Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1989, Blaðsíða 27
FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1989.
43
Afmæli
Sigríður Guðmundsdóttir Schiöth
Sigríður Guðmundsdóttir Schi-
öth, tónlistarkennari, organisti og
söngstjóri, Þónmnarstræti 130, Ak-
ureyri, er sjötíu og fimm ára í dag.
Sigríður er fædd á Lómatjöm í
Grýtubakkahreppi í Suður-Þingeyj-
arsýslu en þar ólst hún upp og á
Akureyri þar sem hún nam píanó-
leik. Sigríður var í námi á Laugar-
vatni í tvo vetur, var á Húsmæðra-
skóla á ísafirði og hefur sótt fjölda
námskeiða í Reykjavík og ýmis tón-
iisfamámskeið í Skálholti. Hún var
einsöngvari í Samkór Róberts Abra-
hams Ottóssonar og í Kantötukóm-
um á Akureyri. Sigríður var söng-
kennari í Bamaskóla Grenivíkur
1935, í Hólshúsmn 1948-1976 og á
Húsavík 1976-83. Þá var hún fjóra
vetur við kennslu í Reykjavík og
Hafnarfirði. Hún kennir nú við
bamaskólann að Hrafnagili. Sigríð-
m- var organisti Grundarkirkju
1949-1976, Saurbæjar- og Möðm-
vallakirkna 1950-1976, á Húsavík
1976-1983 og aftur í Grandarkirkju
frá 1983. Hún æfði og stjómaði
hundrað manna kór Húnvetninga
1974 og Þingeyingakór í tvo vetur.
Sigríður hefur skrifað greinar og
frásagnir í blöð og tímarit og lesið
fiölda sagna og kvæða í útvarp. Þá
var hún formaður Héraðssambands
eyfirskra kvenna 1972-1976 og er nú
nýkjörinn formaður Kirkjukóra-
sambands Eyjafjarðar.
Maður Sigríðar er Helgi Hinrik
Schiöth, f. 21. nóvember 1911, lög-
regluþjónn, b í Hólshúsum og starfs-
maður K.Þ. á Húsavík. Foreldrar
hans vom Axels Schiöth, bakara-
meistari á Akureyri, og kona hans,
Margrét Schiöth, f. Friis. Böm Sig-
ríðar og Helga em: Reynir Helgi
Schiöth, f. 1941, b. í Hólshúsum,
kvæntur Þuríði Jónu, f. Thorlacius,
þau eiga tvo syni; Margrét Anna, f.
1945, skrifstofumaður á Húsavík,
gift Áma Sigurðssyni bifvélavirkja,
þau eiga þrjú böm; og Valgerður
Guðrún Schiöth, f. 1949, gift Gimn-
ari Jónassyni, b. á Rifkelsstöðum,
eigafjögurböm.
Sigríður átti tíu systkini. Á lífi
em: Guðrún, gift Jens F. Magnús-
syni, íþróttakennara í Rvík, sem er
látinn, dóttir þeirra er Ingunn, gift
Friðjóni Guðröðarsyni, sýslumanni
á Hvolsvelli; og Sverrir, b. á Lóma-
tjöm, dætur hans era Sigríður,
kennari í Grenivík, Valgerður al-
þingismaður, og Guðný, sveitar-
stjóri í Grýtubakkahreppi. Systkini
Sigríðar sem látin eru: Lára, gift
Runólfi Kjartanssyni, kaupmanni í
Reykjavik; Sigrún, gift Jóni Jó-
hannssyni, b. á Skarði; Sæmundur
Reykjalín, b. á Fagrabæ, kvæntur
Guðrúnu Jónsdóttur; Jóhanna,
kennari í Rvík; Guðbjörg, gift
Bjarna Pálssyni frá Hrísey; Sigur-
björg, gift Agli Áskelssyni, starfs-
manni Skattstofunnar í Rvík; Ing-
ólfur matreiðslumaður, kvæntur
Jómnni Helgadóttur, Valtýr, borg-
ardómari í Rvík, kvæntur Bimu
Bjömsdóttur.
Foreldrar Sigríðar vora: Guð-
mundur Sæmundsson, b. á Lóma-
tjöm, og kona hans, Valgerður Jó-
hannesdóttir. Guðmundur var son-
ur Sæmundar, b. í Gröf í Kaupangs-
sveit, Jónassonar, og konu hans,
Ingileifar Jónsdóttur, b. í Uppsölum
í Svarfaðardal, Jónssonar. Móðir
Jóns var Þórunn Bjömsdóttir, b. á
Moldhaugum, Bjömssonar, og konu
hans, Halldóru Jónsdóttur, prests á
Völlum, Halldórssonar, afa Páls
Melsteð amtmanns, ættföður Mel-
steðættarinnar. Móðir Ingileifar var
Helga Pálsdóttir, b. í Hofsárkoti,
Jónssonar, og konu hans, Guðrúnar
Jónsdóttur, b. á Uppsölum, Arason-
ar, prests á Tiörn, Þorleifssonar,
prófasts á Múla, Skaftasonar.
Valgerður var dóttir Jóhannesar,
b. á Kussungsstöðum, Jónssonar
Reykjalíns, prests á Þönglabakka,
Jónssonar, Reykjalíns, prests á Ríp,
Jónssonar, prests á Breiðabólstað í
Vesturhópi, Þorvarðarsonar, foður
Friðriks, langafa Ólafs, afa Ólafs
Ragnars Grímssonar. Móðir Jóns á
Þönglabakka var Sigríður Snorra-
dóttir, prests á Hofsstöðum, Björns-
sonar, bróður Jóns, langafa Pálínu,
móður Hermanns Jónassonar for-
Sigríður Guðmundsdóttir Schiöth.
sætisráðherra. Móðir Valgerðar var
Guðrún Hallgrímsdóttir, b. á Hóli í
Fjörðum, Ólafssonar, og konu hans,
Ingveldar Ámadóttur, b. á Sveins-
strönd, Eyjólfssonar, bróður Kristj-
önu, móður Jóns Sigurðssonar,
þingforseta á Gautlöndum, langafa
Jóns Sigurðssonar ráðherra.
Helgi G. Þórðarson
Helgi G. Þórðarson verkfræðing-
ur, Vesturvangi 44, Hafnarfirði, er
sextugur í dag. Helgi Guðjón er
fæddur á Skarði í Ögurhreppi og
ólst upp í Ögurvík við ísafjarðar-
djúp. Hann varð stúdent frá MR
1950 og tók fyrrihlutapróf í verk-
fræði í HÍ1954 og próf í vélaverk-
fræði með rekstrartækni sem aðal-
grein frá DTH í Kaupmannahöfn
1958. Helgi var verkfræðingur hjá
Sölumiðstöð hraðfry stihúsanna
1958-1960 og framkvæmdastjóri ís-
húsfélags ísfirðinga hf. 1960-1963.
Hann var framkvæmdastjóri Meit-
ilsins hf. og Mjölnis hf. í Þorláks-
höfn 1965-1967 og verkfræðingm-
hjá útibúi Industrikonsulent AS á
íslandi 1967-1971. Helgi hefur rekið
eigin verkfræðistofu á sviði rekstr-
arráðgjafar frá 1972, verið stunda-
kennari í verkfræðideild HÍ og
Fiskvinnsluskólanum 1973-1978 og
hjá Stjómunarfélagi íslands 1972-
1982. Hann var í Verðlagsráði sjáv-
arútvegsins 1961-1966 og formaður
Félags fiskvinnslustöðva á Vest-
fjöröum 1961-1963. Helgi var í
stjóm Samlags skreiðarframleið-
anda 1963-1965 og Viðlagasjóðs
1973-1976. Hann var í stjóm ísl.
járnblendifélagsins hf. 1975-1979 og
frá 1984 og Olíumalar hf. 1979-1980.
Helgi var í Olíumalamefnd 1973-
1974 ogstóriðjunefnd 1983-1987.
Hann var í Stúdentaráði HÍ1951-
1952, formaður Félags stúdenta í
Khöfn 1956, í stjóm Stúdentafélags
Rvíkur 1958-1959 og formaður
Djúpmanna í Rvík frá 1975. Helgi
kvæntist3. janúar 1959, Thorgerd
E Mortensen, f. 1. apríl 1929, hjúkr-
unarfræðingi. Foreldrar Thorgerd-
ar era Daniel Mohr Mortensen,
kóngsbóndi í Fróðba í Suðurey í
Færeyjum, og kona hans, Amalie
Margrethe f. Joensen. Böm Helga
og Thorgerdar eru Þórður, f. 16.
júni 1958, verkfræðingur, aðstoðar-
kennari prófessors við verkfræði-
skólann í Karlsruhe, kvæntur
Önnu Kristínu Jóhannesdóttur
kennara; Daníel, f. 16. júní 1960,
háskólanemi, kvæntur Vigdísi
Jónsdóttur háskólanema; Hallur,
f. 22. nóvember 1964, kvikmynda-
gerðarmaður, og Kristín Svanhild-
ur, f. 15. maí 1968. Systur Helga eru
Guðrún, látin, var gift Guðbjarti
Gunnarssyni kennara, Cecilia
skrifstofumaður og Þórann, skrif-
stofumaður og leiðsögumaður, var
gift Hjálmtý Péturssyni kaup-
manni sem lést 1974. Fósturbróðir
Helga er Sigurður Þ. Guðmundsson
stýrimaður.
Foreldrar Helga vora Þórður Ól-
afsson, útvegsb. í Odda í Ögurvík,
síðar iðnverkamaður í Rvík, og
kona hans, Kristín Svanhildur
Helgadóttir. Meðalföðursystkina
Þórðar era Sólveig, móðir Jóns
Baldvins Hannibalssonar, Guðrún,
móðir Jóns Helgasonar, fyrrv. for-
manns Einingar á Akureyri, og
Friðfinnur, forstjóri Háskólabíós,
faðir Bjöms ráðuneytisstjóra.
Þórður var sonur Ólafs, b. í Strand-
seljum í Ögurhreppi, Þórðarsonar,
b. á Hjöllum í Skötufirði, Gíslason-
ar. Móðir Ólafs var Guðrún Ólafs-
dóttir, b. á Skjaldíönn, Jónssonar
og konu hans, Jóhönnu Egilsdótt-
ur, b. í Bakkaseli, Sigurðssonar
„réttláta" á Gilsfiarðarmúla, Jóns-
sonar. Móðir Sólveigar var Guðríð-
ur Hafliðadóttir vegghleðslumanns
Jóhannessonar, bróður Hannibals,
afa Hannibals Valdimarssonar.
Móðir Guðríðar var Þóra Rósin-
kransdóttir, b. á Svarthamri, bróð-
ur Sigurðar, afa Jóns Baldvinsson-
ar, fyrsta formanns Alþýðuflokks-
ins og langafa Ingigerðar, móður
Þorsteins Pálssonar. Sigurður var
soriur Hafliða, b. í Kálfavík, Guð-
mundssonar sterka Sigurðssonar,
forföður Ólafs Þ. Þórðarsonar og
Sverris Hermannssonar. Móðir
Þóra var Elísabet Jónsdóttir, b. á
Svarthamri, Jónssonar. Langamm-
a Elísabetar var Sigríður Magnús-
dóttir, bróðurdóttir Jóns Teitsson-
ar biskups, langafa Katrínar, móð-
ur Einars BenediktSsonar skálds.
Kristinvar dóttir Helga, b. á
Skarði í Ögurhreppi, bróður Guð-
finns, fóður Einars í Bolungarvík.
Helgi var sonur Einars, b. á Hvita-
nesi, Hálfdanarsonar, prófasts á
Eyri við Skutulsfiörö, Einarssonar,
langafa Helga, foður Ragnhildur
alþingismanns. Móðir Helga var
Kristín Ólafsdóttir Thorberg, systir
Bergs Thorberg landshöfðingja og
Hjalta, langafa Jóhannesar Nor-
dals. Móðir Kristínar var Karítas
Daðadóttir, b. á Skarði, Eggerts-
sonar og konu hans, Ásgerðar,
systur Jóns, afa Auðar og Jóns
Helgi G. Þórðarson.
Auðuns. Ásgerður var dóttir Ein-
ars, b. á Garðsstöðum, Magnússon-
ar, b. á Amgerðareyri, Þórðarson-
ar.
Helgi tekur á móti gestum á Vest-
urvangi 44 frá kl. 17 í dag.
Andlát
Til hamingju
með afmæiið
3. febrúar
75 ára
Kristín Bergþóra Loftsdóttír, Framnesi, Asahreppi.
70 ára
Krisfiana Ákadóttir, Fossgötu 3, Eskifirði.
Glaöheiraum 24, Reykja rik.
40 ára
Illugagötu 59, Vestmannaeyjum.
Sólveig H. Haraldsdóttir,
Heiðargarði 8, Keflavik.
Katriu Jónsdóttir,
Mánahlíð 12, Akureyri.
Trausti Tryggvason,
Silfurgötu 41, Stykkishólmi.
Skúlaskeiði 6, Hafiiarfirði.
Guðrún Sigurbentsdóttir,
Brúarási 2, Reykjavík.
Hrafnhildur Guðnadóttír,
Miðkoö H, DjúpárhreppL
Martea Guðmundsdóttir,
Sólvallagötu 40C, Keflavík.
Sindri Sigurjónsson
Sindri Sigurjónsson skrifstofu-
stjóriandaðist23.janúar. Sindri
fæddist 20. desember 1920 í
Kirkjubæ í Hróarstungu í Norður-
Múlasýslu og varð gagnfræðingur
frá MA1938. Hann var póstaf-
greiðslumaður í Rvík 1946-1960 og
póstfulltrúi 1960-1971. Sindri var
skrifstofustjóri hjá Póstgíróstof-
unni í Rvík frá 1971. Hann var lengi
í forystu Góötemplarareglunnar, í
framkvæmdanefnd Stórstúku Ís-
lands, þingtemplar Reykjavíkur og
æðstitemplar stúkunnar Andvara.
Sindri var í stjóm Musterisregl-
unnar frá 1978. Sindri kvæntist 24.
desember 1941 Sigríði Helgadóttur,
f. 1. október 1921, bóksala. Foreldr-
ar Sigríðar era Helgi Tryggvason,
bókbindari í Rvík, og kona hans,
IngigerðurEinarsdóttir. Synir
Sindra og Sigríðar era Einar, f. 24.
mars 1942, yfirlæknir Heymar- og
talmeinastöðvar íslands, kvæntur
Kristínu Ámadóttur hjúkrunar-
fræðingi; Heimir, f. 24. desember
1944, tannlæknir í Rvík, kvæntur
Önnu Tryggvadóttur meinatækni;
Siguijón Helgi, f. 17. febrúar 1948,
tæknifræðingur á Seltjarnamesi,
kvæntur Helgu Garðarsdóttur;
Sindri, f. 20. ágúst 1952, fram-
kvæmdastjóriParmhaco, kvæntur
Kristbjörgu Sigurðardóttur, og
Ingvi, f. 8. aprfl 1955, garðyrkju-
maður í Rvik, kvæntur Vilborgu
Sindri Sigurjónsson.
Ámundadóttur. Systkini Sindra
era Fjalarr, f. 20. september 1919,
léstungur; Fjalarr, f. 23. júlí 1923,
prófastur á Kálfafellsstað, kvæntur
Bertu Einarsdóttur; Frosti, f. 18.
mars 1926, læknir í Kópavogi,
kvæntur Guðrúnu Valgarðsdóttur;
Máni, f. 28. apríl 1932, organleikari
og tónlistarkennari í Kópavogi, og
Vaka, f. 25. júní 1933, hjúkranar-
konaíRvík.
Foreldrar Sindra vora Siguijón
Jónsson, prestur í Kirkjubæ í Hró-
arstungu, og kona hans, Anna
Sveinsdóttir. Siguijón var sonur
Jóns, b. á Háreksstöðum í Jökul-
dalsheiði, Benjamínssonar, b. á
Skeggjastöðum á Jökuldal, Þor-
grímssonar í Skógargerði Þórðar-
sonar. Móðir Þorgríms var Guðrún
Þorgrímsdóttir, bróður Illuga, afa
Hólmfríðar, ömmu skáldanna Guö-
mundar og Sigurjóns Friðjónssona
og langömmu Indriða Indriðasonar
rithöfundar. Móðir Jóns var Guð-
rún Gísladóttir, b. á Hvanná, Jóns-
sonar, bróður Þorsteins, langafa
Jóns Magnússonar forsætisráð-
herra. Móðir Siguijóns var Anna
Jónsdóttir, b. á Hvoli í Borgarfirði
eystra, Stefánssonar og konu hans,
Steinunnar Eyjólfsdóttur.
Anna var dóttir Sveins, b. á
Skatastöðum í Austurdal, Eiríks-
sonar, b. á Skatastöðum, Eiríksson-
ar. Móðir Sveins var Hólmfríður
Guðmundsdóttir, b. og hreppsfióra
í Bjamarstaðahlíð, Jónssonar og
fyrstu konu hans, Guðríðar Jóns-
dóttur. Móðir Önnu var Þorbjörg,
systir Þóreyjar, móður Elínborgar
Lárasdóttur rithöfundar. Þorbjörg
var dóttir Bjarha, b. á Hofi Hannes-
sonar, prests og skálds á Ríp,
Bjamasonar. Móðir Þorbjargar var
Margrét Ámadóttir, b. í Stokk-
hólma, Sigurðssonar og fyrstu
konu hans, Þorbjargar Eiríksdótt-
ur, prests á Staðarbakka, Bjama-
sonar, bróður Hannesar á Ríp,
langafa Jóns Þorlákssonar forsæt-
isráðherra og Bjargar, móður Sig-
urðarNordals.