Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1988, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1988, Blaðsíða 29
FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1988. 45' Silvia drottning dvaldi heima i Svi- þjófl og stundaði veiðar á meðan /kóngurinn svaf yfir sig á ólympiu- leikunum i Seoul. Kóngurinn svaf yfir sig Silvía Svíadrottning kaus að vera heima þegar ólympíuleikarnir voru haldnir í Seoul. Bóndi hennar fór því einsamall að fylgjast með leikunum. Sænskir, sem gjaman eru taldir nokkuð ,,hysterískir“, töldu að dvöl- in syðra gæti verið hættuleg fyrir hana - betra að vera heima í örygg- inu í Svíþjóð. Silvía tók það bara ró- lega á meðan og stundaði veiðar af miklum skörungsskap. En það var mikið á drottninguna lagt þó hún væri bara heima. Hún mátti þola að lesa um það í blöðunum að Svíar hefðu misst af því að fá að halda vetrarólympíuleikana vegna þess að kóngurinn hefði sofið yfir sig. Skýringin á óheppni Svía er þó vafalaust ekki svona einfold. En samt finnst almenningi í Svíþjóð að þetta heföi nú gengið eitthvað betur ef drottningin hefði verið með. Sonny ræðst á Cher Sonny Bono heldur því fram að Cher þyki enn vænt um hann. Að minnsta kosti er hún alltaf að tala um hann. „Hvemig er öðravísi hægt að skýra þessi fúkyrði sem hún viðhefur um mig í tima og ótíma?“ spyr Sonny sem nú er orðinn borgarstjóri í bæn- um Palm Springs í Kaliforníu. Sonny segir að sér finnist það und- arlegt að hún skuli alltaf vera að tönnlast á gömlum ágreiningsmálum þeirra og hjónavandræðum þegar henni gengur svona ljómandi vel. „Það er engu líkara en hún vilji lifa í fortíðinni. Þetta raus hennar særir mig að vísu en mér finnst það heill- andi. Það sýnir best hvaða áhrif ég hef enn á hana,“ segir borgarstjór- inn. Skömmu áður en Cher fékk óskar- inn fyrir framgang sinn í kvikmynd- inni Moonstrack sagði hún í viðtali að Sonny hefði verið svín og þar fram eftir götunum. Hann sé áreiðanlega góður eiginmaður núna en hafi verið afleitur þegar þau vora gift. Sonny er nú kvæntur fjórðu konu sinni, 26 ára fyrrverandi sýningar- stúlku. En hann mun aldrei hafa gleymt því áfalli sem missir Cher var honum. ekki annafl að sjá en vel færi á með þeim - þrátt fyrir öll fúkyrðin. Sviðsljós Síðastliðinn sunnudag opnaði Norræna ferðaskrifstofan i Reykjavik sem hefur að meginmarkmiði að hafa á hendi aðalumboð fyrir færeysku farþega- og bilferjuna Norröna. Ferðaskrifstofan er i eigu Austfars hf. á Seyðisfirði, ýmissa einstaklinga á landinu og Pf. Smyril Line í Færeyjum. Skrifstofan hefur aðsetur að Laugavegi 3,3ju hæð. Á myndinni skála aðstandendur fyrir opnuninni - f.v. Þorvaldur Jóhannsson, bæjarstjóri á Seyðisfirði, Óli Hamm- er frá Smyril Line, Emil Kristjánsson, framkvæmdastjóri Norrænu ferðaskrifstofunnar, Jónas Hallgrimsson, for- stjóri Austfars og Tomas Arraboe, stjórnarformaður Smyril Line. DV-mynd GVA Hver er þessi maður? Oriol með Robert Mitchum... Oriol með Gregory Peck og að lokum Oriel ásamt Phil Collins. Margir eiga þá ósk heitasta að verða frægir og fá mynd af sér í fjöl- miðlum. Sagt er að helsta ráðið sé að sjást á réttum stöðum með réttu fólki. Þetta veit Oriol Rangel sem allt frá árinu 1972 hefur mætt við af- hendingu óskarsverðlaunanna. Myndir af honum birtast í sjónvarpi og blöðum um allan heim en enginn kannast við kappann. Og það er ekki eins og honum sé boðið á staðinn - hann smyglar sér inn. Á hverju ári klæðir hann sig í smóking og kemur svo í glæsikerru til afhendingarinnar eins og allir hinir frægu. En þeir sem smygla sér geta ekki ætlast til að fá bestu sætin og því verður Oriol aö sætta sig við að hírast á göngunum. Besta við þetta ailt er að flestir viija stilla sér upp með honum fyrir myndatöku því hann hlýtur jú að vera „einhver". Hann segir sjálfur að bestu viðtökurnar hafi hann feng- ið hjá Jack Lemmon og Jack Nic- holson en Ryan O’Neal og Jane Fonda heföu verið virkilega dónaleg. Við afhendingu óskarsverðlaun- anna 1975 mætti Brooke Shields með Michael Jackson. í þá daga var Mic- hael lítt þekktur og því hafði Oriel engan áhuga á að láta mynda sig með honum. „En ég hef nagað mig í handabökin æ síðan því Michael læt- ur ekki sjá sig með hvejjum sem er,“ segir hinn „ heimsfrægi" Oriel Rang- el. Að komast á mynd með Paul Hogan (Krókódíla-Dundee) er hreint ótrúlegt ævintýri. ,Hver er þessi náungi?" gæti Liza Minnelli verið að spyrja Ólyginn sagði... Eddie Murphy gengur ekki hægt um gleðinnár dyr. Sem hótelgestur tekur hann ekki nokkurt tillit til sambýlinga sinna sem liggja andvaka heilu næturnar. Hann heldur einhverj- ar þær villtustu veislur sem sög- ur fara af og aðrir gestir gnísta tönnum í bræði sinni. En nú hefur uppáhalds hótelið hans tekið af skarið. Innréttuð hefur verið íbúð, sérstaklega fyr- ir Eddie og hávaðaseggina, og er hún hljóðeinangruð í hólf og gólf. Sumum yrði nú bara hent út vegna hávaða. William Hurt er hinn mesti nískupúki, ef marka má orð barnsmóður hans, Söndru Jennings. Hún staðhæfir að þau mæðginin hangi nánast á horriminni því meðlagsgreiðsl- urnar rétt lafi í 100 þús. ísl. kr. á mánuði. Þetta er engan veginn nægjanlegt að hennar mati og krefst hún þess að upphæðin verði 7-fólduð, hvorki meira né minna. Það vita jú allir að framfærslu- kostnaður fer stighækkandi og allir verða að lifa. Joan Collins fékk heldur betur skell um dag- inn. Til stóð að hún kæmi fram í breskri sjónvarpsseríu en á síð- ustu stundu kom afboð. Hún varð að vonum svolítið sár og spurðist fyrir um ástæðuna. Það hefði hún betur látið ógert því svarið var ennþá meira særandi. Þessir óskammfeilnu kvikmyndagerð- armenn sögöu hana einfaldlega of gamla. Hér sannast að óft má satt kyrrt liggja.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.