Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1989, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1989, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 12. JANÚAR 1989. Borgarskipulag Reykjavíkur Borgartúni 3 ARKITEKT Á Borgarskipulagi er laus staöa arkitekts. Leitað er eftir einstaklingi meö reynslu og þekkingu á skipulagsmálum. Umsóknir meö upplýsingum um nám og starfs- reynslu berist Borgarskipulagi eigi síðar en 1. febrúar. FRÖNSKUNÁMSKEIÐ ALLIANCE FRANCAISE 13 vikna vornámskeið hefst mánudaginn 23. janúar. Kennt verður á öllum stigum ásamt samtalshópi og í einkatímum. Innritun fer fram á bókasafni Alliance Francaise, Vesturgötu 2 (gengið inn bakdyrameg- inn), alla virka daga frá kl. 15 til 19 og hófst mánu- daginn 9. janúar. Allar nánari upplýsingar fást í síma 23870 á sama tíma. Greiðslukortaþjónusta. Góöar gjafir í eldhúsið Fannar, Lækjartorgi sími 16488, 27540 Starfslaun handa listamönnum árið 1989 Hér með eru auglýst til umsóknar starfslaun til handa íslenskum listamönnum árið 1989. Umsóknir skulu hafa borist úthlutunarnefnd starfslauna, Mennta- málaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 20. febrúar nk. Umsóknir skulu auðkenndar: Starfs- laun listamanna. í umsókn skulu eftirfarandi atriði tilgreind: 1. Nafn og heimilisfang, ásamt kennitölu. 2. Upplýsingar um náms- og starfsferil. 3. Greinargerð um verkefni sem liggur umsókn til grundvallar. 4. Sótt skal um starfslaun til ákveðins tíma. Verða þau veitt til þriggja mánaða hið skemmsta en eins árs hið lengsta og nema sem næst byrjunarlaunum menntaskólakennara. 5. Umsækjandi skal tilgreina tekjur sínar árið 1988. 6. Skilyrði fyrir starfslaunum er að umsækjandi sé ekki í föstu starfi, meðan hann nýtur starfslauna, enda til þess ætlast að hann helgi sig óskiptur verkefni sínu. 7. Að loknu verkefni skal gerð grein fyrir árangri starfslauna til úthlutunarnefndar. Tekið skal fram að umsóknir um starfslaun árið 1988 gilda ekki í ár. Menntamálaráðuneytið, 9. janúar 1989 Utlönd Um hundrað og tuttugu þúsund manns söfnuðust saman í Titograd i Svartfjallalandi i Júgóslavíu i gær og kröfð- ust afsagnar leiðtoga lýðveldisins. Urðu þeir við kröfum mótmælendanna. simamynd Reuter Afsagnir í Júgóslavíu Samtímis því sem leiðtogar Svart- íjallalands í Júgóslavíu og kommún- istaflokks lýðveldisins sögðu af sér í gær var fyrstu stjórnarandstöðu- hreyfingunni í Júgóslavíu komið af stað. Um hundrað og tuttugu þúsund manns söfnuðust saman í Svart- fjallalandi í gær og kröfðust tafar- lausrar afsagnar leiðtoganna. Voru þeir sakaðir um misbeitingu á valdi og slæma efnahagsstjórn. í gær mynduðu einnig menntamenn í Sló- veníu nefnd sem ætlað er að skipu- leggja hreyfingu gegn kommúnista- flokknum. Atburðir þessir gerðust rétt áður en búist haíði verið við að tilkynnt yrði hveijir kæmu til greina sem eft- irmenn Branko Mikulic forsætisráð- herra sem lét af störfum þann 30. desember síðasthðinn vegna deilna á þingi um efnahagsstefnu landsins. SvartOallaland er fátækasta lýð- veldiö í Júgóslavíu. Atvinnuleysi er þar um 25 prósent og rúmlega hundr- að og tíu þúsund manns lifa undir fátæktarmörkum. Reuter Atök milli land- nema og hermanna ísraelskir landnemar á vestur- Yakir eftir að hermenn eyðilögðu til harðra átaka komi ef fleiri mót- bakkanum lentu í átökum við ísra- minnisvarða sem þeir höfðu reist mælendur reyna að komast fram elska hermenn í gærkvöldi. Kváö- hinum látna til heiöurs. Reistu þeir hjá vegahindnmum hersins til þess ust landnemamir myndu virða aö nýjan minnisvarða og slógust viö að taka þátt í minningarathöfn- vettugibannhersinsviðmótmæla- hermenn. Samkvæmt sjónarvott- inni. Áætlað var að Shamir forsæt- göngu í dag þar sem ísraeli fannst um réðust þeir einnig á viðstadda isráðherra sækti minningarathöfn- skotinn í síðustu viku. blaöamenn. ina. Hundruð reiðra landnema óku Yfirvöld í ísrael reyna að foröast Rcuter að morðstaönum sem er nálægt átök viö landnémana en óttast að Loftárásir á Líbanon ísraelskar þotur gerðu í gær árásir á stöðvar Palestínumanna í Líbanon nálægt hafnarborginni Sidon. Var það skammt frá þeim stað þar sem stríðandi fylkingar shita börðust um yfirráð yfir þorpum í fjallahéruðun- um. Heimildarmenn í Sídon segja aö tvær ísraelskar herþotur hafi í skjóh þriggja annarra varpað sprengjum á stöðvar Fátah-hreyfingarinnar, sem er undir forystu Abu Nidal, í dal sem er rétt norðan við hafnarborgina. Árásin er sú fyrsta á þessu ári, þar sem ísraelskar herþotur gera sjaldan árás að næturlagi þegar lágskýjað er. Sjúkrabílar eru sagðir hafa keyrt í flýti á staðinn en komið tómir th baka. Bardagar mihi shita héldu áfram í gær, tólfta daginn í röð. Hafa helstu átökin átt sér stað í bænuín Jubah en amalshítar segjast hafa um áttatíu frétt hefur ekki fengist staðfest. prósent af bænum á sínu valdi. Sú Reuter Libanir bjarga eigum sinum úr húsi sínu sem amalshítar gerðu árás á. Húsið tilheyrði mönnum i Hizbollahsamtökunum. Simamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.