Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1988, Síða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.1988, Síða 36
'36 FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 1988. Jarðarfarir Þorbjörg Gunnlaugsdóttir, Hraunbæ 22, Reykjavík, lést í Borgarspítalan- um í Reykjavík aöfaranótt þriðju- dagsins 1. nóvember. Útforin fer fram frá Árbæjarkirkju fimmtudag- * inn 10. nóvember kl. 13.30. Ágúst Indriðason verður jarðsung- inn frá Hafnarfjarðarkirkju fóstu- daginn 4. nóvember kl. 15. Sigríður Guðbjörnsdóttir frá Hólma- vík, Langholtsvegi 28, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogs- kirkju fóstudaginn 4. nóvember kl. !5. Sigríður Ásmundsdóttir, Efstalandi 24, Reykjavík, lést þann 29. október sl. Jarðarfórin fer fram frá laugar- neskirkju fóstudaginn 4. nóvember kl. 13.30. ÆU/I/IENIA Þvær og þurrkar á mettíma. Árangur í hæsta gæðaflokki. Eumenia engri lík. Rafbraut Bolholti 4, s. 681440 Sigríður Þórðardóttir frá Barðsnesi, Norðfirði, lést á sjúkrahúsinu í Nes- kaupstað laugardaginn 29. október. Útfórin verður gerð frá Norðfjarðar- kirkju laugardaginn 5. nóvember kl. 14. Ragnar Gísli Kjartansson, Hverfis- götu 102b, verður jarðsunginn fóstu- daginn 4. nóvember kl. 13.30 frá Dóm- kirkjunni. Haraldur Ágústsson smiður, Fram- nesvegi 16, Keflavík, verður jarð- sunginn frá Keflavíkurkirkju laug- ardaginn 5. nóvember nk. kl. 14. Andlát Margrét Árnadóttir frá Gunnars- stöðum, Hringbraut 91, Reykjavík, andaðist 2. nóvember 1988 í Toronto. Tónleikar Defunkt íTunglinu í kvöld 3. nóvember efnir veitingahúsiö Tunglið til hijómleika með bandarísku djassfónk hljómsveitinni Defunkt sem er sex manna hljómsveit ættuð frá New York borg þar sem hún var stofnuö fyrir 10 árum af básúnuleikaranum og söngv- aranum Joe Bowie. Tónleikarnir hér- lendis eru þeir seinustu í hljómleikaferð Defunkt um meginland Evrópu en upp- selt hefur verið á alla tónleika hljóm- sveitarinnar í þessari ferð. Gestahljóm- sveit kvöldsins er svo íslenska hljóm- sveitin Risaeðlan. Miðasala opnar kl. 20 en tónleikarnir hefjast kl. 22. Forsala aðgöngumiða er í verslunum Skifunnar, Gramminu og Plötubúöinni. t Innilegar þakkir til allra fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför Hallfríðar Jóhannesdóttur Álfaskeiði 64 Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks St. Jóseps- spítala sem önnuðust hana í veikindum hennar. Sigurður Likafrónsson og aðstandendur Nauðungaruppboð á eftirtöldum fasteignum fer fram í dómsal embættisins, Aðalstræti 92, Patreksfirði, á neðangreindum tíma: Þórsgötu 9, Patreksf., þingl. eig. Iðn- verk hf., fer fram eftir kröfii Bruna- bótafélags íslands hf., Innheimtu rík- issjóðs, Eyrasparisjóðs og Byggða- stofounar fimmtudaginn 10. nóvember 1988 kl. 11.00. Þórsgötu 12, Patreksfirði, þingl. eig. Iðnverk hf., fer fram eftir kröfu Iðn- lánasjóðs, Klemensar Eggertssonar hdl. og Landsbanka íslands fimmtud. 10. nóv. 1988 kl. 11.30. Nauðungaruppboð annað og síðara ^ á eftirtöldum fasteignum fer fram í dómsal embættisins, Aðalstræti 92, Patreksfirði Túngötu 33, Tálknafirði, þingl. eign Gunnbjöms ólafrsonar, fer fram eftir kröfo Ammundar Backman hrl. og Veðdeildar Landsbanka íslands fimmtud. 10. nóv. 1988 kl. 9.00. Grænabakka 7, Bíldudal, þingl. eign Jóns Brands Theodórssonar, fer fram eftir kröfo Veðdeildar Landsbanka íslands, Gunnars Sæmundssonar hrl. og Garðars Briem hdl. fimmtud. 10. nóv. 1988 kl. 9.30. Aðalstræti 120a, Patreksfirði, þingl. eign Jóns Bessa Ámasonar, fer fram eftir kröfu Þórarins Ámasonar hdl., Jóns Sófoes hrl., Amars G. Hinriks- sonar, Áma Pálssonar hdl. og Stefo- gríms Þormóðssonar hdl. fimmtud. 10. nóv. 1988 kl. 10.00. Lækjarbakka, Tálknafirði, fer fram eftir kröfo Útvegsbanka Islands hf., Samvinnubanka íslands og Iðnlána- sjóðs fimmtud. 10. nóv. 1988 kl. 10.30. Orrastöðum, Bfldudal, þingl. eig. Bergsteinn Ómar Óskarsson, fer fram eftir kröfo Elvars Amar Unnsteins- sonar hdl. og Landsbanka íslands fimmtud. 10. rióv. 1988 kl. 13.30. Feigsdal, Bfldudal, þingl. eig. Guð- bjartur Ingi Bjamason, fer fram eftir kröfo Veðdeildar Landsbanka íslands fimmtud. 10. nóv. 1988 kl. 14.00. Selárdal, Bfldudal, þingl. eign Kirkju- garðasjóðs, fer fram eftir kröfo Stofal- ánadeildar Landbúnaðarins og. Brunabótafélags íslands hf. fimmtud. 10. nóv. 1988 kl. 14.30.__________ Hellisbraut 38, Reykhólahreppi, þingl. eig. Guðmundur Sæmundsson, fer fram eftir kröfo Veðdeildar Lands- banka íslands fimmtud. 10. nóv. 1988 kl. 15.00. Merming Maðurinn er myndavél Maðurinn er myndavél Smásagnasafn eftir Guðberg Bergsson Forlagið 1988, 133 bls. Eftirminnileg smásagnasöfn birti Guðbergur þegar 1964 og aftur 1970, en ekki síðan nema Hinsegin sögur 1984, en sú bók var samstillt heild fremur en safn. í þessari nýju bók eru þrettán smásögur frá undan- fömum hálfum öðrum áratug. Þær eru eftir því fjölbreyttar, og safnið er í rauninni ágætis sýnisbók um skáldskap Guðbergs. Þeir sem ekki hafa lesið hann áður, mættu gjam- an byija á þessari bók. Þarna eru Suðurnesjasögur sem minna á djúpbækumar um Hermann og Dídí, og hreifst ég einkum af „Dæmisögu um hanska“, brokk- gengri og fyndinni. Aðrar sögur eru um „tilvistarvanda einstakl- ings“, ef sá frasi segir einhverjum eitthvað. Þá er alltaf um konu að ræða, og þær eru sjaldnast að barma sér, ef til vill verður ein- semd þeirra enn meira stingandi fyrir bragðið. „Ævintýrið" er tákn- rænni, „Hálfsögð saga“ er dular- full, minnir á Hinsegin sögur og Froskmanninn. Ýmsar sagnanna hafa birst áður, í Tímariti Máls og menningar (m.a. „Brúðan" úr portúgölsku byltingunni), og e.t.v. víðar. Örstutt skrá um fyrri prent- anir sagnanna hefði mjög gjarnan mátt fylgja í þessari bók. Það eru ekki atburðir, spenna eða ílétta, sem minnisstæðast verður í þessari bók, heldur mannlífsmynd- ir, einstaklingar sem eru dæmi- gerðir fyrir eitthvað í samtíman- um. Stíllinn er eftir því margbreyti- legur og víða eru skopstælingar ekki síður vel heppnaðar en í snilldarverki Guöbergs, Tómasi Jónssyni metsölubók, sem var end- urútgefið í fyrra. Annars eru sög- urnar svo margvíslegar að til- gangslítið virðist að segja meira um þær almennt. Nær virðist að líta sérstaklega á eina þeirra, og verður þá fyrir valinu sú fyrsta og elsta (frá 1972). Mannsmynd úr Biblíunni Þessi saga gerist í Reykjavík ein- hvem tíma seint á 6. áratugnum, og eru helstu atburðir þeir að fimm manna hópur ungmenna hefur verið að sumbli á Naustinu en fer síðan heim til eins kunningja að framlengja skemmtunina. Sá vísar loks öflum á dyr, sögumaður fer heim með einu stúlkunni í hópn- um. Sagan hefst á stuttri sviðsetn- ingu; drykkjumóður hópur í snjó. En síðan koma miklar hugleiðing- ar, og þá einkum um að vera mað- ur sjáífur eða eftirlíking einhvers annars. Þetta stef birtist einnig í því að skipt er um nöfn á persónun- um í rás sögunnar. Fólkið öðlast sjálfsvitund af því að vera í éin- hverjum hóp, „og allir sátu þeir á Naustinu og fyrirlitu hver annan Guðbergur Bergsson: sláandi, fyndnar afhjúpanir. fyrir lítilmennsku sína og músar- holusjónarmið“. Sá dómur hlýtur þá að vera réttur. Hvers kyns tíska drottnar í hópnum sem birtist per- sónugerður fyrst í Adda. Hann er róttækur, og birtist það einkum í útliti hans, en hann „lauk síðan lögfræðiprófi, lét síðan ekki sjá sig í hópnum en skrælnaði upp á heitri skrifstofu". Stúlkurnar birtast allt- af sem hópur, fyrst „með harðvið- areyrnalokkana, í batikkjólunum Bókmenntir Örn Ólafsson og með smeltarmböndin“, seinna sér hann eina þeirra ganga „hæg- um skandinavískum skrefum á tré- klossum heim til sín, með þijár mjólkurfernur í grænu innkaupa- neti og hugsaði eflaust um hvað vísitölufjölskyldan skilur mikið rusl eftir sig á hveiju ári og reyndi að fmna róttæk ráð gegn því (...en var) umfram allt eðlileg og blátt áfram undir öllum kringumstæð- um“. Andstætt þessari háðsku íýsingu á aðlögun í nafni þess að vera eðh- legur er að þegar húsráðandinn heldur aö enginn sjái til hans, þá ræðst hann fólskulega á meðvit- undarlausa menn. Sögumaður ætl- ar að rísa þeim til varnar, en hætt- ir við það, af því að honum hefur sjálfum risið hold í höndum stúlk- unnar. Allt frá upphafi er sögumaður að skilgreina sjálfan sig gagnvart hópnum. Þaö verður neikvæð skil- greining; hann er einstæðingur í meiningarlausu lífi. Við vitum því ekki mikið um hann, nema hvað hann segist hafa verið „í felum við aö vinna og græða sár sín“, seinna kemur fram að hann hafði verið fjarri hópnum um haust og fram á vetur, og breyst við það svo, að hann er nú ekki lengur unglingur heldur hálffullorðinn. Ólíkt hinum er hann ekki fíkinn í vímu, en borg- ar drykkju hinna og flnnst hann þannig vera eins konar ísak, en kunningjahópurinn líti þá á sig sem föðurmyndina Abraham að fórna honum. Þetta er þá væntan- lega skýringin á titli sögunnar. í sumblinu heima hjá Idda les hann eins konar Biblíutilvitnun á veggn- um, og hlýtur það að minna á frá- sögn Gamla testamentisins af því þegar Nebúkadnesar kóngi birtist áletrun á hallarvegg sínum: Þú ert veginn, metinn og léttvægur fund- inn. En hér er meiningin alveg andstæð þessu, hátíðlegur lofsöng- ur um ættkvísl ísraels, sem ætti þá að gefa þessum ísak, sögumann- inum, fyrirheit um að hann verði dýrlegur. Það væri þá eðlileg afleið- ing af því að ólíkt hinum hefur hann staðið einn, utan hópsins. Sögulokin draga enn fram að þetta fólk er að mótast fyrir fullorð- insár. Þegar sögumaður vaknar hjá stúlkunni verður honum fyrst fyrir að loka sig inni í klæðaskáp. Stúlk- an finnur hann þar og grætur, vegna þess, segir hún, að hún held- ur að sögumaður verði rellinn eig- inmaður, samkvæmt mynstrinu. Hann tekur undir það og skýrir með bældri löngun shkra manna til annarra kvenna. Þannig breytist tónninn í lok sögunnar og verður aftur farsakenndur. Auk Biblíutextans, sem er í ljóð- formi, er önnur klausa sem stingur í stúf við stíl sögunnar að öðru leyti. Það er lýsingin á ferð þeirra í leigubíl frá Naustinu. Seinna kemur fram að hún er úr sögu eft- ir einn þeirra, sögu sem lesin er upp í sumblinu. Og í klæðaskápn- um finnur - sögumaður margar stílabækur með sögum þessa fé- laga, sem er þá líklega fyrirrennari hans í faðmi stúlkunnar. Svona var „prósinn" þá, segir sögumaður: „í gljáandi regninu, sem sprengdi nálar sínar á slikj- uöum bjarma flóðljósanna á malbikinu, en þaðan kast- aðist ljósspilið upp á móti hinum svarta himni, eins og bergmál ljóss, líkt og skín- andi bolti, á milli tveggja svartra veggja í tóminu, jarðar og himins, líkt og trylltur elddans hins ævar- andi ekkerts" o.s.frv. Klausa þessi sýnir hugarfar hópsins, viðleitni hans til að tjá sig. Hún er myndræn og háspekileg og einmitt andstæðan við stflinn á lýs- ingu hópsins sjálfs sýnir hana sem tilgerðarlega, logna. Það er eins og margt annað í þessari bók, sláandi, fyndnar afhjúpanir. Leikhús Dagbókin hans Dadda Leikritið Dagbókin hans Dadda hefur nú á undanfómum vikum verið sýnt í Hlé- garði í Mosfellsbæ við góðar undirtektir. Það hefur verið staðfært og reynt að hafa stemninguna sem mest íslenska. Síðasta sýning á leikritinu verður fóstudaginn 4. nóvember kl. 21.30. Tekið verður við miðapöntunum í Hlégarði frá kl. 19 á sýningardag. Tilkyimingar Safnaðarfélag Ásprestakalls Kaffisala félagsins verður sunnudaginn 6. nóvember eftir messu sem hefst kl. 14. Allir velkomnir. Lögfræðiaðstoð Orators Orator, félag laganema, veitir ókeypis lögfræðiaðstoð á fimmtudagskvöldum frá kl. 19.30-22 í síma 11012. Grískt kvöld í Geirsbúð Vegna veikinda sr. Rögnvaldar Finn- bogasonar breytist áður auglýst dagskrá, þannig að í stað hans mim dr. Einar Sig- urbjömsson tala um grísk-orþódoxu kirkjuna. Fundurinn hefst kl. 20.30 í kvöld í Geirsbúð, Vesturgötu 6. Félageldri borgara Opið hús í Goðheimum, Sigtúni 3, í dag. Kl. 14 frjáls spilamennska. Kl. 19.30 fé- lagsvist. Kl. 21 dans. Óskað er eftir kök- um á kökubasar sem haldinn verður í Tónabæ nk. laugardag 5. nóv. kl. 15. Basarar Húsmæðrafélag Reykjavíkur Basarinn verður að Hallveigarstöðum á sunnudaginn kl. 14. Þær félagskonur sem eiga effir aö skila munum em beðnar að hafa samband við Sigríði í síma 14617. Kvenfélag Háteigssóknar heldur basar í Tónabæ sunnudaginn 6. nóvember kl. 13. Á boðstólum verða kök- ur, handavinna, ullarvörur og fleira. Heitt kaffi og ijómavöfflur. Tekið verður á móti gjöfum á basarinn í kirkjunni á föstudag milli kl. 17 og 19. Kvenfélag Óháða safnaðarins verður með kökubasar laugardaginn 5. nóvember kl. 14 í safnaðarheimilinu Kirkjubæ. Þá verður einnig flóamarkað- ur og skyndihappdrætti. Þær sem vilja gefa kökur og aöra basarmuni komi þeim í Kirkjubæ á fóstudag kl. 17-19 og á laug- ardagsmorgun kl. 10-12. Tapað fundið Kvenúr tapaðist sl. mánudag á leiðinni á milli Borgarspít- alans og Kársnesbrautar í Kópavogi. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 41864. Tjaldvagni stolið í Breiðholti Nýjum Combi Camp fjölskyldutjaldvagni var stolið fyrir utan UnufeU 23 í Breið- holti í gær á tímabilinu frá kl. 8-13. Vagn- inn er með rústrauðri yfirbreiðslu. Ef einhver hefur séð grunsamlega á ferð með tjaldvagn í efördragi er hann vin- samlegast beðinn að hafa samband í síma 71062 eða við lögregluna. Fundir Kvenfélag Hallgrímskirkju Fundur verður haldinn í safnaðarheimiU kirkjunnar í dag, 3. nóvember, kl. 20.30. Bjöm Th. Bjömsson Ustfræðingur verð- ur gestur fundarins. Fleira verður á dag- skrá, kaffi og að lokum hugvekja sem sr. Ragnar Fjalar Lámsson flytur. Vænst er að konur fjölmenni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.