Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1988, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1988, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1988. Utlönd Efnavopnaæfing Kevin McDonaid, verslunarstjóri i blaöa- og timaritaverslun í New York, heldur hér ó nokkrum gömlum eintökum ai myndasögubföðum sem eitt sinn voru vinsael. Meðal annars heldur hann á Superman, Detective Comics og The Amazing Spíderman. Á bak við hann má sjá heilan vegg fullan af nýjum myndasögublööum, ætluðum handa fuflorðnum. Fullorðiö fólk virðist í siauknum mæli drekka í sig teiknimyndasögur. Símamynd Reuter Myndasögur vinsælar á ný Israelskir námsmenn við strangtrúarskóla skoða hér trúarlegar kennslubækur á meöan á æfingu gegn efnavopnum stendur. í gær tóku meira en fjórtán hundruö þúsund israelsk skólabörn þátt í sltkum æfing- um og meira en nitján þúsund lærðu aö nota gasgrimur. Símamynd Reuter Nýtt eyðnilyf Ví sindamenn við læknadeild Texasháskóla tilkynntu í gær aö þeir hefðu þróað lyf sem getur drepið frumur sem smitaðar eru af eyðniveirunni en lætur í friöi heilbrigöar frumur. Lyfið, sem enn hefur ekki veriö prófaö á lifandi mönnum, notar plöntu- prótein til aö ráðast eingöngu á sýktar frumur, segir í tilkynningu frá læknadeildinni. Dr. Jonatlian Uhr, deildarforseti viö læknadeild háskólans, sagöi að lík- lega myndi líöa eitt ár þar til lyfiö, sem er enn á tilraunastigi, verður prófaö á mönnum. Ekki er hægt að nota tilraunadýr þar sem þau sýkjast ekki af eyöni. Þetta nýja lyf er ekki lækning á eyðni en búist er við að þaö geti hægt mjög á hraða sjukdómsins og að aukaverkanir þess verði mun minni en aukaverkanir þeirra lyfja sem nú eru notuð. Til átaka kom á herteknu svæðunum í gær milli hermanna og araba. Myndin er frá Gaza. Símamynd Reuter Éiáip ^ - IB£1 . MrmM Hægri flokkarnir setja fram kröf ur Þrír hægri flokkar í ísrael hafa bæst í hóp þeirra sem Yitzhak Sham- ir forsætisráðherra þarf að taka tillit til viö myndun nýrrar ríkisstjórnar. Með stuöningi hægri manna og klerkaflokka hefur Likud-bandalag Shamirs meirihluta á pappíurnum eftir kosningamar þann 1. nóvember síðastliöinn. Aðstoðarmenn hans segja hins vegar að hann hafi ekki áhuga á samsteypustjóm þessara flokka þar sem hann óttast að rót- tækar skoðanir þeirra geti móðgað Bandaríkjastjóm og gyðinga erlend- is. Verkamannaflokkurinn greiddi í gær atkvæði gegn viðræðum viö Likud-bandalagiö en gaf samt í skyn aö ræöa mætti ný boð um ráðherra- embætti. Likud-bandalagiö hefur ekki viljað láta Verkamannaflokkinn fá mikilvægar ráðherrastöður. Tehiya flokkurinn, sem er langt til hægri, kveðst ekki vilja taka þátt í stjómarsamstarfi meö Likud nema Shamir lofi að vinna að frelsun þriggja skæruliða gyðinga sem hand- teknir vom fyrir árásir á araba á Þrengt er nú að Shamir, forsætis- ráðherra ísraels, úr öllum áttum varðandi stjórnarmyndun. Símamynd Reuter vesturbakkanum. Skæruiiðarnir fengu lífstíöarfangelsisdóma fyrir árás á skóla árið 1984. Fjórir biðu bana í árásinni og rúmlega þrjátíu særðust. Lífstíðarfangelsisdómnum var síðan breytt í fiórtán ára fangels- isdóm. Þjóðarflokkurinn krefst aö komiö verði á lögum sem veiti sakaruppgjöf öllum borgurum og hermönnum sem framiö hafa brot þegar öryggi þeirra var ógnað vegna óeirða. Er þá eink- um átt viö uppreisnina á herteknu svæðunum. Tzomet flokkurinn kveðst ekki vilja taka þátt í stjórnarmyndun nema hann fengi frjálsar hendur í þinginu þegar kæmi að atkvæða- greiöslu um löggjöf um trúarleg mál- efni. Bandarískir gyöingar beijast nú þegar gegn lagafrumvarpi sem kveður á um hver sé gyðingur og hver ekki en Shamir lofaði klerka- flokkunum því gegn stuðningi viö stjórnarmyndun. Shamir kveöst heldur vilja breiöa stjórn meö þáttöku Verkamanna- flokksins en Verkamannaflokkurinn vill ekki ganga aö skilmálum Sham- irs og hefur því hætt viðræðum. Margir flokksmanna vilja aö flokk- urinn verði í stjómarandstöðu. Reuter Yfir eitt hundrad látnir Stórrigningar hafa genglð yffr suðurhluta Thailands að undanförnu. í kfölfar þeirra hafa fylgt mikll flóð og aurskriður sem hafa orðið að WSm. minnsta kosti eitt hundrað og fimmtán manns að bana. Tvö hundruð manna er saknað. Hér sést kona reyna að bjarga hluta af þaki húss sins sem ffaut á brott i fióðunum. Simamynd Reuter Sameinaðir gegn Færeyingum Sumarliði ísleifsson, DV, Árósunu Samstaða er um það hjá öllum stjómmálaflokkum í Grænlandi um aö taka hart á framferði færeyskra útgerðarmanna vegna veiða þeirra undan ströndum Namibíu. Færey- ingar hafa gert samning um veiði- heimildir á þessu svæði við lepp- stjóm Suöur-Afríku í Namibíu. Dönsk stjórnvöld hafa verið lítt hrif- in og nú hafa Grænlendingar bland- aö sér í málið. Til dæmis segir Otto Stenholt, leiö- togi hins borgaralega flokks Atasuut, að flokkur hans styöji heils hugar þá stefnu danska þjóðþingsins að beita Suður-Afríku viðskiptaþving- , unum. Jonathan Motzfeldt og græn- lenska stjómin hóta Færeyingum aö þeir fái ekki veiðikvóta hjá þeim eins og gert hafði veriö ráð fyrir. Eru það einkum loðnukvótar sem búist er við að Færeyingar missi af ef Grænlend- ingar gera alvöm úr hótunum sín- um. Johan Sundstein, formaður Fólka- flokksins, sem varð sigurvegari kosninganna í Færeyjum 8. nóvemb- er síðastliðinn, er lítið hrifinn af til- tektum Grænlendinga. Segist hann líta þaö alvarlegum augum ef þeir blandi sér í færeysk málefni. Hann segir ennfremur að Færeyingar verði sjálfir að ákvéða framtíð veiða við Suður-Afríku. Það eigi ekki aðrir aö gera. Sundstein segir ennfremur að Færeyingar óski eftir að eiga góða samvinnu við Grænlendinga en sú samvinna verði aö byggjast á þeim forsendum að Færeyingar fái sjálfir að ákveða hvaö þeir veiði. Sú kenning hefur komið fram, meðal annars í grænlenska blaðinu Grönlandsposten, að líta megi á yfir- lýsingar Motzfeldts um þessi efni sem stuðning við Atla Dam, lögmann í Færeyjum og forystumann sósíal- demókrata þar, en hann hefur beitt sér mjög gegn veiðum í Suður-Afr- íku. Flokksformennimir tveir munu vera nánir vinir og flokkur Mots- feldts, Siumuut, er systurflokkur Sósíaldemókrataflokksins í Færeyj- um. Grönlandsposten telur ekkert at- hugavert við þennan stuðning Motz- feldts viö Atla Dam en leggur áherslu á að meginatriði málsins sé að ekki sé unnt að hafa samvinnu við Færey- inga meðan færeyskir fiskimenn og landstjórnin þar blessi og styðji stjómvöld í Suður-Afríku.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.