Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1988, Síða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1988, Síða 5
FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 1988. 5 Fréttir Útgerðarfélag Akureyringa hf: Verða togararnir bundnir? Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyii: „Ef okkur leggst ekki eitthvað til, þá er ekkert annað framundan en að við munum binda skipin við bryggju alveg næstu daga,“ segir Gísli Konráðsson, framkvæmda- stjóri Útgerðarfélags Akureyringa hf. Útgerðarfélagið gerir út 5 ísfisk- togara og einn togara sem fullvinn- ur afla um borð, og nú er kvóti allra togaranna á þrotum. Ástandið er því ekki glæsilegt framundan. „Við erum á síðasta snúningi með kvótann og okkur hefur ekki tekist að kaupa kvóta hjá öðrum. Það hefur verið hægt að kaupa kvóta undanfarin tvö ár, en nú er allt annað uppi á teningnum. Úthtið er því ekki gott og svo gæti farið að við verðum að binda skipin við bryggju næstu daga,“ sagði Gísh. Hann sagði þó að möguleiki væri á því aö veiða fyrir aðra sem ættu kvóta sem þeir gætu hugsanlega ekki nýtt. Þá myndu hugsanlega einhverjir togara ÚA geta veitt fyr- ir þá aðila og landað hjá þeim. Það liggur því fyrir að slíkt fyrirkomu- lag mynd' ekki leysa vanda fisk- vinnslufólksins í landi, en það skiptir hundruðum hjá Útgerðarfé- lagi Akureyringa hf. „Ef menn eiga kvóta sem þeir geta ekki nýtt, þá er að koma sá tími að þeir verða að fara að huga að því að selja hann. Við byggjum okkar vonir á því að eitthvað slíkt muni gerast, en því miður höfum við ekkert fyrir okkur í þeim efn- um,“ sagði Gísli Konráðsson. BETRA BOÐ PBÁSAMBDIJG Samsung örbylgjuofnarnir eru traustir og öruggir. Þeir hafa reynst framúrskarandi vel og auðveldað mörgum eldamennskuna. Getum nú boðið takmarkað magn af RE-553 á sérstöku til'boðsverði. x RE-553 býður upp á: 17 lítra innanmál - 500 wött - snúningsdisk - 5 hitastillingar. Fáanlegur í hvítum eða hrúnum lit. Verð 14.950,- stgr. JAPISS ■ BRAUTARHOLT 2 ■ KRINGLAN ■ ■ SÍMI 27133 ■ ■ AKUREYRI ■ SKIPAGATA 1 ■ ■ SÍMI 96-25611 ■

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.