Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1989, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1989, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 12. JANÚAR 1989. Andlát Kristín Guðmundsdóttir, áður að Vesturgötu 17a, lést 10. janúar á EUi- og hjúkrunarheimilinu Grund. Ólafur Jónsson, Skipholti 54, er lát- inn. Guðrún H. Sveinsdóttir, Hverfisgötu 34, Hafnarfirði, andaðist miðviku- daginn 11. janúar. Sigrún Sigurðardóttir frá Faeti, Sæ- bólsbraut 28, lést í Landakotsspítala 10. janúar. Jarðarfarir Hjördís Pétursdóttir, húsfreyja að »- Grænutungu3íKópavogi,lést2.jan- úar og verður jarðsungin frá Foss- vogskirkju föstudaginn 13. janúar kl. 15.00. Hjördís fæddist 11. ágúst 1926, dóttir hjónanna Þórönnu Pálmadótt- ur og Péturs Péturssonar, kaup- manns á Akureyri og Siglufirði. Al- systkini Hjördísar voru Pálmi Pét- ursson skrifstofustjóri og Anna Pét- ursdóttir bókari. Hálíbróðir hennar var Pétur Pétursson, bóndi á Höllu- stöðum. Hjördís var menntuð sem snyrtifræðingur frá Kaupmanna- höfn 1948. Hún giftist 30. september 1950 Páh Hannessyni verkfræðingi og íifir hann konu sína. Þau eiga tvær dætur, Þórönnu Pálsdóttur veður- fræðing, gifta Þorsteini ÓMssyni dýralækni, og Hólmfríði Guðrúnu Pálsdóttur tölvunarfræðing, gifta Guðmundi Skúla Stefánssyni íþróttakennara. Bamaböm Hjördís- ar em orðin flmm. Árni Jónsson, Melabraut 5a, Sel- tjamamesi, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 13. janúar nk. Útför Ágústu Jónsdóttur, Austur- brún 2, sem andaðist 2. þ.m., hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þorgeir Jónsson, bóndi í Gufunesi, verður jarðsunginn frá Langholts- kirkju fóstudaginn 13. janúar kl. HÚSNÆÐI í BOÐI Húsnæöi fyrir vörugeymslu til leigu strax. Nýtt hús, 330 ferm, lofthæð 7 metrar. Malbikað plan fyrir framan. Hillur o.fl. getur fylgt. Nánari upp- lýsingar veitir Amgeir Lúðvíksson í síma 688222. ARNARFLUG HF. tt BLAÐ BURDARFÓLK cL öMimw ú ■■ 1? t t t t t t t í\ t\ - t t Ít ^ t t Beykihlíð Birkihlíð Viöihlíð Reynihlíð Lerkihlíð Baldursgötu Bragagötu Haöarstíg Uróarstig Nönnugötu á a Bárugötu Ránargötu Bergstaöastræti Hallveigarstíg Barónsstíg Eiriksgötu Fjölnisveg Mímisveg 11' t i t t t t t t t t AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 11 t t Í SIMI 27022 13.30. Jarðsett verður í Lágafells- kirkjugarði. Sigurlína Jakobsdóttir, Strandgötu 13, Akureyri, lést á hjúkmnarheimil- inu Seli 5. janúar sl. Jarðarförin fer fram frá Akueyrarkirkju föstudag- inn 13. janúar kl. 13.30. Útför Helgu Sigrúnar Zoega, Álakvísl 112, fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 13. janúar kl. 10.30. Sveindís Sveinsdóttir, Kleppsvegi 134, verður jarðsungin frá Háteigs- kirkju föstudaginn 13. janúar kl. 15. Hannes Jónsson, Drápuhlíð 40, fyrr- um bóndi að Austur-Meðalholtum, verður jarðsunginn frá Gaulverja- bæjarkirkju laugardaginn 14. janúar kl. 14. Útför Öldu Kristínar Jóhannsdóttur, SólvaUagötu 16, Keflavík, fer fram frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 14. janúar kl. 14. Pálmi Frímannsson heilsugæslu- læknir lést 5. janúar. Hann fæddist 1. ágúst 1944 í Garðshorni á Þela- mörk, sonur hjónanna Guðfmnu G. Bjamadóttur og Frímanns Pálsson- ar. Pálmi lauk prófi frá læknadeild Háskóla íslands 1972. Hann var skip- aður héraðslæknir í Stykkishólms- læknishéraði 1974 og þar gegndi hann læknastörfum þar til hann varð að láta af störfum sökum heilsu- brests á sl. ári. Eftirlifandi eiginkona hans er Heiðrún Rútsdóttir. Þau eignuðust saman tvö börn, auk þess átti Pálmi kjördóttur. Útför Pálma verður gerð frá Akureyrarkirkju í dag kl. 13.30. Hjalti Benediktsson, fv. aðalvarð- stjóri, lést 2. janúar sl. Hann fæddist í Hafnarfirði 2. júlí 1915 og vom for- eldrar hans þau hjónin Sólrún Nikul- ásdóttir og Benedikt Jónsson. Hjalti var tvíkvæntur. Með fyrri konu sinni, Gróu Pétursdóttur, átti hann þrjár dætur. Áður hafði hann eignast son. Eftirlifandi eiginkona hans er Ingibjörg Stefánsdóttir og eignuðust þau eina dóttur. Hjalti starfaði lengst af í Slökkviliðinu. Útför hans verður gerð frá Fossvogskirkju í dag kl. 13.30. Tilkyimiiigar Myndakvöld Útivistar fimmtudagur 12. jan. Ferðaáætlun 1989 - Grænland Lóns- sveit - Esjufjöll. Fyrsta myndakvöld árs- ins verður í Fóstbræðraheimilinu Lang- holtsvegi 109 og hefst kl. 20.30. Veglegar kaffiveitingar kvennanefndar Útivistar eru innifaldar í aðgangseyri. Allir vel- komnir. Kærkomið tækifæri til að kynn- ast ferðamöguleikum innanlands og á Grænlandi. Dagskrá: 1. Kynnt verður glæný ferðaáætlun Útivistar 1989 og sýndar myndir er tengjast efni hennar. Margar nýjungar. 2. Esjuflöll. Þátttak- endur úr Esjuflaliaferð 13.-17. júlí sýna myndir og segja frá ferðinni. 3. Lóns- sveit. Myndir úr sumarleyfisferð í Lóns- sveit 1.-6. júlí. 4. Grænland. Eftir hlé mun Leifur Jónsson sýna myndir úr Græn- landsferð Útivistar 4.-9. ágúst sl. en nokkrar spennandi Grænlandsferðir verða á boðstólum fyrir Útivistarfélaga í sumar. Menning dv Jafnvægi Norræna Húsið miðvikudaginn 11. janúar kl. 12.30: Robyn M.C. Koh lék verk eftir Cou- perin, Purcell, Froberger og Rameau. Þegar Jóhann Sebastían Bach fór að kynna sér þau hljóðfæri sem síðar gátu af sér píanóið (hann eignaðist sjálfur það sem nefnt var fortepiano) var ein helsta umkvörtun hans yfir þeim sú hversu tónsviðin vom ólík að styrk. Sterkastur var bassinn og svo dofnaði styrkur eftir því sem ofar dró. Þetta hentaði illa í tónlist þar sem allar raddir gegndu jöfnu hlut- verki en kom ef til vill minna að sök í þeirri lagskiptu tónlist sem var að komast í tísku í byijun 18. aldar. Píanó nútímans em með sömu ósköpum ger og nefndir forverar þeirra þótt góðir píanóleikarar þurfi engar áhyggjur af því að hafa. Bach hafði vanist hinu fullkomna styrk- leikajafnvægi sembalsins og þótti fúgur jafnan hljóma betur á honum en hamraverkinu. Þegar leikið er á sembal þarf ekki að halda aftur af neinu tónsviði og þetta hefur óneitanlega áhrif á sál- ræna upplifun okkar á tónlistinni, Robyn Koh, semballeikari. Tónlist Atli Ingólfsson einkum á tónleikum. Við finnum að tónlistin er gerð fyrir þetta hljóðfæri og hljóðfærið fyrir tónlistina og túlk- andinn þarf ekki að miðla málum, hann þarf aðeins að láta verkin hljóma. Robyn Koh lét verkin svo sannar- lega hljóma í Norræna húsinu. Efnis- skráin var heilsteypt, verk frá 17. öld, og eftir mestu hljómborðsmeist- ara þeirrar aldar auk verka Rameaus (dáinn 1764). Robyn hefur náð afbragðsgóðum tökum á tækni sembalsins. Unun er að heyra leik hennar að áherslum, sem í semballeik eru snúið mál. Sem dæmi um vel unnið áhersluspil nefni ég Hornpipe eftir Purcell. í passaca- ille Couperins, fagurri tónsmíð, sýndi Robyn öryggi sitt í flúruðum leik sem iðulega er aðalatriði í semb- cdtónsmíðum. Kannski hefði hún mátt registrera þynnra í gigue eftir Froberger til að fá meiri andstæðu við hina alvarlegu allemande. Það sem máli skiptir er þó að hér var á ferðinni listakona með skilning á stíl og tónmáli þess er hún lék og hæfileika til að flytja okkur boðskap sinn. Robyn hefur dvalið 1 's und- anfarið og vonandi fá fleiri tækifæri til að njóta lei. .,ciihar. Atli Ingólfsson VÉLSLEÐASÝNING - VÉLSLEÐAMARKAÐUR nk. laugardag og sunnudaga frá kl. 13-18 í íþróttahöllinni á Akureyn. Sjáið allar 1989 árgerðirnar frá Ski-Doo, Polaris, Yamaha, Arctic Cat. Aftanísleðar, vélsleðakerrur, kuldafatnaður, kuldaskór, hjálmar og alls konar aukabún- aður til sýnis og söiu. ★ Bílsímar, lórantæki, varahlutir, olíur, áttavitar, kuldafatnaóur, kuldaskór, vélsleóakerrur og aftanísleðar. ★ Námskeið á staðnum í fjalla- ferðum og lóranrötun. ★ Munið árshátíðina og skemmti- kvöldið í Sjallanum á laugar- dagskvöldið. LANDSSAMBAND ÍSLENSKRA VÉLSLEÐAMANNA - AKUREYRARDEILD. Komiö og ræðió við umboós- menn og sölumenn, fáið verð og bæklinga. Úrval af notuóum sleðum og hjólum til sýnis og sölu á úti- svæði. ★ Komiö með gamla sleðann á markaðinn strax á föstudag og reyni^ að skipta á nýrri. ★ Björgunarsveitir sýna útbúnað sinn á útisvæði. A • Komið og spaið Velkomin í íþróttahöllina, efri sal. Af lífi Norræna húsið, miðvikudaginn 11. janúar kl. 20.30: Uwe Eschner gítarleikari lék verk eftir Villa-Lobos, Frank Martin, Brouwer, Bach og Lauro. Yfirleitt er maöur reiöubúinn aö fyrirgefa gítarleikurum feilnótur í upphafsverki tónleika. Þessu veldur eitthvert dularfullt lögmál um upp- hitun fingra og snerpu. Eiginlega hefiast gítartónleikar oftast á öðru verki efnisskrárinnar. Hvað feilnótur snertir var þessu lögmáli næstum hnekkt þegar Uwe Eschner lék Etýðu númer átta eftir Villa-Lobos í upphafi tónleika sinna. Tónninn var þó minni en hann reyndist síðar og svipur etýðunnar ekki mjög sannfærandi. Hún er reyndar eitt af þeim verkum Villa- Lobos þar sem erfitt er að ná áttum, einkum í upphafi. Þetta á ekki við um fiórðu etýðuna sem Escher lék fyrst eftir hlé. Enda birtist þar öryggi túlkandans og ágæt tilfinning fyrir formi. Svíta Martins hljómaði um margt ágætlega, einkum Plainte, sem var mjög sannfærandi. Comme une gigue var sennilega óþarflega hröð og hefði kannski mátt vera meira eins og gíga. Þannig er nefnilega, að yfirvegun túlkanda dregur ekki úr skynjun og sál Tónlist Atli Ingólfsson okkar á hraða verksins ef hann vinn- ur rétt með áherslur. í suður-amerísku verkunum, eftir Brouwer og Lauro, sýndi Eschner sína bestu hlið, mikið öryggi og frá- bært næmi á latneskt hljóðfall, og lék hann þessi verk af lífi og sál. Svíta í e moll eftir Bach^var mjög áheyrileg og leikin af vissu. Á stöku stað var eins og áherslur hlíttu ekki tónlistarlegum rökum, en slíkt virð- ist lenska meðal gítarleikara. Bo- urrée kaflinn byijaði heldur hægt og virtist ekki sitja vel í upphafshraðan- um og gígan mátti vera danslegri. Þetta dró þó ekki úr góðum heildar- svip svítunnar. Og gleymum ekki aö þrátt fyrir það sem hér hefur verið nefnt hefur Uwe Eschner stigið yfir fiölmörg ljón á vegi þess sem stefnir langt sem gítarleikari. Hann hefur gott vald á hljóðfæri sínu, rík styrk- leikablæbrigði og vilja til að tala með leik sínum. Atli Ingólfsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.