Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1988, Page 16
16
FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 1988.
Spumingin
Ertu byrjaður (byrjuð) að
kaupa jólagjafir?
Rósa Grétarsdóttir nemi: Nei, ég geri
það ekki fyrr en skólinn er búinn.
Steinunn Oddsdóttir sjúkraliði: Nei
ég byrja að kaupa þær seint í nóv-
ember.
Garðar Karlsson verslunarmaður:
Nei, en ég er að byija að velta því
fyrir mér.
Helgi Scheving slökkviliðsmaður:
Ekki ég en betri helmingurinn er
byrjaður á því.
Héðinn Jónsson menntaskólakenn-
ari: Nei, ég kaupi þær ekki fyrr en á
Þorláksmessu.
Kristný Lóa Traustadóttir verslunar-
maður: Nei, en það stendur tii svona
um miðjan mánuðinn.
Lesendur
Forsvarsmenn fyrirtækja á fiskiþingi:
Grátkórinn enn á sviðinu
Það ætlar ekki að bregða út af
vananum nú frekar en endranær,
því á þessu þingi eru menn sem
hafa svör á reiðum höndum um
ástandið eins og það er nú og
hvemig það verður á „allra næstu
vikum og mánuðum" eins og það
heitir á ræðumáli.
„Aðgerða er þörf', „stefnt skal
að“, „samdráttur er nauðsynlegur“
eru slagorð sem alltaf eru tiltæk
og mikið notuð. En það sem ég tek
eftir nú er, að hann er kominn aft-
ur á sviðið grátkórinn sem svo hef-
ur verið nefndur og raular sönginn
„gengisfelling góð og gild“ hvenær
sem hann kemur fram. - Já, nú er
beðið um eina gengisfellingu til við-
bótar, ekki minni en 10% segja þeir,
því gengisfelling skili sjávarútvegi
hagnaði!
Þeir segja líka að bankakerfið sé
allt of dýrt og illa rekiö, en fari
nafnvextir inlendra lána niður fyr-
ir 10% þá fari fjármagnskostnaður
líka í heild niður í 10% af tekjum
og þá sé skammt í að „endar nái
saman". - Þetta er mikil viska sem
þama kemur fram og nú er um að
gera að fylgja því sem þessir gestir
þingsins leggja til og hafa hraðan
á, svo að endar nái saman, áður en
þeir biðja um helmingi hærri geng-
isfellingu í bili. Það kemur beiðni
um aðra í desember og „den tid den
sorg“.
Þórarmn hringdi:
Nú er hið árlega fiskiþing hafið og
þar mætir fjöldinn allur af mönn-
um og margir þeirra em eins konar
fastagestir á ráðstefnum, þingum
og ársfundum sem haldnir eru hér
á landi svo að segja allan ársins
hring. Það era oft sömu mennimir
sem tala, ár eftir ár, og síöan em
fengin þekkt nöfn úr viðskipta-
heiminum til að láta í ljósi álit sitt
á horfunum framundan o.s.frv.
Fró 47. fiskiþingi. - Astandið á „allra næstu vikum og mánuðum" er þar m.a. til umræðu.
^^^ra^Gu^
LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 1988
Utanríkisráðuneytið:
Upplýsingar um tilraun Banda
ríkjamanna til viðskiptaþvingaiu
Utanríkisráðherra ber fram harðorð mótmæli við Bandaríkjastjóm
BANDARbCJASTJÓRN hefur
rrjnt að knýja frmm viðskipU-
þvinganir á ulendingm með þvf
að leita eftir þrí við Japani. að
ir hartti að kanpa hvalaafunV-
taiendinga. Fyrir þesiu liygja
ataðfeatar upplýaingar f ut-
anríkiaráðuneytinu, aaxnkwmt
heimildum Morgunblmðains, og
heftir utanríkiariðherra !*•
landa, Jón Baldrín Hanníhala-
aon, komið harðorðum mótnuel-
um i framfreri við Bandaríkja-
■tjóm af þesau tilefhL
Þritt fyrir orð George Shuttz,
utanrfkiirlðherra Baftdarflqanna,
um að ttaðið yrði við tamkomulag
landanna um framkvsemd á
rítindarannaóknu m itlending
hvölum, liggja fyrir um það
lýtingar 1 utanríkiiriðuneyt
að háttaettur ttarfsmaður bar
rítka viðskiptaráðuneytitina
reynt að berta Japani þrýtti
þá veru að þeir ha-ttu kaupu
lalenalcum hvalaafurðum,
ákveðnum fríðindum. Ja
hðfnuðu þestu og létu U
stjómvöld vita af frtmferði
rítkra ttjómvtlda.
Morgunblaðið hefur heimi
fyrir þvf að Jón Baldvin Hanni
ton, utanríkisráðherra, hafi
við þátttöku á fundi með yfirmði
um Btndaríkjthcrt á Keflavflc
flugvelli f gærmorgun vegna ]
mált. Mun hann hafa viljað I
þeim skilaboðum til Bandar
ttjðmar með ötvfræðum hæt
lalendingar kynnu ‘
kallað tendiherrm Bandaríkjazu
Ruwe, á tinn fund itðdegis
og borið frmm htrðorð mðtmi
SH.
Frétt Mbl. sem bréfritari vitnar til.
Erum viö beitt viðskiptaþvingunmn?
Einkennileg frétt í Mogga
Kristinn Einarsson skrifar:
Það var sl. laugardag (29. okt.) að
frétt birtist á baksíöu Morgun-
blaðsins, einu blaða þann dag, um
að Bandaríkjamenn hefðu gert til-
raun til að beita okkur íslendinga
viðskiptaþvingunmn með því aö
bjóða Japönum ívilnanir í viðskipt-
um við Bandaríkin ef þeir hættu
að kaupa hvalkjöt af okkur.
Þessi frétt birtist sama dag og
utanríkisráðherra okkar, Jón
Baldvin Hannibalsson, átti að
halda ræðu um utanríkismál hjá
Varðbergi, samtökum um vest-
ræna samvinnu. - Mér þykir þetta
undarleg tímasetning að fréttin í
Morgunblaðinu skuli hafa birst
einmitt þann dag sem utanríkisráð-
herra áttí að halda ræðu um utan-
ríkismál og vitað, að hann myndi
ræða samskipti Bandaríkjanna og
íslands, hvalamálið o.fl. o.fl. í þeim
dúr.
Ég hef það einhvem veginn á til-
finningunni að þessi frétt sé að
meira eða minna leyti tilbúningur
eða einhver samsuða úr hugsanleg-
um möguleikum á svona uppá-
komu. Þetta gefur auðvitað tilefni
til margháttaðra getgáta, umræöna
og uppsláttarfyrirsagna í blöðum -
og alveg tilvalið efni til umijöllunar
á fundi um utanríkismál! - Mér
hefur sýnst um nokkum tíma sem
utanríkisráðherrann núverandi
eigi mikinn stuöning og fulltingi
hjá stærsta blaði þjóðarinnar. Það
er þó borin von að utanríkisráð-
herra og formaður Alþýðuflokks-
ins gangi í sæng til viðreisnarveru
eins og sumir halda að enn getí
skeð. Til þess hefur allt of mikið
gmggugt vatn runniö til sjávar úr
herbúöum Alþýðuflokksins.
Það hefur lltíð verið íjallað inn
þetta mikla „svikamáT í hinum
pólitísku blöðunum, t.d. litíö sem
ekkert í Þjóðvfljanum og ekkert í
Tímanum. Aðeins í Alþýðublaöinu
í dag (þriðjudag) er fréttinni haldið
lifandi með því að slá upp fyrir-
sögninni „Shultz vissi ekkert“. -
Þetta er allt mjög dularfullt og best
gæti ég trúaö, að enginn fótur væri
fyrir þessari frétt yfirleitt.
Það væri þá ekki í fyrsta sinn sem
reynt er að reka fleyg í samstarf
íslands og hinna vestrænu ríkja og
með öllum ráðum reynt að slíta
tengsl okkar við Bandaríkin. Og
þær em oft einkennflegar leiðimar
sem famar em að þvi marki.
Seinni fréttir Sjónvarps:
Kærkomin nýjung
Friðrik Friðriksson hringdi:
Sú nýjung hefur Verið tekin upp
hjá Sjónvarpinu (RÚV) að hafa eins
konar „seinni fréttir" kl. 23 að kvöld-
inu. í gærkvöldi (31. okt.) horfði ég á
þessar fréttir og þótti þær prýðilegt
innlegg hjá þeim sjónvarpsmönnum.
Hefði ég vitað þetta eða munað að
þessar fréttir kæmu kl. 23 hefði ég
ekki horft á fyrri fréttatímana kl.
19.30 og kl. 20.00 eins og ég og við á
heimflinu gerum, og oft öllum til leið-
inda og spennu.
Það er nefnflega svo að maður er
búinn að fá yfrið nóg af fréttum þeg-
ar maður er kannski búinn að hlusta
á kvöldfréttir hljóðvarps, eins og
flestir gera, og síðan á hina tvo frétta-
tímana. Þetta skeður allt um kvöld-
verðarleytið og maöur hefur varla
frið eða tíma tfl að snæða, þótt segja
megi að þetta sé manni í sjálfsvald
sett að láta fara svona með sig.
Ef þessar fréttir verða áfram kl. 23,
eins og nú er sagt, hlýtur hlustun á
fyrri fréttatíma í sjónvarpi að
minnka talsvert. í öllu falli er ég
mjög feginn að fá þennan fréttaíma
og ætla að láta mér hann nægja sem
sjónvarpsfréttir. Þar hlýtur að verða
tekið fyrir flest ef ekki allt sem áður
var sagt og sennflega þaö sem bæst
hefur við frá fyrri fréttatímum.
Hlustendakönnun ljosvakamiðlanna:
Hundleiðinlegt fréttaefni
Björn Árnason skrifar:
Það er ekki með því skemmtfleg-
asta útvarps- og sjónvarpsefni sem
maður heyrir þegar verið er að tönnl-
ast á því með vissu millibili, hvar
hlustun eða „horfim“ hjá ijósvaka-
miðlunum sé mest eða minnst og allt
þar á milli.
Þetta er farið að farið að ganga út
í öfgar hjá þessum stofnunum og
sennflega er öllum sama um þessar
niöurstöður, nema flölmiölunum
sjálfum. Fólk horfir og hlustar ein-
faldlega á það sem áhugavert er
hverju sinni og tekur ekkert mið af
svona niðurstöðum.
Ég skora á þessa flölmiðla að hætta
svona skrípalátum í eitt skipti fyrir
öll og leggja þá peninga, sem í svona
kannanir fara, frekar í kaup á betra
sjónvarps- eða útvarpsefni. Eg þykist
fullviss að ég mæli hér fyrir hönd
margra annarra sjónvarps- og út-
varpshlustenda. - Niðurstöðumar
endurspegla líka einatt ríg mflli þess-
ara flölmiðla, ríg sem hinn almenna
hlustanda eða áhorfanda varðar ekk-
ert um og vill vera laus við að taka
þáttí.
Hvevs vegna þrír ritstjórar?
E.M. hringdi:
Þjóðvfljinn, sem ég hef keypt um
margra ára skeið, hefur haft á sínum
snærum þijá ritsflóra. Nú er komin
upp deila um þessa ritstjóra, að því
er virðist í kjöífar þess aö útrunninn
er ráðningarsamningur þeirra
tveggja sem síðast vom ráönir.
Það segir sig sjálft að hjá svo litlu
blaði sem Þjóðvfljanum ætti aö vera
nóg að hafa einn, í mesta lagi tvo,
ritsflóra. Og kannski em þeir hjá
blaöinu að sjá þaö núna aö ekki þaif
alla þijá ritsljórana. Mér finnst sem
lesanda Þjóðvfljans ekkert annað eða
betra yfirbragð á blaöinu, þrátt fyrir
þijá ritstjóra.
Ég legg því til að ritsflórum þar á
bæ verði fækkað um einn og látiö
kyrrt liggja eins og nú er, að sá sem
sagt hefur upp fari sína leiö í friði
og hinir tveir haldi sínum stöðum,
líka í friði. - Því þá fyrst er nú friður-
inn úti ef ráða á konu sem ritsflóra
sem þriðja hjól á vagni. Þaö hefur
aldrei veriö gæfumerki aö hampa
konum um of í sflómunarstöðum hjá
Alþýðubandalaginu og getur Þjóð-
vfljinn varla veriö undantekning þar
á.