Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1989, Qupperneq 11
MIÐVIKUDAGUR 25. JANÚAR 1989.
11
Utlönd
Símamynd Reuter
Lögreglumaður fjarlægir lík hermanns á meðan bardagar voru í fullum gangi við La Tablada.
Alvarlegasta
ógnunin
Raul Alfonsin, forseti Argentínu,
sagði í gær að árás vinstri manna á
La Tablada herstöðina á mánudag
hefði verið alvarlegasta ógnunin sem
ríkisstjórn hans hefði orðið fyrir. í
umsátrinu féllu þrjátíu og sex
manns.
„Ég held að þetta sé alvarlegasta
árásin sem ríkisstjóm mín hefur orð-
ið fyrir," sagði forsetinn í beinni
sjónvarpsútsendingu. „Við eigum í
höggi við öfgafullar vinstri sveitir."
Eftir að hafa skoðað vígvölhnn við
herstöðina, sem er rétt utan við höf-
uðborgina, sagði Alfonsin að aðkom-
an hefði verið hræðileg, dauðinn
hefði verið nálægur alls staðar.
Alfonsin, sem tók við embætti í
desember 1983 eftir átta ára her-
stjórn, hefur staðið frammi fyrir
þremur byltingartilraunum síðan í
apríl 1987. Þær hafa verið gerðar á
vegum hersins til að mótmæla refsi-
dómum yfir herforingjum fyrir
mannréttindabrot á tímum heifor-
ingjastjómarinnar.
Þegar árásin á La Tablada hófst
héldu yfirvöld að um enn eina valda-
ránstilraun herforingja væri að ræða
en síðar kom í ljós að um öfgakennd
vinstri Scuntök var að ræða.
Bardaginn um að ná herstöðinni
aftur á vald stjómarinnar var sá
mesti sem orðið hefur miUi stjórnar-
hers og skæmhða í Argentínu. Þar
börðust fjögur hundruð hermenn og
fimmtíu skæruhðar.
Þegar upp var staðið lágu þijátíu
og sex manns í valnum. Sjö vom
hermenn, einn lögreglumaður og
tuttugu og átta voru skæruhðar. Tal-
ið er mögulegt að lík fleiri manna
leynist í rústum á svæðinu. Fjórtán
skæruhðar vom handteknir eftir að
þeir lögðu niður vopn sín. Reuter
Landnemar kasta grjóti
Nokkrir tugir ísraelskra landnema
réðust með grjótkasti að húsum Pal-
estínumanna í þorpi á vesturbakkan-
um. Árásin var gerð í hefndarskyni
við árás á strætisvagn sem hafði þær
afleiðingar að ísraelskur farþegi
særðist.
Það var kona sem hlaut meiðsU og
reiðir landnemar þustu strax út á
þjóðveginn og grýttu hús Palestínu-
manna. Lögregla kom í veg fyrir að
þeir fæm inn í þorp Palestínumanna.
Mikil spenna hefur ríkt á þessu
svæði að undanfömu milh ísraels-
manna og Palestínumanna.
ísraelsk og egypsk sendinefnd
komu 1 gær til hins umdeilda Taba-
svæðis við Rauðahafið til að ræða
hvað gera eigi við hina sjö hundrað
metra strandlengju. ísraelsmenn
héldu eftir Taba þegar þeir fóra frá
Sinai árið 1982.
Reuter
Vopnahlé
í Líbanon
Stríðandi fylkingar shíta í Líbanon
hafa komist að samkomulagi um að
binda enda á bardagana í landinu,
að því er tilkynnt var í morgun.
Vopnahléð tók gildi þegar í morgun.
Samkomulagið náðist eftir fimmt-
án klukkustunda viöræður í Dam-
askus. Utanríkisráðherra Sýrlands,
Farouq al-Shara, og utanríkisráð-
herra írans, AU Akbar Velayati,
héldu sérstaka fundi með leiðtogum
HizboUahsamtakanna og amalshíta.
Diplómatar segja að leiðtogar hinna
stríðandi fylkinga hafi ekki hist og
átt beinar viðræður. í tilkynning-
unni, sem gefin var út í morgun,
sagði að viðræðumar myndu halda
áfram tíl þess að ná mætti endanleg-
um sættum.
Að minnsta kosti hundrað fjöratiu
og tveir hafa látiö lífið í bardögunum
milU HizboUahmanna og amalshíta
sem hófust þann 1. janúar síðastUð-
inn. Baráttan hefur staðið um yfirráð
yfir einni og hálfri núlljón shíta í
Líbanon. Reuter
Hvílir innan um
málverkin sín
Salvador DaU, sem eitt sinn sagði
að þar sem hann væri snilUngur
hefði hann engan rétt á að deyja,
verður lagður tU hvUdar í grafhýsi
innan um málverk sín.
Um fimmtán þúsund manns sýndu
Ustamanninum hinstu virðingu með
því að virða fyrir sér smurt lík hans
í heimabæ hans, Figueras, á norð-
austurhluta Spáni, þar sem henn bjó
síðustu árin, sjúkur og einangraður
frá umheiminum.
Útfor súrreaUstans, sem setti allt á
annan endann með Ustsköpun sinni,
átti að fara fram með hefðbundnum
hætti. Reuter
Lík Salvador Dali var til sýnis í gær
eftir að það hafði verið smurt um
nóttina. Sá sem smurði iíkið segir
að það geti enst í tvö til þrjú hundr-
uð ár.
Simamynd Reuter
Gegn hoftum á klámi
ítalska klámstjarnan sem var kos-
in á þing, Ilona Staller, hefur haft það
fyrir vana að bera bijóst sín við hvert
mögulegt tækifæri til að beijast gegn
ritskoðun og gerði það enn í gær.
StaUer, eða Cicciolina, eins og hún
nefnir sig, sem er þijátíu og sjö ára
gömul, afhjúpaði bijóst sín nokkram
sinnum á fréttamannafundi þar sem
hún tilkynnti tiUögur sínar um klám-
ið og gegn því að kvikmyndir séu
bannaðar.
Með CiccioUnu var ein frægasta
klámmyndadrottning ítahu, Moana
Pozzi, sem fór að dæmi stöUu sinnar.
Reuter
Italski þingmaðurinn llona Staller, með annað brjóstið bert, sést hér á
fréttamannafundi í gær ásamt klámstjörnunni Moana Pozzi. Símamynd Reuter
RÝMINGARSALA
15-50% AFSLÁTTUR * vatnsvirkinn hf.
ÁRMÚLA 21 SÍMAR 686455 — 685966
ÉIÉÉH LYNGHÁLSI 3 SÍMAR 673415 — 673416