Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1988, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1988, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1988. Spumingin Ætlarðu að sjá kvikmyndina Síðustu freistingu Krists? Sylvía Gústafsdóttir nemi: Að sjálf- sögðu - ég er í vali í kristinfræði. Ragnheiður Jónsdóttir nemi: Ég veit það ekki - er ekki búin að ákveða þaö. Marteinn Einarsson sjómaður: Nei ætli það - ég er utan af landi. Hrafnhildur Garðarsdóttir hár- greiðslustúlka: Nei, það ætla ég ekki að gera af trúarlegum ástæðum. Jón Jóhannsson kirkjuvörður: Nei, ég ætla ekki að sjá hana - það er af trúarástæðum. Kolbrún Sveinsdóttir húsmóðir: Já, ég býst við að ég geri það. Lesendur Rikissj óðshallinn: Vex með viku hverri Ólafur Stefánsson skrifar: Varla er talað um annað þessa dagana en yfirlýsingu forsætisráð- herrans um nálægð þjóðargjald- þrots. Varla fer hann með fleipur í þeim efnum, þótt áhöld séu um hvort rétti tíminn sé að færa það í tal á þessari stundu. Ég get nú ekki séð betur en fjármálaráöherrann lýsi sömu skoðun þótt hann geri það með öðrum orðum, og við önn- ur tækifæri en forsætisráðherr- ann. Fjármálaráðherra hefur nú lýst því yfir að fjárlagahalli ríkissjóðs, sem í greinargerð frumvarps sem lagt var fram fyrir mánuði síðan var rétt rúmir 3 milljarðar króna, sé nú kominn upp í 4,5 og jafnvel 5 milljarða króna! - Ekki er nú nákvæmnin meiri en svo að hér getur skeikað hálfum milljarði til eða frá, en verður sennilega „til“ áður en lýkur. Og á hverju er þessi hækkun á fjárlagahalla byggð? Jú, hún er byggð á svokölluðum „innheimtu- tölum“ fyrir þessa mánuði, þ.e. spánni um það hve mikið fé-ríkis- sjóður muni geta innheimt á þess- um síðustu mánuðum ársins. Og nú þarf að athuga til hvaða aögerða þarf að grípa vegna þessar- ar þróunar. Einhverjar aðgerðir þarf að framkvæma og það mun fyrr en áður var ráðgert, t.d. að láta fyrirhugaðar skattahækkanir koma fram fyrr, jafnvel strax í næsta mánuði. Og hvað þýðir það svo á mæltu máli? Einfaldlega það að almenn- ingur stendur eftir fjárvana og nær gjaldþroti en nokkru sinni fyrr. Og það rétt fyrir jól og áramót, á þeim tíma sem ver ið hefur einhver mesti eyðslu- og veltutími í viðskiptum hér á landi. - Er þá eitthvað ofsagt hjá forsætisráöherra? Og þessi óvænti og mikli halli á ríkissjóði nú á þessu ári hefur að sjálfsögðu áhrif á afkomu hans á því næsta og er þegar útséð um að nokkur tekjuafgangur verði þá eins og gert var ráð fyrir í fjárlagafrum- varpi fyrir næsta ár. - Allt stefnir því hröðum skrefum í þjóðargjald- þrot, samhliða ríkissjóðshalla sem vex með viku hverri. Tekjuafgangur í fjárlagafrumvarpi næsta árs lika horfinn? - Fjármálaráð- herra, Ólafur Ragnar Grímsson, með fjárlagafrumvarp sitt. Málstaður hvalveiðisinna: llla kynntur hériendis H. skrifar: Ég þarf vinnu minnar vegna að ferðast dálítið um önnur lönd af og til. Það hefur borið við núna síðustu tvö árin eða svo að gestgjafar mínir hafa bryddað upp á umræðu um hvalveiðar okkar Islendinga, yflrleitt heldur til niðrunar en hitt. Ég er ákaflega þjóðhollur maður, eins og allir vita sem þekkja mig, og er auk þess á móti því að fúlskeggjað- ur tötralýður í útlöndum, haldandi á kröfuspjöldum og uppblásnum smokkum í hvalslíki, kúgi þjóð mína til að stýra auðlindanýtingu okkar að sinni vild. En ég verð að játa að þeir sem valdið hafa og vitið á þessu landi hafa ekki látið mér og mínum líkum nægilegar upplýsingar í té til þess að við getum haldið uppi eðlileg- um vörnum. Þess vegna gladdist ég mjög er Hjálmar Vilhjálmsson fiskifræðing- ur kom með beinharðar tölur, á nýaf- stöðum aöalfundi L.Í.Ú., um hvala- stofna á Íslands-Grænlands-Jan Mayen svæðinu því til sönnunar að þeir hvalastofnar sem við veiðum séu síður en svo í útrýmingarhættu: 6500 langreyðar, 19500 hrefnur, 2000 hnúfubakar, 1000 steypireyðar, minnst 1200 sandreyðar, nokkur þús- und búrhvalstarfar, 4-5000 háhyrn- ingar, 15-20000 andarneflur og 5000 grindhvalir auk fjöldamargra höfr- unga af ýmsum tegundum. Því miður eru þessar tölur sex ára gamlar. Þær eru frá sumrinu 1982. Ekki get ég hlaupið með þær í útlend- inga og látið sem þær séu glænýjar og dæmi um hvað ástandið sé gott nú. Hins vegar væru þær góður saman- burður ef hægt væri að bera saman við þær tölur frá t.d. sumrinu 1987 og sýna fram á að stofnarnir hefðu ekki minnkað - jafnvel kannski held- ur stækkað ef nokkuð væri. Það er ekki nóg að málstaður okkar hafl verið illa kynntur erlendis. Hann er heldur ekki nógu vel kynnt- ur fyrir okkur vesalingum sem verð- um að búa við hann. Er á móti þvi að tötralýður í útlöndum geti kúgað þjóð mína og stjórnað auölindanýtingu okkar, segir m.a. í bréfinu. Lokun sólbaðsstofu: Fleiri kvarta Ingibjög Svavarsdóttir skrifar: ekkert um þetta, t.d. óhress yfir að Eför að hafa lesið DV í dag, 21. missa kannski þann lit sem ég var nóv., langar mig til að senda inn komin með þegar opnaö yrði aftur, nokkrar línur þar sem sá/sú sem og vildi vita meira. Þá sagði önnur þar skrifar óskar eftir að fleiri láti stúlkan mér aö þarna ætti að mála frá sér heyra um tiltekna sólbaös- og breyta innanhúss, færa til bása, stofu í bænum sem „hætti starf- o.s.frv. - en hún vissi ekki hversu semi“. langan tíma það tæki. Ég geri fastlega ráð fyrir að þetta Ég var afar óhress með þetta og sé sama sólbaðsstofa og ég á kort bað stúlkuna þegar ég fór út í sið- hjá. Mitt mál er þannig að ég asta skiptið að skrifa á kortið mitt keypti, eins og sú sem skrifaði í dag að stofan yrði lokuð um óákveðinn í blaðið, kort á tilboðsverði og var tíma vegna breytinga og baö um búin aö nota 6 tíma af 24 þegar af- stimpil stofunnar undir þessa yfir- greiöslustúlkurnar sögðu frá því lýsingu, ásamt nafni eða upphafs- (og reyndar var þar inni spjald stöfum í nafni stúlkunnar. Þetta uppi á vegg) að nú yrði lokað um gerði hún án þess að depla auga óákveðinn tima vegna breytinga. og ég er handviss uni að hún vissi Þegar ég spurði þær frekar um vel að þarna yrði ekki opnað aftur. hversu lengi yrði lokað vörðust En sérstaklega er ég sár yfir því þær allra frétta, sögðust ekkert að þessum viðskiptum okkar lauk vita, bara vinna þarna. - Og ég er á þennan hátt því ég hef skipt við ekki frá því að þeim hafi bara þótt þessa stofú síðan hún var opnuð þetta nokkuð sniðugt. eða síöan árið 1979. En ég var ekki hress með aö vita Hringið í síma 27022 «4 • « *» 1 *«V 1 A X 1 • Vannærð skólabörn Húsmóðir skrifar: Fyrir nokkrum dögum las ég þaö í einu af dagblöðum borgarinnar aö brögð væru að því, samkvæmt upp- lýsingum skólahjúkrunarkonu hér í borginni, að börn í grunnskólum væru vannærð, ekki endilega af því að aðstandendur væru fátækir, öllu fremur vegna vanþekkingar þeirra og hirðuleysis. Kvað hún brögð aö því að börn færu matarlaus í skólana á morgn- ana og aö heilu íjölskyldurnar nærð- ust á „sjoppufæði“ og snarli alla vik- una. - Ég get ekki sagt að þetta hafi komið mér á óvart, ég þekki mörg dæmi um slíkt. Eftir sjö ára dvöl í Svíþjóð fannst mér matarvenjum landans hafa hrakað, einkum og sér í lagi hjá ungu fólki sem er aö byija búskap. Ég sá svo aftur fjallað um þetta í laugar- dagsblaði DV þar sem lagt er til að teknar veröi upp skólamáltíðir. Þetta tek ég undir af heilum hug. „Með því væri hægt að spara hundruð millj- óna,“ segir í DV-greininni. Þarna er ég vissulega sammála. Ég er hins vegar ekki alveg viss um að þetta sé endilega í verkahring fjármálaráðherra. Ég held að það sé frekar í verkahring borgarstjóra. Og meiri yrði vegur hans ef hann legði sig fram um aö bæta heilsufar, t.d. borgarbarna, en að byggja hringsól- andi veitingahús uppi á hitaveitu- tönkum. Og meðal annarra orða; Þegar ég var í barnaskóla var okkur öllum gefið lýsi. Hvers vegna var því hætt? Skýtur það ekki skökku við að þegar þaö er alheimi ljóst hvílíkur heilsu- gjaft lýsið er skuli vera hætt að gefa skólabörnum þaö? - Ég skora á heil- brigðisstéttir landsins að hefja um- ræðu um þetta mál og koma þ.ví í höfn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.