Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1988, Blaðsíða 32
jr
FRETTASKOTIÐ
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu besta fréttaskotið i hverri viku greiðast 5.000 krón-
þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við
ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir fréttaskotum allan sólarhringinn.
Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Simi 27022
Nítján í fangageymslu:
Líkamsárásir og
drykkjuskapur
Nítján manns voru í fangageymsl-
lögreglunnar í Reykjavík í nótt.
Tvennt var handtekið eftir að hafa
veist að stúlku í Austurstræti og veitt
henni minni háttar áverka. Þá var
ráðist aö tveimur mönnum í Austur-
stræti í gærkvöldi.
Einn maður var handtekinn fyrir
aö rífa yfirhöfn af manni. Þá var eitt-
hvað um rúðubrot og fleiri ólæti.
Lögreglan í Reykjavík hýsti einnig
fanga fyrir lögregluna á Selfossi og í
Kópavogi. -sme
Ólafsflaröargöngm:
Ná 200 metrunum
-2* nú um helgina
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyii:
„Það gengur allt vel og eftir áætl-
un, bæði verklega og fjárhagslega,“
sagði Björn A. Harðarson, staðar-
verkfræöingur Vegagerðar ríkisins
með jarðgangagerðinni í Ólafsfjarð-
armúla.
Starfsmenn fyrirtækisins Kraft-
taks sf., sem annast gangagerðina,
vinna á vöktum alla daga og er unn-
ið frá sex á morgnana til klukkan tvö
(siM-nóttunni. Á fimmtudag voru göngin
orðin um 180 metra löng, þá hafði
verið sprengt fyrir einu útskoti í
göngunum og einnig var búið að
sprengja út „verkstæðishelli" þar
sem starfsmenn Krafttaks munu
vinna að viðgeröum og viðhaldi á
vélum og tækjum sem þeir nota i
göngunum.
Varðskipið Óðinn:
Færði Skipaskaga
til ísafjarðar
Varðskipið Óðinn færði tpgarann
Skipaskaga AK til hafnar á ísafirði í
'••^ærkvöldi. Varðskipsmenn fóru um
borð í Skipakaga þar sem hann var
á togveiöum á Deildargrunni í gær.
Möskvar í poka í vörpu togarans
reyndust vera smærri en lög gera ráð
fyrir.
Mál skipstjórans verður væntan-
lega tekið fyrir hjá bæjarfógetanum
á Isafirði í dag. -sme
Bílstjórarnir
aðstoða
25050
senDiBíuisTöÐin
LOKI
Þarf maður þá
að fara á fund hjá
AA-samtökunum!
Ólafur Ragnar og Jón Baldvin á trúnaðarmannaráðsfundi Dagsbrúnar:
Greinilega stefnt að
samruna A-flokkanna
- þvi það komst ekki hnífurinn á miUi þeirra, segir Guðmundur J. Guðmundsson
„Við óskuðum eftir því að þeir
Jón Baldvin utanríkisráðherra og
Ólafur Ragnar fjármálaráöherra
mættu á þennan trúnaðarmanna-
ráösfund og sætu þar fyrir svörum,
hvað þeir og gerðu. Þeir svöruðu
spurningum í þtjá klukkutíma og
eftir það er ég ekki í nokkrum vafa
um að í báðum flokkum er unnið
af krafti að sameiningu þessara
flokka. Samstarfið er hafið í ríkis-
stjóm, síðan er það verkalýðs-
hreyfmgin og sveitarfélögin, þar
sem því verður við komið. Það
komst ekki hnífurinn i milli þeirra
Jóns Baldvins og Ólafs Ragnars í
gærkvöldi. Ekki einu sinni í álmál-
inu eða varaflugvaUarmá!inu,“
sagði Guömundur J. Guðmunds-
son, formaður Dagsbrúnar, í sam-
tali við DV.
Þessu til viðbótar má geta þess
að á morgun, laugardag, er boöað-
ur sérstakur fundur á Hótel íslandi
ura sameiningu A-flokkanna og er
fundurinn í tengslum við flokks-
þing Alþýðuflokksins.
Guðmundur J. sagöi að ráðherr-
arnir hefðu spurt fundarmenn í
gærkvöldi, sem voru rétt um eitt
hundrað, hvort þeir væm tilbúnir
til að taka höndum saman og berj-
ast með ríkisstjóminni gegn þeim
árásum atvinnurekenda og Sjálf-
stæðisflokksins sem þegar væru
hafnar, eins og þeir kölluðu það.
Var þeirri spumingu svarað ját-
andi.
Samkvæmt öðrum heimildum
DV þurfti aö stoppa menn í að flytja
tillögu á þessum fundi um að þegar
í stáð yrði hafist handa um samein-
ingu flokkanna. Þótti sumum fund-
urinn ekki rétti vettvangurinn til
slíks.
-S.dór
Manndráp:
67 ára maður
fannst
látinn í
íbúð sinni
Kona um sjötugt lést í gærdag eftir
að sendiferðabíl var ekið á hana á
gangbraut á Garðastræti í Reykjavík.
Slysið var tilkynnt til lögreglu klukk-
an rúmlega fimm í gærdag. Konan
var að gangá yfir gangbraut við Hall-
veigarstaði þegar sendiferðabifreið,
sem var ekið niður Túngötu, beygði
inn í Garðastræti og á hana. Konan
var látin þegar komið var með hana
á sjúkrahús.
Þetta er fjóröa slysið á gangbraut
í miöbæ Reykavíkur á þremur dög-
um. Lögreglan hefur af þessu miklar
áhyggjur og væntir þess að ökumenn
sem og gangandi veröi vel á veröi í
skammdeginu. -sme
- 38 ára maður gnmaður
Sextíu og sjö ára gamall maður
fannst látinn í íbúð sinni í Haga-
hverfi í Reykjavík í gærmorgun. Á
líki mannsins voru talsverðir áverk-
ar og greinilegt að hann hafði látist
af völdum stungna eftir eggvopn.
Rannsókn málsins er á byrjunarstigi.
Þrjátíu og átta ára karlmaður var
handtekinn síðdegis í gær. Hann er
grunaður um að vera valdur að
dauða mannsins. Formlegar yfir-
heyrslur hafa ekki farið fram.
Gæsluvarðhaldsúrskurðar verður
væntanlega krafist í dag.
Rannsóknarlögregla ríkisins vinn-
ur að rannsókn málsins. Eins og áður
sagði er rannsóknin á frumstigi og
ekkert hefur enn komið fram um
hver ástæðan fyrir verknaöinum er.
Sá sem handtekinn var hefur ekki
verið dæmdur fyrir líkamsárásir eða
álíka mál. -sme
Lögreglan handtók mann í nótt
grunaðan um að hafa brotist inn í
Sparisjóð Kópavogs í Engihjalla og
fleiri fyrirtæki í sömu byggingu.
Þjófurinn haföi ekki árangur sem
erfiöi í sparisjóðnum. Þar eru öll
verðmæti í kyrfilega læstum hirsl-
um.
Ekki er vitað hverju maourmn net-
ur getað stolið frá öðrum fyrirtækj-
um. Þó er vitað að hann gaf sér góö-
an tíma og reykti meðal annars tvo
vindla og át sælgæti úr jóladagatali.
Einhverjar skemmdir vann maður-
inn á hurðum og fleiri innanstokks-
munum.
Þegar maðurinn komst inn um
glugga á annarri hæð hússins var
ekki farið að snjóa. Þegar hann lagði
á flótta eftir að þjófavarnakerfi spari-
sjóðsins fór í gang hafði fallið snjór
og því var hægt að rekja slóð hans.
-sme
Gangbrautarslys:
Kona um
sjötugt
beið bana
Veðrið á morgun:
Hægviðri
og frost
Á morgun verður hæg breytileg
átt á landinu. Frost verður þó-
nokkurt um allt land, mest inn
til landsins og á Norðurlandi.
Skýjað verður á mestöllu
landinu. Hitinn verður -2-8 stig.
Miklir húsflutningar fóru fram í miðbæ Reykjavikur í nótt þegar syðsti hlutinn af Lækjargötu 4 var fluttur upp á
Árbæjarsafn. Flutningurinn gekk vel en ætlunin er að flytja miðhluta hússins, sem er elstur, eftir hálfan mánuð.
Þetta hús hefur stundum verið kallað Ingibjargar-Johnsen-húsið og er eitt af fyrstu tvílyftu íbúðarhúsunum sem
hér voru byggð. Hafa nú um 25 hús verið flutt upp á Árbæjarsafn. DV-mynd KAE