Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1989, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1989, Blaðsíða 32
F r É1—f A S l< O T I -Ð Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 FIMMTUDAGUR 12. JANÚAR 1989. Hótel Örk h/f: Kæranni vísað frá Hæstarétti ^ Kæru Hótel Arkar h/f, vegna upp- boösins á Hótel Örk, hefur veriö vís- að frá Hæstarétti. Hótel Örk h/f kæröi þá ákvörðun uppboðshaldar- ans í Árnessýslu aö taka ekki hæsta tilboðí í eignina á nauðungarsölu 6. október. Hæstiréttur tók ekki efn- islega afstöðu til kærunnar heldur var henni vísað frá. Það var gert vegna þess að þegar ákvörðun upp- boðshaídarans var mótmælt var greiðsla ekki boðin. Ekki var form- legs úrskurðar heldur krafist. Hæsti- réttur segir að ekkert hggi fyrir um að uppboðshaldari hefði synjað slík- um úrskurði. Helgi Þór Jónsson haföi sent áfrýj- un til Hæstaréttar vegna framgangs “ Xippboðsmálsins. Þrotabú Helga Þórs Jónssonar hefur nú fallið frá áfrýj- uninni. Fasteignin að Breiðumörk lc í Hveragerði er því endanlega komin úr eigu Helga Þórs Jónssonar. Næsta skref í sölunni er að uppboðshaldari semur frumvarp að úthlutunargerð. Frumvarpið verður um hvernig þær 200 milljónir, sem Framkvæmdasjóð- ur keypti hótehð á, skiptast mihi kröfuhafa. Allt eins er búist við aö deilur muni rísa vegna skiptingar- innar. Framkvæmdasjóður hefur þegar greitt eða gengið frá einum fjóröa hluta kaupverðsins. Nú næstu daga þarf sjóðurinn að greiða það sem eft- ir stendur, það er 150 milljónir. Hótel Örk h/f hefur hótelið á leigu th fimm ára. Ekki hefur verið tekin ákvörðun hvort farið verður í riftun- armál. Meðan það er ekki gert heldur Helgi Þór og fjölskylda rekstrinum. -sme Ekkert nýtt í nauðgunarmálinu Tveir menn eru enn í gæsluvarð- haldi vegna rannsóknar á nauðgun- arkæru á hendur þeim. Það var um "'•’síðustu helgi að ung kona kærði mennina fyrir nauðgun. Þeir hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald þar til á föstudag. Þórir Oddsson vararannsóknarlögreglustjóri sagði í morgun að rannsókn málsins stæði enn yfir. -sme NÝJA SENDIBÍLASTÖÐIN 68-5000 GÓÐIR BÍLAR ÁGÆTIR BÍLSTJÓRAR LOKI Þeir segja að þaó þurti að bólusetja alla landsbyggðina gegn rauðum hundum vegna landsreisu AA-foringjanna! Hlkynja háhiti ættgengur á íslandi: Svæfing getur orsakað banvænan sjúkdóm Nokkur íjöldi íslendinga er þannig úr garði gerður að þola ekki svæfmgu og fá sjúkdóm er nefnist illkynja háhiti - mahgnant hypert- hermia - við svæfingu. Aðalein- kenni þessa sjúkdóms eru, eins og nafnið ber með sér, mjög hár hiti og þar af leiðandi skemmdir á lík- amanum - á vöðvum, augum eða fleiri líkamshlutum. Dánartíðnin mun vera yfir 50 prósent og er sjuk- dóraur þessi ættgengur. DV hefur heyrt af einu tilfelh þar sem maður kom skaddaður inn á spítala hér á landi, var svæfður og fékk þessi einkenni. Mun maðurinn hafa orö- ið fyrir vöðvaskemmdum og skemmdum á augum þannig að hann sér iha. Að sögn lækna geta komið fyrir óhöpp eins og þessi þar sem ekki er vitað nákvæmlega hverjir geta - mikilvægt aö fólk „merkiu sig brugðist við svæfingu á þennan hátt. Til að tryggja sig gegn slíkum óhöppum segja þeir mikilvægt að fá sem besta sögu sjúklingsins og spyrja hvort náskylt fólk sé við- kvæmt fyrir svæfingu. Fólk getur þó komið meðvitundarlaust inn á spítala og þá hafa læknar litlar upplýsingar í höndunum. Nokkrir Íslendingar bera „medical alert“ nisti ef ske kynni að þeir lentu í slysi og þyrfti að svæfa þá. í nistinu eru þá upplýsingar um sjúklingínn sem vara lækna við. Þórarinn Ólafsson, yfirsvæfinga- læknir á Landspítalanum, hefur síðasthðin fjögur ár unnið að rann- sóknum á þessum sjúklegu við- brögðum við svæfmgarlyfjum. Hann segir að þar sem ekki sé vitað um allt fólk, er bregst svona við svæfingu, séu slys óhjákvæmileg.. „Illkynja háhiti er ekki nýtt fy rir- bæri, uppgötvaðist fyrst i Ástralíu 1961. Hér á landi varð sjúkdómsins fyrst vart 1975.“ - Hvað er það sem gerist? „Það er.ekki fyllilega vitað enn- þá. Það er unniö að því að rannsaka illkynja háhita um allan heim og beina menn sjónum meðal annars að kalkefnaskiptum f frumum lík- amans.“ - Hvað eru margir sem geta fengið þennan sjúkdóm hér á landi? „Rannsóknir okkar eru ekki langt komnar. Við höfum verið að grafast fyrir um fólk í 2-3 ættum hérlendis en getum ekki nefnt neinar ábygghegar tölur. Fólk dreifist ura aht land svo ekki er hægt að nefna ákvéðna landshluta í þessu sambandi. í fljótu bragði virðist hlutfall þessa fólks vera svipað og á Norðurlöndunum. Við reiknum með að geta lagt fr am itar- legri upplýsingar á læknaþingi i Danmörku f sumar.“ Þórarinn segir að reynt sé að fá alla íslendinga, sem geta fengið þennan sjúkdóm, á skrá og þá megi kortleggja sjúkdóminn. „Annars er þetta fólk á ferð og flugi. Því er mikhvægt að það hafi þessi nisti sem það getur fengið í gegnum li- onshreyfinguna og „medical alert“ símann á Borgarspítalanum.“ Á Borgarspítalanum var DV sagt að nokkrir væru á skrá i „medical alert“ möppu sem er að finna á slysadehd. Eru það þá einstakling- ar sem eru náskyldir fólki sem þol- ir hlar svæfingu. Talsvert hefur borist af loðnu til Krossanesverksmiðjunnar eftir að loðnuveiðar hófust eftir áramót. Myndin sýnir þegar landað var úr Þórði Jónassyni EA í Krossanesi nú í vikunni. DV-mynd gk Veöriö á morgun: Rok og rigning Á morgun verður austanátt og snjókoma eða slydda noröan- lands, 7-9 vindstig. Syðra verður einnig allhvasst, 9-12 vindstig í austanáttinni og rigning. Snýst th norðaustlægrar áttar og lægir heldur þegar líður á daginn. Sverrir Hermannsson: Ég mun skammt renna fyrir Ólafi Ragnari Grímssyni einum „Ég veit ekki hvaða hótanir þetta eru hjá Ólafi Ragnari um að sýna styrk sinn með einhverjum sérstök- um aðgerðum verði ekki farið að th- mælum hans um að hækka ekki nafnvexti. Ríkisstjórnin ræður ekki yfir Landsbankanum í ákvörðun vaxta, það er ekki til stafkrókur um það í lögum. Þeir verða þá að setja um það sérstök lög á alþingi,“ segir Sverrir Hermannsson, bankastjóri Landsbankans. „Annars sýnist mér að þessar hót- anir Ólafs um sérstakar aðgerðir og að hann muni sýna styrk sinn snúist gegn mér. En ég mun skammt renna fyrir Ólafi Ragnari Grfmssyni ein- um.“ Sverrir segir að bankastjórar bank- ans leggi til vaxtahækkun á fundi bankaráðs þann 19. janúar. „Verðlag er að skríða upp og við verðum að laga okkur að köldum staðreyndum. Ég minni raunar á það að á meðan verölag var á leið niður hvatti Ólafur Ragnar menn til að lækka vextina. Þegar verðlag hækkar hljóta að vera sömu lögmál í gildi.“ -JGH Spariskírteini í áskrift Ólafur Ragnar Grímsson fjármála- ráðherra boðaði í gær kröftugt mark- aðsátak í sölu spariskírteina ríkis- sjóðs. Það felst meöal annars í því að bjóða fólki að kaupa skírteinin í áskrift. Spariskírteini til 5 ára bera 7 prósent vexti og 8 ára bréfm bera 6,8 prósent vexti. Á næstunni verður bækhngi dreift inn á öll heimili landsins. Með hon- um fylgir áskriftarseðill og er fólk hvatt til að kaupa spariskírteini fyrir ákveðna upphæð og greiða með gíró- seðh. -JGH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.