Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1988, Síða 20
20
FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1988.
FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1988.
Guðni má
leika með
gegn Luton
- Tottenham fékk helmild 1 gær
„Tottenham hefur fengið því fram-
gengt að ég megi leika rneð aöalliði
félagsins. Stjórn deildaliðanna vildi
ekki heimila mér það vegna þess að
samningur minn við Tottenham tek-
ur ekki formlega gildi fyrr en ég fæ
varanlegt atvinnuleyfi í landinu en
stjórn Tottenham gat bent á fordæmi
þar sem áhugamaður hefði fengið að
leika án samnings og það dugöi,"
sagði Guðni Bergsson, landsliðsmað-
ur í knattspyrnu, í samtali við DV í
gærkvöldi.
Guðni gekk frá samningi sínum við
Tottenham sl. föstudag en hann er
ekki formlega genginn í gildi eins og
áður segir. Hann er með atvinnu-
leyfi til bráðabirgða sem rennur út í
fyrstu vikunni í janúar.
Með þessu er Tottenham heimilt
aö nota Guðna þegar liðið fær Luton
í heimsókn í 1. deildar keppninni á
annan í jólum. „En það er annaö mál
hvort ég verð látinn leika. Liðið hefur
unnið tvo sannfærandi sigra í röö og
það væri rökrétt að gera engar breyt-
ingar á því þannig að ég á eins von
á að verða ekki valinn,“ sagði Guðni.
Jólahald enskra knattspyrnu-
manna er ekki mikið. Guðni og félag-
ar æfa á Þorláksmessu og aðfanga-
dag og þeir sem veröa valdir fyrir
leikinn gegn Luton fara inn á hótel
um kvöldmatarleytið á jóladag og
dvelja þar um nóttina.
-VS
Malmö tapaði heima
gegn Redbergslid
- 1 sænsku úrvalsdelldinni 1 gærkvöldi
íþróttir
„Grafarvogsmálið“
Formaður
af villigötu
Einn minna ágætu félaga sendi
mér kveðju í DV sl. mánudag.
Ástæðan var lítil vamargrein
vegna nýstofnaðs félags sem
langar að lifa. Þótt ég sé flestu
sammála í greininni og fagni
mörgu kemst ég ekki hjá að koma
með smávægilegar ábendingar.
1. UMEI hefur engu Reykjavik-
urfélagi sett stólinn fynr dyrnar
eða gert tilraun til þess. Ef átt er
viö greinarstuf minn þá var hann
til varnar Reykjavíkurfélagi.
2. Um þekkingarleysi mitt á
íþróttamálum Reykjavíkur má
sjálísagt deila og er sjálfsagt eng-
inn fullkominn í þeim efnum. Eg
á börn sem hafa tekið þátt í starfi
hjá fjórum félögum í Reykjavík
og hef reyndar sjálfur verið í
tveimur, þótt nokkuð sé um liðið.
3. Ekki get ég séð að með grein
minni hafi ég lýst neinni óvild
íþróttahreyfingarinnar í Reykja-
vík til UMFÍ, þótt ég segði að sum-
um hefði brugðið er ungmennafé-
lag var stofiiað í Reykjavík og
engu illu orði vék ég aö einu ein-
asta félagi í Reykjavik og minnist
ekki að hafa gert. Ég benti aðeins
á að félag, sem hefur haslað sér
völl á ákveðnu svæði, hafi skyld-
ur gagnvart því svæði.
Ég fagna ummælum félaga
míns um að stuðla að uppbygg-
ingu svæðisins í Grafarvogi fyrir
félagið þar, Fjölni. Ég hef reyndar
aldrei efast um einlægan áhuga
hans fyrir uppbyggingu íþrótta-
aðstöðu í Reykjavík.
Það sem mestu máli skiptir er
að byggja upp öflugt æskulýðs-
og íþróttastarf og gefa sem flest-
um möguleika á þátttöku hvar
sem þeir búa. Um það ættum við
ekki aö þurfa að deila.
Pálmi Gíslason, form. UMFÍ
HM í knattspymu:
Stórsigur
Spánverja
Spánverjar unnu stórsigur á
Norður-írum, 4-0, þegar þjóðim-
ar mættust í 6. riðli undankeppni
HM í Seville i gærkvöldi. Rogan
skoraði sjálfsmark í fyrri hálf-
leiknum og síðan skoruðu
Butragueno, Michel og Fem-
andez þrjú mörk á tíu mínútum
snemma í síðari hálfleik.
Staðan í 6. riðli:
Spánn....2 2 0 0 6-0 4
Ungveijal..2 110 3-2 3
N-írland......4 112 3-53
írland....2 0 11 0-2 1
Malta.....2 0 11 2-5 1
-VS
Malmö mátti sætta sig við ósigur,
27-30, gegn Redbergslid á heimavelli
í sænsku úrvalsdeildinni í hand-
knattleik í gærkvöldi. Staðan í hálf-
leik var 8-14, Redbergslid í hag, en í
síðari hálfleiknum náði Malmö að
minnka muninn í tvö til þrjú mörk
en vantaði herslumuninn til að jafna.
Gunnar Gunnarsson skoraði þrjú
marka Malmö en markahæstur í lið-
inu var hornamaðurinn Jörgen
Kamph sem skoraði 7 mörk. Björn
Jilsen skoraði 6 mörk fyrir Red-
bergslid og Markus Wieslander 5 en
í liðinu eru sjö leikmenn sem hafa
leikið með sænska landsliðinu á
þessu ári.
Eftir níu umferðir eru Sávehof og
Drott efst með 14 stig, Redbergslid
13, Cliff 12, GUIF og Lugi 11, Katar-
ineholm 8, Ystad, Malmö og Kropps-
kultur 6, Saab 4 og Karlskrona rekur
lestina með 2 stig.
-GG/VS
Iþróttamaður ársins 1988
Nafn íþróttamanns:
íþróttagrein:
1.
2.
3.
4.
5.
Nafn:
Sími:
Heimilisfang:_
Sendið til: íþróttamaður ársins - DV - Þverholti 11-105 Reykjavík.
L
Af hverju finnst KRÖKKUM bækurnar um
LITLU VAMPIRUNA
svona skemmtilegar?
Þær eru
FYNDNAR
SPENNANDI
ÆVINTÝRALEGAR
0G GÓÐAR!
Nálin bókaútgáfa
• Þorgils Óttar Mathiesen er ekki svipur hjá sjón þessa dagana með íslenska landsliðinu frekar en margir aðrir lykilmenn liðsins. í gærkvöldi misnotaði Þorgils
Óttar mörg góð marktækifæri, nokkuð sem hann gerir ekki við eðlilegar aðstæður. DV-mynd Brynjar Gauti
íslendingar mörðu sigur 1 síðari vináttuleiknum við Svía:
„Stutt í að mig fari
að dreyma handbolta“
- Landsnðsmenmrnir eru að gefast upp. Hrafh og Guðjón skópu sigurinn
„Leikmenn íslenska landsliðsins eru
alveg yfir sig þreyttir. Ég til dæmis er
búinn að eyða svo að segja hverjum ein-
asta degi síðustu tvö árin við æfingar
eða keppni og svo er um marga fleiri,"
sagði Alfreð Gíslason eftir nauman sig-
ur íslenska landsliðsins í handknattleik
gegn því sænska í Laugardalshöll í gær-
kvöldi. ísland marði eins marks sigur,
23-22, eftir að hinir ungu Svíar höfðu
haft forystuna í leikhléi, 7-11.
Leikurinn í gærkvöldi var nánast
martröð á að horfa. Baráttuglaðir Svíar
yfirspiluðu íslenska liðið lengst af og ef
frá eru taldar nokkrar mínútur í síðari
hálfleik var leikur íslenska liðsins
hroðalega lélegur. En sigur vannst í
leiknum og það var mikil sárabót.
Reyndar var heiður landsliðsins okkar
í veði og sigurinn því mikilvægur.
Menn verða að átta
sig á staðreyndum
Frammistaða íslenska landsliðsins í
fyrri leiknum hefur verið eitt helsta
umræðuefni íþróttaáhugamanna upp á
síðkastið og síðari leikurinn mun ekki
síður verða umræðuefni enda ástandið
alvarlegt. Bogdan hefur verið gagn-
rýndur fyrir innáskiptingarnar, valið á
liðinu og fleira og fleira. Allt á þetta
eflaust rétt á sér. En staðreyndin er hins
vegar sú að leikmenn landsliðsins, og
þá er átt við þá sem léku á síðustu
ólympíuleikum, eru að þrotum komnir
líkamlega og andlega. Það er ekki enda-
laust hægt að hlaða verkefnum á sömu
herðarnar og ætlast sífellt til þess að
liðið nái að sýna toppleik. Og það er
heldur ekki hægt að krefjast þess að
menn berjist af fullum krafti einungis
vegna þess að þeir leiki í landsliðspeys-
um. Þrekið verður að vera fyrir hendi.
Ef haldið verður áfram að djöfla leik-
mönnum landliðsins út eins og þrælum
fram að b-keppninni geta menn gleymt
þeim draumum að ísland eignist aftur
a-þjóð í handknattleik.
Svíaleikirnir voru
alger tímaskekkja
Þeir tveir vináttuleikir sem nú eru aö
baki gegn Svíum voru gersamlega til-
gangslausir. En fyrst ákveðið var að fá
Svía hingað með tíu nýliða átti að gefa
ungum leikmönnum tækifæri í leikjun-
um í stað þess að „keyra“ sífellt á upp-
gefnum ólympíuförum. „Það er engin
leikgleði í þessu núna hjá okkur. Mín
skoðun er sú að landsliðið ætti algerlega
að fá frí þar til í lok janúar. Þá kæmu
menn inn í þetta fullir af leikgleði og
hungraðir í að gera góða hluti. Þá
myndu menn berjast og hafa gaman af
því í stað þess að reyna af veikum
mætti að berjast af eintómri skyldu-
rækni,“ sagði Alfreð Gíslason eftir leik-
inn gegn Svíum í gærkvöldi og hann
bætti við: „Það er mjög stutt í að mig
fari að dreyma handbolta."
Nýliðarnir stóðu sig
frábærlega vei
í heild var leikur íslenska liðsins í gær-
kvöldi mjög slakur. Þó áttu þeir Hrafn
Margeirsson, markvörður úr ÍR, og
Guðjón Árnason úr FH, sem lék sinn
fyrsta landsleik, mjóg góðan leik. Hrafn
varði 16 skot, eitt víti, og Guðjón gerði
vart mistök er hann kom inn á í síðari
hálfleik og skoraði 5 mörk. Aörir leik-
menn voru ekki svipur hjá sjón.
Tæpt í lokin
Svíar komust yfir strax í byrjun leiks
og héldu forystunni allt þar til um miðj-
an síðari hálfleikinn. Mest höföu Svíar
sex marka forskot í fyrri hálfleik. í
leikslok munaði minnstu að sigrinum
yrði gloprað niður. Svíarnir voru með
knöttinn síðustu 20 sekúndurnar en
tókst ekki að skora.
Mörk íslands: Guðjón Árnason 5,
Valdimar Grímsson 5, Sigurður Sveins-
son 3, Þorgils Óttar Mathiesen 3, Júlíus
Jónasson 2, Héðinn Gilsson 1 og Guð-
mundur Guðmundsson 1.
Danskir dómarar voru hörmulega
slakir og fór íslenska liðið illa út úr
dómgæslu þeirra. íslendingar voru ein-
um leikmanni færri í 6 mínútur en Svíar
í 4 mínútur.
-SK
21
fþróttir
Haf þor i Kalmar
- mjög góður samningur, segir Hafþór Sveinjónsson
Hafþór Sveinjónsson hefur skrifað undir eins árs
samning við hið kunna 1. deildar félag Kalmar frá
Svíþjóð. Eins og DV hefur áður sagt frá settu Svíam-
ir sig í samband við Hafþór í síðasta mánuði, hann
fór og æfði meö þeim í eina viku og í kjölfar þess
var gengið Ul samninga. Hafþór heldur utan til æf-
inga strax eftir áramótin.
„Samkvæmt þeim upplýsingum, sem ég hef aflað
mér, er þetta mjög góður samningur sem ég get ver-
ið hæstánægður með. Þetta er mikil uppreisn æru
fyrir mig eftir aö hafa átt í basli í knattspyrnunni
hér heima 1 mörg ár og þarna fæ ég gullið tækifæri
til að sanna mig,“ sagði Hafþór í samtali við DV í gær.
Hafþór er 26 ára og lék með Fram til ársins 1984,
reyndar smátíma einnig með Víkingi og einnig einn
vetur með vestur-þýska 3. deildar liðinu Paderborn.
Hann missti af timabilunum 1985 og 1986 vegna
meiðsla, sat á varamannabekk Valsmanna 1987 en
lék með Víði í 2. deild sl. sumar.
Kalmar er eitt af kunnari knattspymufélögum í
Svíþjóð. Það féii á tveimur árum úr úrvalsdeildinni
niður í 2. deild og lék einmitt við Skagamenn í Evr-
ópukeppni í fyrra, 1987. Liðið vann sig í haust upp
úr 2. deild í fyrstu tilraun og leikur því í 1. deild á ný
á næsta ári.
-VS
í Billiardbúðinni er
aðal áherslan lögð á
og þjónustu
gæði
Svo þú getir spilað borðtennis, billiard
eða stundað pílukast af einhverri alvöru
skaltu leita til þeirra, sem bjóða ein-
göngu upp á vönduð og viðurkennd
merki og þar sem þú getur gengið að
góðri þjónustu vísri.
Á þetta allt leggur Billiardbúðin megin
áherslu. Þar færðu Champion borð-
tennisborð, Riley billiardborð og
Unicorn pílukastvörur, allt heimsfræg
merki. Og þegar slík merki eiga í hlut
dugar ekkert minna en fyrsta flokks
þjónusta.
Leikurinn hefst fyrir alvöru
í Billiardbúðinni, Ármúla 15.
„Nýliðagleðin
skóp sigurinn“
- sagði Þorbjöm Jensson
„Nýliðamir í íslenska liðinu, Hrafii
Margeirsson og Guðjón Árnason, léku
báðir mjög vel og það má þakka þeim
fyrir þennan sigur gegn Svíum. Það var
nýliðagleðin sem skóp þennan sigur,“
sagði Þorbjöm Jensson, fyrrum fyrirliði
landliðsins, eftir leikinn gegn Svíum í
gærkvöldi.
Þrjár breytingar voru gerðar á ís-
lenska liðinu í gærkvöldi frá fyrri leikn-
um gegn Svium. Markveröimir Einar
Þorvarðarson og Brynjar Kvaran vom
iátnir hvíla ásamt Páli Ólafssyni. Hrafh
Margeirsson og Guðmundur Hrafnkels-
son komu í markið og Guðmundur Guö-
mundsson lék í stað Páls. Það var því
aöeins einn miðjumaður í íslenska liðinu
í gær, nýliðinn Guðjón Árnason, FH.
-SK
\|e\^eu«
tWvaví't
Metð W-