Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1988, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1988, Blaðsíða 17
16 FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1988. íþróttir ^s~yj , • Katarína Witt sýnir listir sínar á ísnum en klæðaburöur hennar kom við kauninn á mörgum á sama tíma og augu annarra glöddust. Símamynd Reuter Frökku dansklæðin sett í bann á ísnum - bylgjan sem Witt hóf brotin á bak aftur Austur-þýska ísdrottningin Kat- arína Witt vann hug og hjarta heimsbyggðarinnar á ólympíuleik- unum í Calgary í Kanada. Fram- koma hennar þótti einstök, fram- ganga hennar á ísnum af sama skapi tignarleg og klæöaburður hennar sérstakur. Ekki voru þó allir á einu máli um ágæti þess síðasttalda. Þeir sið- prúðustu þoröu þó lítiö að hafast að en þótti þeim mörgum Katarína dylja full skanimt kverflegan þokka sinn. i kjölfar þess að austur-þýska stjarnan hvarf af ísnum, en hún hefur nú snúið sér aö leiklistinni, heiúr alþjóðasamband skautadans- ara ákveðið að refsa þeim íþrótta- mönnum sem þykja of djarfir í klæðaburði á ísnum að sögn danska blaðsins Pohtiken. Munu þeir fá lakari einkunn sem sýna kúnstir í klæðum sem hylja of lítið að áliti dómara eða kveikja hjá þeim kenndir sem bersýnilega er ekki ætlast til að hrært sé við. -JÖG Arftaki Alfreðs bestur - án þess að skora Danir eiga marga sterka íþrótta- menn sem gera garðinn frægan fjarri heimahögunum. Einn þeirra er handknattleiksmaðurinn Erik Veje Rassmussen, arftaki Alfreös Gíslasonar hjá Tusem Essen í Vest- ur:Þýska!andi. Á dögunum var uppgjör topplið- anna í úrvalsdeildinni þýsku og höfðu Essenkempur betur gegn leikmönnum Gummersbach, 19-16. eitt einasta mark Að sögn danska blaðsins Politi- ken var Eiríkur einn besti maður vaharins í leiknum. Það var hins vegar einn hængur á, Rassraussen skoráði nefnilega ekki eitt einasta mark í leiknum. Pohtiken segir að sá danski hafi á hinn bóginn lagt upp bróðurpartinn af mörkum Esseiúiðsins. Þeir vita bersýniiega hvernig orða á hlutina frændurokkaríDanaveldi. JÖG Þessir tveir kappar verða í sviðsljósinu f fþróttaþætti Stöðvar 2 khikkan hátffimm á morgun en þá keppa þeir Björgvfn Hallgrímsson, tfl vinstri, og Amar Richardsson 111 úrslita í 3. stigamóti billiardsambands- ins. Björgvin vann Jón öm Sigurðsson i undanúrslitum, *-1, en Amar vann Brynjar Valdimareson, 4-2. Brynjar er efstur i stigakeppninni með 106,40 Stig. Ásgeir Guöbjartsson er nwstur með $0,35 slig, Jónas P. Erik Torstvedt fær tugi milljóna hjá Tottenham - standi hann undir slánni hjá enska liðinu Ef fer sem horfir er Erik Thorstvedt, landsliðsmarkvörðurinn norski, á íorum frá Gautaborg til Tottenham Hotspur. Það má segja að draumur norska markvarðarins sé þar að rætast því að hann dreymdi á yngri árum um að standa undir markslánni híá liði í ensku deilda- keppninni. Félagaskiptin frá Svíþjóð til Eng- lands munu gera Thorstvedt að millj- ónamæringi en svo kann að fara að hann hljóti um 28 milljónir íslenskra króna í sinn hlut, að sögn norskra dagblaða. Það eru engir smáaurar fyrir leikmann en Thorstvedt þykir mjög traustur og öruggur markvörð- ur. Hann var á sínum tíma tekinn inn í hð Gautaborgar í kjölfar þess að landsliðsmarkvörður íslendinga, Bjami Sigurðsson, gaf sænska liðinu afsvar um að leika með því. Þess má geta aö Pétur Pétursson, Pétur Ormslev og Ath Eðvaldsson skoruðu allir mörk hjá Thorstvedt í fyrrahaust í tveimur landsleikjum íslendinga og Norðmanna sem þá fóru fram í undankeppni Evrópu- meistaramótsins og Thorstvedt hef- ur sagt aö þær tvær vikur, þegar • Erik Thorstvedt byrjar væntan- lega að leika með Tottenham í 1. deildinni á næstunni en hann hóf æfingar með liðinu í gær. Þeir Guðni Bergsson gætu orðið samherjar en Guðni hefur dvalið hjá Tottenham frá því á mánudag. Noregur tapaði tvisvar fyrir íslandi, séu þær verstu á sínum knattspymu- ferh. Tíu norskir blaðamenn Thorstvedt mætti á æfingu hjá Tottenham í gærmorgun og þar fylgdust með honum tíu landar hans úr blaðamannastétt sem mættu á æfingasvæðið í „minibus", að sögn Guðna Bergssonar, sem æfir þessa dagana með félaginu, eins og kunn- ugt er. Thorstvedt býr á hóteh skammt utan við London ásamt Guðna, Spánverjanum Amar og þeim Paul Stewart-og Paul Gascoigne, en þeir þrír síöarnefndu gengu allir til liðs við Tottenham í sumar og haust. Guðni sagði í spjalh við DV í gær- kvöldi að Tottenham og Gautaborg ættu eftir að ganga frá málum sín á milli en Thorstvedt væri búinn að ganga frá samningum sínum við Tottenham. Um sín mál sagði Guðni að þau væru óbreytt, hann myndi æfa áfram með liðinu og spila með varaliðinu gegn Ipswich á morgun og Fulham á þriðjudag og eftir það færu málin væntanlegaaðskýrast. JÖG/VS Fyrirvarinn reynd- ist allt of stuttur - ekkert verður af leik við Dani „Það veröur ekkert úr því að Dan- ir leiki hér landsleik á mánudags- kvöldið. Fyrirvarinn reyndist allt of stuttur,“ sagði Jón Hjaltalín Magn- ússon, formaður HSÍ, í samtah við DV í gærkvöldi. Til stóð að fá Dani til að leika hér einn landsleik í Laug- ardalshöll á mánudagskvöld. „Það er ekkert ákveðið ennþá með landsleiki fram að B-keppninni,“ sagði Jón Hjaitalín ennfremur. Þess má geta að Bogdan Kowalczyck landshðsþjálfari kemur til landsins í byijun desember og þá hefst undir- búningur fyrir keppnina. -SK Blómstrar Olsen hjá Bordeaux? Enska knattspyman átti ekki við Jepser Olsen. Franski leikstílUnn hentar miklu betur manni með hans tækni og hæfileika. Hjá Bordeaux getur hann blómstrað að nýju og komist í kjölfarið í danska landsliðið. Þetta er áht Sepp Piontek á félaga- skiptum danska landsliðsmannsins Jesper Olsen. Hann er nú í herbúð- um franska liðsins Bordeaux eftir nokkur rysjótt tímabil með enska stórveldinu Manchester United. Þar átti Olsen aldrei fast sæti í lið- inu, sat á bekknum og lék á víxl. Að sögn danskra blaöa fær Piontek nú betra færi á að fylgjast með Olsen en áður því danska pressan segir að Daninn verði einn burðarása í franska liðinu. Jesper Olsen á því bjartari daga framundan en hann hefur sótt á brattann síðasta kastið og var til að mynda eini landsliðsmaður Dana sem ekki fékk að spreyta. sig í Evr- ópumótinu í Vestur-Þýskalandi 1 sumar. JÖG Frétta- stúfar Aðalfundur ÍA Aðalfundur Knattspyrnufélags ÍA verður haldinn á morgun, laugardag, og hefst kl. 14 í sal Fjölbrautaskólans á Akranesi. Um kvöldið verður síðan uppskeruhátíð sumarsins og hefst hún á Hótel Akranesi kl. 20. íslandsmótið í karate íslandsmótið í karate fer fram í Laug- ardalshöllinni á morgun, laugardag, og hefst kl. 14. Úrsht byija síðan kl. 15.20. Keppendur eru 25 frá sex félög- um og keppa í kata kvenna og karla og fimm flokkum karla og éinum flokki kvenna í frjálsri viðureign. Uppskeruhátíð ÍK Uppskeruhátíð knattspyrnudeildar ÍK fer fram á sunnudaginn, 27. nóv- ember, í vestursal í Digranesi og hefst kiukkan fjögur og lýkur klukk- an sex. Vaiinn verður íþróttamaður ÍK 1988, ýmis önnur verðlaun afhent og boðið verður upp á veitingar og skemmtiatriði. Foreldrar og aðrir velunnarar knattspyrnudeildar ÍK eru hvattir til að láta sjá sig. Keilumót í Garðabæ Flestir bestu keiluleikarar landsins verða á meðal þátttakenda í opna Gull & silfur kvennamótinu í keilu sem fram fer um helgina í Keilulandi í Garðabæ. Mótið hefst í dag, fóstu- dag, klukkan sjö. Úrslitin hefjast síð- an klukkan hálfþijú á laugardag. Þess má geta að verðlaun fyrir þijú efstu sætin verða glæsilegir dem- antsskartgripir. f Körfubolti WStaðan / pw 11", 1. íbíii Flugleiðadeild: KR-ÍR........................58-59 ÍBK-Tindastóll.................... A-riðill: Njarðvík.....13 13 0 1163-927 26 Valur........14 9 5 1201-1043 18 Grindavík... 14 7 7 1118-1047 14 ÍS...........14 1 13 877-1343 2 Þór..........14 1 13 1044-1334 2 B-riðill: Keflavík.....13 11 2 1124-919 22 KR...........14 10 4 1122-1039 20 ÍR...........14 7 7 1051-1062 14 Haukar.......13 6 7 1162-1083 12 Tindastóll... 13 3 10 1076-1161 6 1. deild karla: Snæfell-Víkverji...........73-46 Reynir.........7 6 1 466-345 12 UÍA............6 4 2 411-356 8 Skallagrímur...7 4 3 441-156 8 Laugdælir.....6 3 3 841-339 6 UBK............6 3 3 415-399 6 Snæfell........6 3 3 425-418 6 Léttir.........7 2 5 410-494 4 Víkveiji.......5 0 5 251-344 0 1. deild kvenna: KR-Grindavik.................61^2 Valur........6 6 0 0 158-110 12 KR...........6 6 0 0 159-129 12 FH...........6 4 0 2 157-138 8 Stjaman......6 3 0 3 130-126 6 Víkingur.....6 3 0 3 160-165 6 KA...........6 2 0 4 134-142 4 Grótta.......6 2 0 4 128-141 4 UBK..........6 1 0 5 125-153 2 ÍBV.........5 1 0 4 102-121 2 Fram........5 1 0 4 104-132 2 Markahæstir: Hans Guðmundsson, UBK......42/9 Alfreð Gíslason, KR........41/7 Ámi Friðleifsson, Vík......39/8 Valdimar Grímsson, Val.....38/6 Páll Ólafsson, KR..........35/0 Sigurður Gunnarsson, ÍBV...33/6 Bjarki Sigurðsson, Vík.....32/1 Sigurpáll Aðalsteinss, KA..32/18 Óskar Ármannsson, FH.......31/18 Sigurður Sveinsson, Val....30/6 FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1988. 33 :plp| • Alfreð Gíslason brýtur sér leiö framhjá þeim Sigurði Ragnarssyni og Karli Þráinssyni og skorar eitt níu marka sinna fyrir KR í gærkvöldi. DV-mynd Brynjar Gauti (P)Alli með 19 - Páll og Alfreö afgreiddu Víkinga, 31-26 Páll Ólafsson og Alfreð Gíslason voru mjög atkvæðamiklir í liði KR í gærkvöldi er vesturbæjarliðið vann stóran sigur á Víkingum í 1. deildinni í handknattleik. KR sigraði, 31-26, og þeir Páll og Alfreð skoruðu 19 af mörkum KR. Staðan í leik- hléi var 16-15, KR í vil. Víkingar mættu til leiks án tveggja lyk- ilmanna. Guðmundur Guðmundsson er meiddur á olnboga og getur ekki æft í nokkra daga, og varnarmaðurinn sterki, Einar Jóhannesson, er erlendis og það munar um minna fyrir Víkinga. Það kom berlega í ljós í leiknum í gærkvöldi. Gangur leiksins Fyrri hálfleikur var mjög jafn en mest náðu KR-ingar þriggja marka forskoti. Eitt mark skildi liðin að í leikhléi en KR-ingar komust fljótlega í 20-16 í síðari hálfleik. Víkingar minnkuðu síðan mun- inn í 25-23 eftir að KR haföi komist í 25-20. Víkingar gerðu síðan mörg mistök í síðari hluta seinni hálfleiks og sigur KR var aldrei í nokkurri hættu. Páll og Alfreð skoruðu 19 mörk Páll og Alfreð voru bókstaflega allt í öllu hjá KR. Þessir tveir bera Uðið aiger- lega uppi og aðrir leikmenn falla alveg í skuggann. Páll skoraði 10 mörk og Alfreð 9. Annars virðist KR-liðinu skorta nokk- uð á til að teljast líklegt til að vinna ís- landsmótið að þessu sinni. Allavega verður það að leika mun betur í næstu leikjum en í gærkvöldi. Víkingar verða að leika varnarleik Víkingar verða að fara að leika vamar- leik ef þeir ætla að fá stig í deildinni í næstu leikjum. í gærkvöldi fékk liðið á sig 30 mörk eða meira í annað skiptið í röð. Annars geta Víkingar þokkalega viö leik sinn unað, það var mjög slæmt fyrir liðið að missa Guðmund og Einar, og ekki bætti úr skák að Bjarki Sigurðsson náði sér engan veginn á strik. Þeir Bjarki og Guðmundur skomðu sem kunnugt er 18 mörk í síðasta leik Víkings. Þá verður ékki Utið framhjá þeirri staðreynd að dómarar leiksins vom Víkingum óhag- stæðir, en það réð ekki úrshtum. Ámi Friðleifsson lék vel og var bestur Vík- inga. Mörk KR: Páll Ólafsson 10, Alfreö Gíslason 9/1, Stefán Kristjánsson 5, Konr- áð Olavsson 3, Jóhannes Stefánsson 2, Sigurður Sveinsson 1, Guðmundur Al- bertsson 1. Mörk Víkings: Ámi Friðleifsson 1Ó/4, Siggeir Magnússon 6, Eiríkur Benónýs- son 3, Karl Þráinsson 3, Bjarki Sigurðs- son 3, Sigurður Ragnarsson 1. Víkingar vom einum færri í 16 mínútur en KR-ingar í tíu. Leikinn dæmdu Rögn- vald Erlingsson og Gunnar Kjartansson og hafa dæmt betur. -SK _________________íþróttir ÍR-ingar héldu haus í lokin - og unnu KR sanngjamt, 59-58 Með því að halda boltanum síðustu 45 sekúndurnar tókst ÍR-ingum að innbýrða nauman en sanngjarnan sigur á KR-ingum í Hagaskólanum í gærkvöldi. Lokatölur urðu 59-58 Breiðhyitingum í vil en þeir höfðu forystu allan tímann ef undanskildar em upphafsmínútumar þegar KR komst í 5-0. Þá meiddist Birgir Mika- elsson og hvarf af leikvelli, ÍR skor- aði 13 stig í röð á meðan KR-ingar voru að jafna sig og þau gerðu útslag- ið þegar upp var staðið. Staðan í hálfleik var 36-30 og for- ystan var 7-11 stig þar til á lokamín- útunum að KR-ingar gerðu sér loks- ins grein fyrir því að þeir væru að tapa leiknum og fóru að beijast. Leikur þeirra var í molum mestallan tímann og ívar Webster hélt þeim á floti í sókn og vörn þótt honum væru oft sjálfum mislagðar hendur. Jó- hannes Kristbjömsson tók viö sér undir lokin en þá var það of seint. ÍR-ingar náðu forystu sinni með krafti og baráttu og þeir Sturla og Björn fóru á kostum í fyrri hálfleikn- um, skoruðu 24 af fyrstu 25 stigum liðsins en höíðu hægt um sig eftir það. Sturla var þó óhemjudijúgur í vöm allan tímann og dreif liöið áfram og það voru samheldnin og baráttugleðin sem vom gmnnurinn að sigri ÍR-inga. Stig KR: ívar Webster 23, Ólafur Guðmundsson 12, Jóhannes Kristj- ánsson 11, Láms Árnason 5, Lárus Valgarðsson 4, Gauti Gunnarsson 3. Stig ÍR: Sturía Örlygsson 16, Björn Steffensen 13, Jón Örn Guðmunds- son 10, Jóhannes Sveinsson 7, Bragi Reynisson 6, Ragnar Torfason 4, Karl Guðlaugssón 3. Leifur Garðarsson og Gunnar Val- geirsson dæmdu leikinn mjög vel. -VS ÍBK stakkaf - og sigraöi Tindastól, 99-64 Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum: „Enn einu sinni náðum við góðum kafla í síðari hálfleik. Við komum vel undirbúnir til leiks eftir að hafa tap- að fyrir Tindastól í síðustu umferð," sagði Jón Kr. Gíslason, fyrirliði ÍBK, eftir að lið hans hafði unnið Sauð- krækingana, 99-64, í gærkvöldi. Staðan í hálfleik var 49-14, heima- mönnum í hag. Fyrri hálfleikur var mjög slakur hjá báðum liðum, sérstaklega Keíl- víkingum, þar sem varnarleikur þeirra var í molum. Úrshtin réðust á fimm mínútna kafla í byrjun síðari hálfleiks, þar sem Keflvíkingar náðu 20 stiga forskoti, sem þeir síðan bættu enn frekar við. Bestir þeirra vom Guðjón og Jón Kr., og skárstir í liði gestanna voru Valur og Eyjólfur sem þó hafa oft leikið betur. Stig ÍBK: Jón Kr. Gíslason 23, Guð- jón Skúlason 22, Sigurður Ingimund- ,. arson 17, Magnús Guðfinnsson 8, Albert Óskarsson 7, Axel Nikulásson 7, Nökkvi Jónsson 6, Falur Harðar- son 5, Einar Einarsson 2, Gestur Gylfason 2. Stig Tindastóls: Valur Ingimundar- son 20, Eyjólfur Sverrisson 17, Sverr- ir SverrisSon 13, Björn Sigtryggsson 10, Ágúst Kárason 2, Guðbrandur Stefánsson 2. Dómarar. vom Jón Otti Ólafsson og Jón Bender og dæmdu mjög vel. ,t0 JP Sala getraunaseðla lokar kl. 14:45 á laugardögum 47. LEIKVIKA - 26. NÓV. 1988 1 X 2 leikur 1. Charlton - Nott.For. leikur 2. Coventry - AstonVilla leikur 3. Derby - Arsenal leikur 4. Middlesbro • Sheff.Wed. leikur 5. Norwich - Luton leikur 6. Shouth.ton - Millwall leikur 7. Tottenham - Q.P.R. leikur 8. West Ham - Everton leikur 9. Blackburn - Portsmouth leikur 10. Leeds - Stoke leikur 11. Leicester - Bradford leikur 12. W.B.A. - Crystal Palace Símsvari hjá getraunum eftlr kl. 17:00 á laugardögum er 84590 og 84464. MUNIÐ HÓPLEIKINN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.