Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1988, Side 31

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1988, Side 31
FTMMÝUDAGltiVs. ” 1988. Smáauglýsingar -•81 LífsstQl Leðurhornið, Skólavörðustíg 17, s. 25115. Leður- og rúskmnsfatnaður á dömur og herra. Urvalið og gæðin eru hjá okkur. Viðgerðaþjónusta. Vetrarhjólbarðar. Hankook frá Kóreu. Gæðahjólbarðar. Mjög lágt verð. Snöggar hjólbarðaskiptingar. Barðinn hf., Skútuvogi 2, Reykjavík. Símar 30501 og 84844. Dusar sturtuhurðir og baðkarsveggir á kjaraverði. A. Bergmann, Miðbæjar- markaðnum, Aðalstræti 9, s. 91-27288. ■ Bílar til sölu MMC Mini Van 4WD ’88 til sölu, ekinn 13 þús. km, sæti fyrir 8 manns, auka- hlutir í bílnum að verðmæti 100 þús. Verður seldur með 250 þús. kr. afslætti miðað við nýverð. Uppl. í síma 17678. Lada station 1500, árg. ’88, ekin 29 þús. km, ný vetrar- og sumardekk. Verð 260 þús., staðgreiðsluafsláttur 40 þús. Uppl. í síma 91-17678. Pajero Super Wagon, 5 dyra, árg. ’86, ekinn aðeins 38 þús. km, vel útbúinn, á nýjum dekkjum, silfurlitaður, glæsi- legur bíll. Uppl. í síma 91-17678. Blazer, árg. '83, til sölu, sjálfskiptur, vökvastýri, álfelgur, rafmagn í rúðum. Góður bíll frá Akureyri. Ath. ný vetr- ardekk. Uppl. í síma 96-25611 milli kl. 19 og 22. Toyota Tercel '87, ek. 37 þús. km. Verð kr. 650 þús. MMC Galant 2000 ’85, ek. 67 þús. km, m/öllu. Verð kr. 550 þús. Nissan Micra '89, ek. 1.400 km, sjálf- skiptur. Verð kr. 495 þús. Honda Civic ’88, ek. 6 þús. km. Verð kr. 690 þús. Subaru Justy 4x4 '86, ek. 31 þús. km. Verð kr. 375 þús. Vantar bíla á söluskrá og á sýningar- svæði okkar, 300 ferm innisalur. Opið mán.-lau. 10-19, sunnud. 13-17. Renault Trafic Micrabus disil, 5 gíra, 4x4, árg. ’87, ekinn 47 þús. km, sæti fyrir 12 manns. Uppl. í síma 91-688888. Sigurður. Smár en knár - Zastava ’78. Þessi guli gæðingur er falur f. sanngjarnt verð. Viljugur og við góða heilsu, góð vetr- ardekk, skoðaður ’88, ekinn 69 þús. km. Til sýnis og sölu að Akurgerði 41 e.kl. 17, sími 91-35475. Tilfelli vegna ofneyslu lýsis eru fátið hér á landi. Lýsi og hollusta þess Það ætti ekki að þurfa að segja okkur íslendingum frá því hve holl lýsisneysla er. Aftur á móti líta út- lendingar hana öðrum augum. Þessi þjóðlegi siður að skella í sig sopa á hverjum morgni þætti flestum út- lendingum sjálfsagt ógeðfelld reynsla. Einnig er víst að þeir muni setja fleiri spurningarmerki við til- ganginn með lýsisdrykkjunni. Sjálfságt yrði spurt um tflraunir sem hafa verið framkvæmdar á ein- staklingum og jafnframt um hverjar afleiðingarnar yrðu af ofneyslu og hversu líkieg hún væri. Þess háttar spurningar eru eðlflegar og eru í raun þær sömu og við sjálf setjum fram þegar verið er að íjalla um ýmis hollefni sem upprunnin eru í fjarlægum l.öndum. En hollur er heimafenginn baggi, segir máltækið. Víst er að lýsið gagn- ast okkur vel hér á eyju í Norður- Atlantshafi. Annað mál er hvort það gagnist íbúum annara landa eins og til dæmis Kóreubúum þar sem gin- sengið er ræktað. Eins þarf ekki endilega að vera að ginseng sem gagnast Kóreubúum gagnist okkur að sama skapi. Það getur samt vel verið að svo sé (þrátt fyrir skort á rannsóknum um ýmsa þætti þess) en það er fyllilega eðlilegt að setja fram spurningar um slíkt. Það ætti því ekki að koma okkur á óvart ef útlendingar virðast vera vantrúaðir á hoflustu lýsisins. Hin síðari ár hefur þó orðið breyt- ing á. Víða eru stundaðar rannsóknir á hollustu omega-3 fitusýra. Upp- hæðimar sem fara í þessar rann- sóknir eru gífurlegar og fara vax- andi. Það er auðvitaö vegna þess að jákvæð áhrif omega-3 fitusýra eru sífellt að koma betur í ljós. Dæmi um aöeins nokkra þá þætti sem hafa verið rannsakaðir og sem rannsóknamenn telja að omega-3 fitusýrurnar í lýsinu geti haft jákvæð áhrif á eru: Mænusigg, kransæða- sjúkdómar, háþrýstingur, sykursýki, gigt, streita og krabbamein. Það skal þá engan undra aö auknu fé sé varið tfl rannsókna af þessu tagi. Hér er þó ekki um nein „sann- indi” eða sannaðar tflgátur að ræða, heldur vísbendingar sem byggðar eru á líkum eða tölfræðilegum út- reikningum og líkindafræði. Þessar vísbendingar benda sem sé til þess að um tengsl geti verið að ræöa, þ.e. líkur eru á að jákvæðara sé að neyta lýsis en ekki. En hvaö þá með ofneysluna? Hvemig getur hún verið varasöm? Þeir þættir í lýsi sem gætu átt til að vera varasamir t.d. vegna ofneyslu eru: (fyrir utan fituna sjálfa sem er holl fita) Nokkrar staðhæfingar 1) Þránuö fita í gömlu lýsi er talin vera varasöm. 2) Of mikið af fltuleysnum vítamín- um getur safnast í fituvefi líkamans viö langvarandi neyslu. 3) Of mikið af fjölómettuöum fitusýr- um í líkamanum eykur þörf á þráa- vörn. 4) Óhagstæö samverkan getur átt sér stað við næringarefni í meltingar- vegi. 5) Blæðingartími lengist, sem veldur hægari blóöstorknun. 6) Breytingar í starfsemi fruma við aukið hiutfall fjölómettaðra fitusýra í frumuvegg geta breytt starfsemi líf- færa. 7) Of mikið af fiskfitu í fæðinu getur hamlað gegn ' ýmsum jákvæðum áhrifum plöntufitu. 8) Ýmsar efnaskiptabreytingar geta átt sér stað. Nokkur svör 1) Því er til að svara að markaössetn- ing á lýsi hérlendis er til mikillar fyrirmyndar enda hlotið veröskuld- uð verðlaun. Hvað varðar markaðs- setningu þess erlendis er augljóst að neytandinn þar (eins og hér) gerir sér væntanlega fljótt grein fyrir því hvað er gott og hvað er slæmt lýsi. 2) Hvað varðar vítamínin (A, D og E) er ekki um ofurskammt (tífaldur dagskammtur) að ræða þegar lýsis er neytt sem matskeið eða sopi á dag. Stórir menn gætu jafnvel fengið sér tvær matskeiðar. Því má heldur Neytendur ekki gleyma að ekki væri rétt að mæla gegn neyslu lýsis ef ofneysla væri almennt ekki fyrir hendi ef svo færi að vítamínskorts gætti þar sem hann var ekki fyrir hendi áður. Það vill nefnilega svo til aö sjúk- dómstilfelli vegna stórra vítamín- skammta úr lýsi eru mjög fátið hér- lendis sem betur fer þrátt fyrir mjög almenna notkun þess. Þó telja ýmsir að rétt sé að neyta fiskfitu sem inni- heldur lítið af fituleysanlegum víta- mínum þegar verið er að sækjast eft- ir áhrifum fitunnar vegna þesS magns sem þarf. • 3) Eitt fituleysanlegu vítamínanna er E-vítamín sem er einnig þráavam- arefni. Lýsið er því með innbyggða þráavöm. 4) Fitusýrur í lýsi geta bundist við kalk og myndað sápu. Ekki þaö að sápunin sé varasöm heldur gætu kalk og önnur steinefni bundist fit- unni þannig að þau nýttust ekki sem skyldi. Hins vegar má telja að D- vítamínið bæti upp fyrir það og gott betur þar sem það bætir kalkefna- skiptin. 5) Það var einmitt langur blæðingar- tími hjá Grænlendingum sem leiddi til uppgötvana á hollustu fitusýra í fiskfitu. Þeir sem neyta asperíns geta fengið sömu einkenni. Þetta er í raun einkenni þess að lýsi þynnir blóðið. Það er ekki taliö alvarlegt þó að blóð storkni eitthvað seinna ef það storknar að lokum. Þetta er þó talið vera jákvætt og hamlar gegn krans- æðasjúkdómum. 6) Breytingar á frumum líkamans j vegna neyslu fiskfitu virðast heldur i vera jákvæðar en neikvæðar sam- | kvæmt niðurstöðum rannsókna, m.a. hérlendis. Þó getur ætíð verið um eitthvað að ræða sem enn er , óuppgötvað. 7) Plöntuolíur innihalda lífsnauösyn- legar fitusýrur sem mynda ákveðið jafnvægi við aðrar fitusýrur í líkam- anum eins og t.d. úr fiskfitu. Dæmi eru um að færeyskar konur eigi stærri börn vegna lengri meðgöngu, þar sem fitusýruhormónar úr fiski tefja fyrir myndun fitusýruhormóna úr plöntufitu sem framkalla fæðing- una. Þetta er að sjálfsögðu tflgáta eins og ýmsflegt annað sem hér hefur verið minnst á. Mikilvægt er þó talið að jafnvægi sé milli mismunandi fitusýra með því að neyta fiölbreytts matar. 8) Rannsóknir á efnaskiptum mis- munandi fitusýruhópa úr fæðinu í líkamanum geta reynst erfiðar. Hafa mótsagnakenndar niðurstöður kom- ið fram oftar en einu sinni. Ljóst er þó að óhætt er að mæla með lýsinu miðað við þá þekkingu sem þegar liggur fyrir. Ahrifin á efnaskiptin (og blóðfituna) eru talin jákvæðari því meira sem neytt er af omega-3 fitusýrum (upp að vissu marki). Þá er að sjálfsögðu ékki átt viö ofurskammta né hliðarverkanir eins og hættu á of miklu af vítamín- um. Af framansögðu má ljóst vera aö ofneysla er varasöm, en eins og neyslan fer fram, a.m.k. hérlendis, er vart um það að ræða. Við ættum því að geta neytt lýsis með góðri samvisku á meðan vís- indamennirnir halda áfram að rann- saka og vonandi staðfesta betur ýms- ar áðumefndar tflgátur um það hvemig fiskfitan í lýsinu getur reynst okkur holl. Ólafur Sigurðsson matvælafræðingur V

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.