Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1988, Side 32
32:
MM.MTl.'DAGUK 8.
Lífsstfll
/lót ii.VI'K iWtiiMi ú wnvi :
Mn. Mt uw vnf.r ft’ðr vi'i
óMÍ .iptíivivyAM *«,v i.tí fh!u
ínuttintudti/gtgfflþrirro ::
Stóri
Kveitna-
fræóarinii
II.XINN
Miruw> Stopp/m/
Strdkar - útlit- vinir ' þroski
foreidrar - skóli ■ ogallt hitt...
Nýjar bækur:
Stelpnafræðarinn og
Stóri kvennafræóarinn
Tvær bækur eru nýútkomnar
eftir bandaríska lækninn Miriam
Stoppard (eiginkonu bandaríska
leikritahöfundarins Tom Stopp-
ard). Þessar bækur eru Stelpna-
fræöarinn og Stóri kvennafræðar-
inn. Báðar þessar bækur eru, eins
og nöfnin benda til, ætlaðar konum
en líklega veröur karlmönnum
ekki meint af því að líta í þær.
Stelpnafræðarinn gefur nokkuð
skýr svör um tímabilið þegar ung
stúlka er að breytast í konu. Farið
er í kynþroskaskeiðið, félagslífið,
fjölskyldumál, allt um kynlíf og
skólalífið. Einnig er stiklað á hlut-
um eins og góðu útliti og góðri
heilsu. Bókin er prýdd fjölda skýr-
ingamynda, bæði teiknuðum og
ljósmyndum.
í fljótu bragði má sjá að engar
nýjar upplýsingar er aö finna í bók-
inni en engu að síður er hún mjög
gagnleg sem fyrsta samantekna
upplýsingaritið fyrir ungar stúlk-
ur. En hún byggir fremur á hag-
kvæmum upplýsingum en upplýs-
ingum um sálfræðilegu vandamál-
in sem fylgja því að þroskast ört.
Stóri kvennafræðarinn er öllu
merkilegra rit. Hann er hvorki
fleiri né færri en 430 blaðsíður og
hefur aö geyma ógrynni upplýs-
inga handa konum. Nokkuð ítar-
lega er farið í hvern þátt og er bók-
in ætluð konum á öllum aldri. Meg-
intilgangur bókarinnar er að fræða
konur um eigin líkama, starfsemi
hans og gefa þeim góð ráð og leið-
beiningar um hvernig þær geta
best haldið líkamlegri og andlegri
heilsu.
Ýmsir kaflar bókarinnar hafa
verið staðfærðir nokkuð og lagaðir
að íslenskum aðstæðum. Til þess
hafa fengist sérfróðar konur á við-
komandi sviðum.
Stóri kvennafræðarinn er hin
merkilegasta bók sem íjallar um
allt frá því hvernig á að halda sér
unglegri og upp að fjalla um frjóse-
miskeið kvenna. Auk þess er hún
mjög handhæg sem uppflettirit.
-GKr
litimir þínir
Litgreiningaræöi hefur gengið
um gjörvallt ísland undanfarin tvö
ár eða svo. Því hiýtur þaö að vera
mikill fengur fyrir þær sem hafa
fengið smjörþefinn af því hvaða liti
þær eiga að nota og auövitað þær
sem eru enn að vandræðast, að
hafa bók í hillunni sem segir
hvemig þær eigi að klæðast.
Unnur Arngrímsdóttir hefur um-
sjón með íslenskri útgáfu bókar-
innar sem er þýðing á ensku bók-
inni „Colour Me Beautiful“ sem
hefur selst í meira en fjórum millj-
ónum eintaka.
Bókin er prýdd fjölda litmynda
og þar eru margar handhægar upp-
lýsingar um litatöfra. Myndirnar
sýna, svo ekki verður um villst, að
litimir geta gert gæfumuninn. En
einn galli er þó á gjöf Njarðar, að
konumar, sem notaðar eru sem
fyrirmyndir í bókinni, eru mjög svo
alþjóðlegar í útliti og það nær ekki
beinlínis yfir íslenskt útlit. Þó er
ein og ein sem gæti verið íslensk.
Notuð em fjögur hugtök til að
aðgreina fólk í litaform og er þaö
LmmmpíNm
Litavat i tótum oa farða
McteölubóWn Xolor Me Beautlful*
efltr Catolc JacKson
vetur, sumar, vor og haust.
Farið er í flesta áhersluþætti ytra
útlits: andht, hár, fatnað og auka-
hluti, sem og tísku, vaxtarlag og
tískufyrirbrigði.
Bókin er í sjálfu sér engin biblía
en aðgengileg þeim sem vilja láta
leiðbeina sér um ytra útlit.
Ágætá íslenska þýðingu annaöist
Ásthildur Guðmundsdóttir.
-GKr
Þríhyrnur og langsjöl
Þríhymur og langsjöl heitir ný-
útkomin bók samantekin af Sigr-
únu Halldórsdóttur. Heimilisiðn-
aðarfélag íslands gefur hana út.
Sigrún Halldórsdóttir segir í for-
mála að tilgangur þessarar bókar,
auk þess að minnast 75 ára starfs
Heimilisiðnaðarfélags íslands, sé
að leitast við að varðveita og við-
halda þeim þætti íslensks heimih-
siðnaðar sem einna hæst hefur bo-
rið í alhangan tíma.
Verkið hefur verið unnið þannig
að nokkrar hyrnur og langsjöl í
safni Heimihsiðnaðarfélagsins og
önnur í einkaeign hafa verið
greind, uppskrift teiknuð á rúðu-
pappír og saminn skýringatexti
með hverri.
í fyrsta kafla bókarinnar er farið
í sögu þessa hlífðarfatnaðar en að
því búnu taka við uppskriftir. En
mörg langsjöl og þríhyrnur bera
nafn höfunda sinna frá fyrri tíö eöa
þeirra staða sem þau voru tahn
koma frá, til að mynda er þama
xuiíæ. k iuu«*íoornK
ÞRÍHYRNUR
OG LANGSJÖL
Hyma Herborgar og Þríhyma úr
Þistilfirði.
Bókin er myndskreytt vönduðum
ljósmyndum en þær tók Rut Hall-
grímsdóttir.
Höfundur bókarinnar, Sigrún
Halldórsdóttir, er fyrrverandi
skólastjóri Heimihsiðnaðarskól-
ans.
Laufabrauðið
sameinar
fjölskylduna
Laufabrauðsgerð var áður fyrr
fremur staðbundin hefð á Noröur-
landi. Á allra síðustu ámm hefur
laufabrauðsgerð fyrir jól breiðst út
um landið, bæði vegna flutninga
fólks mihi landshluta og þess aö
mörgum finnst skemmtilegt að búa
til ákveðna jólahefð í kringum fjöl-
skylduna. Fátt er eins tilvalið til að
hóa fjölskyldunni saman og laufa-
brauðsgerð.
Til að auðvelda viðvaningum verk-
ið eru framleiddar í brauðgerðar-
húsum laufabrauðskökur, tuttugu
eða fleiri í pakka. Með kaupum á slík-
um kökum sleppur maður við erfið-
asta og seinlegasta verkið, að fletja
út. Einungis þarf að skera út mynstr-
ið og steikja kökurnar og þá er aht
thbúið. í mörgum matvöruverslun-
um eru seldir slíkir pakkar og kosta
þeir frá 500-700 kr. eftir stærð. Að
vísu segja „laufabrauðsvanir" að
aðkeyptu kökurnar séu ekki eins
góðar og heimatilbúnar.
Laufabrauðsjárn flýta svo enn
frekar fyrir verkinu og henta vel
þeim óþolinmóðu. Slik járn fást í ís-
lenskum heimihsiðnaði og kosta
Matur
2.200 krónur og í Kristjáns-bakarh á
Akureyri, þar kosta þau 1.875 krónur
(án sendingarkostnaðar).
Einföld laufa-
brauðsuppskrift
Þessa uppskrift fengum við hjá
þaulvanri „laufabrauðsfrú". Hún
fékk hana hjá manni, ættuðum úr
Húnavatnssýslu, þegar hún kvartaði
undan erfiðinu við að fletja út. Hrís-
mjöhð í deiginu gerir það léttara og
meðfærilegra.
7 bollar hveiti
3 bohar hrísmjöl
11 sjóðandi mjólk
1 msk. sykur
'A msk. salt
Þurrefnunum er blandað vel sam-
an og vætt með mjólkinni. Varið
ykkur - hún er heit. Deigið er hnoðað
vel saman þar til það er slétt og
sprungulaust. Takið af deiginu nægj-
anlega mikið í eina köku, það er auð-
veldara að vinna það í minni eining-
um. Notið disk til að mæla hring og
skerið með kleinujámi eða pitsu-
hjóli. Kökurnar eru steiktar í plöntu-
feiti eða ohu og byrjað á þeirri hlið
sem laufaskurðurinn er á. Leggið
kökurnar á eldhúspappír og léttan
hlemm yfir svo sléttist úr þeim.
Sumir salta aðeins yfir kökurnar
og bjóða þær þá með einhverju öðru
en hangikjöti, t.d. ídýfum, ostum og
salati.
-JJ
Það sem til þarf: laufa-
brauðsjárn, litill vasa-
hnífur og gaffall til að
pikka kökurnar með fyr-
ir steikingu. Gefið hug-
myndafluginu lausan
tauminn við útskurðinn.
DV-myndir Brynjar
Gauti
Eftir aö búið er að móta
kökurnarer laufa-
brauðsjárninu renntyfir.
Síðan er annað hvert
lauf tekið upp með
vasahnífi og því þrýst
niður.