Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1989, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1989, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 12. JANÚAR 1989. IÐNAÐARHÚSNÆÐI ÓSKAST á höfuðborgarsvæðinu, ca 70-100 ferm. Tilboð sendist DV, merkt „1-2323“, fyrir mánaðamót. SMÍÐAKENNARA í 2/3 STÖÐU OG GANGAVÖRÐ í /2 STÖÐU vantar við gagnfræðaskólann í Mosfellsbæ nú þegar. Uppl. gefa skólastjóri og yfirkennari í síma 666186. Nauðungaruppboð annað og síðara, á eftirtöldum fasteignum fer fram í dómsal embættisins, Suðurgötu 57, á neðangreindum tíma: Deildartún 4, l.hæð, þingl. eigandi Sigurður A. Gunnarsson. Deildaitún 4, l.hæð, talinn eigandi Kristín Aðal- steinsdóttir, 13. jan. 1989, kl. 11.15 Uppboðsbeiðendur eru Jón Sveinsson hdl., Veðdeild Landsbanka íslands, Landsbanki íslands og Guðjón Ár- mann Jónsson hdl. Hjarðarholt 2(eíri hæð), þingl. eigandi JóhannesSigurbjömsson, 13. jan. 1989 kl. 11.15. Uppboðsbeiðandi er Guðjón Ármann Jónsson hdl. M.b. Elding AK-69, þingl. eigandi Geir Valdimarsson, 13. jan. 1989, kl. 11.30. Uppboðsbeiðandi er Andri Amason hdl. Skarðsbraut 17 (3V), þingl. eigandi Selma Guðmundsdóttir, 13. jan. 1989, kl. 11.30. Uppboðsbeiðendur em Veð- deild Landsbanka íslands og Akranes- kaupstaður. Sunnubraut 21 (eíri hæð), þingl. eig- andi Eiríkur Jónsson, 13. jan. 1989 kl. 11.45. Uppboðsbeiðandi er Sigurður G. Guðjónsson hdl. Ægisbraut 13A, þingl. eigandi Sjávar- réttagerðin hf., 13. jan. 1989 kl. 13.15. Uppboðsbeiðendur em Bmnabótafé- lag Islands, Fiskimálasjóður, Fisk- veiðasjóður íslands, skiptaráðandinn á Akranesi, Jón Sveinsson hdl. og Skarphéðinn Þórisson hrl. BÆJARFÓGETINN Á AKRANESI Svæðameðferðog létt rafmagnsnudd ásamt acupunchurmeðferð með lacer Sérhæfing við bólgu í herðum, baki og höf- uðverk. ELSA HALL, Langholtsvegi 160, sími 68-77-02. GAGNLEGAR GJAFIR yfir 20 gerðir Fannar, Lælcjartorgi sími 16488, 27540 Utlönd Samkomulag um út- rýmingu efnavopna Kalevi Sorsa, utanríkisráðherra Finnlands, t.v., og Roland Dumas, utanríkis- ráðherra Frakklands, lesa lokayfirlýsingu Parísarráðstefnunnar um bann við efnavopnum. Frakkland og Finnland beittu sér fyrir málamiðlunum í lokayfirlýsingunni. Simamynd Reuter Ráðstefna eitt hundrað fjörutíu og níu ríkja í París um bann við efna- vopnum fordæmdi í gær notkun þeirra og hétu ríkin því að beita sér fyrir útrýmingu þeirra. Munu nú augu manna beinast til Genfar þar sem viðræður um efnavopn fara fram. „Viö teljum að bann sé óhjákvæmi- legt og núna er rétti tíminn. Við megum ekki missa af þessu tæki- færi,“ sagði Viktor Karpov, aðal- samningamaöur Sovétmanna, á fréttamannafundi að lokinni ráð- stefnunni, sem stóð í fimm daga. Það voru Bandaríkin og Frakkland sem boðuðu til þessarar ráðstefnu til að ítreka bann við notkun efnavopna í stríði frá 1925 og einnig til að setja nýtt líf í viðræður íjörutíu ríkja í Genf um efnavopn. Tilefnið var áhyggjur manna af notkun efnavopna í Persaflóastríö- inu, sem lauk í ágúst síðastliðnum. Fulltrúar frá austri, vestri og einn- ig úr hópi hlutlausra ríkja lýstu yfir almennri ánægju með ráðstefnuna sem leiddi til yfirlýsingar sem var málamiðlun ólíkra hagsmunahópa. „Þessi ráðstefna hefur verið stórt skref í átt til algerrar útrýmingar á efnavopnum," sagði Roland Dumas, utanríkisráðherra Frakklands, sem var í forsæti á ráðstefnunni. Sum lönd lýstu yfir óánægju sinni með að í yfirlýsinguna hefði vantað atriði sem þeim voru hugleikin. Sýrland og Rúmenía sögöust gjarn- an hafa viljað sjá tengingu milli út- rýmingar efnavopna og kjarnorku- vopna í skjalinu. Bæði stórveldin höfnuðu þessum hugmyndum og sögðu að slík tenging myndi standa samningum um útrýmingu efna- vopna fyrir þrifum. Vesturlönd vildu ganga mun lengra í yfirlýsingunni en gert var en það var ekki hægt vegna andstöðu ríkja þriðja heimsins. Álmennt voru öll ríkin þó sammála um að efnavopnavandamálið yrði ekki leyst fyrr en viðræðumar í Genf leiddu af sér bann við framleiöslu, geymslu og notkun á efnavopnum. Vestur-þýsk stjórnvöld sögðu í gær að sannanir væru fyrir því að vest- ur-þýsk fyrirtæki hefðu aðstoðað Líbýumenn við að koma upp verk- smiðjunni sem Bandaríkjamenn segja að eigi að framleiða efnavopn en Líbýumenn segja að eigi að fram- leiö lyf. Þessi yilrlýsing mun líklega bæta til muna samskipti Bandaríkjanna og Vestur-Þýskalands sem að undan- förnu hafa verið nokkuð stirð vegna þess að Bandaríkjamönnum hefur þótt sem Vestur-Þjóðverjar hafl ekki komið hreint fram við þá í þessu máli. Reuter Þrefalt neitunarvald Bandaríkin, Bretland og Frakk- land beittu þreföldu neitunarvaldi í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í gær gegn ályktunartillögu sem fordæmdi Bandarikin fyrir að skjóta niður tvær líbýskar her- þotur 1 síðustu viku. Kanada greiddi líka atkvæöi gegn tiUögunni sem fól í sér kröfu um að Bandaríkjamenn hætti heræf- ingum undan strönd Líbýu. Brasil- ía og Finnland sátu hjá en hinar níu þjóðimar í öryggisráðinu greiddu atkvæði með tillögunni sem hlutlaus ríki báru fram. . Herbert Okun, fulltrúi Banda- ríkjamanna, sagði -fyrir atkvæða- greiösluna aö tilgangur tiliögunnar væri greinilega að gagnrýna Bandaríkin fyrir aögerðir sem hafl verið framkvæmdar í sjálfsvörn og væru algerlega löglegar og í anda sáttmála Sameinuðu Þjóðanna. Okun sagði einnig að í tillögunni væri ákvæði sem stangaðist á við siglingafrelsi á alþjóðlegmn sigl- ingaleiðum og að það ætti að vera öllum þjóöum áhyggjuefni. Okun bætti við að Bandaríkin hefðu sýnt fram á að líbýsku vél- arnar heföu veriö vopnaðar og að myndir Bandaríkjamanna væru ótvíræö sönnun í þeim efnum. Það kom mjög á óvart aö Frakk- land skyldi beita neitunarvaldi með Bretlandi og Bandaríkjunum. Pierre Brochand, franski fulltrú- inn, sagði að Frakkar gætu ekki_ annað en greitt atkvæði gegn til- lögu sem stangaðist á við frelsi til siglinga á alþjóðlegum siglingaleið- um og flugs á alþjóðlegum flugleið- um. Bandaríkin tilkynntu í gær að þau hefðu aílýst flugæfmgum á Miöjarðarhafi, norður af Líbýu, sem áttu að fara fram í næstu viku, Líbýumenn höfðu lýst þvl yflr aö þessar æfingar gætu orðið mjög hættulegar. Ekki vildu Bandaríkjamenn gefa upp hvort þessi breyting væri svar viö kvörtunum Líbýumanna eða einungis gerð til að forðast atvik eins og það sem varð í síðustu viku. Bandaríkjamenn sögðu í gær að æfingarnar yrðu haldnar annars staðar á Miðjarðarhafi. Reuter Vopnabúr á heimili verkalýðsleiðtoga Áætlun um að selja og einkavæða hluta af ríkisolíufyrirtækinu í Mex- íkó var „pólitísk ástæða“ á bak við handtöku leiðtoga verkalýðsfélags olíuverkamanna á þriðjudag, að því er háttsettir embættismenn sögðu í gær. Joaquin Hernadez Galicia, sem gengur undir nafninu La Quina, leið- togi verkalýösfélags olíuverka- manna, sem ræður yfir nær öllum mannaráöningar- og kjarasamning- um hjá Pemex, ríkisrekna olíufyrir- tækinu í landinu, var handtekinn á þriöjudag eftir aö hermenn réðust inn á heimili hans. Yfirvöld segja að fundist hafi tvö hundruð ísraelskar Uzi vélbyssur og þrjátíu þúsund hylki af skotfærum á heimili hans. Embættismaður, sem ekki vildi láta nafns síns getið, sagði í gær að La Quina hefði brotið lögin og þyrfti að gjalda fyrir það. Hann sagöi að önnur ástæða fyrir handtöku hans væri sú aö nú stendur til að selja og einkavæða hluta af ríkisolíufélaginu. Heimildir herma að vopnin á heim- ili La Quina hafi átt að nota til að ná mikilvægum skrifstofum og fram- leiðslustöðum Pemex fyrirtækisins ef ríkisstjórnin reyndi að selja hluta af því. Álls hafa tæplega fimmtíu verka- lýðsleiðtogar verið handteknir vegna þessa máls. Reuter Joaquin Hernandez Galicia, hinn valdamikli leiðtogi olíuverkamanna í Mexíkó, fyrir miðju, sést hér ásamt öðrum verkalýðsforingjum sem handteknir voru i tengslum við sama mál. Fyrir framan þá er lítill hluti þeirra vopna sem fundust á heimili Galicia. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.