Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1989, Síða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1989, Síða 25
FIMMTUDAGUR 12. JANÚAR 1989. 25 DV LífsstOl Spumingar til lögfræðings Húseigendafélagsins: Mikil viðbrögð lesenda í síðustu viku birtum við spurn- ingar lesenda til Sigrúnar Bene- diktsdóttur, lögfræðings Húseig- endafélagsins, og svör hennar. Af viðbrögðum lesenda að dæma virð- ast margir þurfa á aðstoð aö halda við að leysa úr ýmsum vandamál- um varðandi íjölbýli og ýmislegt annað í húsnæðismálum. Fjöl- margar fyrirspurnir bárust og hér á síðunni eru birt svör Sigrúnar og Sólveigar Kristjánsdóttur hjá Húseigendafélaginu. Þær reyna að leysa úr spurningum varðandi fjöl- býlishúsalög, húsaleigulögin og ýmis vandamál sem geta komið upp hjá húseigendum. Viö bendum á að tekið er við fyrirspurnum í síma 27022. -ÓTT Sigrún Benediktsdóttir, lögfræð- ingur Húseigendafélagsins. Sólveig Kristjánsdóttir, ritari Hús- eigendafélagsins. Seljandinn gleymdi að segja okk- ur að... íbúi í gamla bænum í Reykjavik spyr: - Við hjónin fengum afhenta íbúð sem við keyptum íyrir nokkrum mánuðura. Skömmu eftir afhendingu tókum við eför því að það fór að leka út frá röri í vegg á baði. Nú er dúkurinn á gólfmu skemmdur og skipta þarf um hluta af flísurn á veggnum. Verst er að þær eru orðnar það gamlar að þær fást ekki lengur. Seljandinn sagðist hafa haldið að þama væri bara hélað rör og að hann hefði gleymt að segja okkur frá þessu. Bn steypan í veggnum er morknuð og það verður tölu- verður kostnaður viö að lagfæra skemmdirnar. Okkur langar til að vita hvort seljandinn sé bóta- skyldur? Svar: Ef skemmdin er í íbúðinni þegar hún er keypt eða flutt er inn er um leyndan galla að ræða. Seljandi er bótaskyldur í þes9u tilfelli Hins vegar falla skemmd- imar undir húseigendatrygg- ingu. Húseigendatryggingin bæt- ir flísalögn, brot og viðgerðar- kostnaö aö undanskildum kostn- aði við sjálfa lögnina. Sé trygging ekki fyrir hendi á seljandinn að bæta tjónið. Er haegt að láta endur- reikna eignarpró- sentu? Eigandi blokkaribúðar með nokkrar spurningar: - Mig langar til að vita hvort hægt sé að láta reikna upp eingar- prósentuhlutfall á milli íbúða, því þar sem ég bý borga eigendur til- tölulega minni íbúða meira í hus- sjóð en eigendur stærri íbúða? Það hlýtur að hafa orðið einhver misskilningur varðandi teikning- ar í upphafi (þetta er nýleg blokk). Auk þessa leikur mér forvitni á að vita hvort seljanda beri ekki að borga upp skuldir hússjóðs þegar hann selur íbúð sína. Svar:Það hefur komið fyrir að íbúðahlutfall hafi verið ranglega reiknað vegna mistaka. í tilfell- um sem þessum er ráðlegast að leita til byggingafulltrúa sem myndi annast endm-mat á pró- sentuhlutfalli hverrar ibúðar. Að þessuJoknu verður að fá lögfræð- ing til að útbúa skiptayfirlýsingu. Varðandi seinni spuminguna er seljanda skylt að láta liggja frammi staðfestingu um stöðu viðkomandi gagnvart sameign. Sé inneign í viðkomandi hússjóði skal kaupandi yflrtaka hana en skuld við hússjóð skal seljandi greiða. Á m á 1 n i ngarkostnaöu r að skiptast jafnt á raðhúsaeigendm? Kona í Breiðholtinu hringdi: - Við höfum nokkrir íbúar í rað- húsalengju verið að velta því fyrir okkur hvort kostnaður við málning- arvinnu eigi að skiptast jafnt niður. Ég geri ráð fyrir að töluvert meiri málningu þurfi til að mála endarað- hús vegna gaflanna. Eiga „miðhús- in“ að borga jafnt og eigendur enda- húsanna? Svar: Svona tilfelli verður helst að meta með tilliti til lóðarúthlutunar og byggingarmáta hverju sinni. Hafi íbúar raðhúsanna keypt af bygginga- meistara og ráöa verktaka tO máln- ingarframkvæmda er sjálfsagt að greiða sameiginlega. Sér lóðarút- hlutun leiðir frekar af sér sér kostn- að. Yfirleitt er nú samkomulag um svona atriði. Hins vegar getur lög- fræðingur Húseigendafélagsins út- búið skriflega álitsgerð um gafla á húseignum, þar sem skorið er úr vafaatriðum. Eru raðhús sameign eða ekki? „Vilja ekki láta gera við þótt hripleki" Kona utan af landi hringdi: - Mér er mikill vandi á höndum. Ég bý á neðri hæð í tvíbýli og eignar- hlutur minn í húsinu er 50%. í hús- inu er töluvert mikið um leka, sér- staklega með gluggum. Það er mjög margt í húsinu sem þarf að bæta og gera við. Það lekur niður til okkar á neðri hæðina, dúkar og annað hefur skemmst. Við erum búin að mála og bæta hér niðri en það skemmist jafn- harðan aftur vegna ástandsins að ofan. En þaö er ósætti í húsinu því íbúi efri hæðarinnar vill fyrir enga muni ráðast í framkvæmdir - við erum búin að reyna allt tO sátta. Og svo getum við ekki selt því allir þekkja til hérna, bæði ástand hússins og íbúann uppi. Hvert eigum við aö snúa okkur? Svar:Best er fyrir þig að boða tO lög- legs húsfundar um málið. Ef sam- bandið er með öllu óviðunandi getur þú sent nágrannanum símskeyti um það sem taka skal fyrir og taka afrit. Síðan getur þú fengið byggingafull- trúann í byggðarlaginu til að kanna skemmdirnar hjá þér og í hinni íbúð- inni. Hann myndi gera skýrslu um ástand hússins. Hinum eigandanum er óheimilt að hindra aðgang í þess- um tilgangi, skv. fjölbýlishúsalögun- um um sameiginlegt viðhald. Neiti hann verður að koma tO fógetavalds. Neiti svo eigandi með öllu að taka þátt í nauðsynlegum framkvæmdum er hægt að stefna honum og þú feng- ir í framhaldi af því lögveð í eign hans fyrir kostnaði við viðgerðir. Ræður meirihlutinn vegna teppahreinsunar í stigagangi? DV-mynd BG Það er staðið fyrir þrifum Kona í fjölbýlishúsi hringdi: - 1 stigaganginum þar sem ég bý eru 9 íbúðir. Fram kom tOlaga um að fá mann til að hreinsa teppin á sameigninni - þau eru farin að láta verulega á sjá vegna óhreininda. En það þurfa alltaf einhverfir að vera á móti svona framkvæmd- um þó aö þær kosti ekki nema um 600 krónur á íbúð. Meira að segja held ég að þaö sé til peningur í hússjóðnum fyrir þessu. 6 eigendur voru með- mæltir þessu en 3 íbúðar- eigendur standa nú þessu verki fyrir þrifum. Hverj- ir eiga að hlíta hverju í þessu tilfeUi? Svar: í þessu tilfelli þarf að boða til löglegs hús- fundar með átta daga fyr- irvara og tiltaka málefnið sem á að taka fyrir. Sam- þykki eigendur meiri- hluta íbúðanna skv. eign- arprósentu að láta þrífa teppin er ósamþykkum skylt að borga líka - meirihlutaprósenta ræð- ur. Verð ég að vera með í þvottavélarkaupum? Eigandi íbúðar í fjölbýlishúsi hringdi: - Sameignin í húsinu sem ég á íbúð í hefur til þessa kostað kaup og við- gerðir á sameiginlegri þvottavél. Hún hefur bilað í nokkur skipti og hússjóður greiddi viðgerðir af henni. Svo er mál með vexti að ég leigi íbúð- ina og leigjendur hafa kvartað yfir því að vera að borga viðgerðir (í hús- sjóð) af þessari þvottavél sem hvorki ég né þeir nota. Nú á að kaupa nýja þvottavél í sameignina - hlut sem hvorki ég né leigjendur koma tO með að nota. Er mér skylt að vera með í þessum kaupúm? Svar:Já, þú ert skyldug/ur til þess svo framarlega sem meirihlutasam- þykki hefur fgngist hjá húsfélagi. Þvottavélin tilheyrir sameigninni og því fellur viðgerðarkostnaður henn- ar undir rekstrarkostnað í hússjóði. Þannig á leigjandinn í þínu tilfeUi að greiða sem nemur prósentuhlutfalh íbúðarinnar. Ekki nota allir þvottavél sem til- heyrir sameign. DV-mynd BG Má leigan hækka íyrir 1. apríl? Kona á Akureyri hringdi vegna leigukostnaðar: - 1 lok síðasta árs borgaði ég 16' þúsund kr. í leigu af íbúðinni sem ég leigi. Um áramótin hækkaði leigan í 20 þúsund kr. og eigand- inn segir mér að leigan hækki upp í 25 þúsund kr. efiir 2-3 mán- uði og frá og meö vorinu skuli leigan enn hækka og fari þá upp í 30 þúsund krónur. Mér fmnst þetta skrýtið þegar mér er tjáð að húsaleiga megi ekki hækka fyrr en 1. april. í mínu tilfelli eru reyndar engir skriflegir samn- ingar í gangi - en er þetta leyfi-' legt? Svar: Á meöan veröstöðvun rikir er ekki heimfld tfl að hækka leig- una eins og í þínu tilfelli nema aö ganga frá nýjum leigumála. Hins vegar er skylda af hálfu leigusala að sjá um aö ganga frá skriflegum leigusamningi. Neitir þú aö greiða hækkað leigugjald getur leigusali gripið til þess að segja þér upp. En þá gfldir upp- sagnaifrestur. Hafir þú t.d. búið lengur í íbúðinni en í eitt ár er uppsagnarfresturinn 6 mánuðir frá og með 1. mars eða frá 1. okt- óber. Fæ ekki að klippa og úða trén mín íbúi i Hafnarfirði hringdi: - Ég er búinn að búa i góöu sam- býli í raðhúsalengju í 25 ár. Ný- lega keyptu nýir íbúar húsiö við hliðina. Én nú ber svo við að trén sem ég hef ræktað og séð um í 15 ár standa á lóðamörkunum - þetta eru tré sem ég hef alfarið séð um að klippa, úða o.s.frv. Tfl þessa hef ég aðeins fengiö að klippa trén mín megin, en ihú- arnir hinum megin neita mér um að klippa þau hinum megin frá, og að úða. Ég hef reynt að leita sátta án teljanlegs árangurs. Er hægt að skjóta svona ágreiningi til garðyrkjustjóra t.d. eða eru engin lagaákvæði til um svona lagað? SvanÞetta er erfitt mál viður- eignar. Um tflfelli sem þessi er ekki til reglugerð. Um þessar mundir er þó verið að leggja fyrir stjóm Húseigendafélagsins að leggja tfllögu fyrir garðyrkju- stjóra um að reglugerð verði sam- in um trjáræktun. Hins vegar virkar þessi trjágróður sem girð- ing - þannig ætti að vera hægt að skjóta þessari deflu til bygg- ingafiflltrúa.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.