Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1988, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1988, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1988. 7 Fréttir Aðalfundur Landssambands íslenskra útvegsmanna: Fella þarf gengið og skerða kaupmáttinn - sagði Kristján Ragnarsson, formaður LIU „Það þarf tafarlaust að skrá gengið i samræmi við þarfir útflutningsgrein- anna,“ sagði Kristján Ragnarsson á aðalfundi LÍÚ. „Efnahagsráð, sem felast í því að slá vandanum á frest og taka erlend lán til að borga með uppbætur á framleiðsluna, eru út í hött og gera ekki annað en villa um fyrir fólki hver hin raunverulega staða er. Það þarf tafarlaust að skrá gengið í sam- ræmi við þarfir útflutningsgrein- anna sem leiðir til þess að kaup- mátturinn skerðist. Leggja ber áherslu á að ábyrgð atvinnulífsins er mikil og aö ekki sé samið umkaup og kjör sem ekki er til innstæða fyrir eins og svo oft hefur gerst,“ sagði Kristján Ragnarsson, formaður Landssambands íslenskra útvegs- manna, meðai annars í gær á aðal- fundi sambandsins. Kristján sagði hörmulegt til þess að vita að okkur skyldi ekki hafa haldist betur á góðæri síðustu ára en raun bæri vitni. Kenndi hann þar um aðhaldsleysi stjórnvalda og fast- gengisstefnunni. Sagði hann at- vinnugreininni, sem allt byggðist á, sjávarútveginum, skammtaðar tekj- iu: með rangri gengisskráningu. Hlutfall ferskfisksölu eykst Þá sagði Kristján að ekki ætti að koma til greina að semja um kaup og kjör á þann veg að ætlast væri tÍL þess af stjórnvöldum að þau kæmu til bjargar. Hann sagði að engar for- sendur hefðu verið til að semja um kauphækkanir síöastliðið vor því ekkert heföi verið til skiptanna. Kristján sagði um afkomu útgerð- arinnar að hún hefði versnað veru- lega á árinu vegna kostnaðarhækk- ana umfram tekjur. Sagði hann að ferskfisksala erlendis færi vaxandi frá ári til árs og væri nú um þriðjung- ur af tekjum útgerðarinnar. Þannig hefði útgerðin vegið upp að fiskverð innanlands hefði ekki hækkað í sam- ræmi við almennt verðlag. Hann sagði afkomu báta vera verri en af- komu togara. Það stafaði af minni afla á vetrarvertíð í ár en undanfarin ár. Ferskfiskútflutningurinn fyrstu 10 mánuði ársins var 83 þúsund lest- ir að verðmæti 6 milljarðar króna. Krisfján sagði að ekki yrði hjá því komist að takmarka ferskfiskút- flutninginn. Ofveiði á smáfiski Varðandi fiskistofnana sagði Krisfján það ljóst að nýting þeirra væri röng. Of miKið hefði verið veitt af smáfiski og honum ekki gefið tæki- færi til að vaxa. Hann sagði marga kenna kvótakerfmu um þetta en taldi það ekki rétt. Án kvótakerfisins hefði ástandið orðið enn verra. Þessa röngu nýtingu sagði Kristján vera aðalástæðuna fyrir því að ekki gengi fiskur á vertíðarsvæðin yfir veturinn sem aftur leiddi til slæmrar afkomu bátanna. Þá sagði hann ástæðu til að efast um réttmæti þess aö smábátar veiddu með þorskanetum. Hann sagði þau oft skilin eftir dögum sam- an án þess að vitjað væri um þau vegna óhagstæðs veðurs. Frásagnir af ástandi þess sem væri í netum væru þannig að ekki væri réttlætan- legt að halda þessum veiöum áfram. Kvótasala kemur ekki til greina Sala á veiðileyfum sagöi Kristján að kæmi ekki til greina. Menn hefðu lagt aleigu sína í að eignast skip, menn heföu stundað sjó allt sitt líf og með því að selja hæstbjóðanda veiðileyfin væri verið að svipta þessa menn öllu. Hann sagði þá fullyröingu ranga að sums staðar í heiminum væri þetta gert. Hvergi nokkurs stað- ar tíðkaðist að selja aflakvóta. Varð- andi ísland og Efnahagsbandalagið sagði Kristján að ekki kæmi til greina að veita skipum frá Efnahags- bandalagslöndunum veiðiheimildir innan fiskveiðilögsögu okkar. Olíuokur Kristján gagnrýndi olíufélögin fyr- ir olíuverð hér á landi. Sagði hann að skip væru að kaupa olíu fyrir 5,0 til 5,80 krónur lítrann í nágranna- löndum okkar á meðan hann kostaði 9,20 hér á landi. Útgerðin kaupir ohu fyrir 2,2 milljarða króna á ári. Miðaö við gildandi verðlag greiðir hún ohu- félögunum 800 milljónir króna á ári fyrir að halda birgðir og dreifa oh- unni. „Getur nokkrum manni dottið í hug að það þurfi 36 prósent af olíu- verðinu til þess að láta hana renna um borð í skipin?“ spurði Kristján Ragnarsson. -S.dór Mesti vandinn er yf irvof andi atvinnuleysi - sagði Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra HaUdór Ásgrímsson sjávarútvegs- ráðherra flutti ávarp á aðalfundi Landssambands íslenska útvegs- manna í gær. Þar rakti hann erfið- leikana og endurskipulagninguna í útgerö 1984 og 1985. Síðan sagði Halldór: „Ástæðan fyrir upprifjun á þeim erfiðleikum, sem þá voru tíl úrlausn- ar í sjávarútvegi, er sú að enn á ný stöndum viö frammi fyrir þrenging- um. Þar ber hæst yfirvofandi at- vinnuleysi er hlýtur að hafa mikil áhrif á ákvarðanir á næstunni." Hahdór rakti þar næst ástand fiski- stofna og stærð fiskiskipaflotans. Hann sagði að aflahorfur á næstu árum gæfu ekki tílefni til að endur- byggja eða stækka fiskiskipaflotann frá því sem nú er. Hann sagði alger- lega óþarft að smíða ný skip næstu árin og næsta víst að einhver þeirra nýju skipa, sem bæst hefðu í flotann á síðustu árum, yrðu til sölu innan skamms. Forsendur fyrir lánveiting- um til nýsmíði eða endurbóta á fiski- skipum væru brostnar. Smáfiskadrápið HaUdór ræddi um fréttir sem ber- ast af smáfiskadrápi og að smáfiski væri hent fyrir borð. Þótt hann segð- ist treysta sjómönnum og útgerðar- mönnum í lengstu lög, þar eð þeir hefðu þarna mestra hagsmuna að gæta, væri það skrýtið að sumir tog- arar veiddu aldrei neinn undirmáls- fisk á meðan aðrir veiddu árlega nokkur hundruð lestir. Þetta sagði hann að fengi ekki staðist og að herða þyrfti eftirhtið frá því sem nú er. Þá sagðist Halldór hafa áhyggjur af vaxandi útflutningi á ferskfiski. Það væri auðsætt að íslendingar gætu ekki sett mikið magn óunnið á markað. Það væri eins og appelsínu- framleiðendur kæmu öllum sínum afurðum ferskum á ávaxtamarkað í staö þess að vinna hluta þeirra í safa og aðrar vörur með geymsluþol. Með kvótakerfinu væri útgerðarmönnum og sjómönnum fengið í hendur mikið ákvarðanavald til að tryggja há- marksafrakstur af fiskveiðum. Stundarhagsmunir þessara aðha gætu stangast á við þjóðarhagsmuni en þegar til lengri tíma væri htið færu þeir saman. Hann ræddi þessu næst ferskfiskkvótann og sagði til- lögur fiskiþings um ferskfiskkvóta sem hlutfah af aflakvóta tæplega koma til greina. Frystiskipin Sjávarútvegsráðherra sagði frysti- skipin og þá þróun, sem af þeim hefði leitt, hafa bæði jákvæðar og nei- kvæðar hhðar. Sú neikvæða væri aht það fiármagn sem fest hefði verið í fiskvinnslustöðvum og til uppbygg- ingar í landi og þær væntingar sem fólk á landsbyggðinni hefði gert til atvinnu í framtíðinni. Hahdór sagði íslendinga vilja búa við öryggi og allsnægtir iðnríkja en jafnframt við sveigjanleika og aga- leysi veiðimannaþjóðfélagsins. Stjórnmálamenn væru skammaðir fyrir of mikil afskipti og ofstjóm en ef stjómvöld ætluðu að grípa inn í væru þau skömmuð fyrir tilhneig- ingu til miðstýringar og alræðis og að verið væri aö hefta athafnafrelsi einstaklingsins. Töframeðul eru ekki til Engin töframeðul sagði Halldór að væm til bjargar sjávarútvegi á ís- landi. En hann nefndi nokkur atriði sem vinna þyrfti að, svo sem að hætta fiárfestingum vegna kaupa, nýsmíði eða meiri háttar endurbóta á fiski- skipum. Leitast yröi við aö lækka útgerðarkostnað, aðilar í sjávarút- vegi kæmu á fót aflamiðlun er stuðl- aði að jöfnu framboði á óunnum fiski til útflutmngs og miölun afla milli landshluta og einstakra byggðarlaga. Verðmætasköpun yrði aukin, kostn- aðareftirliti í sjávarútvegi komið upp, aðhalds og sparnaðar yrði gætt. Lánardrottnar hinna verst settu fyr- irtækja í sjávarútvegi, jafnt bankar sem viðskiptaaðilar, gæfu eftir hluta af kröfum sínum eða breyttu þeim í hagstæð lán. Markvisst yrði stefnt að fullvinnslu afla og aflað nýrri og betri markaða fyrir sjávarafurðir og að þær nytu hvarvetna bestu tolla- kjara. í því sambandi yrðu teknar upp viðræöur við Efnahagsbanda- lagið. Að lokum varaði Halldór aðalfund- arfulltrúa við. því að framundan væm miklir erfiðleikar og atvinnu- leysi fyrirsjáanlegt í fyrsta sinn í 20 ár. -S.dór

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.