Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1988, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1988, Blaðsíða 25
FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1988. 41 Afmæli Ásmundur Ólafsson Ásmundur Ólafsson framkvæmda- stjóri, Jörundarholti 114, Akranesi, er fimmtugur í dag. Ásmundur er fæddur á Akranesi og ólst þar upp. Hann útskrifaðist úr Verslunar- skóla íslands og verslunarskóla í London. Ásmundur vann við bók- hald í Rvík og síðan við Bæjarútgerð Akraness. Hann var lengi starfs- maður Síldar- og fiskimjölsverk- smiðju Akraness hf. og Sements- vprksmiðjunnar. Ásmundur hefur verið framkvæmdastjóri Dvalar- heimilisins Höfða frá 1981. Hann hefur starfað í Knattspyrnuráði Akraness, sjálfstæðisfélaginu Þór og kiwanisklúbbnum Þyrli. Ás- mundur kvæntist 16. júlí 1966, Jón- ínu Ingólfsdóttur, f. 10. apríl 1941, yfirljósmóður. Foreldrar Jónínu eru Ingólfur Jónsson og kona hans Mikkalína M. Alexandersdóttir. Börn Ásmundar og Jónínu eru Þórður, f. 28. apríl 1968, og Stefán Orri, f. 18. mars, d. 13. maí 1977. Fóstursonur Ásmundar er Ingólfur Geir Gissurarson, f. 4. desember 1962, íþróttakennari, kvæntur Margrétu Svafarsdóttur og eiga þau eina dóttur, Jónínu. Systkini Ás- mundar eru Þórður, f. 11. október 1931, d. 8. nóvember 1936, Siguröur, f. 21. september 1933, framkvæmda- stjóri, Ragnheiður, f. 6. janúar 1935, húsmóðir og skrifstofumaður, Þórð- ur Helgi, f. 5. janúar 1937, rannsókn- armaður, Gunnar, f. 26. nóvember 1945, aðalbókari og Ólafur Grétar, f. 16. janúar 1948, skrifstofumaður. Foreldrar Ásmundar eru Ólafur Frímann Sigurðsson, fyrry. forstjóri á Akranesi, og kona hans Ólína Ása Þórðardóttir. Ólafur er sonur Sig- urðar, formanns á Akranesi, Jó- hannessonar og konu hans Guðrún- ar Þórðardóttur, sjómanns á Akra- nesi, Halldórssonar. Ólína er dóttir Þórðar, útgerðarmanns á Akranesi, Ásmundssonar, útvegsbónda á Há- teigi á Akranesi, Þórðarsonar, b. í Elínarhöfða á Akranesi, Gíslasonar. Móðir Ásmundar var Elín Ás- mundsdóttir, b. í Elínarhöfða, Jörg- enssonar, b. í Elínarhöfða, Hansson- ar Klingenbergs, b. á Krossi á Akra- nesi, ættföður Klingenbergsættar- innar. Móðir Þórðar var Ólína Bjarnadóttir, b. á Kjaransstöðum, Brynjólfssonar, b. á Ytrahólmi, Teitssonar, vefara í Rvík, Sveins- sonar. Móðir Ólínar var Helga Ól- afsdóttir Stephensen, b. og stúdents í Galtarholti, Björnssonar Stephen- sen, dómsmálaritara á Esjubergi, Ólafssonar, stiftamtmanns í Viðey, Stefánssonar, ættfóður Stephensen- ættarinnar. Móðir Ólafs Stephensen var Margrét Jónsdóttir, systir Jóns Espólín, sýslumanns á Frostastöð- um. Móðir Helgu var Anna Stefáns- dóttir Scheving, umboösmanns á Leirá, Vigfússonar Scheving, sýslu- manns á Víðivöllum, Hanssonar Scheving, klausturhaldara á Möðruvöllum, Lauritzsonar Schev- ing, sýslumanns á Möðruvöllum, ættfoður Schevingættarinnar. Móðir Ólafs Frímanns var Emelía Þorsteinsdóttir, útvegsbónda á Grund á Akranesi, Jónssonar, b. á Ölvaldsstöðum, Runólfssonar. Móð- ir Þorsteins var Ragnheiður Jó- hannsdóttir, prests á Hesti, Tómas- sonar, stúdents og skálds á stóru Ásgeirsá, Tómassonar. Móðir Ragn- heiðar var Oddný Jónsdóttir, b. og umboðsmanns á Melum, Ketilsson- ar, bróður Magnúsar, sýslumanns á Skarði. Móðir Jóns var Guðrún Magnúsdóttir, systir Skúla land- fógeta. Móðir Emelíu var Ragn- heiður Þorgrímsdóttir Thorgrims- sonar, prests á Saurbæ á Hvalfjarð- arströnd, Guðmundssonar, prests á Lambastöðum, Þorgrímssonar. Móðir Þorgríms var Sigríður Hall- Ásmundur Ólafsson. dórsdóttir, prests í Hítardal, Finns- sonar, biskups í Skálholti, Jónsson- ar. Móðir Ragnheiðar var Ingibjörg Guömundsdóttir, systir Helga Thordersen biskups. Ásmundur er á ferðalagi erlendis. 90 ára 75 ára Jón Friðriksson, Hömrum, Reykdælahreppi, Suð- ur-Þingeyj arsýslu. Jómundur Einarsson, Ömólfsdal, Þverárhlíðarhreppi í Mýrasýslu. Þuríður Bárðardóttir, Meltröð 2, Kópavogi. 60 ára 85 ára Guðmundur Þorbergsson, Strandgötu 6, SuðurQarðarhreppi, Vestur-Barðastrandasýslu. 80 ára Svanhvít Magnusdóttir, Stigahlíð 30, Reykjavík. Ingólfur F. Mágnússon, Melabraut 46, Seltjarnarnesi. Eiríkur A. Guðjónsson, Torfnesi, Hlíf, Isafirði. Aðalbjörg Guðmundsdóttir, Hlíðarendavegi 6B, Eskifirði Maríus Jónsson, Stýrimannastig 13, Reykjavík Auðbjörg Ámundadóttir, Fossgerði, Eiöahreppi, Suður- Múlasýslu. Elínborg Óladóttir, Sigtúni 59, Reykjavík. Hjörtur Guðmundsson, Litlu-Gröf, Borgarhreppi, Mýra- sýslu. Páll Ingimarsson, Hríshólum 3, Garðabæ. Eirný Sæmundsdóttir, Fannafold 145, Reykjavík. Elin H. Guðmannsdóttir, Vesturbrún 12, Reykjavík. Karl Finnbogason, Tunguvegi 50, Reykjavík. Hann verður að heiman. Hrefha Maríasdóttir, Melgerði 38, Kópavogi. Erlendur Guðmundsson, Heiðmörk 62, Hveragerði. Björn Jóhannesson, Esjuvöllum 13, Akranesi. Haukur Bjarni Óskarsson, Eyjabakka 28, Reykjavík. 50 ára Tómas Tómasson, Gyðufelli 12, Reykjavík. ' Einar Werner Ipsen, Bræðraborgarstíg 24, Reykjavík. Björg Helgadóttir, Laufásvegi 31, Reykjavík. Hrafn Ragnarsson, Aðalgötu 26, Ólafsfiröi. Guðbjörg R. Sigmjónsdóttir, Háteigi 5, Keflavik. Aðalheiður Ragnarsdóttir, Vitabraut 11, Hólmavík. Lija Jóhannesdóttir, Ásgarði 5, Neskaupstað. 40 ára Kristján Ragnarsson, Svínaskálahlíð, Eskifirði. Hjördís Guðmundsdóttir, Amartanga 44, Mosfellsbæ. Sigurður Ingólfsson, Grenigmnd 8, Kópavogi. Sigríður Karlsdóttir Sigríður Karlsdóttir, fyrrv. kaup- maður, Vorsabæ 17, Reykjavík, varð sextug í gær. Sigríður er fædd í Brekku í Sogamýri í Rvík og ólst upp á Hverfisgötunni og Gríms- staðaholtinu. Hún vann við verslun- arstörf og eigin kaupmennsku 1965-1980, lengst við verslunina Björk og Lúnu í Kópavogi, síðar var hún með verslunina Heimihsmark- aðinn í Hafnarfirði ásamt eigin- manni sínum. Sigrún bjó lengst af á Álfhólsvegi 57 í Kópavogi en er nú búsett í Vorsabæ 17 í Rvík. Hún var félagi í fimleikadeild og skíðadeild íþróttafélagsins Ármanns á yngri árum og var kostuð af félaginu til skíðanáms á ísafirði 1946. Sigrún var einn af stofnendum Systrafé- lagsins Iöunnar og Soroptimista- klúbbs Kópavogs. Hún var varafor- seti Landssambands soroptimista 1980-1981. Sigríður giftist 23. ágúst 1947 Einari Péturssyni, f. 2. nóvemb- er 1923, húsasmíðameistara og síðar kaupmanni. Foreldrar Einars voru Pétur Sigurðsson, búfræðingur frá Hjaltastöðum, og kona hans, Guð- laug Sigmundsdóttir frá Gunnhild- argerði. Börn Sigríðar og Einars eru Pétur, f. 4. nóvember 1947, flugmála- stjóri, Sigríður Björg, f. 21. mars 1952, umsjónarmaður eftirlauna- sjóðs Sláturfélagsins, og Þórhallur, f. 12. ágúst 1961, húsasmíðameistari í Rvík. Systkini Sigríðar eru Harald- ur, f. 1922, húsasmíðameistari í Rvík, Guðrún, f. 1924, starfsmaður Iðnaðarbankans í Hafnarfirði, Þór- halla, f. 1926, kaupamaður í Kópa- vogi, Kristín, f. 1932, hótelstýra í Rvík, Ásgeir, f. 1934, húsasmíða- meistari í Rvik, Hjördís, f. 1936, ljós- móðir í Rvík, Fjóla, f. 1937, verslun- armaður í Rvík og Þórdís, f. 1938, verslunarmaður í Rvík. Foreldrar Sigríðar eru Karl Har- aldur Óskar Þórhallsson, vörubíl- stjóri í Rvík, og kona hans, Guðlaug Sigríður Þorsteinsdóttir. Karl var sonur Þórhalls, verkamanns i Rvík, Þórhallssonar, b. í Tungu í Hörðu- dal, Jónssonar, b. í Hlíð í Hörðudal, Ormssonar, b. í Fremri-Langey, Sig- urðssonar, ættföður Ormsættarinn- ar, föður Jóns, langafa Jónasar, föð- ur Snæbjarnar, vegamálastjóra. Guðlaug var dóttir Þorsteins, b. í Snotru í Landeyjum, bróður Sigur- þórs, afa Ragnheiðar Helgu Þórar- insdóttur borgarminjavarðar. Þor- steinn var sonur Sigurðar, b. í Snotru, Ólafssonar, b. í Múlakoti í Fljótshlíð, Árnasonar, föður Jakobs, langafa Sveins Þorgrímssonar, stað- arverkfræðings Blönduvirkjunar. Móðir Sigurðar var Þórunn ljós- móðir, systir Þórunnar, langömmu Steinunnar, langömmu Jóhönnu Sigurðardótturfélagsmálaráðherra. Þórunn var dóttir Þorsteins, b. og smiðs á Vatnsskarðshólum í Mýr- dal, Eyjólfssonar, og konu hans, Karítasar ljósmóður, stjúpdóttir Jóns Steingrímssonar „eldprests", Jónsdóttur, klausturhaldara á Reynistað, Vigfússonar. Móðir Jóns var Helga Jónsdóttir, biskups á Hól- Sigríöur Karlsdóttir. um, Vigfússonar, og konu hans, Guðríðar Þóröardóttur, prests í Hít- ardal, Jónssonar. Móöir Guðríðar var Helga Árnadóttir, lögmanns á Leirá, Oddssonar, biskups í Skál- holti, Einarssonar. Móðir Karítasar var Þórunn Hannesdóttir, Scheving, sýslumanns á Munkaþverá, Lau- ritzsonar Scheving, sýslumanns á Möðruvöllum, ættföður Scheving- ættarinnar. Móðir Þórunnar var Jórunn Steinsdóttir, biskups á Hól- um, Jónssonar. Móðir Þorsteins Sig- urðssonar var Guörún Þorsteins- dóttir, b. í Hlíðarendakoti í Fljóts- hlíð, Einarssonar, og konu hans, Helgu Erlingsdóttur, móður Erl- ings, föður Þorsteins skálds. Sigríð- ur tekur á móti gestum að heimili sínu, Vorsabæ 17, Rvík, eftir hádegi sunnudaginn 27. nóvember. Njáll Þórðarson Njáll Þórðarson, Móabarði 34, Hafn- arfirði, varð áttræður í gær. Njáll er fæddur á Akranesi og lauk prófi úr Stýrimannaskólanum 1930. Hann var skipstjóri á fiskiskipum á Akra- nesi til 1958 er hann gerðist fram- kvæmdastjóri Ferskfiskeftirlitsins 1958-1968. Njáll var deildarstjóri Fiskmats ríkisins er Ferskfiskeftlit- ið var sameinað því 1968 og var það til 1985. Hann var í stjórn og formað- ur skipstjórafélagsins Hafþórs á Akranesi og fékk sjómannadagsorð- una á Akranesi 1978. Njáll var skip- stjóri á Fylki er hann bjargaði áhöfninni á Birni II. í aftakaveðri 11. febrúar 1944. Njáll giftist 22. des- ember 1931 Helgu Sigurðardóttiy, f. 7. nóvember 1911. Foreldrar henn- ar eru Sigurður Ólafsson, kennari í Hafnarfirði, og kona hans, Steinunn Ólafsdóttir. Börn Njáls og Helgu eru Sigurbjörg, f. 21. september 1932, sjúkraliði í Hafnarfirði og á fjögur börn; Sigurður Njáll, f. 4. apríl 1939, framleiðslustjóri í Hafnarflrði, kvæntur Guðrúnu H. Ágústsdóttur bankaritara og eiga þau þijú börn; Siguröur Gunnar, f. 4. apríl 1939, skipstjóri í Hafnarfirði, kvæntur Sigurleif Siguröardóttur, verslunar- manni og eiga þau fjögur börn; Steinunn Erla, f. 2. júlí 1944, gift Hans Bjarna Guðmundssyni, húsa- Njáll Þórðarson. smið í Rvík, og eiga þau þrjú börn og Elín Helga, f. 5. nóvember 1946, aðalféhirðir á Skagaströnd, gift Magnúsi Ólafssyni verkstjóra og eigaþauþrjúbörn. Foreldrar Njáls voru Þórður Þórð- arsson, vitavörður á Siglunesi, og Sigurbjörg Jónsdóttir. Þórður var sonur Þórðar Brandssonar og Þóru Magnúsdóttur, b. á Kálfsstöðum í Vestur-Landeyjum, Guðlaugssonar. Sigurbjörg var dóttir Jóns Þorkels- sonar, b. í Flekkuvík á Vatnsleysu- strönd, og konu hans, Guðrúnar Eyjólfsdóttur. Njáll verður staddur á Hótel Absalon í Kaupmannahöfn. Hlmæli til afmælisbarna Blaðið hveturafmælisbörn og aðstandendur þeirra til að senda því myndir og upplýsingar um frændgarð og starfssögu þeirra. Þessar upplýsingar þurfa að berast í síðasta lagi þremur dögum fyrirafmælið. Munið að senda okkur myndir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.