Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1988, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1988, Blaðsíða 26
42 FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1988. Andlát Eyþór Ómar Þórhallsson tannlæknir varð bráðkvaddur á heimili sínu þann 23. nóvember. Margrét Jónsdóttir, Samtúni 14, Reykjavík, lést á Landakotsspítala flmmtudaginn 24. nóvember. Jarðarfarir Þórdís Sigurgeirsdóttir, frá Svarfhóli í Miklaholtshreppi, verður jarðsung- in frá Garðakirkju föstudaginn 24. nóvember. Þórunn Böðvarsdóttir, frá Butru í Fljótshlíð, verður jarðsungin frá þor- lákskirkju í Þorlákshöfn laugardag- inn 26. nóvember kl. 15. Guðný Ingibjörg Sigvaldadóttir, Sandhólum, Tjömesi, sem andaðist í sjúkrahúsi Húsavíkur þann 21. nóv- ember, verður jarðsungin frá Húsa- víkurkirkju laugardaginn 26. nóv- ember kl. 10.30. Minningarathöfn um Kristin Rúnarsson og Þorstein Guðjónsson, er létust af slysförum 18. október í Nepal, fer fram í Hallgrímskirkju laugardaginn 26. nóvember kl. 13.30. Tónleikar Vísnalög í Norræna húsinu Laugardaginn 26. nóvember kl. 16 munu Þorvaldur Öm Ámason og Ragnheiður Jónsdóttir syngja og leika á gítar nokkur visnalög í kjallara Norræna hússins en þar stendur yfir málverkasýning Björg- vins Björgvinssonar. Einnig munu með- limir úr söngfélaginu Samstillingu taka undir með þeim Þorvaldi og Heiðu. Mál- verkasýningunni lýkur sunnudagskvöld- ið 27. nóv. nk. og er opin um helgina kl. 14-22. Ljóðatónleikar Gerðubergs Aðrir tónleikar í ljóðatónleikaröð ; Gerðubergi vom haldnir sL mánudag. Á þeim tónleikum söng Rannveig Braga- dóttir lög eftir Haydn, Mozart, Hugo Wolf, Mahler og de Falla við undirleik Jónasar Ingimundarsonar. Húsfyllir var og að þessu sinni verður orðið við áskor- unum um að endurtaka ljóðatónleikana og verða þeir endurteknir nk. sunnudag 27. nóvember kl. 17. Forsala aðgöngumiða er í Gerðubergi. Tilkyimingar Kringlan komin í jólafötin í Kringlunni er nú verið að setja upp jóla- skreytingar í göngugötum og verslunum en einnig verður sérstök jólalýsing á bíla- stæðum hússins. Jólahátíðin hefst laug- ardaginn 26. nóv. kl. 11 er Ástríður Thor- arensen borgarstjórafrú kveikir á jólatré hússins og veitir viðtöku Qárframlagi til Bamaspítala Hringsins. Skólakór Kárs- nesskóla syngur og ýmislegt fleira verður til skemmtunnar. Mælskukeppni í Kópavogi Mælsku- og ræðukeppni 3. ráðs ITC á íslandi verður haldin í Hamraborg 5, 3. hæð (fyrir ofan Vedu), sunnudaginn 27. nóvember kl. 14. ITC deildin Ösp leggur fram tillögu um að allar hvalveiðar til vísinda verði leyfðar hér við land. Með- mælendur em félagskonur í ITC deild- inni Ösp frá Akranesi. Kaffiveitingar verða í hléi. Allir velkomnir. Aðventu fagnað í Neskirkju Eins og venja hefur verið undanfarin ár verður meira umleikis í kirkjustarfinu á sunnudaginn kemur, þann fyrsta í að- ventu, en endranær. Bamaguðsþjónusta hefst kl. 11 og setja söngvar, sögur, fræðsla og helgileikur svip sinn á hana. Kl. 14 hefst fjölskylduguðsþjónusta með þátttöku um 100 fermingarbama. Kl. 17 hefst síðan samvera í kirkjunni þar sem Sigmundur Magnússon læknir flytur hugleiöingu. Kór Melaskóla syngur undir stjóm Helgu Gunnarsdóttur. Heimir Wíum syngur einsöng og Lin Wei og Gary Mc Bretney leika saman á fiðlu og selló. Auk þess verður almennur söngur og organisti kirHjunnar leikur á orgelið. Neskirkja-félags- starf aldraðra Samverustund á morgun, laugardag, kl. 15. Lesið úr jólabókum. Böm og unghng- ar Tónlistarskóla Seltjamamess flytja tónlist. Húnvetningafélagið Spilað á laugardag í Húnabúð, Skeifunni 17. Allir velkomnir. Átthagafélag Strandamanna í Reykjavík verður með spilakvöld og dansleik í Dom- us Medica laugardaginn 26. nóvember kl. 21. Gestur að austan Litla svið Þjóðleikhússins: JAPANSKIR LEIKDANSAR Dansari: Yoh Izumo Kynnir: Haukur Gunnarsson Aðstoðarmaður Yoh Izumo: Sakahito Ishikawa Yoh Izumo er japönsk dansmær sem komin er hingað til lands til þess að kynna okkur foma dans- hefð landa sinna og var fyrsta sýn- ingin af þremur á Litla sviði Þjóð- leikhússins í gærkvöldi. Sýning hennar er að því leyti frá- brugðin öðram shkum sem ég hef séð að miklu nákvæmari og ítar- legri kynning en venjulega fer fram á undan dansatriðunum. Þá verður Leiklist Auður Eydal líka auðvelt fyrir áhorfandann að fylgjast með fíngerðum hreyflng- um og látbragði dansarans og skilja um leið merkingu og innihald sem annars færi vísast fyrir ofan garð og neðan hjá venjulegum græningj- um. Þeir sem ekki eru innvígðir í aldagamlar heföir þessa hstforms læra margt nýtt á sýningu Yoh Iz- umo og verða án vafa færari um að njóta japanskra dansa hér eftir. HauKur J. Gunnarsson er kynnir og flytur áhorfendur greinargóðar skýringar á þægilegan og afslapp- aðan hátt. Hann sagði sögu dans- hstar í Japan og gerði grein fyrir mismunandi dansformum. Hann er þaulkunnugur japönsku leikhúsi og menningu eftir nám og dvöl í landinu þar sem hann var m.a. nemandi Yoh Izumo. Skemmtilegast og nýstárlegast var að fylgjast með því þegar hsta- konan sminkaði sig á sviðinu og breytti sér úr ofurfínlegri dáns- meyju í ógnvekjandi og bosmamik- inn Samurai-stríðsmann í síðari hluta dagskrárinnar. Haukur sat hjá henni á meðan og bað áhorfendur að horfa á Yoh Izumo en hlusta á sig. Hann lýsti svo stig af stigi þeim hefðum sem liggja að baki svo að segja hverjum einasta andlitsdrætti þar sem ákveðnir litir eru notaðir til að túlka mismunandi eigindir og eðli persónanna. Með hjálp aðstoöarmanns klædd- ist svo Yoh margbrotnum og fyrir- ferðarmiklum búningi og sté síðan dans stríðsmannsins sem lýsir í senn hetjuskap hans og hreysti. Hreyfmgamar eru kröftugar og í thburðum leggur dansarinn áherslu á fyrirferö og kraft. Fyrri dansamir á efnisskránni voru af öðrum toga og fínlegri. í fyrsta dansinum, Edo Miyage, sem þýðir svipmyndir eða minningar frá Tokýo, var auðvelt eftir skýr- ingar Hauks að fylgjast með sjö persónum sem lýst er í dansinum. Dansinn er mjög leikrænn og lát- bragð notað til þess að aðgreina og túlka m.a. gleðikonu og götudans- ara, blindan nuddara og guð barn- anna. Enn einn dansinn var byggður á htlu ævintýri, ævafornu, um konu sem ræðst gegn sjálfum guði hafs- ins, Drekakonunginum, og fórnar lífi sínu fyrir þann sem hún elskar. Japönsk tónhst, sungin og leikin, hljómaði með dönsunum. AE Yoh Izumo. Laugardagsganga Hana nú Vikuleg laugardagsganga Hana nú í Kópavogi verður á morgun, laugardag- inn 26. nóvember. Lagt verður af stað frá Digranesvegi 12 kl. 10. Nú er svartasta skammdegið og bæjarrölt Hana nú lýsir það upp. Samvera, súrefni og hreyfing í góðum félagsskap. Nýlagað molakaffi. Tapað fundið Lyklakippa tapaðist Rauð lyklakippa tapaðist sl. þriðjudag í Kringlunni eða nágrenni hennar, Þver- holti eða Rekagranda. Finnandi vinsam- legast hringi í síma 27022. Gullhringur tapaðist Gullhringur með rauðum sporöskjulaga steini tapaðist laugardaginn 12. nóvemb- er, annaðhvort á Laugavegi eða í Kringl- unni. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 35784 eða 21431. Ferðalög Ferðafélag íslands Þórsmörk - aðventuferð 25.-27. nóv. Gist í Skagfjörðsskála í Langadal en þar er aðstaða fyrir ferðafólk sú besta sem gerist í óbyggðum. Stór setustofa er fyrir kvöldvökur, stúkað svefnloft, tvö eldhús, og miðstöðvarhitun svo að inni er alltaf hlýtt og notalegt. Fararstjóri skipuleggur gönguferöir. Kvöldvaka og jólaglögg verður á laugardag. Ferðalög í íslensku skammdegi eru öðruvísi. Missið ekki af þessari ferð. Fararstjóri: Kristján Sig- urðsson. Brottför kl. 20 í kvöld. Uppl. og farmiðas. á skrifstofu FÍ, Öldugötu 3. Dagsferð sunnudag 27. nóv. Kl. 13 Vogar - Vogastapi - Njarðvik. Ekið að Vogum á Vatnsleysuströnd og gengið þaðan með ströndinni til Njarð- víkur. Létt og þægileg gönguleið um lág- lendi. Verð kr. 600. Brottfór frá Umferð- armiðstöðinni, austan megin. Farmiðar við bíl. Frítt fyrir börn í fylgd fullorð- inna. Áramótaferð FÍ - farmiðar. Þeir sem eiga frátekna miða í áramótaferðina verða að greiða þá fyrir 10. des nk. ann- ars seldir öðrum. Útivistarferðir Sunnudagsferð 27. nóv. kl. 13 Brimnes-Hofsvík. Gengið frá Saltvík um óvenjulega leið undir hömrum Brimness og í Hofsvík. Létt og skemmtileg strand- ganga. Verð 800 kr., fritt f. börn m. full- orðnum. Brottför frá BSÍ, bensínsölu. Áramótaferð í Þórsmörk, 4 dagar. Brottför 30. des. kl. 8. Gist í Útivistarskál- unum i Básum. Fjölbreytt dagskrá með gönguferðum á daginn, kvöldvökum, áramótabrennu, álfadansi o.fl. Pantið strax. Uppl. og farmiðar á skrifstofunni, Grófmni 1, símar 14606 og 23732 (opið kl. 9.30-17.30). Fundir Félag áhugamanna um heimspeki Laugardaginn 26. nóvember kl. 14 býður Félag áhugamanna um bókmenntir til nóvemberfundar í stofu 101 í Odda, Há-, skóla íslands. Fundurinn verður að þessu sinni helgaður bandarísku Beat-kynslóö- inni en svo voru kallaðir nokkrir banda- rískir rithöfundar sem skrifuðu verk sín á sjötta og sjöunda áratugnum: Jack Kerouac, Allen Ginsberg, William Burro- ughs og fleiri. Þessi fundur er haldinn í tilefni af útkomu bókarinnar On the Road eftir Kerouac í íslenskri þýðingu Ólafs Gunnarssonar rithöfundar og ber hún heitið Á vegum úti. Á fundinum mun Ólafur lesa úr þýðingu sinni og Einar Kárason rithöfundur og Gestur Guð- mundsson félagsfræðingur munu flytja erindi um hóp þennan. Erindi Einars nefnist Vegir Beat-skáldanna en erindi Gests Af hveyju Beat-kynslóð? Auk þess verður lesið ljóð eftir Allen Ginsberg í íslenskri þýðingu Dags Sigurðarsonar. Fundurinn er öllum opirrn, félagsmönn- um sem utanfélagsmönnum, og er að- gangur ókeypis. Aðalfundur Landverndar verður haldinn í ráðstefnusal Hótel Sögu nk. laugardag og sunnudag 26. og 27. nóvember. Fundurinn hefst kl. 10 f.h. á laugardag á venjulegum aðalfundarstörf- um. í tengslum við aðalfundinn verður haldin ráðstefna um mengun og mengun- arrannsóknir á íslandi. Ráðstefnan er öllum opin, leikum og lærðum, og hefst báða dagana kl. 13.30. Flutt verða 12 fram- söguerindi um þetta efni og gefst ráð- stefnugestum kostur á að spyrja fram- sögumenn nánar um mengun og rann- sóknir og taka þátt í umræðum. Stofnun Félags eldri borgara í Kópavogi Að undanfömu hefur hópur eldri borg- ara í Kópavogi unnið að undirbúningi stofnunar hagsmunafélags aldraðra í Kópavogi, 60 ára og eldri. Stofnfundur félagsins verður laugardaginn 26. nóv. kl. 14 í Félagsheimili Kópavogs á 2. hæð. Þar mun undirbúningsnefndin leggja fram tillögu að stofnun slíks félags og einnig drög að samþykktum fyrir það. A fundinum verða flutt ávörp og umræður munu fara fram um málefni aldraðra. Meiming Bergsteinn Sigurðsson, formaður Féiags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, flytur ávarp. Undirbúningsnefndin vænt- ir þess að sem flestir Kópavogsbúar 60 ára og eldri komi á fundinn og taki þátt í stofnun þessara samtaka. Ráðstefnur Ráðstefna um frjálshyggju á íslandi Tímaritið Frelsið efnir til ráðstefnu um fijálshyggju í íslenskum stjómmálum á Hótel Sögu (hliðarsal Súlnasalar) laugar- daginn 26. nóvember nk. Heiti ráðstefn- unnar er: Geta frjálshyggjumenn snúið vöm í sókn? Fjallaö verður um sögu, stööu og framtíð frjálshyggju á íslandi. Á ráðstefnunni verða flutt þrjú erindi: dr. Hannes H. Gissurarson stjórnmálafræð- ingur: Hvað er fijálshyggja? Guðmundur Magnússon, ritstjóri Frelsisins: Fijáls- hyggjan og stjórnmálin. Hreinn Loftsson lögfræðingur: Hefur frjálshyggjan bmgð- ist? Að erindum loknum verður kafflhlé og síðan fijálsar umræður. Fundarstjóri verður Gunnar Jóhann Birgisson lög- fræðingur. Allir áhugamenn um ftjáls- hyggju og stjómmál em velkomrtir. Leikhús Þjóðleikhúsið sýnir Ævintýri Hoffmanns í kvöld Og annaö kvöld kl. 20. Leikritið Stór og smár veröur sýnt á sunnudagskvöld kl. 20. Á litla sviðinu, Lindargötu 7, verður sýndur japanskur gestaleikur í kvöld og annað kvöld kl. 20.30. í íslensku óper- unni, Gamla bíói, verður síðasta sýning á Hvar er hamarinn? á sunnudag kl. 15. Leikhúsið í Djúpinu sýnir Óvininn eftir Hörð Torfason á sunnudags-, mánudags-, þriðjudags- og miðvikudagskvöld kl. 21. Sýnt í Djúpinu, Hafnarstræti 15. Miðapantanir í síma 13340. Leikfélag Selfoss sýnir leikritið Máfinn í allra síðasta sinn í kvöld, 25. nóvember, kl. 20.30 í leik- húsinu á Selfossi. Leikfélag Keflavíkur sýnir revíuna Emm við svona? eftir Huldu Ólafsdóttur á föstudag, laugardag og sunnudag í veitingahúsinu Glóðinni í Keflavík. Leikfélag Reykjavíkur sýnir Hamlet í kvöld kl. 20 og er það næstsíðasta sýning. Sýningar á Sveita- sinfóniu verða á laugardags- og sunnu- dagskvöld kl. 20.30. Sjónvarpið - Kona ein: Ljósbrot KONA EIN Klipping, handrit og leikstjórn: Lárus Ýmir Óskarsson. Kvikmyndun: Karl Óskarsson. Tónlist: Hilmar örn Hilmarsson. Leikari: Guörún S. Gisladóttir. Kona ein er sú kvikmynd sem fékk verölaun dómnefndar er fjallaði um þrjár stuttar kvikmyndir á Kvikmyndir Hilmar Karlsson listahátíö í sumar og voru geröar eftir verðlaunahandritum sem val- in höfðu verið á kvikmyndahátíð árið áður. Hinar tvær voru Feröa- lag" Fríðu og Símon Pétur fuhu nafni, en áhorfendur á frumsýn- ingu völdu þá mynd sem bestu myndina. Það þarf engan að undra aö áhorfendur ög dómnefnd séu ekki á sama máh, shkt er algengara en aö allir séu sammála um gæöi einn- ar kvikmyndar. Nú er það svo að Símon Pétur fullu nafni og Kona ein eru mjög óhkar kvikmyndir. Önnur segir okkur sögu í töluðu máh en hin eingöngu meö mynda- véhnni. Kona ein segir allt í myndmáh og leik eina leikarans, Guðrúnar S. Gísladóttur. Þrisvar sjáum við konu koma heim og leggjast fyrir. Áhorfandinn á ekki að eiga í nein- um erfiðleikum meö aö ímynda sér sálarástand konunnar í hvert sinn. Hegðun hennar er skýr, ánægja, leiði og þreyta er það sem mynd- máhð skýrir. Lárus Ýmir Óskarsson hefur sannað þaö með kvikmyndum sín- um, hvort sem þær eru fyrir sjón- varp eða kvikmyndahús, að hann á einkar auðvelt með að tjá sig inn- an kvikmyndaformsins og þegar hann hefur hstamann á borð við Karl Óskarsson bak við mynda- tökuvéhna þá þarf engum að koma á óvart sterkt myndmál Konu einn- ar. Eftir að hafa séð þær þrjár kvik- myndir sem gerðar voru eftir verð- launahandritunum er ég ekki í vafa um réttmæti dómnefndarinnar. Kona ein er kvikmynd í besta skiln- ingi þess orð. Aht sem gerist er í myndmáh, orð eru óþörf. Lýsing, kvikmyndun, leikstjórn og leikur sameinást um að gera myndina eft- irminnilega. -HK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.