Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1988, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1988, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1988. 5 Fréttir Hitaveita Reykjavikur: Tíu til fimmtán lokanir daglega „Við sendum um þrjátíu lokunar- tilkynningar frá okkur að jafnaði á dag og það reynist nauðsynlegt aö loka hjá tíu til fimmtán aðilum dag- lega. Aðrir semja við okkur um greiðslur. Það hafa allir okkar ágætu viðskiptavina möguleika á að semja um skuldirnar. Við gefum frest en ef ekki er viö hann staðið eigum við bara eina leiö - að loka fyrir heita vatnið,“ sagði Þórir ísfeld, inn- heimtustjóri hjá Hitaveitu Reykja- víkur. Þórir sagði að þegar Hitaveitan hóf að innheimta eigin reikninga um síð- ustu áramót, áður sá Rafmagnsveita Reykjavíkur um innheimtuna, hafi komið í ljós að margir aðilar skuld- uðu reikninga í allt að tvö ár. Nú er fólki sent yfirlit og síðan lokunartil- kynning þegar annar reikningur fell- ur í eindaga. Það líða því um 30 dag- ar frá því að annar reikningur fellur í eindaga þar til lokunaraðgerðir heíjast. Þá eru liðnir fjórir mánuðir frá því eldri reikningurinn gjaldféll. Þannig að um fimm mánuðir líða þar til gripið er til aðgerða. Þórir sagði að bæði einstaklingar og fyrirtæki skulduðu gamla reikninga og oft tals- verðar fjárhæöir. „Það er engum greiði gerður með því að draga innheimtuna í svo lang- an tíma. Dráttarvextir eru nú 2,8 prósent á mánuöi og því aukast skuldirnar ört. Ég vil ítreka að við erum samvinnuþýðir og samnings- leiðin er alltaf opin,“ sagði Þórir ís- feld. -sme Skerðing á úthafsrækjuveiðum: „Þetta skapar mikla óvissu“ Gylfi Kxistjánsson, DV, Akureyn: „Þetta kemur einna verst niöur á okkur hér á Norðurlandi því aðal- úthafsrækjumiðin eru úti fyrir Norðurlandi og veiðar á úthafs- rækju eru stundaðar víða hér og rækjuvinnslur eru víða á Norður- landi," segir Sverrir Leósson, formaður Útvegsmannafélags Norðurlands, um þá ákvörðun að minnka veiðar á úthafsrækju í 20 þúsund tonn á næsta ári. í ár er talið að tæplega 30 þúsund tonn veiðist af úthafsrækju svo skerðingin á kvótanum á næsta ári er mjög mikil. „Þetta er auðvitaö mjög siæmt og kemur á sama tíma og skerðing á þorskkvótanum. Það er víða mikil fjárfesting bæði í skip- um og í vinnslum í landi. Hins veg- ar virðist rækjustofhinn ekki vera eins sterkur og álitið var. Það verð- ur veruleg skerðing hjá öllum þeim skipum sera hafa stundað þessar veiðar," sagði Sverrir. Þú lætur okkur framkalla filmuna þína og færð til baka ÖKEYPIS GÆÐAFILMU Tvöföld jólakort á 40 kr. POSTSENDUM UMBOÐSAÐILAR M.A.: Sælgætis- og videohöllin, Garðatorgi. Tréborg, Reykjavikurvegi 68. Hestasport, Bæjarhrauni 4. Söluturninn, Miðvangi. Steinar, Strandgötu. Tónborg, Hamraborg 7. Gleraugnadeildin, Austurstræti 20. Bókaverslun isafoldar, Austurstræti 6. Mínútumyndir, riafnarstræti 20. Sportval, Hlemmtorgi. Nesco Kringlan, Kringlunni. Handið, Siðumúla 20. Steinar, Rauðarárstig. Donald, Hrísateig 19. Lukku Láki, Langholtsvegi 126. Hólasport, Hólagarði. Vidoesýn, Arnarbakka 2. Innrömmun og hannyrðir, Leirub. 36. Sölutuminn, Seljabraut. Sportbær, Hraunbæ. Rökrás, Bildshöfða. Versl. Nóatún, Rofabæ. Sportbúðin, Drafnarfelli. Straumnes, Vesturbergi 76. ísaflörður: Bjartmar hf. bíður enn eftir svari frá bankanum - fær engin afurðalánaviðskipti VilborgDavíðsdóttir, DV, ísafirði: Bjartmar hf. á ísafirði, sem keypti rækjuverksmiðju O.N. Olsen, bíður enn eftir svari frá Landsbanka ís- lands við umsókn fyrirtækisins um afurðalánaviðskipti og forsvars- menn þess vita ekki hvenær um- sóknin verður afgreidd. Bjartmari hf. hefur áður verið neitað um al- menn bankaviðskipti í bankanum. Aö sögn Árna Sigurðssonar, fram- kvæmdastjóra hjá Bjartmari, er fyr- irtækið nú rekið á hlutafé og því er þessi töf á svari frá bankanum hvim- leið. „Vinnslan gengur vel, við vinnum á annað tonn af hörpudiski á dag. Verðmæti framleiðslunnar síöustu tvær vikumar nemur sex milljónum króna og sú framleiðsla verður kom- in á markað í Kanada eftir 2 vikur,“ sagði Árni í samtali við DV. REYKVlKINGAR, GETRAUNANÚMER VALS ER101 CASIO - AKAI - CASIO - AKAI -CASIO - AKAI -CASIO 3 ui innc/cc lAI/VMMIMf* > í MLJUUr/tH [AKYNNINU s □ öi < u verður haldín laugardagínn 26. nóvember 1988 i > ^ Ajá? - CASIO KUDOS - KPRZWEIL ó < i 0 0) y -búdin, Síðumúla 20, sími 31412 CASIO - AKAI - CASIO - AKAI -CASIO - AKAI CASIO

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.