Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1989, Side 28

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1989, Side 28
28 MIÐVIKUDAGUR 25. JANÚAR 1989. Andlát Gísli Kárason bifreiðarstjóri andaö- ist í Sjúkrahúsi Suðurlands 23. jan- úar. Óskar Guðsteinsson, Sölvhólsgötu 14, lést í Landakotsspítala þriðjudag- inn 24. janúar. Guðný Guðnadóttir, Byggðarenda 15, lést í Landspítalanum aðfaranótt 24. janúar. Aðalbjörn Arngrímsson, fyrrverandi flugvallarstjóri á Þórshöfn, er látinn. Jón P. Jónsson, Túngötu 9, Húsavík, lést í Sjúkrahúsi Húsavíkur mánu- daginn 23. janúar. Jarðarfarir Kristbjörg Ingjaldsdóttir frá Öxará lést á Dvalarheimilinu HUö, Akur- eyri, sunnudaginn 22. janúar. Útfor hennar fer fram frá Akureyrarkirkju fostudaginn 27. janúar kl. 13.30. Útför Ingileifar Gísladóttur fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík fimmtu- daginn 26. janúar kl. 13.30. Elín Helga Stefánsdóttir, Reynimel 72, verður jarðsungin frá Fossvogs- kapellu flmmtudaginn 26. janúar kl. 14. Ólafur Sigurðsson, Hrafnistu, Hafn- arfirði, áður Brúnavegi 12, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 27. janúar kl. 15. Hjónin Sverre H. Valtýsson og Nanna Sigurðardóttir létust af slysfórum 15. janúar. Sverre fæddist í Reykjavík 18. apríl 1923, sonur Helga Valtýsson- ar og Severine f. Sörheim. Sverre lauk námi frá Lyfjafræðingaskóla íslands 1945. Að því loknu stundaöi hann um nokkurt skeið framhalds- nám í lyfjafræði í Danmörku. Árið 1977 réðst hann til Hafnarfjarðarapó- teks og starfaði þar til dauðadags. Nanna fæddist á Akranesi 24. októb- er 1922. Foreldrar hennar voru hjón- in Sigurður Vigfússon og Jónína Eggertsdóttir. Nanna og Sverre eign- uðust þrjú börn. Útfór þeirra verður gerð frá Víðistaðakirkju í dag kl. 13.30. Tilkyimingar Opinn fundur ITC Melkorku verður haldinn miðvikudaginn 25. janúar 1989 kl. 20 í Menningarmiðstöðinni í Gerðubergi í Breiðholti. Stef fundarins er: Margir vinir komast fyrir í litlu húsi. Á dagskrá er m.a. ræðudagskrá með hæfnismati. Fræðsla um AP-kerfið (verk- efnakerfi ITC) Gestur fundarins er Björg Einarsdóttir frá bókaútgáfufélaginu Bókrún. Allir eru velkomnir. Mætum stundvíslega. Upplýsingar veita Guðrún s. 46751 og Herdís s. 72414. Endurholdgun og aust- ræn trúarbrögð Tissa Weerasingha M.A. frá Colombo á Sri Lanka heldur tvö erindi í Odda, hug- vísindahúsi Háskólans, um efni sem mik- iö eru rædd í dag. Fyrra erindið fjallar um austræn trúarbrögð og verður flutt fimmtudaginn 26. janúar kl. 20.30. Tissa Weerasingha gjörþekkir það efhi og hlaut m.a. sérstaka viðurkenningu (Best Thes- is in Folk Religion Award) við Fuiler guðfræðiskólann í Kalifomíu fyrir um- fjöllun sína um búddisma. Síöara erindið fjallar um endurholdgun og veröur flutt fóstudaginn 27. janúar kl. 20.30. Fyrir- lestramir em öUum opnir meðan hús- rúm leyfir. Aðgangseyrir er kr. 100. Þrjú þúsund manns á frum- sýningu Meira en þijú þúsund manns komu í sýningarsal Brimborgar í Skeifunni um síðustu helgi þegar frumsýndur var nýr jeppi, Feroza frá Daihatsu. Voru þeir tíu bílar, sem komnir voru til landsins, rifnir út og var komu næstu sendingar flýtt og mun hún koma til landsins í næstu viku. Er þegar búið að selja bíla úr þeirri sendingu. Þriðji skammtur af Feroza er svo væntanlegur í mars og er umboðið nú að kanna að fá enn fleiri bíla frá Evrópu vegna þessarar miklu eftirspumar. Nýi jeppinn frá Daihatsu, sem frumsýndur var um siðustu helgi, vakti mikla athygli og komu meira en 3000 manns á sýninguna. Röng tafla Vegna mistaka í prentsmiðju birt- til þess að leiða neytendur 1 allan ist röng tafla með verðkönnun DV á sannleik um verð á þessum nauð- pappírsbleium í gær, þriðjudag. Hér synjavamingi. birtist rétt tafla og verður vonandi -Pá 0-3kgstk. Verð Verð p. stk. Lullaby 30 m 333 11 Peaudouce 40 490 12,25 Bambo 36 396 11 i Minsten 36 398 11 Pampers 72 885 1Z29 2 Softline 36 399 11,80 Peaudouce 18 439 24,30 § Lotus 52 1291 24,80 Bossa (plastfylgir) 35 380 10,80 § Bossa (buxnableiur) 18 410 22,70 Altiett(innfl. hætt) 42 449 10,60 Pampers 72 839 11,60 Cosrfits 42 539 12,80 'jg Peaudouce 24 445 18,50 Libero 44 590 13,40 Menning Hemingway, HalkMr&Co Emest Hemingway fékk nóbels- verðlaunin í bókmenntum 1954 fyr- ir „að hafa á valdi sínu frásagnar- list kraftmikillar stílfullkomnun- ar“. Aðrir höfimdar hafa verið af- kastameiri. Eftir hann hggja sjö skáldsögur, Uðlega fimmtíu smá- sögur, leikrit og nokkur bindi rit- verka, sem ekki heyra beint undir skáldskap, þar á meðal bók sú sem hér er fjallað um. Annar upprenn- andi nóbelsverðlaunahöfundur, Halldór Kiljan Laxness, varð snemma „snokinn fyrir“ þessum skáldbróður sínum og þýddi efdr hann Vopnin kvödd og síðar Veislu í farángrinum. Berstrípaöur still Mönnum hefur löngum veist erf- itt að greina stíl Hemingways. Sum einkenni hans sótti hann tíl Mark Twain og Stephen Crane og ásamt þeim er hann talinn hafa flutt tungutak fréttamannsins inn á svið skáldskaparins. Önnur einkenni eru rakin til frumstæðs hljóðfalls Gertrude Stein og Sherwood And- ersons. Prósi hans var hreinsaður af allri mælgi og mælsku, sparsam- ur, einfaldur, stuttorður og blátt áfram. Frægt er vantraust hans á lýsingarorðum, einkum háværum, montnum og tilgerðarlegum lýs- ingarorðum. Hann notar með góð- um árangri yfirlætislaus amerísk lýsingarorð eins og „nice“, „funny“ og „fine“ til að dylja ólgandi tilfinn- ingar og átök. Undir stakkató- kenndum samtölum hans titrar mögnuð spenna, persónumar virð- ast tala í eins konar dulskeytastíl, sniönum til aö varðveita andlegt heilbrigði þeirra mitt í þeirri ógæfu sem er alls staðar nálæg og yfirvof- andi. Bjartur Hemingways Annað ffamlag Hemingways til Bókmenntir Ólafur Hannibalsson bókmenntanna var hemingway- hetjan. Hemingway-hetjan er harmræn figúra, sem hefur sett sér það mark að varðveita heilindi sín á hverju sem gengur í fjandsamleg- um heimi, hefur sett sér siðalögmál sem byggir á stolti, sjálfsvirðingu, manndómi - þröngum mörkum um það sem hann telur sér samboðið. Heimurinn spilar hins vegar eftir öðrum leikreglum og hemingway- hetjan hlýtur að bíða ósigur að lok- um. Saga hennar er þess vegna sagan um baráttuna gegn ofúrefli, um hugrekki, þolgæði, góð úrræði og kostgæfni, sem þó hlýtur ein- lægt endanlega að bíða lægra hlut. Staðreyndir og skáldskapur Ævi Hemingways og goðsögnin, sem um hann spannst í lifanda lífi, eru svo þétt samofin að erfitt getur reynst að greina milh staðreynda og skáldskapar. Það á kannski ekki síst við um þessa bók, Veislu í far- ángrinum. Þetta er ekki nein venjuleg ævisaga heldur tilraun gerð 30 árum síðar til að endur- skapa andrúmsloft amerísku Usta- mannanýlendunnar í París á miðj- um þriðja áratug þessarar aldar. Hemingway er þá að vinna að samningu The sun also rises, hefur þegar vakið athygli fyrir nokkrar smásögur, brotið brýr að baki sér og ákveðið að helga sig einvörð- ungu skáldskapnum, býr við fá- tækt ásamt fyrstu konu sinni, Had- ley, og komungum syni. Nokkrum svipleiftrum er brugðið upp af þeirri virðingu sem hann þá þegar ber fyrir handverki sínu, glímunni við að skrifa rétta setningu um efni sem hann þekkir af eigin reynd. Lengstu máli er varið til að lýsa kynnum hans af Gertrude Stein, Ezra Pound og Scott Fitzgerald, en auk þeirra koma við sögu fjölmarg- ir aðrir amerískir höfundar og listaspírur. Aðferðin er sú að draga upp ystu útlínur í umhverfi, láta persónumar lýsa sér sjálfar í hem- ingwayönskum samtölum, jafn- framt því sem frásögnin sjálf er gegnsmogin gráglettnum undirtón, sem þarf nokkum tíma til að éta sig inn í vitund lesandans. Sú mynd, sem þessi gamh Hemingway dregur upp af hinum unga og upp- rennandi nafna sínum, er trúverð- ug, en kannski ekki að sama skapi ölluín geðfelld. Lýsingamar á koll- egum hans hafa líka farið fyrir brjóstið á mörgum en frásögnin er sjálfri sér samkvæm, þau brot af samskiptum þessa hóps, sem valin em til frásagnar, falla saman í heild, miðla andrúmslofti og hug- blæ, lúta lögmálum listaverksins fremur en kröfu veruleikans um staðreyndatalningu og hlutlægni í ffásögn. Hemingway hefur löngum veriö tahnn óþýðanlegur á önnur mál, en íslendingar áttu því láni að fagna að Laxness tók snemma við hann ástfóstri og reið á vaðið með að snara honum á íslensku svo að helstu verk hans öh urðu aðgengi- leg íslenskum almenningi í góðum þýðingum. Veisla í farángrinum er gott meðlæti með aðalréttunum og þvi fengur að því að fá hana nú í annarriútgáfu. ÓH Veisla í farángrinum, 2. útgáfa Höfundur: Ernest Hemingway Þýðandi: Halldór Laxness Útgefandi: Vaka-Helgafell Hljómplata ársins Það er vani minn enn, fra þvi að ég stóð í því fyrir blaðið okkar að snapa uppi nánast hvem tónhstar- viðburð, að hta um öxl í ársbyrjun og reyna að skyggnast um eftír merkustu viðburðum á árinu sem leið. Það bar upp á afmæhsdaginn minn að ég heyröi í útvarpskynn- ingu leikið af nýlegri útgáfu. Flutn- ingurinn kom út á mér gæsahúð. Ég fann hvemig hrollurinn hrísl- aðist niöur eftir bakinu og augn- hvarmarir vöknuðu ögn. Ekki var ég í rónni fyrr en ég hafði orðið mér úti um eintak af þessari um- ræddu útgáfu. í ýmsum útgáfum Hvað skyldi nú hafa haft svo sterk áhrif á sæmilega forhertan músík- skríbent? Verkið, þ.e.a.s. aðalverk- ið á snúðnum, er sú magnaða Missa Criolla eftír Ariel Ramires, vinsælt verk og að minnsta kosti tvívegis prýðflega flutt heima á íslandi. Ég hef á margar upptökur af verkinu hlýtt, tfl að mynda fyrstu Ifljóðritin sem taka máttí með sér heim af tónleikum úr Langholtskirkju. Á Columbíuárum sínum Ifljóðritaði Ramires sjálfur messuna oftsinnis, meðal annars tvívegis að minnsta kosti með einsöngvarakvartett. (í upprunalegri gerö eru tvær karla- einsöngsraddir.) En á þessari um- ræddu hljóðritun er aðeins ein ein- söngsrödd - upprisin rödd José Carreras. Opnar ný viðhorf Þetta var fyrsta verk Carreras eftír að hann náði bata. Kannski var það táknrænt að hann skyldi José Carreras. Tónlist Eyjólfur Melsted aimast einsönginn einn því að einn háði hann baráttuna við sjúkdóm sinn. Hann naut að sjálfsögðu hjálpar færra lækna og á plötunni nýtur hann góðs stuðnings spænsks kirkjukórs og Ifljóðfæra- leikara. En þegar að hljóðfæra- leiknum kemur bregður viö ný- lundu. Þar óma pan- og aðrar reyr- flautur, marimbur og fleiri þekkt alþýðulfljóðfæri úr Rómönsku Ameríku tfl viðbótar þeim sem Ramires samdi fyrir. Það gefur út- gáfunni sérstæðan blæ. Sterkust sem leið áhrif hefur þó söngur Carreras. í fyrstu kemur það eitt upp í hugann hve mjög hann dregur viö sig í raddbeitingunni. En einmitt með hógværðinni nær söngvarinn aö syngja skapara þessa heims eitt- hvert hið fegursta lof sem í mínum eyrum hefur hljómað. Sú stilling og það einlæga htillæti, sem af söngnum geislar, opnar manni gjörsamlega ný viðhorf til verks- ins. Sjálfur var ég að æfa fáeina suður-ameríska jólasöngva með hreppakómum mínum um það leytí sem ég heyrði þessa plötu og sneri öllum túlkunarviðhorfum við, kórlimum til ómældrar furðu. í góðra hópi Sem fyrr sagöi er það óvenjulegt aö.plata nái að hafa svo gífurlega sterk áhrif á mann en þannig var það samt og aðrir sem með hafa á hlýtt hafa tekið undir, aht eftir per- sónulegum smekk og mati, að sjálf- sögðu. Sem sé, þetta er sú útgáfa sem ég tel „plötu“ hðins árs, Út- gáfan er Phihps 420 955-2. Hún stendur í flokki með nokkrum úr- valsútgáfum eins og: CBS M2K 42522 með Off Thee i Sing, hinum þjóðfélagsgagnrýna söngleik eftir George og Ira Gershwin; EMI 749483-2 með einleikssónötum og partítum Bachs fyrir fiðlu, leiknum af Itzhak Perlman, og útgáfu CBS 461 109-2 með kvartett Wynton Marsahs, Láve at Blues Ahey af jasssviðinu. Aht saman úrvalsút- gáfur en ein þótti mér þó af öhum bera - opinberun í formi Kreóla- messunnar með einsöng José Carr- eras. EM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.