Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1988, Síða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1988, Síða 25
FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1988. 41 Fólk í fréttum Linda Pétursdóttir I Linda Pétursdóttir var kosin ungfrú heimur og ungfrú Evrópa í Albert Hall í Lundúnum í gærkvöldi. Linda fæddist 27. desember 1969 á Húsavík og ólst þar upp til 1979 er hún fluttist til Vopnafjaröar. Hún er nú nemandi á þriöja ári í Fjöl- brautaskólanum viö Ármúla í Rvik. Bræöur Lindu eru: Sigurgeir, f. 16. desember 1965, skipstjóri á Vopna- firði, en sambýliskona hans er Anna Crotty; og Sævar, f. 19. desember 1974. < Foreldrar Lindu eru Pétur 01- geirsson, framkvæmdastjóri Tanga hf. á Vopnafirði, og kona hans, Ásta Dagný Hólmgeirsdóttir. Föður- bræöur Lindu eru skipstjórarnir Sigurður og Heiðar á Húsavík, Björn, málari á Húsavík, Kristján, verkamaður á Húsavík, Jón, fisk- verkandi á Húsavík, Aðalgeir, skip- stjóri og útgerðarmaður á Húsavík, Skarphéðinn, vélstjóri á Húsavík, og Egill, tæknifræðingur og formað- ur Kaupfélags Þingeyinga á Húsa- vík. Pétur er sonur Olgeirs, útgerð- armanns á Húsavík, Sigurgeirsson- ar, bústjóra á Húsavík, Péturssonar, b. í Álftagerði, Guðmundssonar. Móðir Péturs var Kristín Jónsdóttir, b. á Grænavatni, Þórðarsonar, b. á Grænavatni, Jónssonar, b. á Sveins- strönd, Þorlákssonar, b. á Skútu- stöðum, Guðmundssonar, bróöur Kolbeins, langafa Ólafar, langömmu Hólmfríðar, ömmu Hólmfríðar Karlsdóttur sem varð ungfrú heim- url985. Móðir Olgeirs var Björg, systir Jakobínu, móður Guðmundar Bjamasonar heilbrigðisráðherra. Önnur systir Bjargar var Sigfríöur, amma Guðlaugs Friðþórssonar, sundgarps í Vestmannaeyjum. Björg var dóttir Jóns, b. á Höskulds- stöðum í Reykjadal, Olgeirssonar á Helluvaði í Mývatnssveit, bróður Jóns, skálds á Helluvaði, föður Sig- urðar skálds á Arnarvatni, föður Málmfríðar alþingismanns. Jón var einnig faðir Jóns í Múla, afa Jóns Múla og Jónasar Árnasona. Þá var Jón á Helluvaði langafi Hólmfríðar, móður Helgu Jónsdóttur, fv. aðstoð- armanns Steingríms Hermannsson- ar, og langafi Höskuldar, föður Sveins Skorraprófessors. Olgeir var sonur Hinriks, b. í Heiðarbót í Reykjahverfi, Hinrikssonar. Móðir Hinriks var Katrin Sigurðardóttir, b. á Litla-Vatnsskarði, Ólafssonar og Þórunnar Jónsdóttur, harða- bónda, b. í Mörk í Laxárdal Jónsson- ar, ættföður Harðabóndaættarinn- ar. Móðir Jóns Olgeirssonar var Guð- björg Eiríksdóttir, móðir Jóhanns Geirs, afa Hauks Halldórssonar, b. í Sveinbjarnargerði á Svalbarðs- strönd, formanns Stéttarsambands bænda. Móðir Péturs Jónssonar var Ragnheiður Jónasdóttir, vegaverk- stjóra á Þórhöfn, bróður Bjarna, föður Matthíasar, fv. heilbrigðisráð- herra. Jónas var sonur Bjarna, b. á Hraunshöfða í Öxnadal, Kráksson- ar, b. og landpósts á Hólum í Öxnad- al, bróður Guðbjargar, langömmu Björns Jónssonar, ráðherra og for- seta ASÍ. Krákur var sonur Jóns, b. á Skjaldarstöðum, Bjarnasonar, bróður Sigríðar, langömmu Guðríð- ar, langömmu Jóns Helgsonar ráð- herra. Móðir Jónasar var Sigríður, systir Óskar, langömmu Sigfúsar Jóns- sonar, bæjarstjóra á Akureyri. Sig- ríður var dóttir Guðmundar, b. á Brún í Svartárdal, Jónssonar. Móðir Guðmundar var Ingiríður, systir Ingibjargar, langömmu Jóns Pálma- sonar alþingisforseta, föður Pálma á Akri. Ingibjörg var einnig lang- amma Kristjáns, föður Jónasar læknis, afa Jónasar Kristjánssonar ritstjóra. Systir Ingiríðar var Guð- rún, langamma Páls á Guðlaugs- stöðum, afa Páls Péturssonar á Höllustöðum og langafa Hannesar Hómsteins lektors. Ingiríöur var dóttir Guðmundar ríka, b. í Stóradal Jónssonar, b. á Skeggsstöðum, Jónssonar, ættfööur Skeggsstaða- ættarinnar. Móðir Ragnheiðar var Kristjana Þorsteinsdóttir, b. í Engimýri í Öxnadal, Jónassonar, b. í Engimýri Magnússonar, bróður Kristjáns, fööur Magnúsar fjármálaráðherra. Ásta Dagný er dóttir Hólmgeirs, b. í Flatey, bróður Jónatans, föður Gísla, kaupfélagsstjóra á Fáskrúös- firði. Annar bróðir Hólmgeirs var Jón, afi togaraskipstjóranna Jóns ívars og Kristjáns Halldórssona á Akureyri. Hólmgeir var sonur Áma, b. á Knarrareyri í Flateyjar- dal, Tómassonar og konu hans, Jó- hönnu, systurFriðbjarnar, afa Þrastar Ólafssonar, hagfræðings og framkvæmdastjóra Dagsbrúnar. Jó- hanna var dóttir Jóns, b. á Eyvind- ará í Flateyjardal, Eiríkssonar og konu hans Guðrúnar Jónatansdótt- ur, b. á Skriðulandi í Aðaldal, Jóns- sonar. Móðir Ástu er Sigríður Sigur- björnsdóttir, b. á Vargsnesi á Tjör- nesi, Sigurjónssonar, b. í Naustavík, bróður Steinunnar, ömmu Gríms M. Helgasonar, forstöðumanns Handritadeildar Landsbókasafns- ins, föður Vigdísar rithöfundar. Sig- urjón var sonur Jósefs, b. í Ytri- skál, bróður Hólmfríöar, langömmu Linda Pétursdóttir. Arnþrúðar, móður Heimis Steins- sonar, prests á Þingvöllum. Jósef var sonur Ara, b. í Sandvík, Áma- sonar. Móðir Ara var Hólmfríður Aradóttir, systir Kristjönu, móður Jóns Sigurðssonar alþingisforseta á Gautlöndum, langafa Sigurðar, fóö- ur Jóns viðskiptaráðherra. Móðir Sigurjóns var Guðný, systir Björns, afa Steingríms Steinþórssonar for- sætisráðherra. Guðný var dóttir Björns, b. í Ytri-Skál, Nikulássonar Buchs, ættföður Buchs-ættarinnar. Matthías Guðmundur Matthías Guðmundur Pétursson deildarstjóri, Leifsgötu 3, Reykjavík, er fertugur í dag. Matthías Guð- mundur er fæddur í Reykjavík og ólst þar upp. Hann varð gagnfræð- ingur frá Gagnfræðaskóla austur- bæjar 1965 og var á námskeiði í Verslunarskóla íslands 1965-1966 Matthías vann í víxladeild og skýrsluvéladeild Búnaðarbanka ís- lands 1966-1970 og var fulltrúi hjá Brunabótafélagi Islands 1970-1974. Hann var deildarfulltrúi i bifreiða- deild 1974-1982 og hefur verið deild- arstjóri söludeildar frá 1982. Matthí- as hefur starfað mikið í skátahreyf- ingunni, m.a. verið í stjórn Banda- lags ísl. skáta 1981-1985. Hann hefur einnig starfað mikið í Kiwanishreyf- ingunni, m.a. verið forseti Kiwanis- klúbbsins Setbergs í Garðabæ 1984- 1985 og svæðistjóri Ægissvæðis 1987-1988 og var blaðafulltrúi Kiw- anishreyfingarinnar í 1984-1986. Börn Matthíasar eru Halldóra Gyða, f. 20. júní 1969, nemi í MH, unnusti hennar er Óli Hallgrímsson kjötiðn- aðarmaður, og Jóhannes Friðrik, f. 26. ágúst 1974, nemi í Garðaskóla. Systkini Matthías eru Matthías Guðmundur, f. 30. apríl 1939, d. 23. maí 1939, og Guðríður Jóna, f. 7. ágúst 1940, deildarfulltrúi í Sjúkra- samlagi Reykjavíkur. Bróðir Matt- hiasar samfeðra var Jón Magnús, f. 12. febrúar 1930, d. 28. júlí 1983, hljóðfæraleikari í Reykjavík, kvæntur Ragnheiði Hannesdóttur. Foreldrar Matthíasar eru Pétur Jónasson, skipstjóri í Reykjavík, og kona hans, Halldóra Guðmunds- dóttir, d. 2. október 1987. Pétur var sonur Jónasar, múrara og verk- stjóra í Reykjavík, Þorsteinssonar, b. á Fossi í Grímsnesi, Magnússon- ar, b. á Brekkum í Mýrdal, Jónsson- ar. Móðir Péturs var Guðríöur Jóns- dóttir, kaupmanns í Reykjavík, Bjamasonar, b. í Nesi í Selvogi, Pét- urssonar. Móðir Bjarna var Guðrún Guðmundsdóttir, b. á Galtastööum, Björnssonar, og konu hans, Guð- laugar Pétursdóttur, systur Sigurð- ar, föður Bjarna Sívertsen riddara. Móðir Guðríðar var Guðríður Ei- ríksdóttir, b. á Miðbýh á Skeiðum, Eiríkssonar, b. á Laugarbökkum, Þorsteinssonar, b. í Kílhrauni, Ei- ríkssonar, b. í Bolholti, Jónssonar, ættföður Bolholtsættarinnar. Móðir Eiríks Eiríkssonar var Ingibjörg Eiríksdóttir, b. og dbrm. á Reykjum á Skeiðum, Vigfússonar, ættföður Reykj aættarinnar. Móðurbróðir Matthíasar er Sig- urður, faðir Jónu Gróu borgarfull- trúa. Halldóra er dóttir Guðmundar, togaraskipstjóra í Reykjavík, Guðnasonar. Móðir Guðmundar var Björg Jónsdóttir, b. í Gröf í Ytri- Hreppi, Jónssonar, bróður Þor- steins, langafa Berthu, móður Markúsar Arnar Antonssonar. Þor- steinn var einnig langafi Víglundar Þorsteinssonar. Móðir Halldóru var Matthína Helgadóttur, systir Sig- Pétursson Matthías Guðmundur Pétursson. geirs, afa Ásgeirs Friðjónssonar fíkniefnadómara. Matthína var einnig systir Guðmundar, afa Al- freðs Flóka. Matthína var dóttir Helga, b. í Miðfelli í Ytri-Hreppi, Bjarnasonar, bróöur Jóns, fóður Einars myndhöggvara og langafa Stefáns Más Stefánssonar, prófess- ors í lögfræði. Systir Helga var Guð- finna, amma Einars Bjarnasonar prófessors og langamma Trausta Valssonar arkitekts. Móðir Helga var Helga Halldórsdóttir, b. í Jötu, Jónssonar, ættfóður Jötuættarinn- ar, föður Guðfinnu, langömmu Steinunnar, móður Gunnars Hall aðstoðarhagstofustjóra. Móðir Matthínu var Rósa Matthiasdóttir, b. í Miðfelh, Gíslasonar, b. á Sóleyj- arbakka, Jónssonar, b. á Spóastöð- um, Guðmundssonar, b. á Kóps- vatni, Þorsteinssonar, ættföður Kópsvatnsættarinnar. Leiðréttingar Rangfærslur urðu í afmælis- grein sem birtist í gær um Jó- hannes Helga Jónsson. Elísabet Steinunn Jónsdóttir býr nú á ísafirði og er gift Halldóri Ólafs- syni vörubílstjóra. Gísli Jónsson er kvæntur Sigríði Sveinsdóttur. VEISTU ... að aftursætið fer jafnhratt og framsætið. SPENNUM BELTIN hvar sem við sitjum í bílnum. yujJJFEROAR 90 ára 50 ára Áslaug Alfsdóttir, Eyrarvegi 8, Flateyri. Gunnar S. Guðmundsson, Karfavogi 33, Reykjavík. Viggó Benediktsson, Heiðargerði 43, Reykjavík. Pctur Stcfánsson, Skipholti 47, Reykjavik. 75 ára 40 ára Jóna Karitas Eggertsdóttír, Hamraborg 16, Kópavogi. Magnþóra Magnúsdóttir, Túngötu 1, Bessastaðahreppi. 70 ára Suöurengi 25, Selfossi. Gunnar Jónsson, Kjartan Jónsson, Ljósheimum 16B, Reykjavík. Egilsstöðum, Fljótsdalslmeppi. Þórhaliur Aðaisteinsson, Bjarmastig 15, Akureyri. 60 ára Leifur Olafsson, Álfhólsvegi 46C, Kópavogi. Leifur Jónsson, Stangarholti 9, Reykjavík. Guðrún H. Waage, Laugarásvegi 28, Reykjavík. Guðjón Jónsson, Logafold 184, Reykjavík. Afmæli Stefán Lárusson Stefán Lárusson, prestur í Odda, er sextugur í dag. Stefán fæddist í Miklabæ í Akrahreppi og lauk guð- fræðiprófi frá HÍ1954. Hann var prestur í Staðarprestakalh í Grunnavík 1954-1955, þjónaði jafn- framt Bolungarvík og sat þar. Stefán var prestur í Vatnsendapresíakalli í S-Þingeyjarsýslu 1955-1956 og í Núpsprestakaíli í V-ísaijarðarsýslu 1960-1964, gegndi aukaþjónustu í Holtsprestakalli í Önundarfirði 1963 og hefur verið prestur í Odda frá 1964. Hann var stundakennari í barnaskólanum í Bolungarvík 1954-1955 og í Laugaskóla 1956-1958. Stefán var farkennari í Bárödæla- hreppií S-Þingeyjarsýslu 1958-1960, í Núpsskóla 1960-1964 og í barna- og unglingaskólanum á Hellu 1970- 1971. Hann var formaður skóla- nefndar Ljósavatnsskólahverfis 1956-1960 og prófdómari og/eða prófgæslumaður í Hehuskóla 1965- 1980. Stefán var í barnaverndar- nefnd Rangárvallahrepps 1966-1986 og í stjórn Rauða kross deildar Rangárvallahrepps frá 1977. Hann var meðritstjóri Viljans á Núpi 1962-1964. Stefán kvæntist 11. apríl 1964 Ólöfu Sigríði Jónsdóttur, f. 11. september 1943, kennara. Foreldrar Ólafar eru Jón Ingibjartur Zófón- íasson, skólaráðsmaður í Núps- skóla, og kona hans, Svava Ó. Thor-' oddsen, skólastjóri barnaskólans á Núpi. Börn Stefáns og Ólafar eru Jón Lárus, f. 23. janúar 1965, verk- fræðinemi, sambýliskona hans er Halldóra Rúnarsdóttir tónlistar- nemi, Stefán, f. 25. janúar 1968, verkamaður í Rvík, Guðrún Svava, f. 3. júlí 1974, og Björn Grétar, f. 3. mars 1976. Bræður Stefáns eru Björn, f. 8. desember 1933, d. 6. jan- úar 1935, Björn Stefán, f. 29. mars 1936, verkamaður í Rvík, og Halld-' ór, f. 2. apríl 1939, bifreiðastjóri í Rvík, kvæntur Kolbrúnu Guðlaugs- dótturiðnverkakonu. Bróðir Stef- áns, samfeðra, er Ragnar Fjalar, f. 15. júní 1927, prestur í Rvík, kvænt- ur Herdísi Helgadóttur hjúkruna- rfræðingi. Foreldrar Stefáns voru Lárus Arnórsson, prestur í Miklabæ í Skagafirði, og kona hans, Guörún Björnsdóttir. Lárus var sonur Arn- Stefán Lárusson órs, prests á Hesti, bróður Þorláks, fóður Jóns forsætisráðherra. Arnór var sonur Þorláks, prests á Undir- felli í Vatnsdal, Stefánssonar, b. í Sólheimum i Blönduhlíð, Stefáns- sonar. Móðir Arnórs var Sigurbjörg, systir Guörúnar, ömmu Sveins Björnssonar forseta. Önnur systir Sigurbjargar var Þórunn, lan- gamma Jóhanns Hafsteins forsætis- ráöherra. Guðrún var dóttir Jóns, prófasts í Steinnesi, Péturssonar og konu hans, Elísabetar Björnsdóttur, prests í Bólstaðarhlíð, Jónssonar. Móðir Lárusar var Guðrún Ehsa- bet Jónsdóttir, b. í Neðra-Nesi í Staf- holtstungum, Stefánssonar, pró- fasts í Stafholti, Þorvaldssonar, prests og skálds í Holti undir Eyja- íjöllum, Böðvarssonar. Móðir Jóns var Ingibjörg Jónsdóttir, systir Sig- urbjargar. Móðir Guðrúnar var Marta Stefánsdóttir, Stephensens, prests á Reynivöhum, Stefánssonar, Stephensens, amtmanns á Hvítár- völlum, Ólafssonar, stiftamtmanns í Viðey, Stefánssonar. Móðir Mörtu var Guörún Þorvaldsdóttir, systir StefánsíStafholti. Guðrún vardóttir Björns, prófasts í Miklabæ, Jónssonar, b. í Brodda- nesi, Magnússonar. Móðir Björns var Guðbjörg Björnsdóttir, b. á Stóra-Fjarðarhomi í Kohafirði, Guðmundssonar, ogkonu hans, Sig- ríðar Jónsdóttur, b. á Þórustöðum í Bitru, Guðmundssonar. Móðir Sig- ríðar var Valgerður Jónsdóttir, systir Einars, langafa Ragnheiðar, móður Torfa, fyrrv. tollstjóra, og Snorra skálds Hjartarsona.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.