Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1989, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1989, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1989. 3 pv_____________________________________________________Fréttir Undirskriftasöfnun í Vestur-Eyjaflallahreppi: Mótmæla kaupum á kvóta - tel þetta persónulegar árásir á mig, segir oddvitinn sem keypti kvótann Um 50 manns í Vestur-Eyjafjalla- hreppi skrifuðu undir mótmælaskjal þar sem andæft var kaupum oddvita hreppsnefndar og þriggja annarra búa á mjólkurkvóta upp á 40 þús htra. „Ég lít á þessa undirskriftasöfn- im sem persópulegar árásir á mig,“ segir Guðjón Olafsson, oddviti hreppsins. í haust keyptu fjögur bú í hreppn- um, þar af þrjú félagsbú, fram- leiðslukvótann af Sigfúsi Auðuns- syni á Ystaskála en hann hyggst bregða búi og flytja í Garðabæ. „Ég fékk ágætt tilboð í frameiðslukvót- ann og ákvað að ganga að því,“ segir Sigfús sem seldi framleiðslukvótann á tvær milljónir króna. Ekki voru aliir í sveitinni ánægðir með þessa sölu. Karl Sigurjónsson á Efstugrund segir fæsta hafa vitað um söluna. Þegar fréttist af henni varð kurr í sveitinni og töldu margir aö ranglega heföi verið staðið að kvóta- sölunni. „Fólk héma viU að kvótan- um verði dreift betur á milh bæja. Það er óeðlilegt að þeir sém eiga mestan kvóta fái meira,“ segir Karl. Að hans áhti hefði hreppsnefndin átt að kaupa kvótann af Sigfúsi og jafna honum milli bæja í hreppnum. Þann- ig væri byggð í hreppnum best tryggð. Karl sagði að líklega yrði engu breytt úr þessu með kvótasöl- Lánskjaravísitala: Mál sem á ekki að rífast út af - segir viðskiptaráðherra „Ég er sammála úrskurðamefnd- inni um það að hún eigi ekki að úr- skurða um mál af þessu tagi. Um efni málsins, hvort hta beri þessa vísitölu sem nýja vísitölu, bendi ég á það að lánskjaravísitalan hefur tekiö breyt- ingum og hefur verið endumýjuð á þeim tíma er verðtrygging ijárskuld- bindinga hefur verið í giidi, frá árinu 1979. Eg tel að þessi breyting, sem nú var gerð, sé ekki á neinn hátt öðmvísi eða annars eðhs en fyrri breytingar,“ sagði Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra um niðurstöðu úrskurðarnefndar um verðskuld- bindingu en nefndin kvað upp þann úrskurö að máhð væri utan hennar valdsviðs. Viðskiptaráðherra sagði að það væri í sjálfu sér rétt að aht sem væri breytt væri í eðli sínu nýtt en það væri bara ekkert nýtt að það væru gerðar -breytingar á lánskjaravísi- tölu. Hann teldi að nú hefði verið staðið rétt að þeim breytingum og á fullkomlega löglegan hátt. - En telur hann ekki óhepphegt ef niðurstaða málsins er að velkjast fyrir dómstólum í langan tíma? „Auðvitað væri það heppilegast að menn féllust á að þetta væri ekki mál til aö rífast út af.“ -SMJ Akranes: Tilboð lækkað í lóðsbátinn una í haust en menn hafi safnað undirskriftum og sent oddvita fyrir 10 dögufn til að andmæla hvernig staðið var að málinu. „Hreppsnefndin hafði ekkert með kvótakaupin að gera og ég ht á þessa undirskriftasöfnun sem persónulega árás á mig,“ segir Guðjón Ólafsson oddviti. Hann segir kaupin hafa feng- ið samþykki búmarksnefndar Rang- árvahasýslu og öhum formsatriðum verið fuhnægt. „Annars finnst mér þetta mál ekki vera fyrir fjölmiðla og vh ekki segja meira um það,“ sagði Guðjón. -pv SKIUD SKAVTFRAMTAU f TÆKATÍÐ Skattframtali 1989 vegna tekna 1988 og eigna í árslok á að skila í síðasta lagi 10. febmar. Fylgiblöð með skattframtali liggja frammi hjá skattstjórum sem jafnframt veita frekari upplýsingar ef óskað er. Mikilvægt er að framteljendur varðveiti launaseðla áfram eftir að skattframtali hefur verið skilað. Launaseðlar eiga að sanna, ef á þarf að halda að staðgreiðsla hafi verið dregin af launurn! Sigurgeir Sveinsson, DV, Akranesi: Hafnamefnd Akraness hefur ákveðið að hefja viðræður við skipa- smíðastöö Þorgeirs og Ellerts á Akra- nesi um hönnum og smíði á nýjum lóösbát en hættir jafnframt samn- ingaumræðum við Höfn hf. í Njarð- vík um smíði bátsins. Skipasmíðastöð Þorgeirs og Eherts gerði upphafiega thboð í verkið í samvinnu við hollenskt fyrirtæki og þessi stefnubreyting í málinu varð vegna þess að hollenska fyrirtækið lækkaði verulega tilboð um smíöi á skrokk bátsins. Hann kemur ósam- settur frá Hollandi og verður síðan smíðaður í skipasmíðastöðinni. SIÐASTISKILADAGUR SKATTFRAMTALS ER 10. FEBRÚAR. RSI< RÍKISSKATTSTJÓRI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.