Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1989, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1989, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 12. JANÚAR 1989. Viðtalid Hitti manninn minnístrætó Nafn: Svandís Skúladóttir Aldur: 59 ára Staða: Deildarstjóri i dag- vistardeild menntamála- ráðuneytisins „Ég les hvert einasta dagblað og hlusta á aUar fréttir. Ef hægt er að tala um bakteríu þá er þaö á því sviði að fylgjast vel með. Áhuginn á pólitík er mikill og það er ekki til sú eldhúsdagsumræða sem ég hef misst af í gegnum ár- in. Almennt má segja að áhuga- mál mitt sé að byggja upp dagvist í landinu,'1 segir Svandís Skúla- dóttir sem var skipuð deildar- stjóri í dagvistardeild mennta- málaráðuneytisins um áramótin. ísfirðingur Svandís er fædd og uppalin á isafirði. Þar var hún til 19 ára aldurs þegar hún hélt suöur í Uppeldisskólann, nú Fósturskóla íslands. Þaðan útskrifaðist hún 1951 og vann á barnaheimili eftir það. Árið 1952-1953 fékk hún styrk til framhaldsnáms í rekstri dagvistarheimila og dagvdstar- málum í Englandi og Danmörku. Svandis ílengdist í Danmörku og bjó þar alveg til 1958. Þar hitti hún manninn sinn og átti tvö börn. Heim íluttist hún 1958. I bæjarstjórn Kópavogs „Ég var fljótt kosin í bæjar- stjórn Kópavogs, var fyrsta kon- an sem náði því. Þar sat ég í 12 ár. Veturinn 1973-74 fór fjðlskyld- an til Danraerkur. Þar var ég í upppeldis- og sálarfræði og fleiri grunnfógum og eftir þá dvöl fór ég að vinna hjá ráðuneytinu. Þar sá ég um dagvistarmál og hef gert alla tíð síðan. „Una 2“ „Ég kynntist manninum min- um, Páli Theodórssyni eðhsfræð- ingi, úti í Danmörku. Við hitt- umst í strætó, í linu 2 eins og það er kallað þar. Við eignuðumst tvö elstu börnin í Danmörku, Flóka sem er 35 ára og Sigrúnu sem er 34 ára, bæði verkfræðingar. Við eigum tvö í viðbót; Skúla, 28 ára, sem er við heimspekinám í Munchen og Beru, 26 ára, sem er í framhaldsnámi í eðlisfræði í Danmörku. Fjölskyldan hefur biiið í Kópavoginum alveg frá heimkomunni 1958. Þar er mjög gott aö ala upp böm.“ Foreldrar Svandísar em bæði á lííi. Þau em Skúh Þóröarson skipasmiður og Sigrún Finn- björnsdóttir. Svandís er næstelst íjögurra systkina. Þau em Ágústa, Skúli Þóröur og Árni. Listaverkakaup „Ég hef enga eiginleg frístunda- iðju að hreykja mér af en hef synt frá því ég var ung og fer nokkuð á skíði. Eg sit í hsta- og menning* arráði Kópavogs og er í aö kaupa töluvert af listaverkum fyrir bæ- inn. Fer gríðarlegur tími í aö skoða sýningar og hefur gert síö- ustu 8 árin. Eftir öh þessi kaup heföi ég vel getað hugsað mér að kaupa listaverk fyrir sjálfa raig en ekki hefur fariö mikið fyrir þvi fram til þessa.“ -hlh BIFREIÐA- HLUNNINDI Endurgjaldslaus afnot launamanns af bifreið launagreiðanda eru staðgreiðsluskyld og skulu þau metin honum til tekna þannig: Af bifreið sem tekin var í notkun á árunum 1987 og 1988 eða tekin verður í notkun á árinu 1989 skal meta 20% af kostnaðarverði bifreiðarinnar sem hlunnindi til tekna. Af eldri bifreið skal meta 15% af kostnaðarverði sem hlunnindi til tekna. Kostnaðarverð er skilgreint sem staðgreiðsluverð sam- kvæmt verðlista á sams konar bifreið nýrri af árgerð 1989, að meðtöldum kostnaði vegna hvers konar auka- og sérbúnaðar. Verðlisti fæst hjá skattstjór- um og RSK. Hafi launamaður greitt hluta af verði bifreiðar skal lækka verð bifreiðarinnar til hlunnindamats um þá fjárhæð sem launamaðurinn sjálfur greiddi. Mánaðarleg hlunnindi teljast 1/12 af hlunnindamati bifreiðar. Ef afnot launamanns eru takmörkuð við hluta af mánuði skal meta bifreiðahlunnindi hans í réttu hlutfalli við þann dagafjölda í mánuðinum sem hann hefur afnot af bifreiðinni. Greiði launamaður eldsneyt- iskostnað (og smurningu) skal lækka hlunnindamat um 4 prósentustig, þ.e. í 16% eða 11 % eftir aldri bifreiða. Heimilt er að lækka hlunnindamat ef launamaður greiðir annan rekstrar- kostnað enda afhendi launamaður launagreiðanda sínum kvittanir frá þriðja aðila fyrir slíkum kostnaði og fái hann ekki endurgreiddan. Greiði launamaður launagreið- anda sínum fyrir afnot af bifreið endur- gjald sem er lægra en hlunnindamat, skal mismunurinn teljast launamanni til tekna. Launamanni, sem hefur takmörk- uð not af bifreið launagreiðenda, skal meta til hlunninda 10 kr. per ekinn km. Þetta á þó ekki við akstur milli heimilis og vinnustaðar ef slíkur akstur er hon- um ekki til hagsbóta. Endurgreiddur kostnaðurtil launamanns vegna afnota launagreiðanda af bifreið hans, sem halda má utan staðgreiðslu, er metinn þannig: Kílómetragjald undir viðmiðunarmörkum: Fyrir 1-10.000km 16.85pr.km. Fyrir 10.001-20.000km 15.10pr.km. Fyrir 20.001 km. -> 13.30pr.km. Þar sem kílómetragjald er lægra fyrir akstur umfram 10.000 km þarf launagreiðandi að fylgjast með heildarakstri launamanna í hans þágu. Fái launamaður greitt kílómetragjald frá opinberum aðilum vegna aksturs í þágu þeirra, sem miðast við „sérstakt gjald“ eða „torfærugjald" sem Ferðakostnaðarnefnd ákveður, má hækka viðmiðunarfjárhæðir sem hér segir: Fyrir 1-10.000km akstur-sérstaktgjald — torfœrugjald Fyrir 10.001-20.000 km akstur-sérstaktgjald — torfœrugjald Umfram 20.000 km akstur-sérstaktgjald — torfœrugjald hœkkun um 2.60 kr. pr. kn hœkkun um 7.00 kr. pr. hcjkkun um 2.30 kr. pr. km. hœkkun um 6.25 kr. pr. kr hœkkun um 2.05 kr. pr. hœkkun um 5.55 kr. pr. Skilyrði fyrir niðurfellingu staðgreiðslu vegna kílómetragjalds er að færð sé reglulega akstursdagbók eða akstursskýrsla þar sem skráð er hver ferð, dagsetning, ekin vegalengd, aksturserindi, kílómetragjald greitt launamanni, nafn og kennitala launamanns og einkennisnúmer ökutækis.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.