Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1988, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1988, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1988. Viðskipti Biblíuspádómur um nýtt álver Eftir sjö feit ár í álrekstri kemur brátt að sjö mögrum árum. Við verð- um því að nota tækifærið og fá út- lendinga til að bygga áliðju á íslandi sem fyrst, annars- gæti það orðið of seint. Á þessa lund var niöurstaða ráðstefnu sjálfstæðisfélaganna í Hafnarflrði í fyrradag um nýtt álver á íslandi, í samantekt Jónasar Elías- sonar ráðstefnustjóra. Jóhannes Nordal, forstjóri Lands- virkjunar og Seðlabankastjóri, sagði að alþjóðleg stórfyrirtæki á sviði ál- framleiðslu væru um þessar mundir að gera upp við sig hvar ætti að fjár- festa hagnað undanfarinna missera. Góður hagnaður hefur verið á ál- framleiðslu undanfarið og tími stórra ákvarðana er kominn. Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóðsbækurób. 3,5-6 Lb Sparireikningar 3jamán. uppsögn 4-7 Lb 6mán. uppsögn 4-6 Vb.Ab 12mán.uppsögn 6-10 Ab 18mán. uppsögn 15 Ib Tékkareikningar, alm. 1-1.5 Sb Sértékkareikningar 2-5 Ab.Lb,- Ib.Vb Innlán verðtryggð Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 1.5-2 Bb.Vb,- Sp 6 mán. uppsögn 2-3,75 Sp Innlán með sérkjörum 5-12 Sb Innlángengistryggð Bandarikjadalir 7,75-8 Lb Sterlingspund 10,75- 11,25 Ub Vestur-þýsk mörk 3,75-4,25 Ab.Vb,- Sb, Danskar krónur 7-8 Vb.Sb ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst Útlán óverðtryggð Almennirvíxlar(forv.) 15,5-18 Ab Viðskiptavíxlar(forv.)(1) kaupgengi Almennskuldabréf 15,5-18,5 ' Ab Viöskiptaskuldabréf (1) kaupgengi Allir Hlaupareikningar(yfirdr.) 17,5-21 Bb Utlán verðtryggð Skuldabréf 8-8,75 Vb Utlán til framleiðslu Isl. krónur 15-18 Sb.Bb SDR 9-9,25 Allir nema Bb Bandarikjadalir 10,5-10,75 Ub.Sb,- Sp Sterlingspund 13,50- 13,75 Sb.Sp Vestur-þýsk mörk 6,5-6,75 Sb.Sp Vb Húsnæðislán 3.5 Lífeyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 27,6 2.3 á mán. MEÐALVEXTIR óverðtr. nóv. 88« ■ 20,5 Verðtr. nóv. 88 8,7 ViSITÖLUR Lánskjaravísitala nóv. 2272 stig Byggingavisitala nóv. 399,2 stig Byggingavísitala nóv. 124,8stig Húsaleiguvisitala Engin hækkun 1. okt. Verðstoðvun VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa verðbréfasjóða Einingabréf 1 3,375 Einingabréf 2 1,920 Einingabréf 3 2,192 Fjölþjóðabréf 1,268 Gengisbréf 1.573 Kjarabréf 3,369 Lífeyrisbréf 1 697 Markbréf 1,781 Skyndibréf 1,032 Sjóðsbréf 1 1,621 Sjóðsbréf 2 1,409 Sjóðsbréf 3 1,156 Tekjubréf 1,569 HLUTABREF Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: Almennar tryggingar 118 kr. Eimskip 346 kr. Flugleiðir 273 kr. Hampiðjan 130 kr. Iðnaðarbankinn 172 kr. Skagstrendingur hf. 160 kr. Verslunarbankinn 134 kr. Tollvörugeymslan hf. 100 kr. (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriöja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Búnaðarbanki og Samvinnubanki kaupa viðskiptavíxla gegn 31% ársvöxt- um og nokkrir sparisj. 30,5%. ■Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb = Búnaðarbankinn, lb = lðnaðar- bankinn, Lb = Landsbankinn, Sb = Samvinnubankinn, Úb = Útvegsbankinn, Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóð- irnir. Nánari upplýsingar um peningamarkað- inn birtast i DV á fimmtudögum. Áhugamenn um ál hittust í Hafnarfirði og ræddu um áliðju. DV-mynd:Gunnar Á fundinum voru komnir saman helstu talsmenn stóriðju á íslandi og voru allir sammála um að kappsam- lega skyldi unnið að því að hrinda núverandi stóriðjuáætlunum í fram- kvæmd. „Grípum gæsina meðan hún gefst,“ var viðkvæðið á fundinum sem haldin var í Gaflinum í Hafnar- firði. Engar úrtöluraddir heyrðust á fundinum, utan hvað að Bjarni Hannesson vildi fá að andæfa stór- iðjumönnum. Ætlun Bjarna fór í vaskinn og hvarf hann af fundi. Þær hugmyndir sem núna eru um nýtt álver í Straumsvík eiga sér upp- haf á síðastliðnu sumri þegar stjórn- völd hleyptu af stokkunum svoköll- uðu Átlantal verkefni. Nefnd var skipuð og nálgaðist hún fjögur evr- ópsk fyrirtæki á sviði álframleiðslu. Málið er komiö á þann rekspöl að málsaðilar eru búnir að samþykkja að gera hagkvæmninsathugun á rekstri álvers í Straumsvík. -pv Ákvörðun um álver í vetur Alþingi þarf að taka á dagskrá frumvarp um nýtt álver ekki seinna en í mars eða april í vetur ef takast á að knýja fram samþykkt fyrir nýju álveri á næsta ári. Guðmundur Þór- arinsson, þingmaður Framsóknar- flokksins, sagöi á fundi í Hafnarfirði í fyrradag að álversmálið yrði að ganga hratt fyrir sig til að hægt yrði að ganga frá málinu viö evrópsku stóriöjumar fjórar á þeim tíma sem menn settu sér. í janúar eða febrúar í vetur myndi hggja fyrir niðurstaða hagkvæmnis- athugunar sem bandaríska ráðgjafa- fyrirtækiö Bechtel Inc. stæði fyrir. Að lokinni hagkvæmisathugun væri hægt að fara í samningaviðræður við þau fjögur fyrirtæki sem standa að athuguninni ásamt íslenskum stjórnvöldum. Ef grundvöllur yrði til samninga þyrfti að fá samþykkt Al- þingis fyrir nýju álveri. Guömundur sagði tvær leiöir koma til greina. Annars vegar að leggja fram tilbúinn samning fyrir Alþingi, eins og gert var í tilfelli ísals og ál- versins í Straumsvík fyrir 20 árum. Hins vegar að fá Alþingi til að sam- þykkja heimild til stjórnvalda þannig að þau gætu gengið til samninga, en þannig var staðiö að málum járn- blendiverksmiðjunnar á Grundart- anga. Guðmundur taldi síðari kost- inn vænlegastan. pv Hafnfirðingar gefa ekki afslátt „Viö fógnum nýju álveri, en er- Guðmundur sagði það kröfu tíðkast fyrir aðra atvinnustarf- Guðmundur sagði að ef ísal lyti um hvorki hálfblindir né með doll- Hafiifirðinga að nýja álverið tæki semi. ; sömu reglum og önnur fyrirtæki araraerki í augunura,“ sagði Guð- á sig sömu skatta og skyldur gagn- Álver ísal í Straumsvík er á sér- þá næmi upphæðin 100 milljónum raundur Ámi Stefánsson, bæjar- vart Hafnarfjarðarbæ og önnur stökum samningi við Hafnarfjarö- krónasemárlegarynniíbæjarsjóð. stjóri i Hafnarfirði, á fundi í fyrra- fyrirtæki. Á móti kæmi að bærinn arbæ og bærinn fær um 20 miÚjón- -pv dag um nýtt álver. veitti álverinu sömu þjónustu og ir í skatta og gjöld af álverinu. Ný verslunar- miðstoð opnuð í dag verður Verslunarhúsið sf. opnað á Gerðubergi 1 í Breiöholti. Undir þaki Verslunarhússins verður margvíslegur verslunar- og þjón- usturekstur. Verslanir bjóða upp á „sérhæfðar lúxusvörur, með mörg- um frægustu merkjum heimsins á boðstólum," eins og segir í fréttatil- kynningu. Davíð Oddsson borgarstjóri mun formlega opna húsið og verður hátíð fyrir boðsgesti milh kl. 17 og 20 í dag. Opnunarhátíðinni lýkur með flugeldasýningu kl. 20. Á morgun verður sérstök opnunar- hátíð fyrir böm og fá þau gefins blöðmr og hitta trúða. Þá fá böm og unghngar frían ís, kók og pitsu á laugardaginn kl. 14-20. ÍAffHtósÓ UTVSMBt' íMxm fmimm -= Verslunarhúsinu verður margvisleg verslun og þjónusta Einkennilegt einkennismerki Samkorta Nauðalik einkennismerki oliufyrirtækis og Samkorta. Hvaö er sameiginlegt meö greiðslukortinu Sam- kort og norska olíufyrirtækinu Saga Petroleum a.s.? Jú, einkennismerki fyrirtækjanna em gletti- lega lík hvort öðru. Saga Petroleum hefur unniö olíu viö strendur Noregs um nokkurra ára skeið og ekki er vitað til þess aö fyrirtækið standi í nokkrum tengslum viö fyrsta „alíslenska greiðslukortið". Samkort var stofnaö fyrir skömmu og komi til þess að fyrirtækin metist um það hvort á meiri rétt á einkennismerkinu, eða lógóinu eins og fyrirbæ- rið er stundum kahað, verður að telja að Sam- kort standi verr að vígi. Það getur þó vel verið aö Saga Petroleum a.s. kippi sér ekki upp við það aö íslenskt greiöslukortafyrirtæki noti svo að segja sama einkennismerki og olíufyrirtækiö, enda starfa fyrirtækin á ólíkum sviðum. pv

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.