Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1989, Qupperneq 2
2
MIÐVIKUDAGUR 25. JANÚAR 1989.
Fréttir_______________________________________
Bretlandseyjar:
Saltf iskverkunum í eigu
íslendinga fer fjölgandi
- tvær nýjar stöðvar eru að taka til starfa
Tvær nýjar saltfiskverkunarstööv-
ar í eigu Islendinga eru að taka til
starfa í Bretlandi, nánar tiltekiö í
Hull og Fleetwood. Það eru Aðal-
steinn Finsen, sem áður var fram-
kvæmdastjóri Brekkes, dótturfyrir-
tækis Sölumiðstöðvarinnar, og Páll
Axelsson í Keflavík sem eru að hefja
söltun í Fleetwood, en Pétur Björns-
son, eigandi fisksölufyrirtækisins ís-
berg, og Skerseyri hf. í Hafnarfirði
og fleiri sem eru að hefja saltfisk-
verkun í Hull.
Pétur sagði í samtali við DV, að
þeir myndu verka fyrir S-Evrópu-
markaöinn allan og að þeir myndu
fá fiskinn beint frá íslandi, flattan
og sprautusaltaðan, og síðan yröi
hann fullverkaður úti og honum
pakkað. Hann sagði að með þessu
móti losnuðu þeir við þá tollmúra
sem menn á íslandi þyrftu að glíma
við hjá Efnahagsbandalaginu.
„Ég vil taka það fram að ísberg er
enginn aöaleigandi að þessu fyrir-
tæki, heldur erum við bara hluthafar
í þvi,“ sagöi Pétur Björnsson.
Þess má geta að Sölumiðstöð hrað-
frystihúsanna hefur verið með salt-
fiskverkun á Humbersvæðinu í eitt
ár í samvinnu við Sölusamband ís-
lenskra fiskframleiöenda.
Sögur eru á kreiki um að fleiri ís-
lendingar hyggist heíja saltfiskverk-
un á Humbersvæðinu í Englandi.
Pétur kannaðist við þessar sögur en
sagðist ekki hafa neitt handfast um
þær. Hann sagði að menn hefðu ver-
iö að skoða sig um þama en ekki
vita um fleiri sem hefðu tekið
ákvörðun um að fara út í verkun.
Hann sagði að sér htist vel á þetta
dæmi, sér sýndist að þaö ætti að geta
gengiðupp. -S.dór
Kvótaskerðing líka á Austíjörðum:
Tveir togarar okkar eru
skertir um 15 prósent
- segir Jóhann K. Sigurösson hjá Sfldarvinnslunni
„Eg var að fara yfir aflakvótaút-
hlutunina til togaranna okkar og þá
kemur í ljós að tveir þeirra verða
fyrir 15 prósent skerðingu eða 5 pró-
sent umfram heildarskerðingu
þorskkvótans yfir landið. Þessir tveir
togarar fóru á sóknarmark strax og
það kom og unnu sig upp. Nú er það
tekið af þeim aftur handa einhverj-
um sem komu með htinn kvóta inn
í sóknarmarkið á síðasta ári. Við telj-
um þetta óréttlátt og viljum ekki una
þessu. Við sættum okkur að sjálf-
sögðu við 10 prósent skerðinguna en
ekki þessi 5 prósent í viðbót. Ég hef
verið að tala viö útgerðarmenn sem
hafa orðið fyrir umframskerðingu
og enginn okkar kannast við að hafa
fengið það út úr umræöunni um fisk-
veiöistefnuna á sínum tíma aö þetta
gæti gerst,“ sagöi Jóhann K. Sigurðs-
son, útgerðarstjóri Síldarvinnslunn-
ar í Neskaupstað, í samtah við DV í
gær.
Jóhann sagöi að fleiri Austfjarða-
togarar yrðu fyrir umframskerðingu
en það eru togarar sem fóru strax inn
í sóknarmarkið. Eskifiarðartogar-
arnir fá ekki umframskerðingu að
því er Magnús Bjarnason, fram-
kvæmdastjóri Hraðfrystihúss Eski-
fiarðar, sagði í samtali við DV í gær.
Þeir voru ahmiklu lægri í þorskkvóta
en togaramir í Neskaupstað og verða
því ekki fyrir skerðingu nú.
Jóhann K. Sigurðsson sagðist vita
til þess að útgerðarmenn á Vestfiörö-
um ætluðu að skrifa sjávarútvegs-
ráðuneytinu bréf vegna skerðingar
hjá þeim.
„Viö munum gera það líka. Ég er
að taka þetta saman hjá mér og síðan
munum við fara að vinna að því að
fá fram leiðréttingu," sagði Jóhann.
-S.dór
Vinnuslys í Mosfellsbæ:
Fékk nagla á
kaf í auga
Maður, sem var að vinna við gekkst undir aögerð. Hann var með
þakklæðningu í Mo9fellsbæ í gær, fullri meðvitund er hann kom á
fékk þriggja tommu nagla úr nagla- sjúkrahúsið.
byssu á kaf í augaö. Maðurinn var Naglabyssan, sem nagiinn skaust
fluttur á sjúkrahús þar sem hann úr, er þrýstiloftsknúin. -sme
Þessi myndarlegi saltbingur á bryggjunni í Hafnarfirði fer á götur borgarinn-
ar til að verja vegfarendur fyrir hálkunni. „Þetta er úrgangssalt úr skipi sem
landaði 9000 tonnum af salti í Keflavik og Hafnarfirði," segir Sigurður Hall-
grímsson, yfirhafnsögumaður í Hafnarfirði. DV-mynd GVA
Sverrir Hermannsson bankastjóri:
Allt sem ég sagði
við DV er sannleikur
„Það sem ég sagði í upphafi við
DV um aðild mína aö Ögurvík hf. er
sannleikur. Ég á hlut sem hggur á
milli 4 og 5 prósenta í fyrirtækinu
og ég sagöi af mér sem stjómarform-
aður 17. maí síðasthðinn. Fréttaburð-
ur um annað er ósannur. Ég staö-
festi þetta en að öðru leytí. vísa ég til
bréfs sem ég hefi skrifað Þórði Ólafs-
syni, forstöðumanni bankaeftirhts-
ins, um máhð. Ég hef nú verið ósköp
hpur við aö ræða við fiölmiöla en þér
að segja þá hef ég nú ákveðið að fara
í fiölmiðlabindindi um sinn,“ sagði
Sverrir Hermannsson bankasfióri.
Því hefur veriö haldið fram í frétt-
um að Sverrir eigi 14 prósent í Ögur-
vík og enn hafi ekki verið tilkynnt
um að hann hafi látið af sfiómarfor-
mennsku.
Þórður Ólafsson, forstöðumaöur
bankaefdrhtsins, sagði í morgun að
hann hefði enn ekki haft tíma til að
fara yfir bréf Sverris. -S.dór
Sérstök lifeyrisréttindi þingmanna:
Jafngilda um 13 til
19 prósent launahækkun
- þrettánfold lífeyrisrétdndi Sóknarkvenna
Þeir þingmenn, sem nú sifia á Al-
þingi, hafa áunniö sér lífeyrisréttindi
sem tryggja þeim um 19.800 krónur
á mánuði eftír að þeir komast á eftir-
laun umfram þaö sem þeir annars
fengju ef þeir sætu viö sama borð og
aðrir opinberir starfsmenn. Miðað
við eftírlaunagreiðslur í tíu ár eftír
65 ára aldur gefur þessi mismunur
þingmönnum í raun um 13 prósent
launauppbót á þær 135.707 krónur
sem þeir hafa i laun á mánuði.
Ef þingmenn eru bomir saman við
þá launþega, sem eru félagar í al-
mennum lífeyrissjóði, er saman-
burður þeim enn frekar í hag þar sem
opinberir starfsmenn njóta mun
betri lífeyrisréttinda en starfsmenn
á almennum vinnumarkaði. Skatt-
greiðendur greiða þannig á þessu ári
um 920 milljónir í uppbætur á lífeyr-
isgreiðslur til opinberra starfs-
manna.
Þeir þingmenn, sem nú sifia á
þingi, hafa að meðaltah áunnið sér
eftirlaun sem nema um 36,6 prósent
af þingfararkaupi. Ef þeir fengju líf-
eyrisréttíndi eftír sömu reglum og
almennir launþegar gætu þeir hins
vegar ekki búist við aö fá nema um
16 prósent af þingfararkaupi í eftir-
laun. Mismunurinn jafngildir um
28.000 krónum á mánuði.
Miöað við eftirlaunagreiðslur í tíu
ár jafnghdir þetta hátt í 19 prósent
launauppbót ofan á þingfararkaupiö.
Áriö 1986 fengu 90 fyrrverandi
þingmenn greiddar um 65 milljónir
á verðlagi dagsins í dag úr lífeyris-
sjóði þingmanna. Sama ár fengu 616
Sóknarkonur greiddar um 34 millj-
ónir úr sínum lífeyrissjóði. Hver
þingmaður fékk því um 730 þúsund
krónur í eftirlaun á sama tíma og
hver Sóknarkona fékk 56 þúsund
krónur. Þingmennimir fengu því
þrettánfaldan lífeyri Sóknarkvenn-
anna.
Þegar Alþingi samþykkti breytíng-
ar á lifeyrisréttindum þingmanna,
sem leiddu tíl þess að sérstök dehd
var stofnuð fyrir þá innan lífeyris-
sjóðs starfsmanna ríkisins, voru þær
breytingar samþykktar án mót-
atkvæða og án umræðu í þinginu.
-gse
33V
Póstur og sími:
Stöðvarsfióri Pósts og síma í
Keflavík neitaði að mæta hjá
rannsóknarlögreglunni í Kefla-
vík þegar þess var óskaö. Lög-
reglan hafði ætlað aö yfirheyra
stöðvarsfiórann um hvemig
stæði á aö biíreiðar, sem merktar
era Póstí og síma, væra hvergi
skráðar. Stöðvarsfiórinn fékk
frest tíl að mæta - þar th í gær.
Viö rannsókn hefúr komið í ljós
að tvær bifreiðar, sem era á J-
númerum, era í eigu Varnarhðs-
ins, þrátt fyrir að þær séu merkt-
ar Póstí og síma og notaðar af
fyrirtækinu. Merki Pósts og síma
hafa verið límd yfir merki Vam-
arhðsins.
Bifreiöamar vora áður á VL-
númerum og að sjálfsögöu er með
öhu óheimht að sefia önnur núm-
er á þær án þess að thkyxma um
eigendaskipti. Skoöunarvottorð
var í báöum bifreiðunum, stimpl-
aö af Bhreiðaskoðun islands.
Dagsetningar eru frá því fyrir
áramót - það er áður en Bifreiða-
skoöun íslands tók th starfa.
í ljós hefúr komið aö utanríkis-
ráðuneytíð heimilaði umskrán-
ingu bifreiðanna. Lögreglan sætt-
ir sig ekki við þær skýringar og
mun senda gögn málsins th
dómsmálaráðuneytisin8 th um-
sagnar. Máhð er rakiö tíl þess að
Vamarliðinu þótti of dýrt að
greiða bflaleigubfla fyrir starfs-
raenn Pósts og síma og því ákveð-
iö aö hafa annan hátt á.
í bifreiðunum var kort sem gef-
ur heimild til að taka bensín hjá
Vamarhðinu án endurgjalds.
Eins mun allt viðhald bifreiðanna
hafa verið framkvæmt án þess
aö Póstur og sími þyrfti að kosta
nokkru th. Rannsóknarlögreglan
lagöi, strax og þetta mál kom
upp, hald á aðra bifreiðina. Hin
bifreiðin var í viðgerð hjá Vam-
arliðinu og var þess óskað aö lög-
reglan á Keflavíkurflugvelh legði
hald á þá bifreið.
Póstur og sími hefur, auk þess-
ara tveggja bifreiöa, fiórar bif-
reiðar sem notaöar eru við lóran-
stöðina á Stafnesi. Þær bifreiðar
eru ahar með J-númerum. Póstur
og sími í Reykjavík er skráður
eigandi þeirra bifreiöa -þrátt fyr-
ir að þær beri J-númer. Lögregl-
an leitar emnig svara við hvemig
það megi vera.
-sme
Skatta-
málin eru
erfiðust
- segir Júlíus Sólnes
„Það eru náttúrlega skattamál-
in sem eru erfiöust í þessu. Við
höfúm lagt sérstaka áherslu á
söluskattinn á matvælum og vilj-
um kanna til þrautar hvort sé
hægt að finna leiöir th að breyta
honum,“ sagöi Júlíus Sólnes, for-
maður Borgaraflokksins, eftir
viðræður þeirra og rfkissfiómar-
innar í gær. Júlíus sagði að bjart-
sýni sfn hefði ekki aukist eför
þennan fund og telur helraings-
líkur á þvi að flokkurinn gangi
inn í ríkissfiórnarsamstarfið.
í dag mun Júlíus hitta forsætís-
ráðherra og er ætlunin að koma
á vtnnuhópum þannig að Borg-
araflokksmenn geti áfram notið
aðstoöar opinberra embættis-
manna við útreikninga. Júlíus
sagði að enn stæðu þau tímamörk
sem sett hefðu verið en ætlunin
er aö niöurstaða verði komin fyr-
ir þingbyrjun, 6. febrúar.
-SMJ