Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1989, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1989, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 12. JANÚAR 1989. Frjálst.óháð dagblaö Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 800 kr. Verð í lausasölu virka daga 75 kr. - Helgarblað 90 kr. Dularfullt sinnuleysi Óskiljanlegt er meö öllu, hversu lítinn áhuga trygg- ingafélög hafa á brunavörnum í landinu. í hverjum stór- brunanum á fætur öðrum kemur í ljós, aö trygginga- félög gera lítinn og helzt engan greinarmun á mann- virkjum, sem hafa brunavarnir í misjafnlega góðu lagi. Flest virðist hafa farið úrskeiðis í brunavörnum í stórhýsinu að Réttarholti 2. Samt hafði mannvirkið feng- ið brunatryggingu á almennum kjörum hjá Húsatrygg- ingum Reykjavíkurborgar, alveg eins og þaú mann- virki, þar sem farið er eftir bókstaf brunavarna. Húsatryggingar Reykjavíkurborgar eru ekki einar um þetta skeytingarleysi. Frystihús brenna ótt og títt víðs vegar um land. Við lesum þá jafnan í fréttum, að ekki hafi verið sinnt athugasemdum eldvarnareftirlits. Samt borga og brosa tryggingafélögin í sífellu. Fljótt á litið virðast markaðslögmál ekki gilda um tryggingar á íslandi. Tryggingafélög virðast ekki telja sér hag í að afla sér betri kjara hjá endurtryggjendum úti í heimi með því að sýna fram á lægri tjónagreiðslur í kjölfar strangara aðhalds og misjafnra iðgjalda. Tryggingafélögum í landinu virðist nákvæmlega sama, þótt venjulegir viðskiptavinir þeirra þurfi að borga óþarflega há iðgjöld, af því að skussarnir í bruna- vörnum greiða of lág iðgjöld og af því að iðgjöldin brenna upp í greiðslum bóta til þessara sömu skussa. Tryggingafélög geta ekki kannað öll smáatriði bruna- varna. En eðlilegir viðskiptahættir fælust í, að þau tækju sjálf út þau mannvirki, sem þyngst vega í tjónagreiðsl- um, og gengju í öðrum tilvikum hart eftir, að farið væri strax og í hvívetna eftir kröfum eldvarnaeftirlits. Oft hafa tryggingafélögin verið spurð, hverju þetta sæti. Engin haldbær svör hafa enn fengizt. Sofandahátt- ur þeirra væri skiljanlegur, ef þau væru opinberar stofn- anir á borð við Búnaðarfélagið. En þau vaka ekki eins og samkeppnisaðilar á opnum tryggingamarkaði. Það hlýtur að vera krafa endurtryggjenda og al- mennra viðskiptavina, að tryggingafélögin vakni til lífs- ins. Og það hlýtur að vera merkilegt rannsóknarefni vísindamanna í hagfræði að kanna, af hverju markaðs- lögmál gilda ekki um íslenzk tryggingafélög. Ekkert væri jafnlíklegt til að efla brunavarnir í landinu og aukið aðhald af hálfu tryggingafélaga. Þau eiga að kynna sér betur, hvaða brunagildrur þau eru að leggja á herðar endurtryggjenda og almennra við- skiptavina, sem borga brúsann af sinnuleysinu. Tryggingafélögum ber að neita að taka verstu bruna- gildrurnar í tryggingu fyrr en að loknum endurbótum. Þeim ber að leggja hátt álag á syndaseli, er fá trygg- ingu, en trassa að koma upp eldvörnum, sem krafizt er. Þeim ber að lækka iðgjöld almennra viðskiptamanna. Reykvískir útsvarsgreiðendur þurfa nú að borga marga tugi milljóna, ef ekki eitt hundrað milljónir vegna vanrækslu Húsatrygginga Reykjavíkurborgar og kæru- leysis Eldvarnaeftirlits Reykjavíkurborgar. Vonandi verður sá biti til að hreyfa við brunavörnum í borginni. Mikilvægast er að fmna, hvernig í ósköpunum stend- ur á, að tryggingafélög haga sér ekki eins og samkeppn- isaðilar á markaði, heldur eins og opinberar stofnanir, sem sofa værum svefni og lyfta ekki litla fingri í þágu almennra iðgjaldagreiðenda og endurtryggjenda. Ef vísindaleg skýring finnst á hinu dularfulla sinnu- leysi, ætti að vera unnt að finna leiðir til að komast fram- hjá því og draga úr óþörfu brunatjóni í landinu. Jónas Kristjánsson Dánartiðni úr slysum. - Dánir á ári af 100.000 - (Úr timaritinu Heilbrigð- ismál, 3. tbl. 1987). Fækka má slysum Þó aö heildardánartíöni vegna slysa fari lækkandi dregur lítið ur slysatíöni meðal þeirra er leita Slysadeildar Borgarspítalans og fram að þessu hefur öryrkjum ekki fækkað. Dánartíðni meðal barna og ungs fólks er hærri hér á landi en í nágrannalöndum. Svíþjóð sker sig úr en þar bíða færri börn slysadauða en í öörum ríkjum. Sú skýring hefur verið gef- in að sænskir foreldrar fylgi því fast eftir að börn og unglingar fylgi öryggisreglum og beri t.d. plast- hjálma viö hjólreiða- og rúllu- brettaakstur og bílbelti en sjálfsagt kemur fleira til. Þegar þessi mál eru rædd hér á landi mótmæla menn í nafni frelsis og mannrétt- inda! Þaö er athyglisvert að burðar- málsdauði og dánartíðni 0-5 ára barna er lægstur á íslandi, boriö saman við önnur lönd í Evrópu, og má þakka það m.a. góðri heilsu- vernd. Aftur á móti er dánartíðni eldri barna há eða svipuð og meðal nágrannaþjóða og ber þar slysa- dauða hæst. Á sama tíma og við höfum náð jafngóðum og jafnvel betri árangri í forvarnaraðgerðum varðandi ungbarnadauða, mæðradauða, far- sóttir, leghálskrabbamein, há- þrýsting, gláku o.fl. en nágranna- þjóðir gengur hálfilla í slysamál- um, t.d. fjölgar slysabrotum og ungum öryrkjum fiölgar. Nærtæk- asta skýringin á þessu er að ekki hafi verið beitt svipuðum aðgerð- um til þess að draga úr slysum eins og gegn sjúkdómum. Aðferðin er fólgin í því að finna áhættuhópana, þ.e. þá sem mest hætta er á að slas- ist eða veikist, og leita síöan uppi slysa- eða sjúkdómavalda og freista þess að útiloka þá með öllum til- tækum ráðum. Þetta hefur verið gert á heilbrigðissviðinu og reynst vel þó að margt sé enn ógert. En við sjáum á hverju við eigum von á næstu árum ef ekkert er að gert. Brotum mun stórfjölga og hætt er við að m.a. náum við ekki mark- miðum Alþjóðaheilbrigðismála- stofnunarinnar fyrir árið 2000 í slysavörnum. Beturmá ef duga skal Á meðan aðrar þjóðir draga úr umferðarhraða aukum við hann. Hér á landi er lögleiddur mesti hámarkshraði á venjulegum veg- um utan þéttbýlis í Evrópu! Á meðan aðrar þjóðir leggja mikla áherslu á aö ökukennarar tileinki sér tækni- og uppeldis- fræðilegt námsefni í allt upp undir ár áður en þeir fá réttindi láturn við nægja að krefjast 25-30 tíma námskeiðs af verðandi ökukennur- um! Það tók 10 ár að lögfesta bílbelta- skyldu í framsæti. Þessi lög hafa þegar sannað gildi sitt því aö alvar- legum slysum hefur fækkað veru- lega. En vitaskuld gagna bílbelti lítið ef ekið er á ógnarhraða. Ýmsar þjóðir hafa nú lögfest bílbelta- skyldu í aftursæti bifreiða. Á meöan aörar þjóðir eyða stórfé í rannsóknir á slysavöldum er ekki einum eyri varið til þessa mála- flokks hér á landi. Með markviss- um aðgerðum er þó hægt að finna áhættuhópa og slysavalda og draga úr slysum. Með ákveðnum aðgerð- um stórfækkaði eitrunum i heima- húsum. Á meðan þjóðir leggja æ meira upp úr verklegri kennslu erum við á fyrirlestra- og auglýsingastiginu og eyðum mestöllu tiltæku fé til þess að auglýsa okkur frá vandan- um. Hvernig má það vera að alltaf má fá nægilegt fé til þess að greiða auglýsingafyrirtækjum hæstu taxta sem greiddir eru hér á landi? Spurningin er hvað og hverja er verið að auglýsa? Á meðan aörar þjóðir verja börn sín með því t.d. að lögbinda hjálma- notkun í reiðhjólaakstri en stór hluti barna, er slasast á reiðhjói- um, fær alvarleg höfuðmeiðsl vegna reiðhjólaslysa. Þessum slys- um er unnt að fækka um allt að helming, sbr. árangur Svía o.fl. þjóða. Á moðan aörar þjóðir-draga sem Kjallarmn Ólafur Ólafsson landlæknir mest úr bifhjólaakstri unglinga en slysahætta við bifhjólaakstur er allt aö sjöfalt meiri en við annan akstur. Á meðan aðrar þjóðir lögbinda bílbelti fyrir farþega í aftursætum, m.a. börn, sem hefur þau áhrif að alvarlegum slysum á farþegum, sérstaklega börnum í aftursætum, fækkar um 60-70% samkvæmt at- hugun i Bandaríkjunum og í Bret- landi (Breska læknablaðið júní 1988), - þá látum við okkur næsta fátt um finnast. Skipulagsbreytinga erþörf Mér sýnist tími til kominn að breyta „samsetningu" Umferðar- ráðs og kalla inn fólk úr mennta-, heilbrigðis- og félagsgeiranum. Umferðaröryggismál falla ekki ein- göngu undir málaílokka dóms- málaráðuneytis heldur einnig menntamálaráðuneytis og heil- brigðisyfirvalda. Þessar stéttir taka við þeim er slasast. Tryggingafélögin hafa hingaö til sinnt þessum málum með auglýsingaherferðum af góð- um hug sem því miður hafa gefið lítinn afrakstur. Samvinna heilbrigðisstétta, lög- reglu, tryggingafélaga og umferð- arnefnda i slysavarnamálum er nauðsynleg. Þörf er á hugarfarsbreytingu og helst hjá þeim er marka leiðina í slysavarnamálum. Við verðum að breyta um stefnu og verja almannafé betur en nú er gert. I stað tilskipana að ofan og hræðsluauglýsinga í fjölmiðlum verður að efla slysavarnarstarf í sveitarfélögum. Það hefur marg- sannast að án þátttöku og skilnings fólksins á slysavörnum næst ekki árangur sem skyldi. Það er ánægju- legt að „þjóðarátaksnefndin" er byrjuð að ræða þetta atriði. Stofna þarf til samstarfshópa í sveitarfélögum, skipaða þeim aðil- um sem i raun fást við slysin og afleiðingar þeirra, þ.e. heitbrigðis- starfsfólki, lögreglu og fulltrúa tryggingafélaga og myndi þeir kjarna slysanefnda. Þessir aðilar fá slysin til meðferðar og skoða þau út frá mismunandi sjónarhornum. Sameiginleg athugun þeirra á slysatildrögum og slysavöldum á staðnum hefði áreiðanlega í för með sér raunhæfar úrbætur. Fáir þekkja betur til slysa en þessir aöil- ar. Sjálfsagt er að þeir leiti síðan eftir samstarfi við umferðarnefnd- ir, fulltrúa foreldrafélaga, kennara, slysavarnafélaga o.fl. Slysaskráning er komin í gott lag í mörgum stærri kaupstöðum, t.d. Reykjavík, Garðabæ, Hafnarfirði, Akureyri, Egilsstöðum, Búðardal og víðar og þess vegna má vænta árangurs af þessu starfi. Ef menn eru sammála þessari tillögu er nauðsynlegt að ráða erindreka (í Umferðarráð) sem tekur að sér að ferðast milli stærstu kaupstaða og sveitarfélaga á landinu og stuðla að samstarfi. Landlæknisembættið, sem sam- kvæmt lögum gerir tillögur um slysaskráningu og safnar slysa- skýrslum, er reiöubúið aö vera milligönguaðili í þessu máli. Ýmis dæmi erlendis frá gefa til kynna að ef þannig er staðið að málum má fækka slysum verulega. Ólafur Ólafsson „Á meðan aðrar þjóðir draga úr um- ferðarhraða aukum við hann. Hér á landi er lögleiddur mesti hámarkshraði á venjulegum vegum utan þéttbýlis í Evrópu.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.