Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1988, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1988, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1988. Fréttir Lögreglan hefur hýst geðsjúkan mann um 60 sinnum síðan í vor: Heilbrigðiskerf ið útskrífar fársjúkt fðlk á götuna - segir faðir mannsins sem á lögreglunni mikið að þakka Faðir geðsjúks ungs manns utan af landi á lögreglunni mikið að þakka. Lögreglan sá um að hýsa sjúkan manninn á næturnar eftir að hann hafði ver- ið útskrifaður á götuna og gisti hann alls um 60 sinnum i fangageymslum frá því í vor. Eru fangageymslurnar orðnar neyðarmóttaka fyrir geðsjúkt fólk? DV-mynd KAE „Þrautaganga sonar míns er slík að engu tali tekur. Hann hefur verið útskrifaður af geðdeildum án þess að eiga nokkurt athvarf. Slíkt myndi aldrei gerast eftir að sjúklingar hefðu verið skomir upp og ekki verið bún- ir að ná sér. í stað geðdeilda sjúkra- húsanna er það lögreglan sem hefur annast hann að mestu frá því í vor. Hann hefur gist fangageymslur lög- reglunnar um 60 sinnum síðan i mai vegna veikinda eða að eigin ósk. Mér hefur verið sagt að ekki sé pláss á geðdeildunum. Eftir mína 10 ára reynslu af geðheilbrigðiskerfmu er mér næst að álykta að þetta velferð- arþjóðfélag,- sem stjómmálamönnum er svo tíðrætt um, hafi alls ekki náð til geðsjúkra," sagði faðir geðsjúks ungs manns utan af landi í samtali viö DV. Foreldramir vilja tryggja að sonur þeirra fái þá meðferð og það athvarf sem hægt er aö veita honum en skrif- ist ekki út í ótíma og sé í reiðileysi á götunni. Faðirinn hefur í samráði við lög- regluna og Geðhjálp ákveðið að segja frá þrautagöngu sonar síns frá því hann varö veikur fyrir 10 árum og þar til hann komst inn á geðdeild Landspítalans fyrir um viku. Hann segir það þrautalendingu að hafa samband við fjölmiðla en tilgangur- inn sé öðru fremur sá að vekja at- hygli á brotalömum í heilbrigðiskerf- inu að vekja upp umræðu sem fyrst og fremst geðsjúkir gætu haft ein- hvem ávinning af. Saga sonar hans sé ekki einstök. Getum ekki haft hann heima „Sonur minn er haldinn geðsjúk- dómi og hefur hingað til ekki viljað vera á sjúkrahúsi eða í sambýli geð- deildanna eins og honum stóð til boða. Hann er of veikur til þess. Hann fær ekki herbergi úti í bæ enda er hann ófær um að hirða sjálfan sig og umhverfi sitt. Ástandið er þannig að við getum ekki haft hann á heim- ili okkar þar sem það er okkur um megn að hafa hann þar. Hann vakir um nætur og sefur á daginn. Við er- um vinnandi fólk og verðum að sofa á næturnar í stað þess að vakta geð- sjúkan mann sem hefur í hótunum og er með ranghugmyndir sem við höfum enga kunnáttu til að eiga við. Hann dvaldi um tíma hjá okkur í fyrrahaust og það er lífsreynsla sem ég vil aldrei upplifa aftur." Veiktist fyrir 10 árum „Sonur okkar veiktist árið 1978 þegar hann var við nám í Danmörku. Hann var í meðferð í Kaupmanna- höfn um tíma en kom heim um vor- ið. Þá fór hann í byggingavinnu en vegna slæmrar heilsu reyndist hon- um örðugt að vinna. í júli um sumar- ið varð hann svo slæmur að hann fór á Kleppsspítala um nokkurn tíma. Síðan leigði hann herbergi í Reykja- vík og reyndi að stunda vinnu en vegna heilsunnar gafst hann upp. Síðan var hann viðloðandi Klepps- spítala meira og minna þar til hann kom heim til okkar 1985. Þá vann hann í frystihúsinu hálfan daginn og tók sín lyf. Liðu tvö ár þar sem sam- skipti hans við umhverfið gengu skaplega. Útskrifaður vegna sumarfría Þegar líða tók á síöasta ár fór hon- um að versna aftur, fékk mikil hræðsluköst, gekk illa að stunda vinnu og tók ekki öll lyfin sín. í júní fer hann á Kleppsspítala og þar hefði hann átt að vera nokkum tíma en vegna sumarfría var hann útskrifað- ur og kom heim aftur. í ágúst fékk hann slæmt kast, fór til Reykjavíkur og var þar á eigin vegum og í reiði- leysi. Hann fékkst stuttu síðar til að fara á Kleppsspítala. En það gekk illa. Hann var ýmist úti eða inni þar sem hann útskrifaði sig sjálfur eða var útskrifaður af læknum á víxl. í nóvember kom lögregla með hann á Kleppsspítala en þá var ekki tekið við honum. Haiði hann þá haldið mikið til hjá lögregiunni þar sem hann átti ekki í nein hús að venda en hún var skiljanlega orðin upp- gefin á honum. Geðlæknir hans sagði aö það væri allt í lagi með hann, hann væri „farinn að hysja upp um sig buxumar". Þá fór hann til stærri kaupstaðar í nágrenni okkar og reyndi aö vinna í fiski. Þaö gekk ekki þar sem hann fékk ekkert húsnæði nema á hóteli og var á engan hátt þess umkominn að sjá sér farborða. Þá kom hann heim og við öðluðumst reynslu sem við hefðum gjarnan vilj- að vera án. Um miðjan desember kom héraðslæknirinn honum á Kleppsspítala þar sem hann var fram í miðjan júlí í sumar," segir faðirinn. Útskrifaður í nauðungarvist „Eftir að vera útskrifaður af Kleppi um miðjan júlí er hann í reiðileysi í Reykjavik óg hefst aðallega viö í fangageymslum lögreglunnar á nótt- unni. í september var hann vistaður nauðugur á Kleppsspítala í 15 daga en útskrifaðist þaðan að þeim tíma loknum. í október er hann vistaður nauðugur á ný í 15 daga. Fengum við dómsmálaráðuneytið til að sam- þykkja nauðungarinnlögn í annað skipti serfi er vanalega ekki gert þar sem sjálfræðissvipting kemur þá vanalega til. Drengurinn var aldrei allan timann inni þar sem hann var útskrifaður áður en vistunin rann út. Það kórónar allt að hann er út- skrifaöur á nauðungarvistartíman- um. Frá þeim tíma hefur rnjög mikið gengið á. Hann hefur verið mikið veikur og gengið kolruglaður um göturnar. Skyldfólk okkar hefur haft af honum óþægindi og hegðun hans úti á götu hefur hrætt fólk. Lögreglunni að þakka Hvernig má það vera að sjúkhng- ur, sem er ófær um að sjá um sig sjálfur, er útskrifaður af sjúkrahúsi án þess að eiga nokkurt athvarf? Hvernig heilbrigðiskerfi er það sem útskrifar fársjúkt fólk út á götu? Á hann engan tilverurétt? Mér finnst eins og að Kleppsspítali vilji losna við son okkar af spítaianum. Mér hefur verið sagt af geðlæknum að Kleppsspítali sé ekki staður fyrir svona sjúkling. Ef svo er ekki er sá staður ekki til. Nú er sonur okkar vistaður á geðdeild Landspítalans og virðist vera að koma nýr flötur á málið sem ég vænti góðs af. Hann hefur ferðafrelsi en mest er um vert að hann hefur athvarf, hversu lengi sem það varir. Ef þakka á einhverj- um að hann hefur ekki farið sjálfum sér að voða er það ekki geðheilbrigð- iskerfið heldur lögreglan. Mér er vel skiljanlegt að drengurinn er vafa- laust erfiður, fer í taugarnar á fólki og er ekki virkur í því prógrammi sem honum er ætlað að vera með í. Ég get ekki metið hvort það er vegna sjúkdómsins eða getuleysis. Hann er mjög veikur og á að fá meðferð hjá heilbrigðiskerfinu eins og hver ann- ar sjúklingur, hvergi annars staðar." -hlh Bjöm Jónsson, skólastjóri Hagaskóla, um átök unglinga: Minni ólæti unglinga en Eg hef verið í þessu starfi frá 1960 og er nú að vinna með kynslóö númer tvö. Ég verð aö segja, að fyrri kynslóðinni ólastaðri, að unga fólkið í dag er efnilegra. Það unga fólk, sem ég þekki, er mjög gæfu- legt og ekki hægt annaö en aö vera bjartsýnn á þetta unga fólk. Unga fólkiö í dag er betra þéttbýlisfólk, i jákvæðri merkingu þess orðs, kemur betur fram í skólanum og nú er mun minna um óþokkabrögð en áður. Það hefur átt sér staö ákveðin þéttbýiisþróun sem skilar af sér siðprúðara fóiki. Ég væri ekki að hrósa þessu unga fólki nema af því að þaö á það skilið," sagði Bjöm Jónsson, skólastjóri Hagaskóla. Mikii umræöa hefur verið um ólæti og skemmdarverk unglinga við skólana í Reykjavík ög ná- grenni undanfarið. Björn sagðist ekki vera þeirrar skoðunar að meira væri um slíkt nú en áöur. Hann sagðist muna eftir fundi, sem skólayfirvöld héldu, um kringum 1970. Þar var rætt ófremdarástand í skólunum vegna óláta í ungling- um. Hann sagði að ekkert hefði veriö gert nema ræða málið - samt hafi ástandið batnað frekar en hitt. „Á þeim fundi héldu menn að himinn og jörð væru að farast vegna þess hvernig unglingamir létu. Þá var ástandið miklu verra en nú.“ Um síðustu helgi var brotist inn í Hagaskóla. Bjöm sagði að nokkr- ar hurðir hefðu veriö skemmdar. áður Hann sagði að það væri ekki stór- fellt sem stoliö var. „Það þykir fréttaefni ef einhver unglingur stígur út af sporinu. Mér þykir þetta ekki mikið ef miðað er við þann mikla flölda sem safnast saman á þessum stöðum,” sagði Bjöm Jónsson, skólastjóri Haga- skóla. -sme

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.