Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1988, Page 11
FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1988.
11
Utlönd
Hart barist
í Kanada
Ágúst Hjörtur, DV, Ottawa;
Hinn 21. nóvember næstkomandi
ganga Kanadamenn til þingkosn-
inga. Um'fjórtán hundruð frambjóð-
endur frá tólf stjómmálaílokkum
munu reyna að ná kjöri í tvö hundr-
uð níutíu og fimm einmenningskjör-
dæmum. Af þessum tólf flokkum eru
það aðeins þrír sem örugglega munu
vinna þingsæti. Það eru Ihaldsflokk-
urinn, sem nú situr við stjómvölinn,
Fijálslyndi flokkurinn, sem oftast
hefur farið með völd í landinu, og
Nýi demókrataflokkurinn sem aldrei
hefur myndað stjóm.
í upphafi kosningabaráttunnar var
búist við að þijú mál myndu setja
mestan svip á kosningamar: efna-
hagsmál, umhverfismál og fríversl-
unarsamningurinn við Bandaríkin
sem undirritaður var á síðasta ári
og taka mun gildi nú um áramótin
ef hann verður samþykktur af ný-
kjömu þingi eftir kosningar. Þá var
einnig búist við að spumingin um
hveijum flokksleiðtoganna þriggja
væri best treystandi fyrir landinu
hefði talsverð áhrif á baráttuna.
Fríverslunin aðalmálið
Raunin hefur þó orðið sú að aðal-
mál kosninganna varð fríverslunar-
samningurinn við Bandaríkin.
Ástæðumar fyrir þvi em margar en
meginástæðan er eflaust sú að öll
aöalmál í kanadískum stjómmálum
eru með einum eða öðrum hætti
tengd Bandaríkjunum; efliahagsmál
vegna þess að þrír fjórðu hlutar af
útflutningi Kanada fara á Banda-
rílqamarkað og umhverfismál vegna
þess að mengunin virðir ekki fimm
þúsund kílómetra löng landamæri
ríkjanna.
Spáð meirihluta
Þegar Brian Mulroney, forsætis-
ráðherra Kanada og leiðtogi Ihalds-
flokksins, boðaði til kosninga í byij-
un október bentu skoðanakannanir
til að hann myndi halda þingmeiri-
hluta sínum. Eftir mikla erfiðleika,
hneykslismál og htlar persónulegar
vinsældir meðal almennings fyrstu
þrjú ár kjörtímabilsins virtust hlut-
imir vera famir að snúast til betri
vegar fyrir Mulroney og flokkinn. í
upphafi reyndi flokkurinn að gera
sem mest úr jákvæðum árangri í
efnahagsmálum. Síðan flokkurinn
komst til valda 1984 hefur atvinnu-
leysi minnkað umtalsvert sem þakka
má aukinni fjárfestíngu, bæði inn-
lendri og erlendri. Tekist hefur að
halda verðbólgunni í skefjum á sama
tíma og vextir hafa verið tiltölulega
lágir. Það hefur því ríkt talsverð
gróska í efnahagslífinu þótt sú
gróska sé mjög mismunandi milli
fylkja.
Þá var skattalögum breytt töluvert
á þessu ári þannig að í framtíðinni
mun meirihlutí Kanadamanna
greiða lægri beina skatta en hingað
tíl. Það mál gæti þó reynst íhalds-
mönnum hættulegt því síðari hlutí
skattabreytinganna hefur enn ekki
verið kynntur og verður ekki fyrr en
eftir kosningar. En samkvæmt þeim
upplýsingum, sem hægt hefur verið
að afla, mun ætlunin að bæta upp
tekjutap ríkissjóðs með söluskatti.
Sá skattur yrði til viðbótar þeim
söluskatti sem fylkin leggja þegar á
hinar ýmsu vörutegundir þannig að
í sumum tilfellum er áætlað að neyt-
endur gætu þurft að borga allt að 16
prósent söluskatt.
Breyttfylgi
En eftir því sem á kosningabarátt-
una hefur Uðið hefur fylgi flokkanna
breyst mjög mikið. í stað þess að
vera í fyrsta sætí í skoðanakönnun-
um er íhaldsflokkurinn nú í öðru
sætí. Að sama skapi hafa áherslur
og baráttuaðferðir í kosningabarátt-
unni breyst. í stað yfirvegaðrar og
fágaðrar framkomu, sem miðaði að
þvi að sannfæra Jqósendur um að
Mulroney væri trúverðugur stjóm-
málamaður, er kominn hinn baráttu-
glaði og stóryrti Mulroney sem kjós-
endur kusu fyrir fjórum árum. Hann
hefur verið óspar á yfirlýsingar þar
sem hann sakar leiðtoga stjómar-
andstöðuflokkanna um lygar og
hræðslupóUtík af verstu gerð varð-
andi fríverslunarsamninginn.
Stóryrðum svarað
Það stendur síst á John Turner,
formanni Fijálslynda flokksins, að
svara stóryrðum Mulroneys. Raunar
virðist sem það fylgi, sem flokkurinn
hefur hrifið til sín síðustu vikur, sé
fyrst og fremst að þakka harðri af-
stöðu Tumers gegn Mulroney og frí-
verslunarsamningnum. Flokkurinn
hefur átt við flölmörg vandamál að
stríða síðan hann gjörtapaði kosn-
ingunum 1984. Talsverð óánægja hef-
ur verið með flokksformanninn, þó
ekki nóg til að fella hann á flokks-
þingi árið 1986. Þá hefur Turner not-
ið mjög takmarkaðra vinsælda al-
mennings, aö minnsta kosti fram til
þessa.
Svo Utið var fylgi flokksins þegar
kosningabaráttan hófst aö menn inn-
an flokks og utan vora famir að ör-
vænta og tala um þá póUtísku útlegð
sem biði flokksins. Sjónvarpskapp-
ræðumar milU leiðtoganna þriggja,
sem haldnar vora síðast í október,
snera dæminu við fyrir Tumer. Það
gerðist reyndar líka í kosningabar-
áttunni 1984 en þá tapaði Tumer
kappræðunum Ula.
Sjálfstæði Kanada
Meginþema Tumers aUt frá upp-
hafi kosningabaráttunnar hefrn- ver-
ið að koma í veg fyrir að ftíverslun-
arsamningurinn við Bandaríkin nái
í gegn. SkUaboð hans til almennings
hafa verið þau að hér sé ekki um
neina venjulega kosningabaráttu að
ræða heldur séu þessar kosningar
atkvæðagreiösla um áframhaldandi
sjálfstæði Kanada. I viðtaU fyrir
skömmu sagði Tumer: „Kanadískur
almenningur kemur ekki til með að
kjósa Brian Mulroney sem vUl verða
fylkisstjóri 51. fylkis Bandaríkjanna.
Almenningur mun kjósa John Tum-
er sem vUl verða forsætisráðherra
Kanada.“
Það virðist sem þessi aðferð Turn-
ers hafi virkað því óánægja með
samninginn hefur farið vaxandi ef
marka má skoðanakannanir. Að
sama skapi hefur fylgi Frjálslynda
flokksins aukist þó ekki verði það
sama sagt um Nýja demókrataflokk-
inn sem einnig er á mótí samningn-
um.
Fríverslunarsamningurinn er þó
ekki eina kosningamál Frjálslynda
flokksins. Tumer hefur í kosninga-
baráttunni verið óspar á kosninga-
loforö sem varða dagvistun, atvinnu,
tryggjngar og fleira. Samkvæmt út-
reikningum fjölmiðla hér koma þessi
loforð öU tíl með að kosta 30 millj-
arða doUara næstu fjögur árin. En
þrátt fyrir mikla gagnrýni hefur
Turner staðfastlega neitað að gefa
nokkrar nákvæmar upplýsingar um
hvar hann ætíi að taka fé tíl þessara
verkefna.
Aldrei við völd
Nýi demókrataflokkurinn hefur
aldrei komist tíl valda í þeim skiln-
ingi að hafa myndað eða átt aðUd að
ríkisstjóm. Hann hefur á stimdum
varið minnihlutastjórnir hinna
flokkanna falU en sjaldan haft bein
áhrif á gang mála. Ein skýringin á
því hversu flokkurinn hefur átt erfitt
Skilaboð Johns Turner, formanns
Frjálslynda flokksins, til almennings
eru þau að kosningarnar séu at-
kvæðagreiðsla um áframhaldandi
sjálfstæði Kanada.
Simamynd Reuter
Brian Mulroney, forsætisráðherra Kanada, hefur verið óspar á yfirlýsingar
þar sem hann sakar stjórnarandstöðuna um lygar og hræðslupólítik.
Símamynd Reuter
Aðalmál kanadísku kosninganna er fríverslunarsamningurinn við Bandarikin. Teikning Lurie.
uppdráttar er sú að stór hluti
Kanadamanna Utur á hann sem sós-
íaUstaflokk. Og slík róttækni hefur
Utíð átt upp á paUborðið hjá almenn-
ingi. Þessi ímynd er þó smátt og
smátt að breytast. Leiðtogi flokksins
síðustu þrettán árin, Ed Broadbent,
á stóran þátt í því. Hann er almennt
séður sem áreiðanlegur og heiðarleg-
ur stjómmálamaður. í kosningum
fram til þessa hefur flokkurinn yfir-
leitt einbeitt sér að völdum kjördæm-
um þar sem hann átti möguleika á
að ná kjöri. En í fyrsta skipti leggur
flokkurinn jafna áherslu á öU 295
kjördæmin.
Flokkurinn hefur í þessari kosn-
ingabaráttu átt í erfiðleikum með að
finna eitt ákveðið mál sem gæti krist-
aUað í hugum kjósenda hvað flokk-
urinn stendur fyrir. Hann er á móti
fríverslunarsamningnum með
ákveðna stefnu í umhverfismálum
og mjög umbótasinnaða stefnu í fé-
lagsmálum. Þá hefur Broadbent lagt
mikla áherslu á það að sýnast ábyrg-
ur, meðal annars með því að gera
ávaUt grein fyrir hvaðan flokkurinn
muni taka peninga tíl þeirra verk-
efna sem hann leggur tU.
Veikur punktur
Varnarmálin hafa löngum verið
veiki punktur flokksins en hann vUl
að Kanadamenn segi sig úr Atlants-
hafsbandalaginu og Norat-vamar-
bandalaginu við Bandaríkin. Þessi
mál hafa þó ekki verið í brennideph
í þessari kosningabaráttu enda hefur
Broadbent nánast lýst því yfir að
ekkert verði hreyft við þessu máU
fyrsta kjörtímabilið.
Aðalvandamál flokksins í þessum
kosningum virðist vera að þurfa að
berjast við báða stóru flokkana í
einu. Það er raunar ekkert nýtt
vandamál og hefur Broadbent síð-
ustu vikur gripið tíl gamalla slagorða
til að reyna að ná tU sín óákveðnum
kjósendum. Samkvæmt þeim eiga
Kanadamenn um þrjár götur að
•velja: Wall Street, sem er sú gata sem
Mulroney er sagður ganga,' Bay
Street, sem er aðalfjármálagatan í
landinu og þar sem Turner var áður
fyrr með skrifstofu sem lögfræðingur
stórfyrirtækja, og Main Street, eða
Aðalstræti, sem er sú gata sem
Broadbent segist ganga ásamt öUum
almenningi.
Stór hluti óákveðinn
Þrátt fyrir næsta ótrúlegar sveiflur
á fylgi flokkanna í skoðanakönnun-
um síðustu vikna má lesa út úr þeim
að tíltölulega stór hluti almennings
er fremur óákveðinn og gætí skipt
um skoðun fram á síðustu stundu.
Fylgi „stóra“ flokkanna tveggja virð-
ist vera nokkuð jafnt en „þriðji"
flokkurinn er ekki mjög langt á eftir.
Það virðist því Uklegt að næsta ríkis-
stjóm Kanada verði minnihluta-
stjóm.
En verði úrsUtin mjög jöfn þá verð-
ur líka að reikna með þeim mögu-
leika, sem nú er ræddur í fyrsta sinn
af nokkurri alvöra, að mynduð verði
samsteypustjóm tveggja flokka. Slíkt
hefur Eddrei gerst í Kanada en komi
til þess getur það breytt kanadískum
stjómmálum um ókomna framtíð.
vandaðaóar vörur
Hleðslutæki
6,12 og 24 volta.
Margargerðir.
BENSÍNSTOÐVAR
SKELJUNGS
Skeljungsbúðin
SíÖumúla33
símar 681722 og 38125