonar, bróður Jóns, foður Guðna í
Reykjakoti, ættfóður Reykjakots-
ættarinnar, langafa Guðna, langafa
Vigdísar Finnbogadóttur. Guðni var
einnig langafi Halldórs, afa Halldórs
Laxness.
Móðir Ólafs, Svanhildur, var syst-
ir Hjartar Hjartar, fv. framkvæmda-
stjóra skipadeildar SÍS. Faðir þeirra
var Ólafur Ragnar Hjartar, járn-
smiður á Þingeyri í Dýrafirði, Hjart-
arson, b. í Arnkötludal Bjarnasonar,
Grímsson
bróður Eiríks, langafa Maríu, móð-
ur Þorvaldar Garðars Kristjánsson-
ar alþingismanns. Hjörtur var son-
ur Bjama, b. á Hamarlandi, Eiríks-
sonar. Móðir Bjarna var Rannveig
Oddsdóttir Hjaltalín og konu hans
Oddnýjar Erlendsdóttur, systur Sig-
urðar, langafa Hlaðgerðar,
langömmu Guðrúnar, móður Ragn-
ars Amalds. Móðir Oddnýjar var
Sesselja Tómasdóttir, b. á Amar-
hób, Bergsteinssonar, ættfóður
Amarhólsættarinnar, langafa
Bjarna, langafa Jóns, afa Jóhannes-
ar Nordal. Móðir Hjartar var Sigríð-
ur Friðriksdóttir, prófasts á Stað á
Reykjanesi, Jónssonar, bróður Þor-
varðar, langafa Sigurgeirs Jónsson-
ar, ráðuneytisstjóra í fiármálaráöu-
neytinu, og Skúla, föður Ólafs
vígslubiskups. Annar bróðir Frið-
riks var Jón Reykjalín, langafi Val-
gerðar, ömmu Valgerðar Sverris-
dóttur alþingismanns. Friðrik var
sonur Jóns prests á Breiðabólstaö í
Ólafur Ragnar Grimsson.
Vesturhópi, Þorvaldssonar, forföð-
ur Margrétar Frímannsdóttur al-
þingismanns. Móðir Sigríðar var
Valgerður Pálsdóttir, prests á Stað
á Reykjanesi, Hjálmarssonar. Móðir
Páls var Filippía Pálsdóttir, systir
Bjarna landlæknis.
Afmæli
Andlá^
Sína Bjarnadóttir
Sína (Vigfúsína) Bjamadóttir, Víf-
ilsgötu 20 í Reykjavík, er sjötug í
dag.
Sína er fædd á Fjalla-Skaga við
Dýrafiörð. Sína ólst upp við öll
venjuleg sveitastörf og lauk barna-
skóla. Hún var í vistum við þjón-
ustustörf, fyrst á Þingeyri og síðar
í Reykjavík. Sína var við nám í
Húsmæðraskóla Reykjavíkur vet-
urinn 1939-1940. Hún var sauma-
kona í Reykjavík um áratugi, starf-
aði að ýmsum félagsmálum og söng
í kirkjukór Hallgrímskirkju í 27 ár.
í hátt í þijátíu ár hefur Sína búið
áVífilsgötu20.
Sína eignaðist fiórtán systkini:
Rannveig, f. 19.7.1901, húsfreyja í
Stóru-Sandvík í Flóa, d. 11.6.1987;
Sigríður, f. 15.9.1901, húsfreyja í
Lambadal, nú að Ási í Hveragerði;
Jónasína, f. 11.9.1908, húsfreyja í
Grafardal í Borgarfirði, nú á Þyrb í
Hvalfirði; Sigurður, f. 27.8.1909,
bóndi í Lambadal, síöar trésmiður í
Reykjavík, d. 13.10.1988; Guðmund-
ur, f. 17.10.1910, bóndi í Lambadal
og síðar verslunarmaður í Reykja-
vík; Ólöf, f. 25.11.1911, húsmóðir á
Næfranesi í Dýrafirði, nú búsett í
Reykjavík; Sæmundur, f. 18.5.1913,
fórst á togaranum Karlsefni 1944;
Vigdís, f. 14.6.1914, húsmóðir á Pat-
reksfirði, nú búsett í Reykjavík; Jó-
hannes, f. 10.7.1915, togarasjómaður
og síðar verslunarmaður í Reykja-
vík, d. 1.9.1972; Sigurlaugur, f. 16.10.
1916, bóndi á Vestra-Miðfelb í Hval-
firði, Ytrahóli í Landeyjum og síðast
á Ragnheiðarstööum í Flóa, d. 11.2.
1978; Jón, f. 29.9.1917, bóndi í HUð
á Hvalfiarðarströnd; Ingibjartur, f.
1.9.1921, var bústjóri við HUðardals-
skóla, átti síðar heima í Hverageröi
og vann hjá Náttúrulækningafélag-
inu, d. 19.12.1981; Árný, f. 28.1.1923,
húsmóðir á HvassafelU og Stokka-
hlöðum í Eyjafirði, d. 22.9.1957; Ingi-
björg, f. 22.9.1926, bóndi á Gnúpu-
felUíEyjafirði.
Faðir Sínu var Bjarni Sigurðsson,
fæddur að Botni í Dýrafirði, 27.5.
1868, dáinn 3.10.1951, í Innri-
Lambadal. Bjami var sonur Sigurð-
ar, bónda í Minna-Garði, f. 8.11.1835,
d. 17.8.1907, Bjamasonar, bónda á
Vífilsmýri í Önundarfirði, f. 28.3.
1800, d. 28.7.1846, Þorgilssonar,
bónda á Vífilsmýri, Sigurðssonar,
bónda á HóU á Hvilftaströnd.
Föðuramma Sínu var Guðrún frá
Granda í Brekkudal, f. 11.4.1833, d.
26.8.1894, Bjamadóttir(Murru),
bónda á Granda, Ólafssonar, bónda
á Brekku, Péturssonar.
Móðir Sínu var önnur kona
Sína Bjarnadóttir
Bjarna, Sigríður Gunnjóna, f. 16.9.
1881, Vigfúsdóttir, f. 13.5.1851, d. 5.5.
1941, Nathanelssonar, Ólafssonar,
bónda á Kirkjubóli í Valþjófsdal,
Jónssonar. Ólafur var bróðir Sveins
á Hesti í Önundarfirði sem mikil
ætt er komin frá. Móðir Sigríðar
Gunnjónu var Sigríöur, f. 1841, d.
1927, Gunnarsdóttir, ísleifssonar.
Sína tekur á móti gestum í Sókn-
arsalnum, Skipholti 50, á föstudag-
innkl. 15.
Ragnar Kjartansson
I dag fer fram frá Dómkirkjunni í
Reykjavík útfór Ragnars Kjartans-
sonar, myndhöggvara og heiðursfé-
laga Myndhöggvarafélagsins í
Reykjavík.
Ragnar fæddist 17. ágúst 1923 á
Staðastað í Staðarsveit, sonur Kjart-
ans Kjartanssonar prests þar og
seinni konu hans, Ingveldar Ólafs-
dóttur frá Sogni í Ölfusi.
Ragnar gekk í Héraðsskólann á
Laugarvatni 1937-1938. Hann lærði
leirkerasmíði hjá Guðmundi Einars-
syni frá Miðdal 1939-1944 og var sam-
hliöa frá 1940 í kvöldskóla Handíðá-
skólans. Árin 1946-1947 var Ragnar
við nám í Valand bstaskólanum í
Gautaborg og hjá Ásmundi Sveins-
syni myndhöggvara í Myndbstaskóla
Reykjavíkur 1947-1951. Árið 1951 til
1952 vann hann á vinnustofu í Svíþjóð.
Ragnar var einn af stofnendum
Funa keramik og síðar Gbts hf. árið
1958 sem hann veitti forstöðu til árs-
ins 1967. Eftir það helgaði hann sig
höggmyndabstinni og hélt fiölda sýn-
inga hér heima og erlendis. Hann var
framkvæmdastjóri og þátttakandi í
útisýningum á Skólavöröuholti á ár-
unum 1967-1972. Ragnar var einn aö-
alhvatamaður að stofnun Mynd-
höggvarafélags Reykjavíkur árið 1972
og átti stærstan þátt í því að félagið
fékk vinnuaðstöðu á Korpúlfsstööum.
Hann var geröur að fyrsta heiðurs-
félaga Myndhöggvarafélagsins í apríl
íár.
Ragnar Kjartansson.
Eftir Ragnar liggja mörg stærstu
bstaverk landsins, svo sem „Auð-
humla“ á Akureyri, „Bárður Snæ-
fellsás" á Snæfellsnesi og „Björgun“
á Siglufirði sem er minnisvarði um
drukknaða sjómenn. Líf í sjávarþorp-
um var Ragnari ætíð hugleikiö yrkis-
efniendaleituðumargirtilhansum '
gerð útiverka.
Ragnar kenndi um árabil við Mynd-
hstaskólann í Reykjavík og þar var
hann einnig skólastjóri. Þá kenndi
hann við Myndbsta- og handíðaskóla
íslands.
Ragnar kvæntist 26. maí 1945 Katr-
ínu Guðmundsdóttir, f. 19.5.1921, og
lifir hún mann sinn.
Leiðréttingar
Guðmundur H. Garðarsson al-
þingismaður heitir Guðmundur
Helgason Garðarsson. Valgerður
Freysteinsdóttir var móðir Garð-
ars Gíslasonar. í afmæhsgrein
um Þórhab Habdórsson féll úr
að Samúel Samúelsson er bak-
arameistari, Erbng Hestnes er
trésmíðameistari, Theodór Hab-
dórsson er garðyrkufræðingur og
yfirverkstjóri í Skrúögörðum
Rvíkur, Halldór Jónsson var b. á
Amgerðareyri við ísafiörð, sonur
Jóns Helgasonar, b. á Grasi viö
Dýrafiörð, og konu hans, Guðnýj-
ar Halldórsdóttur. Börn Jóns og
Guðnýjar voru Jóhanna, gift
Friðfinni Þórðarsyni, b. á Kjar-
ansstöðum við Dýrafiörð, Mar-
grét, búsett í Kaupmannahöfn,
Bjamfríður, gift Ingibjarti Ingi-
mundarssyni á ísafirði, Elías, dó
á besta aldri, sonur hans er Sig-
urður, fyrrv. tbraunastjóri á
Reykhólum. Steinunn var dóttir
Jóns Þórðarsonar, b. á Múla á
Skálmarnesi, og konu hans,
Hólmfríðar Ebenesersdóttur.
Systkmi Steinunnar eru Halld-
óra, gift Sveini Guðmundssyni
jámsmið, Ingunn, ógift, hjúkrun-
arkona, og ívar, járnsmiöur,
kvæntur Guöbjörgu Stéindórs-
dóttur. Halldóra er móðir Auðar,
konu Habdórs Laxness, Ásdísar,
konu Sigurðar Thoroddsen verk-
fræðings og Fríðu, konu Braga
Þorsteinssonar verkfræðings.
ívar er faðir Jóns flugmanns,
Sveins arkitekts og Kristínar El-
ínborgarkennara.
Til hamingju með daginn
Ólafur Þórólfsson, Skeiðárvogi 93, Reykjavík. Ólafur er aö heiraan. Sæbraut 20, Reykjavík. Sigurður Jónsson, Þórsraörk 7, Sebbssl
90 ára
Jón Laxdal, Evemarie bse Bauer,
Austurbyggö 19, Akureyri. Halldóra Jóhannesdóttir frá Mosfebi í Mosfebssveit. Habdóra er að heiman. 60 ára Guðmundur F. Sigurðsson, Faxabraut 65, Keflavík.
Habdóra Þórarinsdóttir, Skútahrauni 4, Skútustöðum.
85 ára Jón Sigurðsson, Stafholti 22, Akureyri. 40 ára
Þuriöur Sæmundsdóttir, Álakvísl 34, Reykjavík. Ragnhildur Þorgeirsdóttir, Ásabraut 9, Kópavogi. Hjálmar Th. Ingimundarson, Fógrukinn 20, Hafnarfirði. Guðmundur Valdimarsson, • Faxabraut 57, Reykjavík. Ásdís Ásgcirsdóttir, Höfn 1. Svalbarðsströnd. Guðmundur Kr. Sigurðsson, Njarðvíkurbraut 33, Njarðvík. Steini Þorvaldsson,
80 ára Engjavegi 61, Sebbssi. Ingimar Sumarliðason, Vallargötu 35, Sandgerði. Bjarni Indriðason, Byggöarholti ld, Mosfellsbæ. Ragnheiður Pálsdóttir,
Árni Jóhannesson, Vatnsenda, Þverárhrepppi.
«fA * ^
70 árð 50 ára óuuurvÖ| HtUiwnij vi, Magnca Bjarnadóttir, Sigtúni 9, Selfossi
Guðbjörn Einarsson, Kárastööum, Þingvallahreppi.
Valdis Vilhjálmsdóttir,