Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1989, Side 32

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1989, Side 32
F R ÉTTAS KOTIÐ Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1989. Njótum góðs af hruni kanad- — íska þorsk- stofnsins? Fréttir frá Kanada herma aö hinn svonefndi Labradorþorskstofn sé helmingi minni en fiskifræöingar höföu gert ráö fyrir. Úr þessum stofni veiða Kanadamenn tæpan helming síns þorskafla eða alls 266 þúsund lestir í fyrra. Alls veiða þeir úr átta þorskstofnum. „Ég hef undir höndum skýrslu um þennan stofn, sem gefln var út í haust, og þar er gert ráö fyrir óbreyttri veiöi. Þessi skýrsla var unnin af fiskifræðingum eftir leiö- _ angur síðasta sumars. Þess vegna ^koma þessar fréttir mér mjög mikiö á óvart,“ sagði Sigfús Schopka fiski- fræöingur sem er helsti sérfræðingur Hafrannsóknastofnunar í þorskin- um. „Þaö er ef til vill ljótt aö segja þaö en ég græt þetta ekki. Kanadamenn eru þá að ganga í gegnum það sama nú og viö höfum orðið að gera síð- ustu tvö árin. Og þótt ef til vill sé of snemmt að spá má gera ráð fyrir að þetta verði til þess að verð á þorski _ á Bandaríkjamarkaði fari upp á við þegar líður á árið. Ég segi þetta þó með þeim fyrirvara að bandarískir fiskkaupendur fari ekki að leita í auknum mæli aö ódýrum fiskteg- undum í stað þorsksins," sagði Bjarni Lúðvíksson, framkvæmda- stjóri Sölumiðstöðvar hraðfrystihús- anna, í samtah við DV í morgun. Sjá frétt um hrun þorskstofnsins í Kanada á bls. 6. -S.dór Amarflugsmálið: Allt galopið Allt er enn galopið í Arnarflugs- ^málinu og framtíð félagsins enn ó- - ráðin innan ríkisstjórnarinnar. Steingrímur J. Sigfússon kynnti bréf Arnarflugs á ríkisstjómarfundi í gær en í bréfmu eru kynntar íjármögn- unarleiðir Arnarflugs til að gera fiár- hagsstöðu félagsins viðunandi auk þess sem félagið óskar eftir viðræð- um við rikisstjómina. -JGH ;^'01LASX ÞRðSTUR 68-50-60 VANIR MENN LOKI Þeir hafa allt of mikið af vopnum í Vopnafirði. Skotið að manni í biíreið á Vopnafírði: Skotið lenti W _ _M M i sssn ökumannsins - byssumaðurinn er enn ófundinn Skotið var að manni, sem sat í bifreið, á Vopnafirði á mánudag. Mikil lögreglurannsókn vegna þessa máls fer nú fram á Vopna- firði. Skotmaðurinn hefur ekki fundist. Enginn hefur játað verkn- aðinn á hendur sér og eins er ekki vitað hvort um ásetning var að ræða eða ekki. Einn maður var handtekinn vegna skotárásarinn- ar. Ekkert hefur komið fram við rannsóknina sera tengir þann mann við verknaðinn. Lögreglan sá ekki ástæðu til að krefiast gæsluvarðhalds yfir manninum. Ekki er vitað með hvemig byssu var skotið - ekki er heldur vitað hversu mörgum skotum var skotið. Ljóst er að eitt skot fór í gegnum ruðu bifreiðarinnar og hafnaði í sæti ökumannsins. Hann sakaði ekki. Tæknirannsókn, sem fram- kvæmd er af lögreglumönnum frá Rannsóknarlögreglu ríkisins, er ekki lokið. Að henni lokinni er fyrst hægt að segja til um hvert skotvop- nið var og Qölda þeirra skota sem hleypt var af. Lögreglumaður sem DV ræddi við sagðist hallast að þvi að ekki hefði verið um ásetning að ræða. -sme I morgun Þessi mynd var tekin rétt fyrir klukkan átta í morgun þegar borgarfulltrúar í Reykjavik greiddu atkvæði um fjár- hagsáætlun borgarinnar. Fundurinn hafði þá staðið síðan kl. 17 í gær. DV-mynd GVA Veörið á morgun: Léttskýjað syðra Á morgun verður norðlæg átt um land allt, él um noröanvert landið en léttskýjað syðra. Tals- vert frost, á bilinu 5-7 stig, verður á öllu landinu. Borgaraflokkurinn: Aðalstjórnar- fundi frestað Aðalstjómarfundi Borgaraflokks- ins, sem vera átti á morgun, laugar- dag, hefur verið frestað vegna þeirr- ar stöðu sem nú er í stjórnarmynd- unarviöræöunum. Svo virðist sem formsatriði sé að ganga frá skiptingu ráðuneyta og útbúa málefnasamn- ing. Um leið og aðalstjómarfundinum hefur verið frestað hefur verið slegið á frest að kjósa varaformann. Ástæöa þess er sú að afstaða líkleg- asta kandidatsins í það embætti, Inga Björns Albertssonar, til ríkisstjórn- arsamstarfsins er neikvæð. Ingi Björn er ekki tilbúinn að teygja sig eins langt til að ná samkomulagi og samflokksmenn hans. í samtali við DV í morgun lýsti hann því yfir að hann gerði þá kröfu að Borgaraflokk- urinn fengi þrjá ráðherra og að velja sér embætti eins og hinir flokkarnir um leið og ný ríkisstjórn væri mynd- uð. Því er ólíklegt að allir þingmenn Borgaraflokksins gangi inn í ríkis- stjómarsamstarfið. í þeim viðræðum, sem þegar hafa farið fram um ráðuneytaskiptingu, hefur aðeins verið rætt um að Borg- araflokkurinn fái tvo ráðherra. Að sögn Jóns Baldvins Hannibalssonar er flokkurinn ekki tilbúinn að gefa eftir af sínum ráöuneytum. Þeir telji sig hafa borið skarðan hlut frá borði í stjórnarmyndunarviðræóum í haust og ætli því að halda fast'í iðnað- arráðuneytið sem oft hefur verið nefnt sem hugsanlegt ráðuneyti fyrir Borgaraflokkinn. Því eru helst möguleikar á að Borgaraflokkurinn fái annaðhvort landbúnaðar- eða samgönguráðuneytið, dóms- og kirkjumálaráðuneyti eða jafnvel eitt- hvert nýtt ráðuneyti, svo sem um- hverfis- eða jafnréttisráðuneyti. -SMJ/gse Fimmtán tíma fundurí borgarstjórn „Ég er ánægður með fiárhagsáætl- unina. Við sláum ekki af fram- kvæmdum þrátt fyrir að borgin taki hvorki erlent lán né hækki skatta borgarbúa. Enda tel ég heimskulegt af opinberum aðilum að draga úr framkvæmdum þegar samdráttur er í þjóðfélaginu eins og er núna,“ sagði Davíö Oddsson borgarstjóri í morgun eftir maraþonborgarstjómarfund þar sem fiárhagsáætlun Reykjavík- urborgar var samþykkt meö atkvæð- um meirihlutans, Sjálfstæðisflokks- ins, en minnihlutinn sat hjá. Borgarstjórnarfundurinn hófst klukkan flmm síðdegis í gær og lauk á slaginu átta í morgun. Alls fimmtán tíma lota. „Þetta er nú ekki lengsti borgar- stjómarfundur sem ég hef setið. Þeir hafa stundum staðið til klukkan tíu og ellefu að morgni," sagði Davíð. -JGH Fékk á sig brot Særún ÁR, sem var á leiö í sigl- ingu, fékk á sig brotsjó er báturinn var staddur norðvestur af Færeyjum í gærmorgun. Gluggi í brú bátsins brotnaði og komst sjór í siglinga- tæki. Færeyskur bátur fylgdi Sæ- rúnu til Þórshafnar í Færeyjum. Þar verður gert við skemmdirnar á bátn- um. Engin slys urðu á mönnum við óhappið. Særún og færeyski bátur- inn komu til Þórshafnar um mið- nætti. -sme

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.