Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1988, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1988, Side 2
2 FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1988. Fréttir dv Linda Pétursdóttir, nýkjörin ungfrú Heimur: Ákaflega hamingjusöm Snemma í morgun mætti hún í viðtal hjá ITV sjónvarpsstöðinni. Hún sagði að sér liði ákaflega vel en hún væri varla búin að ná áttum ennþá. Næsta ár legðist vel í hana og mest af öllu hlakkaði hún til að ferðast og kynn- ast nýju fólki. Valgerður A. Jóhannsdótlir, DV, London: „Ég var mjög hissa en einnig ákaf- lega hamingjusöm," sagði Linda Pét- ursdóttir, nýkjörin ungfrú heimur, í gærkvöldi þegar hún var spurð hvemig henni hefði liðiö þegar ljóst varð að hún hefði unnið. Linda sagð- ist í fyrstu ekki hafa verið viss um að hún hefði heyrt rétt þvi að lófa- klappið var svo mikið. „Ég trúði þessu varla, ég átti alls ekki von á að vinna,“ sagði hún. Verðlaunin, sem koma í hlut Lindu, nema tæpum 2,5 milljónum íslenskra króna. Þá verður hún á stöðugum ferðalögum um heiminn næstu 12 mánuðina og sinnir ýmsum skyldustörfum, svo sem að opna sýn- ingar, sitja fyrir og fleira. Um leið og krýningunni var lokið í gærkvöldi þyrptust tugir ljósmyndara upp á sviðið og umkringdu Lindu. „Ungfrú ísland, líttu hingað, httu hingað,“ var hrópað úr öllum áttum. En lætin í gærkvöldi voru aðeins forsmekkur- inn af því sem koma skal. Framund- an er annasamt ár hjá Lindu. Nýkrýnd heimsfegurðardrottning, Linda Pétursdóttir, ásamt stöllum sínum, Yeon-He Choi frá Kóreu, sem varö í 2. sæti, og Kirsty Roper frá Bretlandi sem varð i 3. sæti. Linda vann ekki aðeins titilinn ungfrú heimur í gær heldur var hún einnig kjörin ungfrú Evrópa. DV-myndir Reuter Eitt af því sem keppendur þurftu að gera var að koma fram á sund- bolum. Hér sést Linda í þéim þætti keppninnar. Ekki var annað að sjá en að Linda væri sallaróleg þrátt fyrir spennuþrung- ið andrúmsloft í Royal Albert Hall í gærkvöldi þegar komið var að því að krýna ungfrú heim. Þegar krýningunni var lokið stóð Linda á fætur og gekk fram undir dynjandi lófataki gestanna. „Maður bara sveif“ Válgerður A. Jóhaimsdóttir, DV, London: „Maður náttúrlega bara sveif,“ sagði Ása Hólmgeirsdóttir, móðir Lindu, þegar hún var spurð hvem- ig henni hefði verið innanbijósts þegar úrslitín vora tilkynnL „Það fyrsta sem Linda sagði við okkur þegar mestu lætin voru afstaöin var aö hún vildi fara heim. En kvöldið var ógleymanlegt. Þetta var alveg hreint stórkostlegt allt saman. Auðvitað er maður lika dálítíð kviðinn eins og alltaf þegar maður veit ekki hvaö maður er að fara út í. En Linda er búin að koma mjög vel út úr þessu öllu saman. Þessu fylgja auðvitað mikil ferða- lög, en hún ætti líka aö geta lært mikið. Hún hefur áður farið aö heiman, þegar hún var skiptinemi i Bandaríkjunum í eitt ár. Þannig að ég vona hið besta að minnsta kosti.“ íslendingar fögnuðu ákaflega: Við unniim aftur“ Valgerðux A. Jóharmsdóttir, DV, Londan: Það voru rúmlega 20 íslendingar staddir í Royal Albert Hall i gær- kvöldi og þegar úrslitin voru tilkynnt mátti heyra fagnaöarhróp á ástkæra ylhýra málinu í gegnum lófatakið. Það var greinilegt að íslendingamir í salnum litu ekki á úrslitin sem ein- ungis persónulegan sigur Lindu. „Við unnum aftur, við unnum aft- ur,“ heyrðist hrópað hvaö eftir ann- að. Þetta var íslenskur sigur - og ef eitthvað - enn sætari en síðast vegna þess hve stutt er síðan Hófi tók titil- inn. Sigur Lindu kom þó ekki mjög á óvart. Veðbankar spáðu henni verð- launasæti og hún naut mikilla vin- sælda meðal blaðamanna og ljós- myndara. Baldvin Jónsson umboðs- maður sagðist alveg viss um að hún myndi vinna þegar DV talaöi við hann fyrir keppnina. „Ég var að tala við tvo blaðamenn frá The Sun og Daily Mirror, sem fylgst hafa með þessari keppni í mörg ár. Þeir veðj- uðu á Lindu og þeir hafa hingað til haft rétt fyrir sér. Sú sem’ þeir hafa veðjað á hefur alltaf unnið." Þannig var það hka í þetta skiptið og í annað sinn á fjórum árum ber íslensk stúlka titilinn fegursta kona heims. Steingnmur Hermannson a nokksþmgi framsoknarmanna: Offjárfesting er byrði eins og rústimar í Evrópu eftir stríð - krumlan úr heiönabergi íhaldsins tók fram fyrir hendur Þorsteins Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra sagðist trúa því aö þjóðartekjur íslendinga myndu dragast saman um 7 til 8 prósent á næsta ári í ræðu sinni á flokks- þingi framsóknarmanna í morgun. Þessi samdráttur jafngildir um 20 milljarða samdrætti í þjóðartekj- um. „Það er hrun. Við þessar aöstæð- ur veröur ekki hjá þvi komist að tekjur einstakhnga og heimila lækki,“ sagði Steingrímur. í ræðu sinni dró Steingrímur upp dökka mynd af ástandi efnahags- mála. Meðal annars rakti hann samtal sem hann hafði átt við sjálf- stæðismann. Sá hafði reiknað út aö hin stjómlausa fjárfesting á undaníornum árum væri svo mikil aö offjárfestingin jafngilti öhum erlendum skuldum þjóðarbúsins. Hann likti ástandinu viö Evrópu eftir stríð. Þá sátu menn uppi með rústir stríðsins. Við sitjum hins vegar uppi með óþarfa fjárfestingu. Steingrímur ræddi einnig um ástæöu þess aö síðasta ríkisstjóm greip ekki í taumana í tíma. Hann minntist atburða síðasthðins sum- ars og yfirlýsinga Þorsteins Páls- sonar eftir ferð hans til Vestfjarða. „Ég er sannfærður um aö Þor- steinn Pálsson meinti það sem hann sagði þegar hann kom vestan af fjörðum. Það var hins vegar enn krumlan úr heiðnabergi íhaldsins sem tók fram fyrir hendur hans. Því miður er það hún sem ræður þegar hagsmunir fjármagnsins eru taldir í hættu. Þannig sleit Sjálf- stæðisflokkurinn stjórnarsam- starfinu," sagði Steingrímur. Sjálfstæðismenn fengu kalda kveðju víöa í ræðu Steingríms. Hann stillti ríkissfjóra sinni upp sem stjóm fyrirhyggju gegn sjálf- stæðismönnum sem vildu láta kylfu ráða kasti í flestum málum. Um yfirlýsingu Þorsteins Pálsonar um að Framsóknarfiokkurinn væri höfuðandstæðingm- Sjálfstæðis- flokksins, sagði Steingrímur: „Okkur er að sjálfsögðu mikih sómi sýndur með þvi að vera höf- uðóvinur íhaldsins í landinu. Við skulum sýna íhaldinu að við erum verðugir þessa sóma og ekki heldur valda frjálslyndum og umbótasinn- uðum mönnum vonbrigðum í þeim efnum,“ sagöi Steingrímur. -gse r

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.