Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1989, Blaðsíða 17
FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1989.
33
oraði sex mörk og fiskaði fimm vítaköst. Á myndinni sést Jakob í hraðaupphlaupi
DV-mynd Brynjar Gauti
gsframtak
fumuninn
25-24. íslenska liöiö ekki sannfærandi
breytast fram að B-keppninni. Við get-
um aðeins vonað það besta, sé tekið mið
af frammistöðunni í gærkvöldi.
Norskur handknattleikur er greini-
lega í framfor og getur landslið Norð-
manna hæglega komið á óvart í B-
keppninni. Áður en norska liðið kom
hingað til lands lék það þrjá leiki við
Dani á þremur dögum. Samt sem áður
var ekki nein þreytumerki að sjá á leik-
mönnum. Norski markvörðurinn Espen
Karlsen varði oft frábærlega vel í leikn-
um og var besti maður liðsins. Leikur
norska liðsins minnir nokkuð á sænsk-
an handknattleik.
• Dómarar leiksins komu frá Dan-
mörku og dæmdu sæmilega.
• Mörk íslands: Kristján Arason 8/4,
Jakob Sigurðsson 6, Júlíus Jónasson 3,
Bjarki Sigurðsson 3, Sigurður Sveins-
son 3/1, Héðinn Giisson 1, Þorgils Óttar
1.
• Mörk Norðmanna: Rune Erland 8/4,
Öystein Havang 3, Roger Kjendalen 3,
Dag Vidar Hanstad 3, Kjetil Larsen 3,
Kaare Rannekleiv 1, Öle Gustav Gjek-
stad 1, Knut Arne Iversen 1, Bent Svele.
-JKS
- skiptir 1 KR og síðan til Svíþjóðar
Norska knattspymufélagið Moss virðist ekki reiðubúiö til að láta ís-
lenska landsliðsmanninn Gunnar Gíslason hljóðalaust af hendi. Gunnar
gerði samning við sænska 1. deildar félagia Hácken þegar keppnistímabil-
inu í Noregi lauk í vetur en samkvæmt heimildum DV krefst Moss þess
nú að fá 1,2 milljónir norskra króna frá sænska félaginu fyrir Gunnar.
Sú upphæð samsvarar rúmum 8 milfjómun íslenskra króna. Til að kom-
ast hjá þessu hefúr fundist sú leið að Gunnar hafi félagaskipti frá Moss
yfir í íslenskt félag, KR, og þaðan til Hacken. Samkvæmt heimildum DV
getur Moss þá engar fjárkröfur gert og Gunnar verður firjáls ferða sinna.
-VS
________________________________________íþróttir
Frétt um Guðna Bergsson í norsku blaði:
Spurs gert
að greiða
8,9 milHónir
- „Slúður af verstu gerð,“ segir Guðni Bergsson
Norska blaðið „Tippebladet" birti
nú í vikunni frétt þess efnis að Knatt-
spymusamband Evrópu, UEFA,
heíði úrskurðað að Tottenham
Hotspur yrði að greiða Val 100 þús-
und pimd eða um 8,9 milljónir króna
fyrir Guðna Bergsson.
„Þetta voru óvænt tíðindi fyrir
Terry Venables, framkvæmdastjóra
Tottenham, þar, sem hann hafði
reiknað með að fá íslendinginn
ókeypis vegna þess að hann var
áhugamaður," segir ennfremur í
fréttinni.
Þessi tíðindi stangast mjög á við
þær öruggu heimildir sem DV hefur
fyrir því að Tottenham hafi greitt
tæpar 30 milljónir eða 350 þúsund
pund fyrir Guðna.
Slúður af verstu gerð
„Þessi frétt norska blaðsins er al-
gerlega úr lausu lofti gripin og maður
veltir því fyrir sér hvaðan úr ósköp-
unum hún geti veriö komin. Hér er
um að ræða slúður af verstu gerð,“
sagði Guðni í samtali við DV í gær.
„Það var í upphafi gert samkomu-
lag um að kaupverð mitt yrði hvergi
gefið upp og við það hefur veriö stað-
ið af báðum aðilum. Upphæðin sem
fram kemur í fréttinni er einfaldlega
vitlaus. Það væri líka í meira lagi
skrýtið ef UEFA hefði farið aö skipta
sér af mínum samningum, án þess
að ég hefði heyrt um það frá Totten-
ham eða Val,“ sagði Guðni.
Síminn þagnar ekki
„Síminn hjá mér hefur varla þagn-
að að undanfomu því að enskir
blaðamenn hafa sífellt verið að
hringja til að forvitnast um kaup-
verðið á Guðna. Þessi frétt í norska
blaðinu er hreint bull og ég hef ekki
hugmynd um hvaðan hún er komin
Kristján Arason var frískur í sókn og lék vel í vörninni. Sérstaklega er leið
á leikinn. Hér er hann í færi og knötturinn lá í markinu skömmu síðar.
DV-mynd Brynjar Gauti
Kristján sem klettur
- varöi tvö skot og fiskaöi einn bolta
Varnarleikur Islendinga var oft
gioppóttur í gær, sérstaklega þegar
vörnin tók framarlega við sóknar-
mönnum Norðmanna. Hún skánaði
hins vegar er leiö á leikinn og var á
tíðum frískleg í síðari hálfleik. Fram-
ganga einstakra manna í vörn var
sem hér segir:
Bjarki Sigurðsson: 1 bolti varinn, 2
mörk á sig, tvenn slæm mistök önnur
sem kostuðu markfæri.
Kristján Arason: Varið skot í tví-
gang, 1 knöttur fiskaður, 1 mark á
sig, tvenn önnur slæm mistök sem
kostuðu markfæri.
Héðinn Gilsson: 4 mörk á sig.
Júlíus: 1 bolti fiskaður, gerði þrenn
slæm mistök sem kostuöu markfæri.
Þorgils Óttar Mathiesen: Skot varin
í tvígang, fékk 1 mark á sig.
Geir Sveinsson: 3 skot varin, bolti
fiskaður í tvígang, 3 mörk á sig.
en auðvitað stafar þetta allt af þeirri
leynd sem forráðamenn Tottenham
vilja hafa í málinu," sagði Eggert
Magnússon, formaður knattspyrnu-
deildar Vals.
„Við höldum þann trúnað við for-
ráðamenn Tottenham að gefa ekkert
upp um verðið, aiiar upplýsingar um
slíkt verða að koma frá þeim. Það er
greinilegt að þeim er tregt aö viður-
kenna að þeir hafi greitt hátt verð
fyrir áhugamann. Hins vegar eru
þeir skyldugir til að tilkynna stjóm
ensku deOdakeppninnar um kaup-
verðið en hún má ekki greina frá því
gegn vilja Tottenham," sagöi Eggert.
-VS
Jakob Sigurðsson: 1 skot varið,
knöttur fiskaður í tvígang.
Það sem hér er skoðað sem mark
á ákveðinn einstakling er þegar
markið má rekja með beinum hætti
til mistaka leikmannsins í vöm.
Vömin leikur sem heild og því kem-
ur fyrir að tveir eða fleiri em um
sökina. Þeirra tilfella er ekki getið
hér aö ofan. -herm
Badminton:
íslands-
mótið
um helgina
íslandsmótið í badminton fer
fram í Laugardalshöllinni um
helgina, laugardag og sunnudag.
Búast má við jafhri og skemmti-
legri keppni, enda er í slenskt bad-
mintonfólk í góðri æfmgu um
þessar mundir eins og þaö sýndi
í b-keppninni í Ungveijalandi í
síðasta mánuöi.
Tveir af bestu meistaraílokks-
mönnum karla, þeir Ármann
Þorvaldsson og Árni Þór Hall-
grímsson, sem era íslandsmeist-
arar í tvíliöaleik, keppa nú á sínu
fyrsta móti hér heima í vetur en
þeir hafa dvalið í Noregi og leikið
með Kristiansand Badmintonc-
lub. Þeir verða án efa f sviðsljós-
inu í karlaflokki ásamt íslands-
meistaranum Brodda Kristjáns-
syni og Þorsteini Páli Hængssyni
sem hefur staðið sig einna best í
vetur. í kvennaflokki hefur Þór-
dís Edwald verið í nokkmm sér-
flokki og er likleg til að vinna
fleiri en einn titil.
Mótiö hefst kl. 10 á laugardag
og þá verður leikið fram að und-
anúrslitum. Þau era síðan á dag-
skrá kl. 10 á sunnudag en úrslitln
hefiast kl. 14.
-VS
ísland - Noregur
íslendingar og Norðmenn eig-
ast við öðm sinni í kvöl í Laugar-
dalshöll. Leikurinn hefst kl. 20.
Knattspyrnuþjálfari óskast
Fyrstu deildar lið í Færeyjum með mjög góða
aðstöðu óskar eftir þjálfara.
Allar nánari upplýsingar í sima 96-24951.