Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1989, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1989, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 12. JANÚAR 1989. Fréttir Gífarlega misjööi afkoma í ffystingu: Örfá hús standa fyrir tapi frystingarinnar fækkun húsa um 10 prósent bætir afkomuna um 5 til 7 prósent Meö því að taka sex verst reknu frystihúsin út úr úrtaki 30 frysti- húsa, sem ríkisstjórnin hefur haft á borðinu að undanförnu, batnar meðaltalsafkoma húsanna um 2 prósent af tekjum. Þessi eru áhrifrn af því einu að taka verst settu frystihúsin út úr úrtakinu. Ef starf- semi yrði lögð niður gætu þau hús, sem eftir eru, skipt á milli sín þeim afla sem áður var unninn í verstu húsunum og hækkað með því tekj- ur sínar um 10 prósent. í hópi þessara 30 fyrirtækja er gífurlegur munur á afkomu bestu og verstu húsanna. Besta húsið var rekið með tæplega 17 prósent hagn- aði á árinu 1987 á meðan það versta var rekið með rúmlega 65 prósent tapi. Sé húsunum skipt í þrjá flokka eftir afkomu voru bestu húsin rek- in með tæplega 9 prósent hagnaöi en þau verstu með tæplega 6 pró- sent halla að meðaltali. Eins og fram hefur komið í DV hefur ríkisstjórnin látið meta fyrir sig hvaða áhrif það hefði aö fækka frystihúsum um 10 prósent. Mat Þjóðhagsstofnunar var að það heföi í för með sér um 2 til 3 prósent bata fyrir greinina í heild sinni. Aðrir sérfræðingar ríkisstjórnar- innar telja stofnunina vanmeta áhrif af þessu. Ef þessi 30 fyrirtæki eru skoðuð kemur í ljós að í gegnum sex verstu fyrirtækin fer um tíundi hluti af veltunni. Með því að taka þau út úr úrtakinu hefði afkoman á árinu 1987 batnað úr 2,5 prósent hagnaði að meðaltali í 4,4 prósent hagnað. Eftir þessa hreinsun er ekkert hús, sem rekið var með meira en 5 prósent tapi, eftir. Þó hugsanlegt sé aö afkoma þeirra frystihúsa sem eftir eru geti jafnvel versnað við að fá meiri afla til vinnslu - til dæmis ef þaö kallar á meiri yfirvinnu eða vinnslu í ódýrari pakkningar - er líklegra að aukin velta bjóði upp á meiri hagkvæmni. Það er mat annarra sérfræðinga ríkisstjórnarinnar en Þjóðhags- stofnunar að þetta geti leitt til um 5 til 7 prósent bata fyrir greinina í heild. Þar með væri frystingin rek- in með dágóðum hagnaði miðað við ytri skilyrði eins og þau eru í dag. -gse Ragnar Ámason hagfræðingur: Betra að lengja gildis- tíma kvótakerfisins - en stofiisetja úreldlngarsjóð til að fækka fiskiskipmn „Ég held að þaö sé betra að fram- lengja kvótakerfið um tíu ár en að setja slíkan úreldingarsjóð á laggim- ar. En það væri hægt að hafa hvort tveggja í einu og flýta þar með fyrir þeirri aðlögun sem framlenging á gildistíma kvótakerfisins hefur í för með sér,“ sagði Ragnar Árnason hag- fraeðingur í samtali við DV. Á síðasta ári var um þijú þúsund tonna kvóti keyptur af ellefu fiski- skipum og þau úreld án afskipta rík- isvaldsins. í samtali við DV hefur Kristján Ragnarsson, framkvæmda- stjóri Landssambands íslenskra út- vegsmanna, sagt aö með framleng- ingu á kvótakerfmu myndi þessi þró- un halda áfram og fiskiskipum fækka. Hugmyndir Halldórs Ásgrímsson- ar sjávarútvegsráðherra ganga hins vegar út á að stofna sérstakan úreld- ingarsjóð sem heföi milligöngu um kaup og sölu á kvótum og gæti þann- ig stuölað að úreldingu. „Starfsemi svona úreldingarsjóðs er til hagsbóta fyrir útgerðina ef hann virkar. Heildaraflinn dreifist á færri skip eftir en áður,“ sagði Ragn- ar Árnason en benti á að gamli úreld- ingarsjóöurinn heföi ekki náð mark- miðum sínum og að Norðmenn hefðu einnig átt í brösum með sinn sjóð. „Ég tel nauðsynlegt að hér verði kvótakerfið og það sé með þeim hætti að flotinn geti minnkað. Það er auka- atriði hvort kvótinn er seldur eða ekki. Salan er hins vegar spuming um réttlæti - hverjir fái allar þær tekjur sem aflaheimildir gefa,“ sagði Ragnar. -gse Verkalýðsfélög fordæma Flugleidir Ægir Már Káraacm, DV, Suðunieajum: Verkalýðsfélög fordæma máls- sókn Flugleiða gegn Verslunar- mannafélagi Suðumesja. í gær ályktuðu Póstmannafélag íslands og Starfsmannafélag ríkis- stofnana um málið. í ályktun Starísmannafélags ríkisstofnana segir meðal annars „Ákvörðun Flugleiða um málshöföun gegn einu af minni verkalýðsfélögum landsins er eins og köld skvetta í andlit þeirra aöila innan hennar sem barist hafa fyrir kjörorðinu - kaupum íslenskt - notum íslenska þjónustu.“ í gær var stefna Flugleiöa birt Magnúsi Gislasyni, formanni Verslunarmannafélags Suður- nesja, og verður málið tekið fyrir að nýju eftir 4 vikur. Flugleiðir telja sig hafa tapað fjórum milljónum króna vegna verkfallsaögerða verslunarmanna í vor. Deilan stendur um það hvort verslunarmenn hafi framið lögbrot eða ekki þegar þeir meinuðu yfir- mönnum Flugleiða að ganga í af- greiðslustörf. Einbýlishúsið Byggðavegur 118 sem KEA hefur keypt af Val Arnþórssyni. DV-mynd gk Akureyri: KEA keypti ein- býlishús Vals Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Kaupfélag Eyfirðinga á Akureyri hefur keypt einbýhshús Váls Arn- þórssonar að Byggðavegi 118. Þetta mun vera gert samkvæmt sérstöku ákvæði í ráöningarsamn- ingi Vals á sínum tíma. Húsið er glæsilegt einbýlishús og ekki er vitað hvert söluverð þess var. Þá liggur heldur ekki fyrir hvað KEA hyggst gera við húsið, en það er þó vitað að Magnús Gauti Gautason, verðandi kaupfélagsstjóri, mun ekki búa í hús- inu. Skerjafjörður - Laugarás, strætó númer 5. Eitthvað barst þessi vagn af hefðbundinni leið. Bilstjórinn missti stjóm á vagninum í Skerjafirði, i gær- morgun, með þessúm afleiðingum. Vagninn fór þvert yfir götuna og stað- næmdist út í móa - utan vegar. Hvorki farþegar né bilstjóri slösuðust í móaferðinni. Um miðjan dag tókst að koma vagninum, eitthvað skemmd- um, upp á veg að nýju. DV-mynd S Stjómin ræðir aðstoð við loðdýrabúskap: Hátt í helmingur refa- bænda yfir í minkarækt „Það eru margir refabændur hætt- ir. Þá ætla margir að færa sig yfir í minkarækt. Ég veit ekki nákvæm- lega hversu margir ætla yfir í mink- inn en það er örugglega hátt í helm- ingur þeirra sem enn eru í gangi, þannig að það er útlit fyrir gríðarleg- an samdrátt í refaræktinni," sagði Steingrímur J. Sigfússon landbúnað- arráðherra við DV. Steingrímur hefur lagt fram í ríkis- stjóminni tillögur til aðstoðar loð- dýrabúskap í landinu. Tillögurnar hafa verið ræddar en ekki afgreidd- ar. Steingrímur kvaðst ekki vilja tjá sig um innihald þeirra meðan þær væru enn á umræðustigi. „Ég legg áherslu á að þær verði afgreiddar fljótt og vel því að staðan er þannig hjá loðdýrabændum að þeir eru að gera upp hug sinn þessa dagana um hvort þeir hætta eða hvort þeir geta með einhveiju móti haldið áfram. Það voru ýmsar aðgerðir í gangi á síðasta ári þeim til aðstoðar en þær hafa ekki dugað til.“ Steingrímur sagði að tillögurnar tækju til loðdýraræktunarinnar í heild þótt minkaræktin stæði betur að vígi heldur en refaræktin. „En það eiga allar útflutningsgreinar í erf- iöleikum nú og það á einnig við um minkaræktina," sagði hann. „Það sem fer verst með hana núna er hækkun á fóðri vegna verðhækkana erlendis." Steingrímur sagði að loðdýrarækt- in væri ný grein sem þegar hefði.á fyrstu árunum lent í erfiðleikum, m.a. vegna verðfalls á skinnum. „En menn hafa haft trú á þessu sem fram- tíðarverkefni og það er vont ef grein- in hrynur í höndunum á okkur. Ef við höfum úthald til að koma henni upp úr þessum öldudal, sem hún nú er í, þá ætti hún að skila vel af sér þegar batna fer í ári. -JSS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.