Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1988, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1988, Qupperneq 4
4 FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 1988. Fréttir Englandsmarkaður í lakara lagi Aö undanfómu hefur markaður- inn á Englandi verið í lakara lagi. Borist hefur heldur mikið af fiski á markaöinn og er þá ekki að sökum að spyija, markaðurinn fellur. Yfir haustmánuðina þegar síldin er veidd hefur verið erfitt fyrir Austfirðinga að sinna bæði síldinni og vinnslu í hraðfrystihúsunum. Nú hefur bæst við að síld er einnig fryst á sama tíma og söltunin fer fram, svo segja má að ekki sé annað aö gera en sigla B.v. Gullver í Grimsby 31.10. 1988 Sundurliðun eftirtegundum Selt magnkg. Verð í erl. mynt Meðalv. pr. kg. Söluverð isl kr. Kr. pr. kg. Þorskur 143.530,00 121.093,00 0,84 9.940.040,00 69,25 Ýsa 5.050,00 5.661,00 1,12 464.688,85 92,02 Ufsi 2.100,00 888,00 0,42 72.892,37 34,71 Karfi 780,00 336,00 0,43 27.580,90 35,36 Koli 100,00 72,00 0,72 5.910,19 59,10 Grálúða 2.750,00 3.086,00 1,12 253.317,40 92,12 Biandað 1.040,00 1.103,00 1,06 90.540,86 87,06 Samtals 155.350,00 132.239,00 0,85 10.854.970,55 69,87 Bv. Sléttanes IS 108 31.10. 1988 Sundurliðun eftirtegundum Seltmagnkg. Verðíerl.mynt Meðalv. pr. kg. Söluverð ísl kr. Kr. pr. kg. Þorskur 194.780,00 155.979,60 0,80 12.803.741,45 65,73 Ýsa 18.850,00 21.765,60 1,15 1.786.651,04 94,78 Ufsi 5.490,00 3.143,00 0,57 257.996,30 46,99 Karfi 180,00 122,40 0,68 10.047,33 55,82 Biandað 1.140,00 1.056,60 0,93 86.732,07 76,08 Samtals 220.440,00 182.067,20 0,83 14.945.168,18 67,80 Sala úr gámum 31.10. 1988 Sundurliðun eftirtegundum Seltmagn kg. Verð í erl. mynt Meðalv. pr. kg. Söluverð isl kr. Kr. pr. kg. Þorskur 191,584,00 160.178,60 0,84 13.148.420,56 68,63 Ýsa 66.565,00 67.608,10 1,02 5.549.678,50 83,37 Ufsi 7.555,00 4.497,40 0,60 369.173,58 48,86 Karfi 3.285,00 2.010,10 0,61 165.001,07 50,23 Koli 77.930,00 69.475,40 0,89 5.702.957,68 73,18 Grálúða 5.850,00 4.865,00 0,83 399.348,39 68,26 Blandað 29.245,00 29.430,20 1.01 2.415.807,40 82,61 Samtals 382.014,00 338.064,70 0,88 27.750.378,96 72,64 Bv ögri seldi afla sinn, 31.10. 1988, í Bremerhaven Sundurliðun eftirtegundum Seltmagnkg. Verðíerl.mynt Meðalv. pr. kg. Söluverðisl kr. Kr. pr. kg. Þorskur 2.625,00 7.759,28 2,96 202.463,67 77,13 Ufsi 823,00 1.610,00 1,96 42.009,89 51,04 Karfi 158.337,00 359.880,60 2,27 9.390.400,48 59,31 Blandað 5.872,00 14.101,15 2,40 367.942,72 62,66 Samtals 167.657,00 383.351,03 2,29 10.002.816,76 59,66 með bolfiskaflann eða leggja skipun- um. Að undanfórnu hefur veðrið verið rysjótt á miðunum kringum England, svo líkur eru á að markað- urinn jafni sig fljótlega. Neysla á fiski í Englandi stórminnkar Neysla á fiski minnkaði í Englandi á síðasta ári um 7%. Tahð er aö hækkandi verð hafi valdið miklu þar um. Fiskstautar hafa nú náö sinni fyrri sölu og búist er við að fisk- neysla náist upp aftur í sama magn og árið 1986. Talið er að verðið í ár sé 6% hærra en á síðastliðnu ári. Verðið á laxinum er nú um 20-30% hærra en þaö var á sama tíma í fyrra. Skötubörð eru oftast á góðu verði, en ekki er sama hvemig þau eru ingur við Rússa um að landað verði 5000 lestum af þorski í Baasfjörd. Nokkuð er deilt um þessar aðgerðir, en aflar líkur eru taldar á að löndun- arleyfi fáist. Nokkur togstreita er á milli hers og framleiðenda um málið, en herinn mun sætta sig við landanimar ef góðar upplýsingar era gefnar um löndunarstað og tíma. Óvönduð fréttamennska í Fréttabréfi Rikismats sjávaraf- urða, er hneykslast á blaðamennsku undirritaðs og vitnað er í viðtal sem birtist í „Síldaropnu" blaðsins sem svo kallast. Ég bið afsökunar á því að hafa ekki tekið nægilega vel fram hvað var tekið úr viðtafinu við Pál. Og þær hugleiðingar sem á eftir Fiskmarkaöurinn i Hull. Verð á Englandsmörkuðum hefur verið i lakara lagi vegna of mikils framboðs. búin á markaðinn, t.d. er áríðandi að þau séu lausfryst og roðlaus, þannig fæst besta verðið. Nokkur verðsýnishorn Lax 399 til 499 óslægður lax en slægður á 352 til 496 kr. kg. Hausaður og slægður þorskur 168 kr. kg. Þorsk- flök 242. íslensk þorskflök 206 kr. kg. Stórlúða 722 kr. kg. Meöalstór lúða 630 til 740 kr. kg. Smálúða 541-586 kr. kg. Ýsuflök 245 kr. kg. Bjarga Sovétmenn Finnmörku frá atvinnuleysi? Vilji hefur veriö fyrir því aö Rússar fái að landa fiski í Finnmerkurhöfn- um. En samkvæmt norskum lögum mega útlend skip ekki landa fiski í norskum höfnum. Togarar Rússa lönduðu tvo mánuði síðastliöiö vor. Nú stendur til að gerður verði samn- Fiskmarkaðir Ingólfur Stefánsson koma era ekki tileinkaðar öðrum en þeim er þær skrifa. Fiskmat hefur veriö með ýmsum hætti á íslandi um langt skeið og mun ég ekki fara út í þá sálma að ræða um þaö, hvorki viö fiskmatsstjóra né aöra starfsmenn stofnunarinnar. Eftir aflt saman stendur að betur megi fara með síld en gert hefur ver- ið. Mér er engin nýjung í kassanotk- un, vegna þess aö í starfi mínu um árabil sá ég um útvarpsþætti, sem margir hvetjir voru um bætta með- ferð á fiski og kassanotkun. En annað mun vera að nú. I dag mælir Dagfari____________________ Ólafur bætir kjörin Þá er nýi fiármálaráðherrann bú- inn aö leggja fyrir þingiö og þjóðina hvernig hann ætlar að leysa ríkis- fiármálin og kreppuna. Hátíðlegar ræður hans á blaðamannafundi gefa það til kynna að ráöherrann sé fullkomlega meövitaöur um ábyrgð sína og er það vel vegna þess að nú duga ekkert minna en kraftaverk til að bjarga íslending- um út úr neyðinni. Atvinnufyrir- tækin fara á hausinn hvert á fætur öðra, ríkiskassinn er í dúndrandi halla, erlendar skuldir hlaðast upp og heimilin stynja sáran undan peningaleysi. Þetta síöastnefnda kemur ekki á óvart, enda bitnar kreppan fyrst og fremst á heimilunum þegar fyr- irvinnan fær minna kaup eða miss- ir jafnvel atvinnuna. Þetta veit formaöur Alþýöubandalagsins of- urvel, enda gefur flokkurinn sig út fyrir að vera í sérstökum vinskap við alþýðuna og alþýðuheimilin og er í rauninni í pólitík til þess eins aö bæta kjörin. Þegar formaöur Alþýðubandalagsins er orðinn fiár- málaráöherra og er í nánum tengsl- um viö alþýðuheimilin hefur hann auðvitað ákjósanlegt tækifæri til að rétta hag þeirra í kreppunni. Og fiárlagafrumvarp Ólafs Ragn- ars er í samræmi við þetta. Hann leggur til að ríkissjóður sé réttur viö með auknum sköttum og ætlar að hagnast á þeirri skattheimtu upp á tólf hundruð milljónir. Ólaf- ur veit nefnilega sem er að hagur heimilanna fer ekki eftir buddu fiölskyldunnar heldur buddu ríkis- sjóðs. Besta aðferðin til að losna úr kreppunni er aö auka skattana. Það er ekki bara tekjuskatturinn sem á að hækka heldúr bensín- gjaldið og byggingarkostnaðurinn og eignaskatturinn og brennivínið. Það er ekkert undanskilið, jafnvel ekki einu sinni happdrættin og lottóiö, og er nú mikið lagt upp úr því að þjóðin haldi áfram að spila í bingóunum og skrapmiöunum til að ríkissjóður lifi kreppuna af. Nú kann einhver að spyrja hvernig það geti farið saman aö bæta hag heimilanna með því auka skattbyrði þeirra. Þegar kreppir að heimilunum er það þá besta ráðið að auka útgjöld þeirra? Um þetta spyrja menn sem ekki eru eins vel að sér í fræðunum og hagfræðingur Alþýðubandalagsins og formaður þess sem er einn og sami maöur- inn. En þessu svarar hinn nýbak- aði frelsari með því að segja: krepp- an verður ekki leyst með því að láta þá borga sem skulda. Það verð- ur gert með því aö láta þá borga sem eiga eitthvaö. Hvar sem er og hvenær sem fréttist af manni sem eitthvað á verður samstundis lagð- ur skattur á tekjur hans og eignir til að koma í veg fyrir að hann eigi meira en aðrir. Kreppan verður ekki leyst nema með því að allir fari í kreppu. Hér má enginn sker- ast úr leik, það veröa allir að finna fyrir kreppunni, ekki bara þeir sem skulda heldur líka hinir sem ekki skulda. Velferðin og jöfnuðurinn í þjóðfélaginu byggist á því að hinir efnameiri verði gerðir fátækir og að hinir fátæku eigi enga mögu- leika til að efnast. Olafur segir að það verði sendar út sveitir sérþjálf- aðra manna til að þefa uppi þá sem ætla að leyfa sér að rífa sig upp úr kreppunni með því að eignast eitt- hvað. Svo ekki sé nú talað um þá sem eiga eitthvað fyrir. Enn þá leynast hér á landi nokk- ur fyrirtæki sem hafa hagnast að undanfórnu. Þetta eru þjóðsvika- fyrirtæki, sem ekki hafa tekið þátt í kreppunni, og þeim verður að hegna. Það verður lagöur sérstak- ur viöbótartekjuskattur á þessi fyr- irtæki. Þannig mun jafnt yfir alla ganga, einstaklinga sem fyrirtæki sem hafa svikist um að taka þátt í kreppunni og þau leituð uppi af ríkisstjórninni. Þetta er hin nýja stefna sem fiár- lagafrumvarpið felur í sér og þann- ig kemst efnahagurinn á réttan kjöl og þannig frelsar maður heiminn þegar loksins gefst tækifæri til fyr- ir Alþýðubandalagið sem ber hag alþýðuheimilanna fyrir brjósti. Það hugsa margir hlýt't til Al- þýðubandalagsins við þessi tíðindi. Þeir borga skattana sína með glöðu geði vegna þess að þeir vita að með því taka þeir þátt í kreppunni, í stað þess að svílfiast undan með því að afla sér ómaklegra launa sem þeir eiga ekki skilið. Kreppan verður ekki leyst meö því að fólk efnist. Hún verður leyst með því að taka það af fólkinu sem það hef- ur umfram aðra. Þannig bætir maður kjörin. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.