Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1988, Side 12
12
FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 1988.
Útlönd
Kosið um sjálfstjórn
Bjami Hmriksson, DV, Bordeaux
Eyjan Nýja Kaledónía á Kyrra-
haíi var um langan tíma nýlenda
Frakka og hefur síðustu áratugi
talist hluti Frakklands án þess þó
að staöa hennar og tengsl við meg-
inlandið hafi verið endanlega
ákveðin.
Sterk hreyfmg innfæddra berst
fyrir sjálfstæði eyjarinnar og á síð-
ustu árum hefur oft slegið í brýnu
meö yfirvöldum og sjálfstæöissinn-
um auk viðsjár milli innfæddra og
Evrópubúa. Þessi órói hefur stund-
um leitt til blóðsúthellinga og styxj-
aldarástands og hefur þá litlu skipt
hvort vinstri eða hægri menn hafa
verið við völd í París.
Kosið á laugardag
Frakkar ganga til þjóðarat-
kvæðagreiöslu 6. nóvember næst-
komandi þar sem kosið verður um
framtið Nýju Kaledóníu. Þjóðarat-
kvæðagreiðslan kemur í kjölfar
friðarsamninga sem undirritaðir
voru í ágúst síðastliðnum af for-
ystumönnum hinna stríðandi fylk-
inga þeim Jean-Marie Pjibaou,
helsta leiðtoga sjálfstæðishreyfing-
ar innfæddra, FLNKS, og Jacques
Lafleur, formanni Gaulistaflokks
Nýju Kaledóníu, RPCR, og for-
svarsmanni hvítra. Leiðtogarnir
tveir gerðu þjóðaratkvæðagreiðsl-
una að skilyrði fyrir samningunum
sem undirritaðir voru fyrir tilstilli
Michel Rocard, forsætisráðherra
sósíalistastjórnarinnar í Frakk-
landi.
Samningarnir voru taldir mikill
persónulegur sigur fyrir Rocard og
settu forvera hans í ríkisstjóm í
mikla klípu. Forverar hans voru
Gaullistar og miðjumenn. Þegar
þeir voru við stjórn undir forystu
Jacques Chiracs var tekið á mál-
efnum Nýju Kaledóníu af ákveðni
en þó ekki þannig að öllum líkaði.
Stuðningur stjómarinnar við hvíta
á eyjunni var alger og Lafleur var
helsti bandamaður og taismaður
stjómarinnar. Átök hófust á eyj-
unni og vilji var lítill til samræðna.
Síöan tók stjóm sósíalista við með
þaö að sínu meginmarkmiði að
koma á friði á Nýju Kaledóníu.
Skömmu seinna vom samningar
undirritaðir. Lafleur sneri í raun
baki við stefnu fyrri stjórnar í mál-
efnum Nýju Kaledóníu og hún var
þar með úr sögunni.
Stjórnarandstaðan í vanda
Gaullistar og miðjumenn geta
ekki sakað Lafleur um svik því það
myndi þýða klofning í RPR flokkn-
um auk þess sem allir geta verið
sammáia um aö friður sé nauðsyn
á Nýju Kaledóníu. Á hinn bóginn
vill stjómarandstaðan ekki viður-
kenna að stefna þeirra í ríkisstjórn
hafi beöiö skipbrot og að hrósa beri
sósíalistum. Því hafa stjómmál að
undanfomu einkennst af hikandi
afstöðu hægri manna og tilraunum
þeirra til að gera þjóöaratkvæða-
greiðsluna vafasama án þess þó að
segja nei við því sem hún snýst um.
Þótt sumir myndu segja að póli-
tiskt séð njóti sósíalistar góðs af
þessari atkvæðagreiðslu'er vara-
samt að halda slíku fram því þótt
fæstir efist um að Frakkar sam-
þykki tfllögur stjómarinnar gæti
léleg kosningaþátttaka sett strik í
reikninginn og verið vatn á myllu
andstæöinga Rocards.
Erfitt fyrir innfædda
íbúar Nýju Kaledóníu em að
meirihluta til hvítir og hefur það
gert innfæddum erfitt um vik við
að fá kröfum sínum framgengt. Þar
að auki em flest öll fyrirtæki og
mestaflt fjármagn í höndum hvítra.
Höfuðborgin Numea er miðstöð
iðnaðar og verslunar og þar er eina
höfnin sem hægt er aö tala um.
Borgin er á svæði hvítra á suöur-
og í júU þaö sama ár var lögð fram
ný áætlun um Nýju Kaledóníu. í
september árið eftir var gengiö til
kosninga á eyjunni um sjálfstæði
hennar. Innfæddir sniögengu
kosningarnar sem þeir þeir, í ljósi
aðstæðna, töldu ekkert nema sjón-
arspU þar sem niðurstaðan væri
þekkt fyrirfram. 59% atkvæða-
bærra manna kusu. Af þeim vUdu
98% að Nýja Kaledónía yrði áfram
hluti af Frakklandi.
Kom upp mikU ólga meðal sjálf-
stæðissinna og í apríl á þessu ári
réðst flokkur þeirra á lögreglustöö
og myrti nokkra lögreglumenn og
tók flölmarga í gísUngu. Gíslarnir
voru frelsaðir í umdeildri aðgerö
hersins þar sem tveir hermenn létu
lífið og nítján innfæddir. Sumir
yfirmannanna hafa síðan veriö
sóttir til saka.
Áhrif á forsetakosningar
í Frakklandi
Þessir atburðir áttu sér stað um
sviðaö leyti og forsetakosningar í
Frakklandi og hleyptu oUu á eldinn
í þeirri baráttu. Eftir kosningamar
tók Rocard við stjórn og friður
komst á.
í þjóðaratkvæðagreiðslunni eru
Frakkar spurðir' hvort þeir séu
hlynntir tiUögu stjórnarinnar um
lagafrumvarp sem kveður á um
framtíðarskipan mála í Nýju Kale-
dóníu næstu tíu árin. Árið 1998 á
að fara fram ný atkvæðagreiðsla á
eyjunni um sjálfstæði hennar. Með
því að leggja máUð undir dóm þjóð-
arinnar tryggir stjómin sér að
lagafrumvarpið verði virt því sam-
kvæmt stjómarskránni getur ekk-
ert vald i landinu gengið gegn
ákvörðun þjóðarinnar. Þannig er
komið í veg fyrir hringlandahátt-
inn sem einkennt hefur afstöðu
Frakka gagnvart þessari gömlu
nýlendu.
Sakaruppgjöf og
skaðabætur
Fyrsti hluti fmmvarpsins er sá
sem snertir íbúana beint því þar
er flallað um sakarappgjöf, skaða-
bætur vegna atburða síðustu mán-
Simamynd Reuter
aða og aðgerðir stjómarinnar á
sviði efnahags-, félags- og menning-
armála. Sakaruppgjöf er almenn
nema þjá þeim sem fundnir hafa
verið sekir um morð að yfirlögðu
ráði og tekur til afbrota sem áttu
sér stað fyrir tuttugasta ágúst á
þessu ári. Sakarappgjöfin kemur
innfæddum sérstaklega til góða
enda óhætt aö segja að dómsyfir-
völd á eyjunni hafi ekki verið þeim
hliðholl. Ríkisstjórnin mun greiða
þeim sem þurft hafa aö þola búsifl-
ar og mannslát í tengslum við
stjórnmálaóróann þær skaðabætur
sem þeim ber og flárhagsaðstoð
rikisins á næstu árum mun að
þremur flórðu hlutum renna til
norðurhluta eyjarinnar þar sem
innfæddir búa. Áð auki verður gert
átak í menntun og menningu.
Helstu breytingar á stjómarfyrir-
komulagi Nýju Kaledóníu era þær
að héraðum fækkar úr flórum í
þrjú. Tvö verða undir stjóm inn-
fæddra og eitt undir sflóm hvítra
eins og búsetuskipting segir til um.
Meirihlutinn í hverju héraði mun
hafá talsverð völd en um leið er
ríkið gert máttugra en áður og full-
trúa þess gert kleift að grípa inn í.
Helsta valdið verður hjá héraðs-
stjórnunum.
Kosningareglum breytt
Samkvæmt framvarpinu mega
þeir einir kjósa árið 1998 sem búið
hafa í Nýju Kaledóníu í tíu ár.
Andstæðingar sjálfstæöis Nýju
Kaledóníu telja þetta tryggja sjálf-
stæðissinnum sigur því þeim flölgi
meirá en hvitum og að hlutíollin
verði oröin önnur en nú er áriö
1998. Þótt kjósendur á eyjunni velji
sjálfstæði eftir tíu ár þarf að stað-
festa þá ákvörðun með lagasetn-
ingu í Frakklandi og fæstir þykjast
vita hvaða staöa verður þá í stjóm-
málum landsins.
Síðustu skoðanakannanir benda
til þess aö meirihluti Frakka ætli
ekki að kjósa. Hvort Rocard og
Mitterand tekst að breyta þessu og
örva kjósendur kemur í ljós á
næstu dögum.
Hér sjást mótmæli á Nýju Kaledóníu I maí sióastliónum.
Michel Rocard, forsætisráðherra Frakklands, hefur unnið mikinn per-
sónulegan sigur í málefnum Nýju Kaledóníu. Hann leggur allt undir i
kosningunum um helgina. Simamynd Reuter
hluta eyjarinnar. Innfæddir búa
flestir norðanvert á eyjunni og
stunda landbúnaö. í tíð sflómar
sósíalista 1981-86 var margt gert til
að bæta hlut innfæddra. Jafnvel er
talið að gengið hafi verið of langt
því ekki tókst að koma í veg fyrir
ófremdarástand árið 1985.
Innfæddir sniðgengu
kosningar
Chirac komst til valda árið 1986