Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1989, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1989, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 12. JANÚAR 1989. Spumingin Ætlaröu að fara á skíði í vetur? Esther Guðbrandsdóttir kerrutækn- ir: Nei, eins og er á ég engin skíði en ég er vön á skíðum. Þóra Sverrisdóttir ritari: Já, það er meiningin, ég fer á gönguskíði eins oft og ég get. Kolbrún Hansen húsmóðir: Ég á eng- in skíði en það hefur lengi staðið til að kaupa þau. Ragnheiður Clausen húsmóðir: Ég stunda ekki skíði og hef aldrei gert það. Það verður þannig áfram býst ég við. Ásmundur Þorvaldsson dyravörður: Já, ég stunda skíði nokkuð mikið, fer eins oft og ég get. Eydís Ármannsdóttir afgreiðslu- stúlka: Já, kannski, það hefur lengi staðið til að drífa sig. Lesendur Gestaboö Babettu: Frábær framleiðsla Það er oft rennt blint í sjóinn þegar farið er að horfa á kvikmyndir, jafnvel þótt þær séu gerðar eftir „samnefndum“ sögum þessa eða hins víðkunns rithöfundar. Myndin sem hér um ræðir er gerð eftir sögu Karenar Blixen, Babettes Gæstebud, og grundvölluð á skrif- um hennar fyrir bandaríska blaðið Saturday Evening Post að undan- gengnu veðmáli Karenar við ensk- an vin sem hafði skorað á hana að skrifa eitthvað „um mat“ fyrir Bandaríkjamenn. Þessum skrifum var síðan hafnað af blaðinu og einnig af tímaritinu Good Houseke- eping, á þeirri forsendu að réttir Babettu væru of framandlegir og klassískir fyrir lesendurna. Skrifin birtust að lokum í tímaritinu Ladi- es Home Journal. Það er svo ekki að orðlengja það að kvikmynd er búin til og byggð á þessum skrifum rithöfundarins. - Myndin fjallar um nefnda Babettu, franska konu sem ber að garði óveðursnótt eina hjá tveimur guðhræddum prests- dætrum sem búa í smáþorpi á Jót- landsströnd. Babette er á flótta frá heimalandi sínu og sest að hjá systrunum og tekur að sér að sjá um heimili þeirra, þ.m.t. matseld- ina. Það er skemmst frá að segja að söguþráðurinn tekur heldur betur að snúast um boð það sem Babette fær leyfi til að sjá um í tilefni 100 ára afmælis prestsins, föður syst- ranna. - Annað eins boð hafði aldr- ei heyrst um þar í þorpi og raunar ekki heldur þótt við leituðum víðar - og allt til okkar daga. En meira tel ég ekki ráðlegt að segja hér og hvet alla þá sem hafa unun af sérstæðum og fágætum kvikmyndum að láta myndina ekki fara svo úr landi aö henni hafl ekki verið fórnað þessari einu og hálfu klukkustund sem sýningin stendur yflr. G.R. skrifar: eitt kvöldið fyrir stuttu til að sjá Við hjónin fórum í Regnbogann kvikmyndina Gestaboð Babettu. Leikkonan Stephane Audran í hlutverki Babettu. Unglingar í vörslu Hafnarfl arðarlögreglu: Hvað gerðu þeir af sér? V. A. hringdi: Það mátti lesa um það í blaði, að „herlög“ heföu gilt í Hafnarfírði á þrettándanum. Lögreglan hefði tekið tugi unghnga fasta á fóstudagskvöld- ið (þrettándanum) og flutt þá á lög- reglustöðina. Lögreglan í Reykjavík átti að hafa sent tuttugu lögreglu- menn á fjórum bílum til aðstoðar lögreglunni í Hafnarfirði. Samkvæmt upplýsingum lögregl- unnar kemur fram í frétt að ungling- amir hafi hópað sig saman og þeir Njörvi skrifar: Gunnar á Hlíðarenda mælti þessi dýru orð. Hundurinn Sámur var líf- akkeri hans. Óvinir Gunnars komust ekki að honum nema drepa fyrst Erla Steingrimsdóttir hringdi: Ég er talsvert óánægð með hvemig þátturinn Matarlyst er úr garði gerð- ur, að því leyti aö uppskriftir standa alltof stutt á skjánum hveiju sinni. Ég ætlaði t.d. nýlega að skrifa niöur uppskrift af skjánum en það tókst hreinlega ekki sökum þessa flýtis. - Þetta var í þætti fyrir jólin. Svo var það aftur í sambandi við sem það gerðu hefðu verið fluttir á stöðina. Með þeirri aðgerð segir lög- reglan að henni hafi tekist að komast hjá að skemmdarverk og önnur spellvirki yrðu framin þetta kvöld! Ég verð að lýsa vanþóknun minni á þessari aðgerð lögreglunnar og það áður en nokkurra óspekta varð vart. Þaö er spurning hvar unglingar eigi að vera yfirleitt og hvar ekki. Ég veit ekki betur en þeim sé heimilt eins og öðrum að koma saman í friö- samlegum tilgangi, hvar sem er. Sám. Með undirferli tókst þeim það. Engri skepnu er eins lagið að beita undirferli eins og mannskepnunni. Menn drápu Sám, og þeir drápu Gunnar. indverska réttinn, sem sýnd var matreiðsla á, því þar fór á sömu leið. Þá hringdi ég til Ríkisútvarpsins og spurðist fyrir um þessar uppskriftir, en svar þar var á þá leið að þvi mið- ur væru þær ekki tiltækar. Ég hringdi svo aftur síðar og þá var svariö á þá leið að uppskriftina skyldi ég fá - en bara ekki hægt fyr- ir jól! í þessu tilviki er vandséð hvort lög- reglan hafi þurft að skipta sér nokk- uð af málum, þar eð ekkert saknæmt hafði verið tilkynnt til hennar, annað en það að unglingar hefðu safnast saman eins og títt er. - Ef þetta er sú stefna sem taka á í sambandi við unglingaeftirlitið, þá er þetta ekki rétta leiðin til úrbóta, a.m.k ekki að mínu mati - og margra annarra, sem ég hef heyrt ræða þetta sérstaka at- vik. Nú eiga ættingjar Sáms undir högg að sækja í Reykjavík. Grein eftir grein birtist í blöðum, hvar hundar eru yfirlýstir götusóðar og gelt þeirra hræði börn og haldi vöku fyrir full- orðna fólkinu. Hundaféndur í Reykjavík vilja endilega banna með öllu þetta lífs- form: hundinn. Útrýma honum úr höfuðborginni. Hvað skyldu þeir vilja banna næst - ánamaðka, ketti, úlfalda, Dani eða öryrkja? Að banna hunda í Reykjavík er í rauninni aö skera burt stóran og mikilvægan þátt úr sálarlífi hundaeigenda. Leyniþráðurinn á milli manns og hunds er óútskýranlegur. Hin skil- yrðislausa ást hundsins á eiganda sín- um kallar á það sama hjá manninin- um, gefur honum tækifæri til aö gefa sig allan. Hundurinn yfirgefur þig ekki, þú yfirgefur ekki hundinn þinn. Vissulega er til fólk sem hugsar illa um hundana sína, en það er í miklum minnihluta meðal hundaeigenda í Reykjavík. Hér eiga strangar reglur að leysa slík vandamál. Hundahald þarf sínar reglur eins og allt annað hald. En að útrýma heilu lífsformi úr borginni er nokkuð sem minnir mig alltaf á þau ægilegu fræði sem kallast nasismi. Uppskriftimar birtast að því mér er sagt bæöi í Morgunblaðinu og í DV en ekki kaupa allir þessi blöð. Virðist því sem þeim einum komi uppskriftimar aö gagni sem kaupa annað þessara blaða, úr því aö tíminn er skorinn svona viö nögl í sjónvarpinu varðandi uppskriftirnar á skjánum að maður nær varla nema fyrstu línunum í þeim. Falcon Crest- þættirnir Magnús J. Sigurðsson skrifar: Mig langar til að koma fram með fyrirspurn, eða kannski frekar ábendingu, til þeirra sem málið varðar. - Máliö snýst um framhaldsmyndaflokkinn Falcon Crest sem var gefinn út á mynd- böndum hér fyrir nokkrum tima. Eftir merkingum á spólunum að dæma voru þaö JB-myndbönd sem sáu um að dreifa þáttunum á íslandi. En allt í einu hættu þættirnir aö koma á myndbanda- leigurnar og svo var fariö aö svara því til, sennilega var það afsökun, að hætt væri að fram- leiöa þættina erlendis. Það er hins vegar ekki rétt. - Þeir eru enn framleiddir. Þetta er slök þjónusta af hálfú JB-myndbanda, sérstaklega þar sem ég veit að margir horfðu á þessa þætti og hefðu gert áfram ef þeir væru til staðar. - Á Stöð 2 hefur aldrei verið borið við aö sýna þessa þætti, þótt ekki væri nema svona rétt til að kanna við- brögð og áhuga áhorfenda. Ég mælist til þess að annaö- hvort JOB-myndbönd eða Stöð 2 - nú eða einhver annar aðili sem hefur áhuga á að sjá mörgum ís- lendingura fyrir vönduðum fram- haldsmyndum í sjónvarpi, taki upp þráðinn þar sem frá var horf- ið, eða sýni þættina frá byrjun. áskilursér rétttil að stytta bréf og símtöl sembirt- ast á lesendasíð- um blaðsins Hringið í síma 27022 milli kl. 10 og 12 eða skrifið Sárt ertu leikinn, Sámur fóstri „Nú eiga ættingjar Sáms undir högg að sækja í Reykjavík", segir m.a. i bréfinu. Oánægð með matarþátt 1 sjónvarpi: Hraðgengar uppskriftir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.