Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1988, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1988, Síða 6
6 FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 1988. Sandkom Foreldramir viðstaddir Fréttirfjöl- miðlannaaf pórburðafæð- ingunnihafa veriðmargar endaerslík Qölburðafajð- ingafarsjald- gæfuratburö- ur. Fréttastofa Sjónvarpslét sittekkieftir liggja og var með nák væma frétt af fæðingunni. í upphaflfréttarinnar varsagt aðjgórburarnir hafi allir komið úr sama móðurkviði og verið teknir með keisaraskuröi. í fréttinni var einnig greint frá hversu margt starfsfólk var viðstatt í lok fréttar- innar þótti fréttamanni nauösynlegt að taka fram að báðir foreldramir hafi verið viðstaddir fæðinguna. Ef einhver skildi hafa efast um að móð- irin hafi verið viöstödd - þá var þeim efesemdum eytt í fréttatíma Sjón- varpsins. IMýjar skikkjur . Hæstiréttur íslandsbýrvið þröngan húsa- kost. Reyndar i.r Hæstfrétrur svelí stofmm hvaðfjárhag snertir. Eftir baráttutókst þóaðfáheimild tilaðkaupa nýjarskikkjur fyrir dómarana. Enda ekki vanþörf á þar sem þær gömlu voru orðnar slitn- ar og illa famar. Skikkj umar kosta stórfé -eða 40 þúsund krónur stykk- ið. Hæstaréttardómarar em því ekki lengur einsog ilækingar til faraog þurfa því ekki að horfaöfundaraug- um á matvælafræðinginn, „dóms- forsetann“ og sjónvarpssijórann Jón Ottar Ragnarsson klæðast glæstri dómarasklkkju i stærsta öldurhúsi landsins annan hvem fimmtudag. Bifhjól tekið fyrir umferðarlagabrot Iþvíágæta blaði.Vikur- fréttum, mátti lesaskemmti- legafyrirsÍHtó- Fréttin,sem stóöundirfyr- irsögn.varúr umferðinni. Fyrirsögnin Jújóðaðisvona: .JBiOvjól tekið fyrirofsaakstur“. Nú vitaallirað þungar refsingar eru fyrir það aö aka hraðar en lög gera ráð fyrir. Oft má lesa fréttir um aö ökumenn hafi verið sviptir ökuréttindum fyrir ofsaakst- ur. Ekki er vitað hvaða refsing er lögð á bifhjól scm slikt gerir. Það má líka hugsa til þess - effyrirsögn Vlk- urfrétta er skoðuð ein og sér - hvað eigandibifhjólsinsvarlánsamurað vera ekki með bifhjólinu þennan ör- lagaríkadag. Jónas ekki hér JónasR. Jónssonerekki sagðurstarfa lengurhjáStöð 2.1>essarupp- lýsingareru gefharásldpti- borðiStöðvar 2. Það undrar efiaustfáaað Jónasogþáttur hans ,J góöu skapi" vcröaekki oftar á dagskrá. Þættir þessir hafa þótt ein- sfaklega misheppnaðir. í síðasta þætti, þar sem heiðursgestir vom Jakob og Ragnhildur, tókst Jónasi að látaáhorfendurfágæsahúösökum þess hversu vandræðalegur þáttur- inn var. Jðnas reyndi hvað hann gat til að halda uppi samræðum vlö gesti sína. En árangur þess var liölL Það vantaði ekki aö Jakop vfidi tala. Hitt var verra að gestir hússins vildu ekki hlusta. Morthensfrændumir, Hauk- ur og Bubbi, vöktu mikla aðdáun víð- staddra. Þeir frændur voru óspart klappaðir upp. Jónas rcyndi sarat aö fá svör viö hversu lengi þau skötuhjú væraað seipja lag og hyersu lengi þau em að gera plötu. Öllum við- stðddum virtist standa nákvæmlega á samaum vinnuhraða Jakops og Ragnhildar. Umsjón: ðlgurjón Egllsson Fréttir Kerfisbundið varnnat í þjóðhagsáætlun og þjóðhagsspá: Þjóðarframleiðsla van- metin um 10 milljarða? - og verður viðskiptaháOinn 3 miJljörðum meiri Þegar nýbirt þjóðhagsspá fyrir 1988 og þjóðhagsáætlun fyrir árið 1989 eru endurskoðaðar í ljósi þess kerfisbundna vanmats á flestum hagstærðum, sem hefur verið gegn- umgangandi í spám og áætlunum Þjóðhagsstofnunar á undanförnum árum, má gera ráð fyrir að í stað 4,4 prósent samdráttar í þjóðartekjum í ár og á næsta ári verði raunveruleg útkoma 1,4 prósent hagvöxtur. Þessi mismunur jafngildir um 10,3 millj- örðum í þjóðarframleiðslu á næsta ári. Eins og DV skýrði frá síðastliðið vor gerðu tveir hagfræðingar Seðla- bankans athugun á spám og áætlun- um Þjóðhagsstofnunar á árunum 1974 til 1986. Niðurstaða þeirra varð sú að stofnunin vanmæti allar þær hagstærðir sem þeir skoðuðu: þjóð- arframleiðslu, einkaneyslu, fjárfest- ingu, innflutning og útflutning. Það sem kom einna mest á óvart í niður- stöðum hagfræðinganna var að spá Þjóðhagsstofnunar sem gerð er í okt- óber sama ár og spáin á að gilda fyr- ir er yfirleitt íjær raunveruleikanum en þjóðhagsáætlun sem gerð er á sama tíma fyrir næsta ár. Flutt út fyrir 5,5 milljörðum meira ... Þjóðhagsstofnun spáir nú að út- flutningur á þessu ári dragist saman um 1 prósent frá fyrra ári. Sam- ■ kvæmt niðurstöðum hagfræðing- anna skeikaði stofnuninni að meðal- tali um 3,73 prósent í spám sínum um þróun útflutnings. Ef stofnuninni skeikar jafnmikiö nú má því gera ráð fyrir að útflutningur dragist ekki saman í ár heldur aukist um 2,75 prósent. í þjóðhagsáætlun fyrir næsta ár er síðan gert ráð fyrir 1,1 prósent sam- drætti í útflutningi til viðbótar. Þjóð- hagsáætlun hefur skeikað um 2,15 prósent að meðaltali og ef það gerist nú verður samdráttur næsta árs að 1 prósent aukningu. Þegar þetta tvennt hefur verið lagt saman mætti því allt eins búast við að útflutningsverðmæti á næsta ári yrði 99,5 milljarðar í stað 94 eins og þjóðhagsáætlun gerir ráð fyrir. Svipuð skekkja hefur veriö í spám Þjóðhagsstofnunar um innflutning. Stofnunin spáir nú aö innflutningur muni aukast um 2,2 prósent á þessu ári. Þegar meðaltalsskekkju stofnun- arinnar er beitt á þennan spádóm verður aukningin hins vegar um 5,35 prósent. ... og innflutningurinn 8,1 milljarði meiri Þjóðhagsáætlun hefur verið enn fjær raunveruleikanum varðandi innflutninginn. Nú er spáð um 3,8 prósent samdrætti í innflutningi á næsta ári en ef það er leiðrétt miðað við meðaltalsskekkju undanfarinna ára verður ekki samdráttur á næsta ári heldur 1,2 prósent aukning. Spá um 96,4 milljarða innflutning á næsta ári yrði því að 104,5 milljörð- um þegar þessar spár hafa verið leið- réttar miðað við meðaltalsskekkj- una. Þjóðhagsáætlun fyrir næsta ár gerir ráð fyrir 12,4 milljarða við- skiptahalla en þegar skekkjan hefur verið tekin inn má búast við um 15,5 milljarða halla. Meiri neysla og meiri fjárfesting Þjóðhagsstofnun hefur einnig van- metið einkaneysluna í spám sínum. í ár er spáð 1 prósent samdrætti en þegar reiknaö er með skekkjunni verður sá samdráttur að 1,2 prósent aukningu. Spá um 3,5 prósent sam- drátt á næsta ári verður að sama skapi minni eða 1 prósent. í þjóðhagsáætlun segir að einka- neyslan á næsta ári verði um 177,6 milljarðar. Þegar þessi spá hefur ver- iö leiðrétt með tilliti til skekkju und- anfarinna ára má gera ráð fyrir um 183 milljarða einkaneyslu á næsta ári. Spár stofnunarinnar um fjárfest- ingu hafa verið enn fjær raunveru- leikanum en spár um einkaneyslu. Spá stofnunarinnar um 2,7 prósent samdrátt í fjárfestingu á þessu ári hverfur ef tekið er mið af hversu rangar spár undanfarinna ára hafa verið. Á sama hátt verður spá í þjóð- hagsáætlun um 3,2 prósent samdrátt á næsta ári að um 1,2 prósent aukn- ingu. Samkvæmt þessu má gera ráð fyrir að fjárfesting á næsta ári verði um 52 milljarðar í stað 47,4 milljarða í þjóðhagsspá. Vanmat upp á um 10,3 milljaróa Fimmta hagstærðin, sem hagfræð- ingarnir athuguðu, var þjóðarfram- leiðsla. Þjóðhagsstofnun spáir um 2,2 prósent samdrætti í þjóðarfram- leiðslu í ár. Ef sú spá er jafnröng og spár undanfarinna ára hafa verið að meðaltali má gera ráð fyrir aö þessi samdráttur verði að um 0,4 prósent aukningu. Á næsta ári er spáð 2,2 prósent samdrætti aö nýju. Þegar meðalskekkja undanfarinna ára hef- ur verið tekin inn í það dæmi verður samdrátturinn ekki nema um 1 pró- sent. Samkvæmt þessu yröi þjóðarfram- leiðsla á næsta ári um 275 milljaröar í stað 264,8 milljarða eins og spáð er í þjóðhagsáætlun. Mismunurinn er 10,3 milljarðar. Það er um 3,9 prósent meiri þjóðarframleiðsla en spáð er. -gse Grín og glens við komu Kims Larsen til íslands: Skil vel að íslenskir krakkar nenni ekki að læra dönsku Klm Larsen, sá með sólgleraugun, hélt ásamt nokkrum félögum úr hljómsveitlnni Bellami stutta tónleika i and- dyri Flugstöövarinnar fyrir blaðamann og Ijósmyndara DV. Mikið stuð var á mannskapnum þar þrátt fyrir að hljóm- sveitin kæmi beint úr tónleikaferð til Noregs. DV-mynd GVA Danski rokksöngvarinn Kim Larsen kom ásamt hljómsveit sinni, Bell- ami, til íslands í gær. DV var á staðn- um þegar þeir félagar komu úr tollin- um á Keflavíkurflugvelli og var glatt á hjalla þar sem miklir grínarar og grallarar voru þar á ferð. Þannig haföi þaö verið alla leiðina og höfðu íslenskir farþegar á orði aö það heföi v verið spilað og sungiö nær linnulaust frá Kastrup. Áöur en blaðamaður gat komið upp orði höfðu Kim og félagar stfllt sér upp og tóku lagiö fyrir ljósmyndar- ann með miklum tflþrifum. „Ég vfl ís, hvar getur maður fengið ís,“ var kallaö eftir lagiö. „Er ekki hægt að fá ís við komuna tfl íslands? Hvað er þetta eiginlega?“, - Það finnst mörgum skólakrökk- um leiðinlegt aö læra dönsku og menn vona að þú getir aukið áhug- ann. „Ég get vel skflið að þeim þyki leið- inlegt að læra dönsku. Hugsaðu þér ef ég ætti að læra íslensku í skólan- um, æ nei. Að sitja og læra íslensk ljóð sem eru samin af einhveijum íslenskum poppara. Það þætti mér súrt,“sagði Kim Larsen. - Þú getur kannski hjálpað eitt- hvað til með textunum þínum? „Mér finnst það rangt ef bömin eru látin sitja inni í skólastofu og lesa textana mína. Það er synd.“ - Hvað þá með skólatónleikana? „Tónleikar eru tónleikar, þá spfl- um við og það er stuö á mannskapn- um. En að sitja í skólanum og rýna í textana mína er allt annar hand- leggur. Það er leiðinlegt fyrir krakk- ana. Þannig nenna þeir ekki að læra dönsku. Það er reyndar ágætt fyrir mig að þið lærið dönsku, þó ég skflji ekki af hveiju, því þá þarf ég ekki að læra íslensku. Það er afltof erfitt, sérstaklega fyrir mann á mínum aldri,“ sagði Kim Larsen sposkur á svip. Síðan tók glensið við, blaðamaður og ljósmyndari fengu súkkulaði og hersingin þokaðist út í rútu sem beið fyrir utan. Kim og félagar voru án- ægðir að heyra af áhuga íslendinga á tónleikunum og ef þeir verða jafn vel upplagðir þar og við komuna til landsins verða tónleikagestir varla sviknir. -hlh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.