Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1988, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1988, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1988. Utlönd Kafka á milljón pund Handrit Kaíka að Réttarhöldun- um, sem var handskrifað, var selt á uppboði í London í gær fyrir eina milljón sterlingspunda. Er þetta hæsta verð sem fengist hefur fyrir handrit hingað tfl. Var handritið selt Þjóðveija. Réttarhöldin voru ekki gefin út á meðan Kaíka lifði en hann skrifaöi bókina árið 1914. Kafka var 31 árs þegar hann samdi söguna. Hann var þýskumælandi gyðingur í Prag og lést 41 árs að aldri. Áður en hann lést bað hann um að allt sem eftir hann lægi yrði brennt. Það var hins vegar ekki gert. Sakaðir um mannrán Stjórnin í Nicaragua sakaði í gær kontraskæruliða um að hafa rænt níu liðsforingjum sem sendir voru til landamæranna við Honduras til að rannsaka skemmdir af völdum flóða sem urðu er fellibylur gekk yfir landið í síðasta mánuði. Hefur stjómin í Nicaragua farið fram á það við yfirvöld í Honduras að þau aðstóði við að fá gíslana látna lausa. Kontraskæruliðar hafa þráfaldlega neitað ásökunum yfirvalda um mannrán. Flestir skæruliðanna hafa haft bækistöðvar sínar í Honduras síðan Bandaríkj aþing ákvað að hætt yrði hernaðaraðstoð við þá i febrúar. Mótmæli gegn Nato Vestur-þýsk óeirðalögregla reynir að koma í veg fyrir að mótmælendur komist að ráðhúsinu í Hamborg þar sem Natofundur er haldinn. Símamynd Reuter Forseti þingsins í Eistlandi til Moskvu Forseti eistlenska þingsins, Arnold Ruutel, fór í gær til Moskvu til að ræða við yfirvöld. Þingið í Eistlandi gerði samþykktir í fyrradag sem kváðu á um aukið sjálfstæði Sovét- lýðveldisins og eru þær samþykktir í trássi við vilja yfirvalda í Moskvu. Allt var með kyrrum kjörum í Tall- in, höfuðborg Eistlands, í morgun. „Það er spenna í loftinu en fólk er rólegtsagði eistlenskur sjónvarps- fréttamaður sem átti viðtal við Ruut- el áður en hann hélt til Moskvu. „Eistlendingar eru þess fullvissir að Ruutel muni veija afstöðu Eist- lands í Moskvu þó að vitað sé að það verður þungur róður,“ sagði eist- lenskur blaðamaður við fréttamann Reuters. í Moskvu mun Ruutel veija þá af- stöðu Eistlendinga að vilja ráða sín- um málum í meira mæli en áður. Ennfremur verður Ruutel að útskýra hvers vegna eistlenska þingið sam- þykkti ekki stjórnarskrárbreytingu fyrir Sovétríkin en Gorbatsjov Sovét- leiðtogi leggur mikla áherslu á stjómarskrárbreytinguna. Ruutel lét hafa eftir sér að Eistlend- ingar yrðu að vinna með yfirvöldum í Moskvu til að leysa þann vanda sem kominn væri upp í samskiptum Eist- lands og Moskvu. Eistlendingar líta svo á að ef stjórn- arskrárbreytingin verði samþykkt muni það í reynd þýða að Sovétlýð- veldunum sé stjórnað eftir geðþótta Moskvu. Hin Eystrasaltsríkin tvö, Lettland og Litháen, styðja við bakið á nágrönnum sínum og er sennilegt að gerðar verði áþekkar samþykktir í þessum tveim lýðveldum. Walesa í sjónvarpseinvígi í Póllandi Lech Walesa, leiðtogi hinna ir OPZZ sem eru opinberu verka- stjórnvalda gengið treglega. Á bönnuðu verkalýðssamtaka í Póll- lýössamtökin er sett voru á lagg- sama tíma fer efnahag Póllands andí, Samstöðu, mun hitta tals- irnar eftir aö Samstaöa vai’ bönnuð hnignandi og smáskærum milli mann kommúnistafiokksins í sjón- árið 1982. Miodowicz skoraði á verkalýðs og yfirvalda fiölgandi. varpseinvígi í lok nóvember. Wa- Walesa aö mæta sér í umræðum Helsti hugmyndafræðingur lesa segist aðeins vilja tryggja að um framtíð verkalýðsfélaga í Pól- pólsku stjórnarandstöðunnar, Ad- hann fái sanngjarna meöhöndlun íandi. am Michnik, vill aö þríhliða við- af hálfu rikisreknu sjónvarps- Walesa krefst þess að þrír nánir ræður fari fram á milli yfirvalda, stöðvarinnar áður en hann gefur samstarfsmenn sínir fái að taka Samstöðu og kaþólsku kirkjunnar sitt endanlega samþykki. þátt í undirbúningi sjónvarpsein- sem er sterkt aíl í Póllandi. Mic- vígisins til að koma í veg fyrir að hnik er emmitt einn þremenning- í sjónvarpseinvíginu hittir Wa- nokkur brögð verði í tafli. anna sem á að undirbúa sjónvarps- lesa Miodowicz en hann á sæti í Frá því að Samstaða var bönnuð fund Walesa og Miodowicz. framkvæmdastjórn pólska komm- 1981 hafa umræður og skoðana- Reuter únistafiokksinsogeríforsvarifyr- skipti á millí Samtöðumanna og Þegar stjórnskipulagi Sovétríkj- anna var komið á eftir byltingu 1917 var í orði kveðnu látið svo heita að Sovétlýðveldin skyldu eiga þess kost að ráða sínum málum að nokkru leyti sjálf. í reynd hefur einstökum lýðveldum verið stjórnað frá Moskvu. Eystrasaltslýðveldin voru sjálf- stæð á árunum 1918-1940 og þau skipa því nokkra sérstöðu í Sovét- ríkjunum. Stalín þvingaði lýðveldin þrjú undir Moskvuvaldið 1940 en rétt á eftir réðust Þjóðverjar inn í Sovét- ríkin og náðu á sitt vald Eistlandi, Lettlandi og Litháen. Margir íbúa Eystrasaltsríkjanna tóku Þjóðveij- um opnum örmum og gengu í lið þeirra. Þjóðverjar biðu ósigur 1945 og kom- ust þjóðimar þrjár aftur undir yfir- völd í Moskvu. Stalín knúði fram harðneskjulegar breytingar á stjóm- arháttum og efnahagslífi í Eystra- saltsríkjunum. Eftir að Gorbatsjov var leiötogi Sovétríkjanna og boðaði aukið lýð- ræði til sovéskra þegna hófst þegar í stað sú þróun sem leiddi til sam- þykkta eistlenska þingsins í fyrra- dag. Strax og niðurstaða þingsins var kunn í Moskvu sendi forsætisnefnd Sovétríkjanna frá sér tilkynningu þess efnis að samþykktir eislenska þingsins brytu í bága við stjórnar- skrá Sovétríkjanna og fór fram á við- ræður við eistlensk yfirvöld. Gor- batsjov fer fyrir forsætisnefndinni en hann mun ekki hitta Ruutel, for- seta eistlenska þingsins, þar eð Gor- batsjov fer í opinbera heimsókn til Indlands í dag. Reuter Nokkrir lögreglumenn meiddust í gær þegar þeir reyndu að dreifa mótmælendum sem safnast höfðu saman fyrir framan ráöhúsið í Ham- borg í Vestur-Þýskalandi í gær. Hrópuðu mótmælendurnir siagorð gegn Nato, sem fundar í ráðhúsinu, og kröfðust kjamorkuvopnalausrar Evr- ópu. Alls vom mótmælendumir um sjö þúsund talsins. Óeiröalögregla greip inn í þegar mótraælendur tóku að kasta grjóti og kveikja elda á markaðstorgi í borginni. Ákærð fyrir morð Dorothea Puentes, sem er 59 ára gömul, var í gær ákærð fyrir morð. Símamynd Reuter Moröákæra var í gær lögð fram í máli Dorotheu Puentes í Sac- ramento sem hvarf á laugardaginn stuttu áður en lögregla hóf aö grafa upp lík aldraðra gesta sem dvalist höfðu á gistihúsi hennar. Að sögn lögreglunnar í Sacramento höfðu ávísanir meö ellilífeyri gestanna i verið leystar út eftir að fölkiö lést. Lögreglunni tókst aö handsama frúna, sem er um sextugt, og er hún nú í gæsluvarðhaldi. Reknir úr landi írakar hafia vísað þremur breskum sendiráösstarfsmönnum úr landi. Er það svar þeirra við brottrekstri þriggja starfsmanna iraska sendiráðs- ins í Bretlandi í síðasta mánuði, aö því er breskur stjórnarerindreki sagði í morgun. Yfirvöld í írak viðurkenndu aö um væri að ræða hefndaraögerð. Gefið hefur verið í skyn að sú ákvörðun Breta aö reka írakana þijá úr landi hafi verið í tengslum við bætt samskipti Breta og írana. 1 frétt í blaðinu The Independent Daily láta heimildarmenn að því liggja að íran hafi veitt Bretum upplýsingar um atferli írakanna. Kommúnistaleiðtogar segja af sér flokkur Serba þrýst á um afsagnirn- ar. Annar leiðtoganna, Vlasi, sem lét af störfum í framkvæmdastjórn flokksins, hefur neitað að taka á sig ábyrgð vegna óeirðanna í héraðinu og var ástæðan fyrir afsögn hans sögð sú að hann væri að fara eftir tilmælum um að gegna ekki fleiri en einu embætti. Hann heldur stöðu sinni í miðstjórn flokksins og Jasari, sem lét af embætti flokksleiðtoga, verður áfram í framkvæmdastjóm- inni. Áður en tilkynnt var um afsagnirn- ar höfðu þúsundir manna af albönsk- um uppruna efnt til hópgöngu í Prist- ina, höfuðborg Kosovo. Hrópuöu göngumenn slagorð og veifuðu júgó- slavneskum og albönskum fánum. Serbía, sem er stærsta sjálfstjórnar- héraöið í Júgóslavíu, hefur yfirráð yfir Kosovo sem er við landamæri Albaníu. Um tvö hundruð þúsund Serbar eru í Kosovo en 1,7 milljónir íbúa af albönskum uppruna. Tveir leiötogar kommúnista létu Júgóslaviu, að því er virðist til þess af embætti í gær í Kosovohéraði í að lægja mótmælaöldur þar. Haföi Albanir í Kosovo í Júgóslavíu efndu til mótmæiaaðgerða í gær og veifuðu júgóslavneskum og albönskum fánum. Símamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.