Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1988, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1988, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1988. 11 Utlönd Koskotas gæti fellt stjórn Papandreous Andreas Papandreou, forsætisráðherra Grikklands, á við mikinn vanda að stríða i ríkisstjórn sinni vegna tengsla við fjárglaeframanninn George Koskotas. Papandreou er hér með nýju ástinni í lífi sinu, Dimitru Liani, sem er helmingi yngri en hann. Gríski auðkýfingurinn og flótta- maðurinn George Koskotas var handtekinn við komuna til Boston í gærmorguni Bandariskir alríkis- lögreglumenn handtóku Koskotas þegar hann steig út úr einkaþotu sinni. Hann mun mæta fyrir rétt á fostudag. Koskotas kom til Boston frá Rio de Janeiro í Brasilíu. Grískir embættismenn segja að farið hafi verið fram á það við gríska sendifulltrúa í Brasihu að þeir leiti að auðkýfingnum og út- gefandanum George Koskotas sem nú er á flótta undan réttvísinni í Grikklandi. í kringum hann hefur myndast stórkostlegt hneykslismál í Grikklandi og hefur hneykshð teygt arma sína aha leið inn í ríkis- stjóm landsins. Þessi beiðni var borin fram síð- asthðinn mánudag í kjölfar frétta um að Koskotas, sem hvarf frá Grikklandi fyrr í þessum mánuði eftir að hafa verið sakaður um fals og svik, hefði eytt fimm dögum á Rio Palace lúxushótehnu í Rio de Janeiro. Erindisleysa í Brasilíu Grískir stjómarerindrekar í Brasihu staðfestu á mánudag að Koskotas hefði verið á hótelinu en sögðu að hann væri farinn þaðan og ekki væri vitað hvert, að sögn talsmanns gríska sendiráðsins, Sotiris Kostopoulos. Samkvæmt heimildum frétta- manna hafði Koskotas flutt með konu sína og fjölskyldu í einbýhs- hús í dýrasta hluta Rio de Janeiro. „títanríkisráðherrann gaf fyrir- mæli um að starfsfólk sendiráðsins ætti að halda áfram tilraunum sín- um til að komast aö því hvar Ko- skotas er niðurkominn," sagði Ko- stopoulos. Grikkland hefur ekki framsals- samning við Brasihu. Undraverður frami Koskotas, sem er af grískum og amerískum uppruna, stjómaði Krítarbanka og átti fiölmiðlaveldi sem samanstóð af þremur stórum dagblöðum, fjórum tímaritum og útvarpsstöð. Hann átti einnig knattspymuhð. Koskotas hvarf frá Grikklandi fyrr í þessum mánuði þrátt fyrir að hann væri undir eftir- hti allan sólarhringinn. Honum hafði verið bannað að yfirgefa landið. Tveir ráðherrar hafa sagt af sér vegna þessa máls og hvarfs hans og annar þeirra var dómsmálaráðherra landsins. Koskotas, sem kom til Grikk- lands árið 1979 og reis fljótt til valda og áhrifa, hefur einnig verið sakað- ur um að hafa hindrað rannsókn á færslum hans í Krítarbanka, sem er annar stærsti banki landsins. Rekstur bankans undarlegur í skýrslu, sem sérstakur endur- skoðandi gerði opinskáa á mánu- dag, kemur fram að fundist hafi óregla í bankafærslum og að eftir- htskerfi bankans hafi verið ófull- nægjandi. „Kerfisbundnar skoðanir á áhættuatriðum í rekstri bankans leiða í ljós að veigamikil atriði í alþjóðaviðskiptum bankans era i ólestri og bendir það til þess að stjómendur bankans hafi notað nýstárlegar stjórnunaraðferðir," segir endurskoðandinn, Spiros Papadatos. Papadatos sagði að staða bankans væri nú neikvæð um rúma níu mihjarða íslenskra króna og að búast mætti við að í árslok yrði hún orðin neikvæð um tíu mihjarða króna. „Þessi neikvæða staða er óskýr- anleg og að mínu mati stafar hún af því að peningar streyma út úr bankanum vegna einhvers sem ekki tengist bankastarfsemi," sagði hann. Papadatos, sem byrjaði að yfir- fara reikninga bankans þann 24. október síðasthðinn, sagði að hann þyrfti meiri tíma th að ljúka rann- sókn sinni. Stjórnmálahneyksli Menntamálaráðherra Grikk- lands, George Papandreou, sem er sonur Andreasar Papandreou for- sætisráðherra, ásakaði Koskotas á dögunum um að hafa falsað skjöl og sagði að hann væri að reyna að kúga ríkisstjómina. Papandreou forsætisráðherra hefur lýst því yfir að hneykshsmál- ið sé samsæri, ætlað iil að grafa undan stjóm sinni. Papandreou, sem er 69 ára gam- all, kom frá London fyrir sjö vikum en hann hafði gengist undir hjarta- skurðaðgerð þar. Vandamál hans nú eru ekki af hehsufarsástæðum heldur stendur hann frammi fyrir því að verða niðuriægður og horfir upp á ríkis- stjóm sína leysast upp. Minna hneyksli hverfur í skuggann Þótt það hafi vakið mikla athygh og umtal þegar Papandreo sagði skhið við eiginkonu sína og hóf samband við Dimitru Liani, 34 ára gamla flugfreyju, geta Grikkir fyr- irgefið honum það. Það em hins vegar náin tengsl ríkisstjómar hans við George Koskotas sem era aðalvandamál hans um þessar mundir. Stjórnin studdi við bakið á svindlaranum Það var sósíahstastjórn Pap- andreous sem tók miklu ástfóstri við Koskotas og var honum hamp- að sem kraftaverkamanni sem aðr- ir mættu taka sér th fyrirmyndar ef grískur efnahagur ætti að vænk- ast. Eftir að Koskotas keypti Kritar- banka árið 1984 réð hann sér fjölda aðstoðarmanna sem áður höfðu starfað í Sósíalistaflokki Pap- andreous. Lögfræðingur hans hafði verið ráðherra í ríkistjórninni. Ráðgjafi hans í fjölmiðlaveldinu var fyrrum talsmaður ríkisstjórn- arinnar. Peningar frá ríkinu streymdu inn i bankann og Koskotas gat bætt við veldi sitt vinsælu knattspymufé- lagi, útvarpsstöð og prentsmiðju. Þetta líkaði öðram útgefendum iha, svo sem vænta mátti. Grun- semdir þeirra gagnvart Koskotas jukust um allan helming þegar hann var sakaður um skattsvik í bandaríkjunum á síðasta ári. En rikisstjómin lét kröfur þeirra um rannsókn á því hvemig Koskotas heföi komist yfir ríkidæmi sitt sem vind um eyru þjóta. Ekki lengur hægt að breiða yfir Útgefendumir sökuðu Agam- emmon Koutsoyorgas varaforsæt- isráðherra, sem einnig var dóms- málaráðherra, um að reyna að teíja máhð og breiða yfir það. Það var svo í sumar að saksókn- arinn í Aþenu hóf rannsókn. Ýmsir sögðu að rannsóknin gengi ekki eins fijótt og eðhlegt væri. Ríkis- stjómin neitaði að fyrirskipa að reikningar Kritarbanka væru yfir- farnir. Stjómin lét löks undan þeg- ar Grikklandsbanki lagöi fram gögn sem bentu th þess að skjöl sem staðfestu bankainnstæður, sem Koskotas sagðist eiga í Ameríku, væru fólsuð. Það var síðan i október sem sér- stakur endurskoðandi hóf rann- sókn á reikningum bankans, eins og áður sagði. Stjórnarandstaðan ræðst á ríkisstjórnina Eftir að Koskotas hvarf úr landi sakaði stjórnarandstaðan ríkis- stjómina um að hafa hjálpað hon- um að flýja th að koma í veg fyrir að hann kæmi upp um sphlingu innan stjórnarinnar. Koutsoyorgas bauðst th að segja af sér sem dómsmálaráðherra eftir að stjórnarandstaðan hafði sakað hann um að hafa hjálpaö til við að breiða yfir málið. Forsætisráðherrann gekk í máhð til að bjarga ríkisstjóm sinni frá upplausn þrátt fyrir að læknar hefðu skipað honum að halda kyrra fyrir. Papandreou lét undan kröfum stjómarandstöðunnar um þingrannsókn. Nauðsynlegt var að gera breytingar á ríkisstjóminni en Papandreou komst að því að margir flokksmanna hans voru ekki tilbúnir að ganga inn í stjóm- ina fyrr en búið væri að reka þá sem hefðu komið nálægt þessu máh. Sérstök áhersla var lögð á að losna við Koutsoyorgas. Þann 16. nóvember var gerð minni háttar uppstokkun. Koutsoyorgas fékk að vera áfram í ríkisstjóm en hann gegnir ekki lengur embætti dóms- málaráðherra. Stjórnarandstaðan hefur sett fram ákveðnar kröfur um að boðað verði til kosninga hiö fyrsta. Raðir sósíalista riðlast Um svipað leyti sagði einn af virt- ustu þingmönnum Sósíahsta- flokksins, Apostolos Lazaris, sig úr flokknum og sagði af sér þing- mennsku. Hann sakar Papandreou um að hafa hylmt yfir sphhngu og breitt yfir þetta alvarlega mál og þar með gert aðför að lýðræðinu. Nú velta menn því fyrir sér hversu lengi hjarta Papandreous þohr þetta álag og hvort rikis- stjórnin þolir þetta hneyksh. Reuter Koskotas gisti á Hótel Loftleiðum: Gaf upp falskt nafn - segir móttökustjóri Hótel Loftleiða „Hann var með fjölskyldu sina með sér. Þau vora eins og hveijir aðrir gestir. Þau tóku stórt her- bergi á leigu - en ekki neina svítu. Þau komu hingað snemma að morgni. Hingað kemur mikið af fólki sem kemur th landsins á einkaflugvélum. Flugvélunum er lagt hér fyrir utan og þetta fólk kemur á öhum tímum sólar- hringsins og að sjálfsögðu er þetta fólk jafnmisjafnt og það er margt,“ sagði Geirlaug Magnúsdóttir, móttökustióri Hótel Loftleiða. Geirlaug sagði að þégar Koskot- as heföi skráð sig inn á hótehð heföi hann ekki gefið upp sitt rétta nafn heldúr heföi hann skráð sig á hótehð undir nafni flugmanns- ins sem flaug einkaþotu hans. -sme

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.