Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1988, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1988, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1988. 3 Fréttir Skoöanakönnun DV: Steingrímur langvinsæl- asti stjórnmálamaðurinn Steingtímur Hermannsson hefur yfirburöi sem sá stjórnmálamaöur, sem flestir landsmenn hafa mest áht á. Þetta kemur fram í skoðanakönn- un DV, sem var gerö þriðjudags- og miövikudagskyöld. Spurt var: Á hvaöa stjómmála- manni hefur þú mest áht um þessar mimdir? Úrtakiö í könnuninni var 600 manns. Jafnt var skipt milli kynja og jafnt milli Stór-Reykjavík- ursvæðisins og landsbyggöarinnar. Um 60 prósent þeirra, sem spurðir voru gáfu ákveöiö svar viö þessari spumingu. Steingrímur Hermanns- son var tilnefndur sem vinsælasti stjórnmálamaðurinn af 130 eöa 36,3 prósent þeirra, sem afstöðu tóku. Hann var langt á undan næsta manni. Þetta er hin sama niðurstaða og komið hefur út úr öörum skoðana- könnunum um þetta atriöi. Næstur í rööinni er Jón Baldvin Hannibalsson með 15,9 prósent at- kvæða. í þriðja sæti kom Halldór Ásgrímsson með 14 prósent. Síðan Af 600 manna úrtaki nefndu 358 ákveðinn stjórnmálamann eða tæp 60 prósent aðspurða. Atkvæði Prósent 1. Steingrímur Hermannsson 130 36,3% 2. Jón Baldvin Hannibalsson 57 15,9% 3. HalldórÁsgrímsson 50 14,0% 4. Þorsteinn Pálsson 32 8,9% 5-6. Jóhanna Sigurðardóttir 13 3,6% Ólafur Ragnar Grimsson 13 3,6% 7. Davíð Oddsson 10 2,8% 8-10. Albert Guðmundsson 7 1,9% Guðrún Agnarsdóttir 7 1,9% Svavar Gestsson 7 1,9% 11. Steingrimur J. Sigfússon 6 12-13. Guðrún Helgadóttir 5 Jón Sigurðsson 5 14-15. Eyjólfur Konráð Jónsson 2 Kristín Halldórsdóttir 2 Steingrímur Hermannsson er langvinsælasti stjórnmálamaðurinn sem fyrr- hvað sem hann segir. kemur Þorsteinn Pálsson með 8,9 prósent. Þessir menn hafa verið efstir í skoðanakönnunum um þetta atriði. Þorsteinn Pálsson var þó áður fyrr ofar en í fjórða sæti. Nokkru neðar en þessir menn koma Jóhanna Sigurðardóttir og Ól- afur Ragnar Gfímsson meö 3,6 pró- sent atkvæða. Þá kemur Davíð Odds- son í sjöunda sæti með 2,8 prósent. Eftir það koma Albert Guömunds- son, Guðrún Agnarsdóttir og Svavar Gestsson. Síðan kemur Steingrímur J. Sigfússon, þá Guörún Helgadóttir, Jón Sigurðsson, Eyjólfur Konráð Jónsson og Kristín Halldórsdóttir. Nokkrir aðrir fá eitt atkvæði. Sjá meðfylgjandi töflu. í könnuninni er athyglisvert, að framsóknarmenn fá tiltölulega mikið vinsældafylgi miðað við kjörfylgi. Hið sama gildir um alþýðuflokks- menn. Á annan veg er farið um sjálf- stæöismenn og kvennahstakonur. -HH Þvottheldni og styrkleiki í hámarki í fjórum gljástigum Eftirtaldir stjórnmálamenn fengu Bjamason, Mat thias Á. Mathiesen, eina tilnefningu hver: Árni Johnsen, Óli Þ. Guöbjartsson, Ragnhildur Egill Jónsson, Friðrik Sophusson, Helgadóttir, Salome Þorkelsdóttir og Geir Gunnarsspn, Kjartan Jóhanns- Stefán Valgeirsson. son, Kristín Ólafsdóttir, Matthías Innbrot í íbúðarhús: • Kópal innlmálnlngln fæst nú í fjórum gljástigum. • l\lú velur þú þann gljáa sem hentar þér best og málningln er tllbúin beint úr dósinni. • Nú heyrir það fortíðinni tll að þurfa að blanda málnlnguna meö herði og öðrum gljáefnum. Tvíhleyptri hagla- byssu Innbrot var framið aðfaranótt fimmtudags í íbúð að Skeggjagötu 1 i Reykjavík. Úr ibúðinni, sem var mannlaus, var stohð töluverðum verömætum. Þar á meðal var tví- hleypt haglabyssa af gerðinni Fer- nuinu (Monte Carlo), Sony sjón- varpstæki, Orion myndbandstæki, stolið sem mun vera eina tækiö sinnar tegundar hér á landi, tveimur skjalatöskum og borðklukku. fbúðin var mannlaus þar sem verið var að flytja inn í hana. Rann- sóknarlögregla ríkisins hefur mál- ið til rannsóknar. -sme ’nvílniny tkikSmiilninn"> 'miií/iifiy WMlllÍllllÍIUJ Sss *»ii * ir,í uv•</.»»: VELDU KÓPAL í FJÓRUM GLJÁSTIGUIVI MeitiUirm og Glettingur: Stöðugt unnið að sameiningu Stöðugar viðræður eru í gangi um sameiningu Meitilsins og Glettings í Þorlákshöfn. Menn hafa þó ekki sett sér nein tímamörk enn, að sögn Þor- leifs Björgvinssonar, framkvæmda- stjóra Glettings. „Þetta eru bara við- ræður enn, það er ekkert farið að gera.“ Uppsagnir fastráðinna starfs- manna Glettings koma til fram- kvæmda 17. desember næstkomandi. Þorleifur sagði það alrangt, sem komið hefur fram í fréttum, að Meit- illinn og Glettingur hefðu sótt sam- eiginlega um styrk til Atvinnutrygg- ingarsjóðs. Sótt heföi verið um fyrir Gletting einan, eins og raunar greint hefði verið frá í fjölmiðlum. -JSS GERÐU JÓLALEGT í GARÐINUM ÞÍNUM 40 LJÓSA KEÐJA Á AÐEINS KR. 1.680.- 80 LJÓSA KEÐJAÁ AÐEINS KR. 2.500.- (24 V straumbreytir fylgir.) Þessi keðja er viðurkennd af Rafmagnseftirliti ríkisins. Opið laugardag frá 10-18. Gunnar Ásgeirsson hf. Suðurlandsbraut 16, s. 68 07 80.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.