Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1989, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1989, Blaðsíða 17
16 FIMMTUDAGUR 12. JANÚAR 1989. FIMMTUDAGUR 12. JANÚAR 1989. 17 íþróttir Iþróttir Frétta- stúfar Það er ekki á hverjum degi sem ________atvinrtumenn í knattspymu hvería sporlaust frá félögum sínum. Þetta hefur þó átt sér stað í Belgíu. Zambíumaðurinn Ka- lusha Bwalya, sem leikur með Cercle Brugge í 1. deildinni, lék með landsliði Zambíu gegn Marokkó um síðustu helgi og átti hann að mæta aftur til Brugge á mánudaginn. Ekkert hefur til hans spurst og einn forráðamanna Brugge sagði í gær að hann hefBi ekki hug- mynd um hvar Zambíumann- inn væri að finna. Þess má geta að Bwalya varð frægur á ólympíuleikunum í Seoul þegar hann skoraði þrjú mörk í 4-ð sigri Zarabíumanna gegn ítölum. Markvörðurinn dæmdur Aðalmarkvörður Real Madrid lék ekki með liði sínu í gær- kvöldi er Real Madrid lék gegn Malaga í spönsku knattspyrn- unni. Ástæðan er sú að hann var dæmdur í leikbann á dög- unum fyrir óíþróttamannslega framkomu í frægum leik Real Madrid og Atletico Madrid. Þá var þremur leikmönnum vísað af leikvelli og átta gul spjöld voru á lofti. Forráðamenn Real áfrýjuðu upphaflegum dómi sem var þriggja leikja bann og fésekt og höfðu eins leiks bann upp úr krafsinu. Timamót í körfunni í fyrsta skipti í 21 ár munu ísraelsÉir körfuknattleiks- menn leika i Sovét- Jh ríkjunum í vikunni. Þá mætir Maccabi Tel Aviv frá ísrael liði CSKA Moskva í Evrópukeppni félagsliða. Sovétrikin sMtu stjómmálasambandi viö ísrael árið 1967 og síðan hafa sam- skipti þjóðanna verið stirð á íþróttasviðinu sem á öðrum sviðum. Um 200 stuöningsmenn hugðust fara með Maccabi til Moskvu en þeir fengu ekki vegabréfsáritun. Búist er viö miklum hörkuleik enda á ferö tvö af bestu félagsliðum i heimi í körfuboltanura. IAAF vill breytingu Nokkrar líkur eru nú taldar á þvi að _____ alþjóða frjáls- íþróttasambandið samþykki nýjar reglur næsta haust vegna þátttöku ftjáls- íþróttamanna á mótum í Suður- Afríku. Tlllaga hefur komið fram þess efnis að ef íþrótta- maður keppi í S-Afríku fari hann sjálfkrafa í aMt að tveggja ára bann. TaMð er að þessi ákvæði, verði þau samþykkt, geti haft mikil áhrif á hugsan- lega endurkomu hlaupadrottn- ingarinnar Zolu Budd til Bret- lands en hún hefur lýst þvi yfir að hún hafi áhuga á því að snúa á ný til Bretlands. Taka „stubbarnir“ völdin í fótboltanum? Júgóslavneski knattspyrnu- þjálfarinn Ivic Tomislav, sem er viö stjórn hjá franska Mðinu Paris SG, hefur lýst yfir þeirri skoðun sinni að knattspyrnu- menn framtíðarinnar verði leikmenn sem séu 1,60 metrar á hæð og á hann þar ekki síöur við varnarleikmenn. Bendir Júgóslavinn á aö þyngdar- punktur þeirra minni sé mun lægri og þaö gefi betri mögu- leika á betri knattmeðferð og meiri hraða. Ivic þessi er þekkt- ur þjálfari og hefur raeðal ann- ars þjálfaö þjá Ajax og Porto. Þríeyki með IBK - Guðni, Ástráður og Steinar Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum: Nú geta leikmenn og stuðnings- menn 1. deildar liðs ÍBK í knatt- spyrnu andað léttar. Um helgina munu þrír þjálfarar skrifa undir samning við félagið, þeir Guðni Kjartansson, Ástráður Gunnarsson og Steinar Jóhannsson. Eftir öruggum heimildum DV mun þó þessi samningur aðeins gilda til vorsins og þá mun skýrast hvort þeir stjórni liðinu áfram út keppnistíma- bilið. Þremenningarnir munu einnig sjá um 2. flokk félagsins. Þessir þrír eru allir fyrrverandi leikmenn með ÍBK og hafa allir þjálf- að meira og minna fyrir félagið. Guðni stjórnaði meistaraflokkslið- inu um nokkurra ára skeið og hinir tveir hafa séö um yngri flokka þess með góðum árangri. Skíðastökkvarinn: Örninn fiðurlausi er sérvitur trúður - segir breskur íþróttaáhugamaður um Edwards Ekki eru allir sáttir við framgöngu skíðastökkvarans heimsfræga, Eddy Edwards, sem unnið hefur hug og hjarta heimsbyggðarinnar með framgöngu sinni. Edwards er einn þeirra fáu sem er dýrkaður fyrir það eitt að vera léleg- astur skíðastökkvara en hann hefur gjarnan það eitt að markmiöi að komast klakklaust fram af palMnum og niður á jafnsléttu. Nýverið heppnaðist þessi ætlun „arnarins fiðurlausa" ekki betur en svo að hann tók kollsteypu og slasað- ist illa á mótsstað í Austurríki. Kom í ljós í kjölfar rannsóknar að „örninn" þjáist af innvortis blæðing- um og munu nýrun hafa skaddast. Er því nánast ljóst að hann mun ekki keppa meira á þessu tímabili. í bréfi í Sunday Mirror nýverið lætur bréfritari nokkur þessi orð falla um slysið: Bestu fréttir vikunnar eru þær að Eddie Edwards er meiddur. Vonandi merkja þau tíðindi að við verðum lausir við hin fáránlegu tilþrif hans í snjópum. Hvers vegna er þessum manni sinnt í fullri alvöru þegar ljóst er að hann er ekkert annað en sérvitur trúður. Blaðamaður Sunday Mirror svarar bréfritara og segir: Vertu sanngjarn, félagi, hann er hugrakkur og sérvitur trúður. JÖG • Eddie Edwards, einn vinsælasti skíðastökkvari í heimi, undirbýr sig fyrir stökk á móti í Austurríki fyrr í vetur. Simamynd/Reuter Sagt efdr Mkinn: Betra en gegn Svíum - sagði Bogdan Kowalczyk landsliðsþjálfari ar leikfléttur okkar gengu upp. Varnarleikurinn var einnig mjög sterkur. Héðinn Gilsson átti stór- kostlegan leik. Um næstu helgi mætum við A-Þjóöveijum heima í tveimur landsleikjum og ég hvet fólk til að fjölmenna á þá leiki. Gunnar Guimarsson, DV, Slagelse: „Viö stöndum nálægt íslenska liðinu. Það vantar herslumuninn á að við stöndum jafnfætis íslend- ingum. Eftir á að hyggja er spurn- ing hvort við heíöum átt að taka Kristján Arason úr umferð. En maður er alltaf vitur eftir á. ís- lendingar voru seigir að finna glufur í vörninni hjá okkur. fs* lendingar eru vel samæfðir og með gott kerfisbundið Mð. Ég var óánægður með markvörsluna hjá okkur,“ sagöi Anders Dahl-Nils- en, landsMðsþjálfari Dana, eftir leikinn gegn íslendingum t gær- kvöldi. Þorgils Óttar Mathiesen „Þetta var nfiög skemmtilegur leikur. Við börðumst vel og flest- Bogdan Kowalczyk „Þessi leikur var betri en leikur- inn gegn Svíum í fyrrakvöld. Nú lékum við vel allan leikinn. AMir sem einn börðust vel. Einar, Kristján og Héðinn voru bestir. Héðinn hefur þroskast mikið sem handknattleiksmaður. Sjálf- straustiö hefur einnig aukist til muna. Hann á samt eftir aö bæta sig mikiö á næstunni," sagði Bogdan landsMðsþjálfari eftir leikinn gegn Dönum í gærkvöldi. • Bjarki Sigurösson átti ágætan leik gegn Dönum í gærkvöldi og skoraði tvö mörk. Á myndinni sést Bjarki fá óblíðar móttökur frá Magnus Wislander í leiknum gegn Svíum í fyrrakvöld. Símamynd Pressens Bild/Tommy Svensson Eyrarsundsmótið 1 handknattleik: Danir lagðir í fjörugum leik - íslendingar sigruðu Dani, 24-22, á Sjálandi 1 gærkvöldi Guimar Gunnarsson, DV, Slagelse: íslendingar sigruðu Dani á Eyrar- sundsmótinu í handknattleik í Slagelse á Sjálandi í gærkvöldi. Lokatölur leiksins urðu 24-22 en í hálfeik hafði íslenska Mð- ið eins marks forystu, 12—11. Leikur þjóð- anna var fjörugur og skemmtilegur á að horfa. íslenska liðið virðist vera að springa út á nýjan leik, leikgleðin virðist nú alls ráðandi. íslendingar byrjuðu vel gegn Dönum og komust íjótlega í 3-1. Framan af fyrri hálfleik gengu öll leikkerfin upp og var stundum unun að sjá til liðsins. Úm miðj- an fyrri hálfleik náðu Danir forystunni, 6-7, þrátt fyrir að íslendingar væru ein- um fleiri. íslendingar jöfnuðu leikinn, 10-10, og stuttu síðar kom Héðinn Gilsson íslendingum yfir á nýjan leik, 11-10, með frábæru langskoti. Eins marks forystu héldu íslendingar fram að leikhléi. Bjarki Sigurðsson skoraði tólfta markið með því að stökkva inn úr og grípa knöttinn á lofti. Einar Þorvarðarson gaf íslenska liðinu tóninn strax i upphafi seinni hálfleiks með því að verja tvö skot á glæsilegan hátt og íslendingar komust í 14-12. Danir voru ekki af baki dottnir og jöfnuðu, 16-16. Sigurður Sveinsson kom inn á í fyrsta skipti í leiknum þegar fimm mín- útur voru til leiksloka. Sigurður hleypti strax lífi í leikinn og var ekki fyrr kominn. inn á en hann gaf gullfallega sendingu á Þorgils Óttar sem skoraði. Staðan var þá 2l-19 fyrir íslend- inga og sigurinn kominn í örugga höfn. Þó tókst Dönum að minnka muninn i eitt mark þegar skammt var til leiksloka. En Guðmundur Guðmundsson rak enda- hnútinn á góðan sigur tslendinga er hann skoraði mark úr hraðaupphlaupi örfáum sekúndum fyrir leikslok. íslendingar voru vel að þessum sigri komnir. Vörnin var góð, mikil barátta og þessir þættir lögðu grunninn að sigr- inum. Einar varði vel í markinu, sér- staklega í síðari hálfleik. Einar varöi alls 15 skot í leiknum. Héðinn Gilsson átti stórleik bæði í sókn og vörn. Mikið hvíldi á Kristjáni Arasyni í sóknarleiknum en hann skilaði hlutverki sinu með sóma. Þessi leikur sýnir að liðið er á réttri leið. Danir eru með gott lið um þessar mund- ir en þurfa meiri samæfmgu. Liðið leikur léttan og skemmtilegan handknattleik. • Dómarar leiksins voru norskir, Ant- onsen og Schjerven, og dæmdu þeir í heildina þokkalega. • Mörk íslendinga: Héðinn GHsson 7, Kristján Arason 6, Guðmundur Guð- mundsson 3, Sigurður Gunnarsson 2, Bjarki Sigurðsson 2, Þorgils Óttar 2, Júl- íus Jónasson 1, Sigurður Sveinsson 1/1. • Mörk Dana: Sletting 8, Erik Veje 4, Jörgensen 4, Fenger 3/2, Lundby 2, Mertz 1/1. . • Áhorfendur á leiknum voru 1200 og uppselt. • Svíar sigruðu Búlgara, 27-21, en ís- lendingar leika gegn Búlgörum í dag. Þorvaldur á leið til Þyskalands - til viðræðna við Paderbom-Neuhaus Þorvaldur Örlygsson, landsMðs- maður í knattspyrnu úr KA, fer á morgun til Vestur-Þýskalands tíl viðræðna við forráðamenn 3. deild- ar Mðsins Paderborn-Neuhaus. Það félag var í sambandi við hann fyrir jól, eins og DV skýröi þá frá. „Ég var búinn að gefa þeim af- svar en síðan höfðu þeir samband aftur nú í vikunni og ég ákvað að slá til og athuga hvaö þeir hafa upp á að bjóöa. Mér skilst að þeir vilji að ég leiki með þeim fram í miðjan maí og ef það verður missi ég af fyrstu leikjum KA í 1. deiidinni. Ég hef meiri áhuga á að hætta í tæka tíð til að vera löglegur í fyrsta leik með KA en þetta ætti aMt að skýrast á næstu dögum,“ sagði Þor- valdur í samtali við DV í gærkvöldi. Til stóð að Þorvaldur færi í skóla í Englandi nú eftir áramótin og æfði með 1. deUdar Mði Nottingham Forest. Hann sagöi að Mtlar líkur væru nú á að af þvi yrði. -VS Enska bikarkeppnin: Rosenoir tryggði West Ham sigur - er liðiö sló Arsenal út úr keppninni Þau stórtíðindi áttu sér stað í 3. umferð ensku bikarkeppninnar í gærkvöldi að botnlið 1. deildar, West Ham, sótti toppliðið Arsenal heim og sló það út úr keppninni með 0-1 sigri. Það var blökkumaðurinn Leroy Rosenoir sem rak naglann í líkkistu „barónanna frá Highbury" með marki 13 mínútum fyrir leikslok. Þá svaf vörn Arsenal illa á verðinum eins og oft áður í leiknum og var refsað grimmilega. West Ham sækir Swindon heim í 4. umferð keppninn- ar. • Everton átti í erfiðleikum með gesti sína, 2. deildar lið WBA, í gær- kvöldi en náði að merja 1-0 sigur. Kevin Sheedy skoraði sigurmarkið fiórum mínútum fyrir leikslok og Everton heimsækir Plymouth í 4. umferðinni. • QPR og Manchester United gerðu sitt annað jafnteíli, nú 2-2, á Loftus Road. Mark Stein skoraði fyr- ir QPR en Tony GUl jafnaði fyrir Man. Utd. Gestirnir komust síðan yfir í framlengingu með marki frá varamanninum Deniol Graham en á lokasekúndunum tókst Alan McDon- ald að jafna fyrir QPR, 2-2. • Liðin þurfa aö leika í þriðja sinn og sigurvegarinn mætir Oxford heima í 4. umferð. Oxford vann ein- mitt Sunderland, 2-0, í gærkvöldi. Loks vann Reading 2-1 sigur á Tran- mere og mætir Grimsby á útivelli í 4. umferð. -VS # Leroy Rosenoir skoraði markið gegn Arsenal í gærkvöldi. • Dave Beasant. Drizic til Southampton og Beasant til Chelsea Chris Nicholl, framkvæmdastjóri Southampton, hefur tekið upp budd- unaog keypt júgóslavneska vamarmanninnMilos Drizicfrá Rad í Belgrad fyrir um 250 þúsund pund. Drizic er 28 ára gamaU og hefúr leikið þrjá landsleiki fyrir Júgóslavíu. Þá hafa framkvæmdastjórar Chelsea og New- castle komist að samkomulagi um kaupverð fyrir markvörðinn Dave Beasant sem lék áður með Wimbledon en hann gekk til liðs við New- castle. Bobby CampbeM, framkvæmdastjóri Chelsea, sem leikur í 2. deild, hefur faMist á að greiða rúmlega 800 þúsund pund fyrir Beasant sem hefur verið valinn í enska landsliðshópinn á þessu keppnistíraabiM. Talið er víst að af kaupunum verði en þeir CampbeU og Beasant eiga aðeins eftir að komast að samkomulagi um nokkur smáatriði. -SK Anders DaM ósáttur við Islandsferðina: „Örvæntingarferðin“ hafði enga þýðingu - en þá væntanlega tapleikurinn gegn íslandi í gær? Danir hafa átt erfitt uppdráttar síð- ustu vikurnar en sjálfsagt tekið gleði sína í kjölfar sigursins á Búlgörum í Eyrarsundsmótinu sem var afar sannfærandi. Á undan höfðu Danir tapað í tví- gang fyrir íslendingum - milli jóla og nýárs - og síðan fyrir tékkneska meistaraMðinu Dukla Prag. í samtali við danska blaðið Politi- ken á dögunum segir landsliðsþjálf- arinn Anders Dahl-Nielsen að hann hafi engin not af leikjunum tveimúr gegn íslendingum. Segir hann í sam- talinu að í lið sitt hafi þá skort fjölda fastamanna og hann sjálfan vantað ofan í kaupið. Þá segir Anders að leikurinn gegn tékkneska liðinu hafi ekki heldur neina þýðingu þar sem hann hafi verið spilaður í kjölfar viðureign- anna tveggja gegn íslendingum. Kveður Nielsen leikmenn sína hafa einfaldlega verið útkeyrða þegar þar var komið við sögu. - Á þessu augnabliki vissi meiri- hlutinn af leikmönnum mínum ekki hvernig rúm leit út, segir Anders í samtalinu við Politiken. Með hliðsjón af þessum orðum landsliðsþjálfarans danska má ætla að leikur íslendinga og Dana í gær- kvöldi komi honum að góðum not- um. í hverju fahi tefldu danskir þá fram sínu allra sterkasta Mði og á bekknum sat enginn annar en And- ers sjálfur. Þótt „örvæntingarferð- in“, eins og danska blaðið PoMtiken nefnir íslandsforina, hafi mistekist með öllu þá er óhætt að ætla að Dan- ir gleðjist yfir því gildi sem leikurinn í gærkvöldi halði fyrir þá þótt úrslit- in hljóti hins vegar að orka tvímælis. JÖG Uxarnir stóðu í ÍR-ingum Þórhallui Ásmundas., DV, Sauðárkróki: Molduxar, félagsskapur „eldri“ körfuknattleiksmanna hér á Króknum, stóðu sig með prýði gegn ÍR-ingum í 16 liöa úrslitum bikarkeppninnar í gærkvöldi. Þeir höfðu yfirhöndina fyrstu 7 mínútumar í allskemmtilegum leik en uröu síðan að gefa eftir. Luku leiknum samt með sæmd, voru 35-44 undir í hléi og lokatöl- ur urðu 64-79, Reykjavíkurliðinu í hag. Alfreð Guðmundsson var at- kvæðamestur Molduxanna með 17 stig. Jón Jósefsson skoraði 15, Guðmundur Sveinsson 12 og HaMdór Halldórsson, knatt- spymumarkvörður FH-inga, gerði 10 stig. Hjá ÍR skoraði Sturla Örlygsson 22, Jón örn Guðmundsson 12 og þeir Gunnar Örn og Bragi Reynisson 11 hvor. Síðari leikur Mðanna fer fram í Seljaskólanum eftir viku. Leikir í kvöld í kvöld eru á dagskrá þrír leikir í 16 liða úrshtum bikarkeppninn- ar í körfuknattleik. Grindavík og Haukar mætast í Grindavík og Tindastóll og ÍS á Sauðárkróki. Báðir þessir leUúr hefjast kl. 20 en kl. 21.30 leika B-lið ÍS og Léttir í íþróttahúsi Kennaraháskólans. Þetta eru fyrri viðureignir félag- anna. Þá verða leiknir þrír leikir í 1. deUd kvenna sem aUir hefjast kl. 20. KR og ÍBK leika í Hagaskóla, ÍS og Grindvikingar í íþróttahúsi Kennaraháskólans og ÍR og Njarðvíkingar í Seljaskóla. Haukar efstir Haukar náðu í gærkvöldi for- ystunni í 2. deild karla í hand- knattleik þegar þeir sóttu Selfyss- inga heitn og sigruðu, 26-24. Þeir standa þó verr að vigi en næstu lið, ÍR og HK, því þeir hafa leikið tveimur leikjum meira. í fyrrakvöld vann Aflurelding yfirburðasigur á ÍH, 35-20, í þýð- ingarmiklum fahbaráttuleik að Varmá. Staðan í 2. deild er þessi: ÍR. 1’ .10 8 1 1 265-192 17 HK .10 8 1 1 267-202 17 Ármann.. .10 6 1 3 231-231 13 Selfoss .11 5 0 6 279-275 10 Njarðvík. .10 4 1 5 249-239 9 Keflavík.. .10 3 0 7 219-240 6 Aftureld.. .11 3 0 8 254-283 6 Þór .11 3 0 8 217-282 6 ÍH .11 2 0 9 208-301 4 -VS Knattspyma: Marteinn fertil Tindastóls Knattspyrnumaöurinn Mar- teinn Guðgeirsson, sem var í Mði Fram á síöasta sumri, hefur nú ákveðið að ganga til liðs viö 2. deUdar lið Tindastóls. Marteinn, sem einnig er lið- tækur blakmaður og var raunar kosinn blakmaður ársins 1987, lék með Þrótti frá Neskaupstað allt þar til hann fór yfir tU ís- landsmeistara Fram í fyrravetur. -JÖG/VS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.