Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1988, Side 33

Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1988, Side 33
FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 1988. 33 Lífsstm Era ilmvötn á sanngjömu verði? Margir hugsa eflaust sem svo: Af hveiju í fj... eru ilmvötn svona dýr eitthvert spjragutl með essensum út í og kostar 3.000 krónur. Það er rétt að ilmvötn eru dýr en hvort verðið er ósanngjarnt skal ósagt látið. Sumir segja að skýringin á háu verði sé fólgin í mikilh vinnu sem liggi að baki hvers ilmvatns, einkum langur þróunar- og fram- leiðsluferill sem tekur allt að 6 til 8 mánuði áður en ilmvatninu er tapp- að á glös. Verðið felst þó ekki hvað síst í umbúðum ilmvatnanna sem á seinni tímum hafa stöðugt orðið mik- ilvægari. Til dæmis er hægt að kaupa ilmvatn í mjög dýrum kristalsglös- um, sem eru allt að helmingur af verðinu. En þess má geta að þegar svo háttar til er oftast hægt að kaupa áfyllingu. Helmingsmunur á áfyllingu Til að mynda er áfylling fáanleg með nýja Cartier panthére ilmvatn- inu sem í.30 ml kristalsglasi kostar 6.675 krónur en sama magn af áfyll- ingu kostar 3.700 krónur Að sögn eru kristalsglösin ekki til þess fallin að hafa þau í handtösku en áfyllingin hentar vel þar. Verðið á ilmvötnum felst einnig í styrkleika þeirra. Sterkasta blandan er svokallað parfume sem er hreint ilmvatn og jafnframt dýrast. Næsti styrkleiki fyrir neðan er eau de par- fume - oft einnig nefnt parfume toi- lette. Það fylgir fast á eftir hreina ilmvatninu og er mismunandi sterkt eftir framleiðendum. Algengasti styrkleikinn er svo eau de toilette. í það er notað spritt til þynningar. Ódýrasta tegundin og blandan er eau de cologne sem flestir kannast við sem kölnarvatn. Ilmvatnsstyrkurinn í því er mjög lítill. En allra lægst hlut- fall ilmolíu er að finna í rakspírum enda eru þeir yfirleitt mun ódýrari en Omvötn. Ilmvatn er búið til úr mörgum mis- munandi tegundum ilmolía, bæði náttúrulegum og tilbúnum. Alls kyns blómaolíur eru notaðar í flest ilm- vötn, svo og krydd - ýmist úr náttúr- unni eða tflbúin. Oft eru notaðar ol- íur úr trjám, furunálum og trjáberki og olíur úr jurtum, grösum og ávöxt- um sem hafa farið í gegnum sérstaka vinnslu. Úr öllum heimshornum Sem dæmi má nefna að í nýju ilm- vatni - Colors de Benetton - eru nátt- úruleg ilmefni frá öllum heimshorn- un. Grunntónninn er vorangan blómknapps appelsínutrésins frá Marokkó, goðlilja frá Frakklandi og egypskur gullfífill. Vottur af ávaxta- JNANEtl Itr-’ -4, Hér gefur að líta flestar tegundirnar sem kannað var hvað kostuðu. Eins og sjá má er verðið ekki hvað síst fólgið i umbúðunum. Tíska keimi er fenginn úr ananas frá Hawai, ástríðuávöxtum (postulaberj- um) frá Karíbaeyjum og ferskjum frá Georgíu. í hjarta ilmvatnsins er hinn sígildi blómavöndur sem í eru jasmínur frá Frakklandi, tuþerose af páskalilju- ætt frá Comoro eyjum og rósir frá Búlgaríu. Eikarmosi frá Júgóslavíu, kín- versk patchouli og sedrusviður frá Virginíu skapa hin duftkenndu áhrif í undirtóninum ásamt framandi flm- efnum frá Eþíópíu og sætri vanfllu frá Madagaskar. í þessu merki kostar 50 ml úðaglas af eau de toflette 1.359 krónur en 100 ml kosta 1.986 krónur. Tilheyrir tískustraumum Þá er komið að öðrum þætti. Þvi meira magn sem keypt er af ilm- vatninu því ódýrara er það hlutfalls- lega. En það er með ilmvötnin eins og fatnaðinn, þau eru háö tísku- straumum, og fólk þarf að prófa sig áfram með ilmvötn eins og annað. Heiti ilmvatns magn styrkleiki krónur Gucci 30 ml toilette 798 Gucci 50 ml toilette 1.880 Beautiful 15ml parfumetoilette 1.535 Beautiful 30 ml parfume toilette 2.140 Beautiful 75 ml parfume toilette 3.490 Montana 50 ml toilette 2.800 Cartier must 30 ml toilette 2.225 Annie Klein 30 ml toilette 1.140 Rochas Byzane 50 ml au de parfume 2.881 DiorMistor 50 ml toilette 1.585 Jean Louis Scherrer 100ml toilette 2.281 Salvador Dali 30 ml parfumtoilette 1.510 Chanel no. 5 50 ml au de parfume 3.735 Oscardela Renta 30 ml toilette 1.510 Roma 25 ml toilette 1.887 Roma 50 ml toilette 2.200 Cartier panthére 30 ml parfume 6.675 Colorde Benetton 50 ml toilette 1.359 Color de Benetton 100ml toilette 1.986 persónuleg gjöf. Þar þurfa karlarnir jafnt sem konurnar að vanda valið. Ilmvötn eru tiðum gefin sem Því getur verið mun hagstæðara að kaupa htil glös og minnka þannig lík- urnar á því að afgangar safnist sam- an uppi í hillu. En þeir sem fella sig vel við ákveðinn flm ættu að kaupa stóru pakkningarnar því flmvötn geymast lengi ef vel er um þau hugs- að. Ef búiö er að opna ilmvatnsglas er ráðlegt að geyma það við stofu- hita. Það má ekki geyma ilmvatniö í opnu íláti því þá súrnar það. Aukabúgrein tískuhönnuða Oft eru ilmvötn kennd við fræga tískuhönnuði. En að sögn snyrtisér- fræðinga eru slík ilmvötn ekki dýr- ari en almennt gerist á ilmvatns- markaðnum. Það er fremur aö nöfn- in nái að skapa vinsældir og ilm- vatnið seljist því betur. Og enn og aftur: sífellt er verið að kvarta yfir því hvað allt er dýrt á íslandi og flmvötn og aörar snyrti- vörur hafa verið í þeim hópi. En það má hugga sig við það að í kjölfar tollabreytinga lækkuðu snyrtivörur töluvert í verði. Til dæmis lækkuðu flmvötnin hvað mest, fóru úr 90% tolli í 40%. Og þess má geta að ilm- vötn eru mun ódýrari á íslandi en á hinum Norðurlöndunum. Til við- miðunar má geta þess að parfume toilette Cartier ilmvatn kostar 5.200 krónur á íslandi en sama magn kost- ar 8.800 krónur í Danmörku. Ilmvatn í sömu hnu kostar hér heima 6.200 krónur en 11.600 krónur í Danmörku. Þetta dæmi sýnir að mesti ilmvatns- styrkleikinn er hlutfahslega ódýr hér á landi og auk þess um helmingi ódýrari en í nágrannalandi okkar, Danmörku. Töluverður verðmunur Með þessum fuhyrðingum látum við fjjóta örhtla verðkönnun á ilm- vötnum (sjá töflu). Það gekk fremur örðuglega að fínna sama styrkleika og magn af öllum tegundunum sem kannaöar voru og því verður að taka verðkönnunina með fyrirvara og lesa út úr henni með hhðsjón af því sem nefnt hefur veriö hér að ofan. Engu aö síöur má sjá verulegan verð- mun á milli einstakra tegunda. Með- al annars kom í ljós að á sama styrk- leika og magni af Annie Klein ilm- vatninu og Cartier must flmvatninu er um þaö bfl 100% verðmunur. Einnig er verulegur verðmunur á 50 ml af Gucci og 50 ml - sama styrk- leika - af Montana. Það fyrrnefnda kostar 1.880 krónur og þaö síða- nefnda 2.800 krónur. En það má geta þess að Montana flmvatnið er mikið tískuflmvatn um þessar mundir. Þess skal getið að í töflunni er að- eins örhtið brot þeirra tegunda sem tfl eru en þær skipta þúsundum. -GKr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.