Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1988, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1988, Síða 12
12 FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1988. Spumingiii Finnur þúfyrir kreppueinkennum? Helgi Kristjánsson verslunarmaður: Ég hef aldrei veriö eins blankur og nú og mér frnnst allir kvarta um fé- leysi. Þórdís Rúnarsdóttir atvinnulaus: Það er erfitt aö fá vinnu og dýrt aö kaupa þaö litla sem maöur leyfir sér. ÁsgrímurSverrisson atvinnulaus: Ég bara nýt þess að láta vorkenna mér út af atvinnuleysinu. Marteinn St. Þórsson kvikmynda- gagnrýnandi: Þaö er tíi muna meiri aösókn aö hádegisbörum borgarinn- ar en verið hefur - þaö er kreppuein- kenni. Bjarni Daníelsson skólastjóri: Laun- in endast verr en þau hafa gert. Sólveig Karlsdóttir meinatæknir: Þetta krepputal er ekkert nýtt. Þaö hefur alltaf verið kreppa hjá ríkis- starfsmönnum. Lesendur Jafnaðarstefnan svívirt Guðjón V. Guðmundsson skrifar: Eitt fyrsta verk nýja utanríkis- ráðherrans okkar á alþjóðavett- vangi var að láta sendiherra okkar hjá S.Þ. sitja hjá þegar greidd voru atkvæöi um ályktun er felur í sér fordæmingu á Israelsmönnum fyr- ir stefnu þeirra og aögerðir á her- numdu svæðunum í Palestínu, þ.e. á vesturbakka Jórdanárinnar og Gaza-svæðinu. íslenski ráðherrann sér ekkert athugavert við djöfulæði ísraelsku dátanna. Hann gaf þá skýringu m.a. aö ályktunin hefði aðeins for- dæmt annan aðilann. Samkvæmt skoðun hans átti einnig að for- dæma Palestínumennina, þeir áttu sem sé að halda sig á mottunni og sætta sig við hernámið og alla þá kúgun og niðurlægingu er því fylg- ir. Fólkið á þessum landsvæðum hefur nú búið við þetta ok í rúm- lega 21 ár, að ekki sé nú talað um alla þá Palestínumenn er fyrir löngu hafa verið hraktir úr landi sínu með ofbeldi og hírast nú í flóttamannahreysum í nálægum löndum, jafnvel áratugum saman, við svo hörmulegar aðstæður að orð geta aldrei lýst þeirri eymd og niðurlægingu. - Ekki virðist ráð- herrann hafa áhyggjur af þessu fólki. Samúð hans virðist öll með „herraþjóðinni" er rændi landinu af Palestínuþjóðinni. Þetta fólk á bara aö kyssa á vöndinn ög lúta kúgurunum á hverju sem gengur. - Fyrrum leiðtogi Ísraelsríkis, Ben Gurion, var ekki hissa á því að Palestínuarabar og leiðtogar þeirra kyngdu ekki þessu óréttlæti. Hann sagði á sínum tíma: „Væri ég arabaleiðtogi myndi ég aldrei und- irrita samkomulag við ísrael. Það er eðlilegt, því við komum og tók- um land þeirra. Þeir sjá aðeins eitt; við komum og stálum þeirra og hvi skyldu þeir sætta sig við það?“ Jón Baldvin kallar sig jafnaðar- mann, boðar þjóðinni jafnrétti, frelsi og bræðralag. Þessi maður skyldi ekki taka sér þau orð í munn. - Ég fyrirverð mig fyrir að hafa um alllanga hríð látið blekkj- ast og trúað á manninn sem boð- bera göfugrar hugsjónar. „Fólkið hefur nú búið við þetta ok í rúmlega 21 ár. - Úr flóttmannabúðum á Gazsa-svæðinu. Óboðnir unglingar í Frostaskjóli Móðir í Reykjavík skrifar: Mig langar til að taka undir orð móður í Hafnarflrði sem skrifaði í blaðið fyrir skömmu og upplýsti hvernig óboðnir unglingar höfðu á brott með sér pels af heimili hennar meðan hún og maður hennar voru erlendis og unglingar höfðu gert sig heimakomna í boði hjá dóttur þeirra. Sem betur fer endaði sú saga vel og unglingarnir skiluðu pelsinum. Mitt heimili, sem er við Frostaskjól hér í Reykjavík, varð fyrir mjög svip- aðri áníðslu fyrir u.þ.b. ári er óboðn- ir unglingar tóku ófrjálsri hendi ýmsa muni. Sumt komst til skila en annað ekki, m.a. nokkrir skartgripir. Þar var mér sérlega sárt um einn hlut, erföagrip, sem var það eina, sem ég átti eftir ömmu mína. - Þetta er fiðrildislaga víravirkisnæla úr gulli. Nú skora ég á þann aðila, sem hef- ur næluna undir höndum, aö sýna heiðarleika og kjark og skila henni í lokuðu umslagi, merktu „Frosta- skjól“, og leggja inn hjá lesendasíöu DV að Þverholti 11, Reykjavík. Alice Faye fullu nafni R.A. skrifar: Þetta kann nú aö verða flokkað undir smámál af sumum - og þó. Föstudaginn 4. nóv. sl. sýndi Stöð 2 myndina „In Old Chicago" með Tyr- one Power og Alice Faye í aðalhlut- verkum. í kynningu Sjónvarpsvísis er leik- konan kölluð Alice Brady og mig minnir að hún hafi einnig verið köll- uð það í einhverri annarri mynd. Nú hef ég aldrei heyrt þetta nafn á Alice en það hefur löngum verið svo- lítið „hobby" hjá mér að fylgjast með eldri leikurum. Eftir því sem ég best veit var þessi kona skírð Alice Je- anne Leppert við fæðingu, hinn 5. maí 1912. Faye var leikaranafn henn- ar. Maöur hennar var Phil Harris svo aö ekki kemur Brady-nafnið frá hon- um. Ég vil taka fram að ég er mjög á- nægður með gamlar myndir Stöðvar 2 og vil gjarnan sjá íleiri slíkar, t.d. Alexanders Ragtime Band með Faye og Power - en rétt skal vera rétt. Tyrone Power og Alice Faye um Chicago. fullu nafni - i hlutverkum sinum i myndinni Bætt sjón- varpsefni 3321-0302 skrifar: Ég er unglingur hér á Akranesi og styð tillögu krakkanna á Norð- urlandi um bætt sjónvarpsefni, sérstaklega hjá ríkissjónvarpinu. Ég tek dæmi af unglingum sem ekki hafa afruglara á heimilinu. Þeir setjast fyrir framan imba- kassann sunnudaginn 6. nóv. sl. Og hvaö er boðið upp á? Fyrst er það japönsk mynd, síðan sunnu- dagshugvekja, þá þátturinn „Unglingamir í hverfmu" (senni- lega það eina sem unglingar geta horft á) - svo koma fréttír. Á eför þeim kemur Bleiki pardusinn, þá Kastljós á sunnudegi og á eftir því þýskur myndaflokkur, ömur- lega fúll aö mínum dómi - og til að fylla mælinn kemur geðveikis- lega leiðinlegt efni: Úr ljóðabók- inni. Þennan þátt er einfaldlega hægt að flytja i hljóðvarpi. Svona er þetta yfirleitt hjá sjón- varpinu. Þaö liggur við aö maður grepji af vonbrigðum þegar farið er að sýna tékkneskar eöa jap- anskar myndir á fostudögum og laugardögum. - í guðanna bæn- um farið nú að bæta ykkur hjá sjónvarpinu og hafiö ekki ungl- ingamyndir fyrir kvöldmat. Mér finnst alveg geöveiki að sýna þáttínn Unglingamir í hverfinu kl. 18:25. Hjá flestum er kvöldmatur um kl. 18:30 og þá er enginn tími til þess að horfa á þennan þátt. - Að lokum vil ég geta þess aö mér fmnst mikil bót að fa þáttinn með Gísla Snæ, Ekkert sem heitír. Mikið um óreglu í miðborginni Miðbæjarmaður skrifar: Ég starfa í miðborg Reykjavíkur og er sem öðrum ákaflega annt um fegrun borgarinnar og annan viö- gang sem vissulega hefur sífellt veriö að batna, enda eru slagoröin „betri borg“ og „fallegri borg“ vel við hæfi. Nú á haustmánuðum finnst mér þó eins og „sjarminn" sé farinn að dofna eilítiö því útigangsmenn og sídrykkjumenn eru í hópum í miö- borg Reykjavíkur og setja vissan svip á hana, svip sem er síöur en svo til fegurðarauka og til mikillar armæðu fyrir fólk á gangi svo og í ýmsum fyrirtækjum og stofnun- um, - að ég tali ekki um apótek og ýmsar verslanir. Sagt er aö ölvun á almannafæri sé með öllu óheimil. Lögreglan sést afar sjaldan í miðbænum, því mið- ur. Ég skora á lögregluyfirvöld að sjá svo um að þessum áberandi hópi útigangsmanna verði beint frá miöborginni og þá á ég auðvitaö. ekki við að þeim verði beint á aðra staði borgarinnar, heldur að þeir fái þá meðferð sem þeim er fyrir bestu að mati borgaryfirvalda. áskilur sér rétt til að stytta bréf og símtöl sembirt- ast á lesendasíð- um blaðsins

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.