Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1989, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1989.
9
Utlönd
Nýjar ásakanir
ci hendur TT^^^ftFcr
Steinuim Böðvaisdóaii, DV, Wasliingtoru
Vamarmálaráðherraefni Georg-
es Bush Bandarfkjaforseta, John
Tower, hefUr mátt þola bæði súrt
og sætt síðustu vikur vegna ásak-
ana um áfengisvandamál og
kvennafar. í gær urðu nýjar ásak-
anir um mfeint misferli i einkalífinu
þess valdandi að atkvæðagreiðslu
vamarmáianefndar öidungadeBd-
arinnar um staðfestingu á útnefii-
ingu Towers í embætti var frestað.
Tower hefur gengist undir flög-
urra daga yflrheyrslur nefndarinar
og bentu allar likur til þess að
nefndarmenn myndu staðfesta
útnefningu hans í gærmorgun. Fer-
ffl Towers, bæði í starfi sem og í
einkalífinu, hefur þegar verið
rannsakaður gaumgæfilega af al-
ríkislögreglunni, mim gaumgæfi-
iegar en venja er.
Nefndinni var gert kunnugt um
hinar nýju ásakanir sem heimiid-
armenn segja að varði áfengis-
neyslu Towers og samskipti hans
við kvenfólk, í gær og á þriöjudag.
Formaður nefhdarinnar, öldunga-
deildarþingmaðurinn Sam Nunn,
viidi ekkert segja um ásakanimar
en kvaö þær þó það alvarlegar að
atkvæðagreiðslunni yrði frestað
þar til fullnaðarrannsókn væri lok-
ið. Nunn kvaðst þó þjartsýnn á að
útneóúng Towers yrði staðfest.
Frá því að Bush tilkynnti val sitt
á vamarmálaráðherraefni hafa
margs konar ásakanir á hendur
Tower komið fram. Auk ásakana
um allstormasamt einkalíf telja
margir að vegna tengsla hans viö
verktakafyrirtæki vamarmáia-
ráðuneytisins sé hætta á að um
hagsmunaárekstra veröi að ræða.
Tower starfaöi um rúmlega tveggja
ára skeið sem ráðunautm- margra
stærstu verktakafyrirtækja vam-
armálaráðuneytisins og hlaut í
laun rúmlega 750 þúsund dollara.
Gagnrýnendur. hans segja að sem
vamarmálaráðherra verði Tower
ómöguiegt að vera óvilhaUur þegar
um er að ræöa samskipti ráðuneyt-
isins og þessara fyrírtækja.
En það er einkaiif Towers sem
fær hvað mesta umfiöllun flölmiðla
vestra þessa dagana. Við yfir-
heyrslumar var Tower spurður
hvort hann ætti við áfengisvanda-
mál að stríða. Hann var fljótur til
svars og neitaði því. Svo persónu-
legar spurningar em sjaidgæfar
við yfirheyrslur af þessu tagl
Talsmaður forsetans sagði í gær
að Bush styddi enn ráöherraefhi
sitt En því er ekki að neita að tíma-
setning þessara nýju ásakana gæti
vart verið verri. Forsetinn hefur
nýverið predikað siðferði yfir hin-
um nýju embættismönnum stjóm-
ar sinnar.
Hinar nýja ásakanir eru nú til
rannsóknar hjá alríkislögreglunni.
Búast má við niðurstöðum þeirra
rannsókna fyrrí hluta næstu viku
og atkvæðagreiðslu nefndarinnar
sem ogþingsins fljótlega eftir það.
Sænska JAS-orrustuþotan sem brotlenti i gær. Símamynd Reuter
JAS brotlenti
Tilraunaútgáfa af sænsku JAS-
oirustuþotunni brotlenti í Svíþjóð í
gær. Flugmaðurinn slapp með hand-
leggsbrot.
Sjónvarpsmenn vom viðstaddir en
ekki var hægt að sýna myndimar af
brotlendingunni í fyrsta fréttatíma
sjónvarpsins þar sem fyrirtækið
Saab tók filmuna til skoðunar. Var
vísað til samkomulags um fyrirfram
skoðun.
Um kvöldið fékkst þó leyfi til að
sýna myndimar í sjónvarpi en þá
hafði verið klipptur burt sá hluti sem
sýndi fyrstu veltur þotunnar. Ekki
er vitað hvort klippt var af leynileg-
um hemaðarlegum ástæðum eða
vegna rannsóknar.
Menn á vegum fyrirtækisins
mynduðu einnig brotlendinguna.
Samkvæmt sjónarvottum var einn
þeirra aðeins í um 30 til 40 metra flar-
lægð frá þotunni þegar hún kom
fyrst niður á vænginn.
Talsverðar deilur hafa staðið um
kostnaðinn við smíði J AS-þotunnar.
rr
Reagan beðinn að
leika sjálfan sig
Ronald Reagan, fyrrum Banda-
ríkjaforseti, hefur veriö beöinn um
að leika sjálfan sig í mynd um fyrr-
verandi blaðafuUtrúa sinn, James
Brady, sem særðist alvarlega þegar
Reagan var sýnt banatilræði árið
1981. Talsmaður Reagans sagði í gær
að hann hefði engin áform um að
taka þessu tilboði.
Brady særðist alvarlega á höfði þeg-
ar reynt var að myrða Reagan í Was-
hington 1981. Atvikið varð kveikjan
að bók Mollie Dickenson, „Thumbs
up“ sem breski kvikmyndagerðar-
maðurinn David Puttnam keypti
réttinn af í fyrra.
Reagan, sem er tæplega sjötíu og
átta ára aö aldri, lék síðast í mynd-
inni The Kfflers sem gerð var árið
1964. í janúar, þegar hann lét af emb-
ætti forseta, var hann einn ailra vin-
sælasti forseti sögunnar og raunar
fyrsti forsetinn í sögunni sem nýtur
meira fylgis við lok embættisferils
síns en viö upphaf hans.
Að sögn Dickensons sagöi Reagan
að sér væri frjálst að leika í mynd-
inni eftir að hann flytti úr Hvíta hús-
inu.
Dickenson, Brady, Puttnam og
fleiri hittu Reagan út af þessu máli.
Puttnam spurði forsetann hvort
hann vildi leika sjálfan sig í mynd-
inni og hann svaraði eins og að ofan
greinir.
„Ég held að ef hann kemur fram í
einhverri mynd þá verði það .þessi.
Ef Brady spyröi hann myndi hann
gera þaö og Brady spurði hann,“ seg-
irDickenson. Reuter
Botha
F.W. De Klerk, menntamálaráð-
herra Suður-Afríku, virðist hafa
tryggt sig í sæti sem erfðakrónprins
eftir P.W. Botha, forseta landsins,
sem sagði óvænt af sér sem formaður
Þjóöarflokksins, sem stjórnar
landinu.
Ársþing flokksins kaus De Klerk,
sem er íhaldsmaður, til að taka við
af hinum sjötíu og þriggja ára gamla
forseta sem nú er aö jafna sig eftir
vægt hjartaslag.
Botha kom flokksmönnum mjög á
óvart með bréfi sem hann sendi á
þingið. í því leggur hann til að aðskil-
in verði hlutverk forseta ríkisins pg
flokksformanns.
Heimildarmenn innan flokksins
herma aö formannsframbjóðendur
hafi ekki haft neitt svigrúm til að
afla sér stuðnings.
Botha skrifaði: „Að mínu mati ætti
nú að aðskilja hlutverk forseta ríkis-
ins og leiðtoga Þjóðarflokksins og vil
ég halda áfram einungis sem forseti
ríkisins."
De Klerk, leiðtogi fiokksins í
Transvaal, bar sigurorð af þremur
frjálslyndum keppinautum, þar á
segir af sér
F.W. De Klerk, menntamálaráðherra
landsins, var í gær kjörinn til að taka
við af Botha sem flokksleiðtogi.
Hann er íhaldssamur og bar sigur-
orð af þremur frjálslyndum flokks-
félögum sínum.
Simamynd Reuter
Teiknarinn Lurie sér P.W. Botha, forseta Suður-Afríku, fyrir sér sem foringja
í sveitum Hitlers.
meðal hinum vinsæla utanríkisráö-
herra, Pik Botha, sem fyrir
skemmstu samdi við Kúhu og Angóla
um að binda enda á margra ára borg-
arastríð og veita Namibíu frelsi.
Stjómmálafræðingar segja að litlu
hafi munað í kosningunni í gær en
að úrslitin hafi verið ósigur fyrir
ftjálslynda í fiokknum, sem sækjast
eftir því að afnema öll lög sem standa
aö baki aðskilnaðarstefnunni.
Sögðu þeir að þetta þýddi að flokk-
urinn ætlaði í baráttu við öfgasinn-
aða hægriflokkinn í landinu frekar
en að láta sem hann sé ekki til. Sá
flokkur vill snúa aftur til algers aö-
skilnaðar kynþáttanna.
De Klerk sagði á blaðamannafundi
í gær að hann myndi eiga náið sam-
starf við Botha forseta en gerði það
jafnframt ljóst að hann ætlaðist til
að hafa mikii völd og áhrif.
„Ég er leiðtoginn. Eg mun tala fyr-
ir hönd fiokksins," sagði hann.
Sérfræðingar og aðrir voru um það
sammála í gær að De Klerk muni
örugglega taka viö forsetaembætti
af Botha, jafnvel strax í september á
þessu ári, þegar. þessu kjörtímabili
forsetans lýkur.
Reuter
10 ÁRA
í tilefni af 10 ára afmæli bjóðum við öllum viðskiptavinum okkar að
þiggja kaffi og meðlæti og skoða um leið nýja og endurbætta að-
stöðu í okkar eigin húsnæði að Skeifunni 11, Reykjavík.
BÍLVSAIAV SKEIFAV HF.
Skeifunni 11, Rvk.
Sími 689555 (4 línur)